Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Blaðsíða 3
I>V Fréttir LAUGARDAGUR 10.JANÚAR2004 3 Ókeypis skólabækur! Spurning dagsins Ritstuldur eða heiðarleg vinnubrögð? Jæja, þá er bókaþjóðin mikla komin upp úr jólabókaflóðinu og farin að hlaupa um í fjörunni til að losna við spikið sem hrannaðist upp inn á milli bókastaflanna. Ungmennin sem þurfa að kaupa rándýrar bækur til þess að geta fylgst með í framhaldsskólunum fagna því ef einhverjar góðbókmenntir eru enn plastaðar og hægt að skila þeim því ekki eru skruddur þeirra ókeypis, síður en svo. Ótrúleg lenska að skipta um bækur Það er alveg ótrúlegt hvað það er rnikil lenska að þurfa sífellt að vera að skipta um bækur sem fjalla um nákvæmlega sama máfið. Það skyldi þó ekki vera að einhver sé að græða á framhaldsskólanémum? Auðvitað verður að græða á þeim eins og öll- um öðrum. Hitt er svo annað mál að þessi gífurlegi kostnaður er sjaldan tekinn með í umræðuna um brott- fallið. Það segir sig sjálft að ef maður dregur það í nokkrar vikur að kaupa bók sem lesin er í ákveðnum áfanga þá dregst maður aftur úr og þar með eru meiri líkur á að maður gefist upp eða falli. Hvernig væri nú að breyta algerlega um stefnu í þessum bóka- málum, hér hjá bókaþjóðinni miklu. Skólarnir ættu bara að koma sér upp öllum bókakosti sem nauðsynlegur er fyrir þá áfanga sem eru í boði og lána krökkunum bækurnar gegn tryggingu. Ó ó ó hver á að borga? Nú ef það er svo að þessi fátæki ríkis- sjóður, sem hefur efni á því að hækka eftirlaun leiðtoga langt um- fram skynsemi, er orðinn tóm tunna þá væri hægt að fara bedileiðina til þeirra sem fengið hafa sameiginlegu sjóðina að gjöf. Koma varla upp orði nema með kostun Útvarps- og sjónvarpsstöðvar geta varla komið upp orði nema með kostun og því gætu skólarnir ekki gert slíkt hið sama? Nei, það er ósmekklegt vegna þess að hér er Landið flóirídópi Kristjana SigurÖaidóttir skrifar. Heita má dágóður árangur að Toll- gæslunni hafi tekist að haldleggja 33 kíló af hassi sem dflerarnir hugðust flytja inn í landið. Aukinheldur slangur af öðrum eiturlyfjum, en áæUað er að götuverð alls þess dóps sem tollverðir tóku nemi 85 milljón- Lesendur um króna. Þá náði Lögreglan í Reykjavík einnig ágætu taki á hlut- unum í fyrra, svo sem með því að leggja meiri áherslu en áður á götu- málin svonefndu. En hversvegna er árangurinn ekki ennþá betri? ísland er eyja ægi girt, sem ætti að gefa tollgæslu- mönnum frábært tækifæri til að fylgjast með öllum fíkniefnainn- flutningi. Smæð samfélagsins ætti líka að gefa íslensku lögreglumönn- um betra tækifæri en starfsbræð- urnir þeirra í nokkru landi hafa til þess að þekkja sauðina frá höfrun- um. Hinsvegar er íslenska lögreglan svo hrikalega fjársvelt að brýn við- fagnsefni, svo sem að taka á fíkni- efnavandanum, fá ekki það svigrúm sem þyrfti. Fyrir augum okkar blasa afleið- ingar þess að ekki er betur tekið á Elísabet Brekkan lítur í kringum sig eftir jólahasarinn. Kjallari um nám að ræða, nám sem er til þess hugsað að gera einstaklingana sjálfstæða, gagnrýna og hæfa til þess að skoða, skilgreina og stjórna þessu samfélagi síðar meir. Sé þetta sjónarmið sem liggur að baki skipu- lagi skólanna þá er bara að skera niður svolítinn skara af skriffinn- um. Er ekkert í tísku lengur að tala um Parkinsons-lögmálið? Hvernig væri að rifja svolítið upp kenningar Parkinsons um skrifræðið? Það er eins og æxli - ef ekki er skorið getur það bara stækkað. Ein pirrandi setning er gegnum- gangandi og hefur verið lengi. Hún er: Þetta er bara svona. Þetta er bara svona og þetta verður bara svona. Með því að tuða svona eitthvað út í loftið, erum við þá ekki bara að samþykkja alla hluti eins og það sé einhver guðlegur máttur sem ákveð- ur ranglætið í samfélaginu? Ekkert nöidur! En við skulum ekki tapa okkur í neikvætt nöldur á þessu ágæta nýja ári. Það er verið að skoða aðferðir manna við ævisögusmíði og það er verið að skoða aðferðir sénía við sakamálamyndagerð og það er verið að skoða aðferðir útsmoginna við að ræna sér bönkum þannig að það er margt sem bendir til þess að hinir réttíátu komist framar í biðröð himnaríkis á þessu ári. Þá eru jarð- neskar leifar Keikós komnar í góða gröf hjá frændum vorum Norð- mönnum og það er vonandi að ein- hverjar ruglaðar amerískar kerlingar haldi áfram að sturta úr buddum sínum til þess að hægt verði að reyta arfann í kringum hann. Saddam var dreginn upp úr holunni og lúsa- fíkniefnamálunum. Landið flóir í dópi og börn niður f fermingaraldur neyta þess. Hólmgöngur handrukk- ara eru daglegt brauð, meðferðar- stofnanir eru fullar út úr dyrum og svo mætti áfram telja. Allir ættu að sjá að best verður á þessum vanda tekið með því að auka fjárframlög til lögreglunnar - og dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, verður að láta málið til sín taka. Hann er kappsamur maður - og ætti að vera jafn fljótur að taka á þessu máli og mörgum öðrum sem á hans borð koma. Metnaðarfullar verklagsreglur Ólafui Helgason, skrifar. Ætíi menn að móta stefnu í ein- staka málum þykir mikið um vert að línurnar séu skýrar. En er ekki full- rnikið af því góða að allt gumsið gangi út á að til séu „verklagsreglur" einsog það er kallað. Þetta tískuorð er svo ofnotað að hið hálfa væri gjör- samlega kappnóg. Jafnframt þykir ófínt að tala um háleit markmið, djarfar tillögur og svo framvegis. Nú er alltaf sagt að hitt og þetta sé „metnaöarfullt" einsog komist er að orði. Jafnvel þótt notkun þess orðs gangi enganveginn upp nema í ákveðnu samhengi. Möguleikar eru kallaðir „úrræði" eða „lausnir" - og svona mætti áfram telja. íslenskt mál býður uppá fleiri möguleika en þetta leiðinlega stagl. Málið nær yfir allt sem hugsað er á jörðu, segir Einar Ben, og vissi þó sjálfsagt ekki hvflíkar óravíddