Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004
Síðast en ekki síst DV
*
4
41#í ■
j
Rétta myndinj
Skáti í Heiðmörk. Ávallt viðbúinn.
Naglbítarnir til London
Ha?
„Þetta eru einhvers konar Mús-
íktilraunir þar sem 15 bönd frá 15
löndum keppa og við vorum valdir
af íslensku böndunum," segir Vil-
helm Anton Jónsson, söngvari
200.000 naglbíta sem á
_______ næstu dögum halda til
London til að keppa í und-
ankeppni hljómsveitakeppninnar
The Global Battle of the Bands. „Það
var hringt frá breskri umboðsskrif-
stofu og við beðnir að senda út disk
með lögunum okkar. Ég vissi ekkert
um hvað málið snerist en þetta er
greinilega alvöru mál og mikill heið-
ur fyrir okkur að vera valdir af ís-
lensku böndunum sem eru öll mjög
góð,“ segir Villi. „Við förum til
London og spilum 20. janúar á 2-3
þúsund manna stað. Við fáum frítt
hótel og aðstoðarfólk og sigurlaunin
eru 10 þúsund dollarar og sigur-
bandið kemst áfram í alheimsúrslit.
Fyrir utan þetta veit ég mjög lítið, við
erum ekki einu sinni búnir að bóka
flug og varla byrjaðir að æfa.“ Villi
segir Naglbítana koma til með að
syngja á ensku, 2-3 lög sem verði lfk-
lega smellurinn Láttu mig vera,
Brjótum það sem brotnar og Stopp
nr. 7. Hann segist þó ekki ekki enn
vera búinn að snúa textunum á
ensku. Hægt er að fylgjast með
keppninni á www.theglobalbatt-
leofthebands.com.
Villi naglbítur Á leið til London með
hljómsveit sinni til að taka þátt i alþjóðlegri
hljómsveitakeppni.
Síðast en ekki síst
• Magnús Scheving fer ekki oft í
sundlaugar en hefur verið tíður gest-
ur þar að undanförnu til að ná úr sér
eymslum í öxl sem hann hlaut þegar
hann datt á snjó-
bretti fyrir skemm-
stu. Magnús þarf
■«að vera í fi'nu formi
því hann er á leið í
upptökur á sjón-
varpsþáttum um
Latabæ fyrir
Bandaríkjamarkað.
Annars hefur Magnús, þrátt fyrir
landsfrægan áhuga sinn á hollu líf-
erni og hreyfingu, forðast sundlaug-
ar því hann dettur yfirleitt í þeim og
meiðir sig...
• „Jæja... Læðan er haldin til nýrra
heimkynna. Þetta hefur verið henni
gott heimili síðasta eina og hálfa
árið, en allt er í heiminum hverfult.
Kærar þakkir iyrir samfylgdina."
Þennan texta er að finna á bloggsíðu
*5vanhildar Hólm Valsdóttur, um-
sjónarkonu í Kast-
ljósinu, sem hefur
jafnan verið dug-
legur og skemmti-
legur bloggari á
laedan.blog-
spot.com. Eftir að
Séð og heyrt
greindi á forsíðu frá
sambandi hennar og Loga Berg-
manns Eiðssonar fréttamanns hefur
Svanhildur minnkað skrif sín á síð-
una jafnt og þétt og þau orðið mun
ópersónulegri. Ekki er vitað hvort
>*5vanhildur hefur alfarið ákveðið að
hætta að blogga eða hvort hún opn-
ar nýja síðu...
• Þrátt fyrir að utanríkisráðuneyt-
inu hafi ekki borist athugasemdir frá
yfirvöldum í ísrael vegna ummæla
fslensku forsetafrúarinnar um vafa-
sama stjórnarhætti þar í landi munu
íslenski diplómatar sagðir vera súrr-
andi spinnigal vegna
yfirlýsingar Dorritar í
viðtali við ísraelskt
dagblað. Hún hefur
ekki sent frá sér
• sitieina yfirlýsingu síð-
an viðtalið barst til
íslenskra fjölmiðla.
Embættismennimir
íslensku em einnig sagðir rasandi
vegna uppljóstrana Dorritar um líf-
varðarleysi íslenska þjóðhöfðingj-
ans. Ólafúr Ragnar Grímsson hefur
heldur ekki sent frá sér neitt vegna
bessa.
• Ný tónleikaröð hefst í Hafnarfirði
á morgun á veitinga- og kaffihúsinu
Café Aroma. Söngkonan Kristjana
Stefánsdóttir og Agnar Már Magnús-
son píanóleikari em
gestgjafar tónleika-
raðarinnar. Fyrsti
gesturinn er Páll
Óskar Hjálmtýsson
og hefjast tónleik-
arnir klukkan 20.30
en næstu sunnu-
daga lítur gestalist-
inn svona út: 8 febrúar: Tómas R.
Einarsson, 7 mars: Sigrún Hjálmtýs-
dóttir, 18. apríl: Andrea Gylfadóttir
og sunnudaginn 9. maí verða
r^lokatónleikar með Kristjönu Stefáns,
Hem Björk, Aðalheiði Þorsteins,
Gísla Magna og Þorvaldi Þorvalds...
„Á þessari sýningu sést með
ágætum hve fjölhæfir félagsmenn
okkar eru. Hér em ljósmyndir, mál-
verk, keramik, fatnaður og margt
fleira. Þá eru einnig söngvarar í fé-
laginu og rithöfundar - og svona má
áfram telja," segir Ásdís Eva Hann-
esdóttir formaður Flugfreyjufélags
íslands. Um þessa helgi og næstu er
yfirstandandi á vegum félagsins
menningarhátíð á vegum og er hún
haldin í fræðslusetri Icelandair að
Suðurlandsbraut 12 í Reykjavík.
Sýnd verður allt annað en það sem
tengist flugi.
Þessi sýning er upphaf fjöl-
breyttrar dagskrár á árinu til að
minnast þess að 50 ár eru liðin frá
stofnun félagsins. „Það sem mér
finnst einkar ánægjulegt er að hér
kemur fram á sjónarsviðið á vegum
félagsins fólk sem ekki er í þessum
venjulega stússi til dæmis á vett-
vangi kjarabaráttunnar. Hér er nýtt
fólk virkjað til þátttöku," segir Ásdís
Eva. Á árshátíð Icelandair sem hald-
in er í næsta mánuði sjá flugfreyjur
um skemmtiatriðin, í sumar verður
glæsileg fjölskylduhátíð haldin - og
þegar líður lokum ársins verður
komið úr sannkölluðu afmælisflugi
og því lent með glæsilegri hátíð.
„En við byrjum núna með því að
sýna hvað þetta er fjölhæf stétt,"
segir Ásdís og bætir við að ráðgert sé
að gefa út sérstakt afmælisrit sem
kæmi út í haust. Sérstök ritnefnd
undirbýr útgáfu þess.
Félagar í Flugfreyjufélagi íslands
eru alls um 500 talsins - og vinna hjá
Icelandair, Flugfélag íslands, ís-
landsflugi og Iceland Express.
„Margir byrja í fluginu strax og tæki-
færi gefst og gera þetta að ævistarfi.
Margar mennta sig til einhvers starfs
til að hafa í bakhöndinni - nýta sér
sem sagt þau tækifæri sem bjóðast
til endurmenntunar - en flugið er
samt alltf í fyrsta sæti því starfið er
algjör baktería og mjög skemmti-
leg,“ segir Ásdís Eva Hannesdóttir -
sem er fjölmiðlafræðingur og er
jafnframt að ljúka námi í starfs-
mannastjórnun. Og síðan er það
flugfreyjustarfið sem Ásdís hefur
sinnt lengi - og líkar vel.
Undirbúa afmælissýningu. Með list-
muni i forgrunni, en á myndinni eru, frá
vinstri talið: Kristin Ingvadóttir, Asdis Eva
Hannesdóttir og Kristjana Þráinsdóttir.
DV-mynd: sbs
Röng mynd
I DV á miðvikudag
urðu þau leiðu mistök að
röng mynd var birt með
broti úr greinargerð Jóns
Friðriks Sigurðssonar sál-
fræðings. í stað myndar
af Jóni Friðrik var birt
mynd af Jóni Friðriks-
syni, bónda á Vatnsleysu
í Skagafirði. Eru þeir báð-
ir beðnir velvirðingar á JónFriðrik Jón Friðriksson
þesum mistökum. Sigurðsson bóndi.
Rjtstj. sálfræðingur.
Veðrið
c&
*♦
+1*
Alihvasst
HhSÍ"- +3'
0>\
é Nokkur
- ulnHi ir
** fclt
A +2Gola
„ fin,n
+2Cbf
Gola 3 Gola
vlndur
>Vý*>p
• * *
,\
Gola
Strekklngur
o\
j.4! é é Nokkur
‘ . vindur
t-
+4
+3**Go,a
ot
+3
é é Nokkur
vindur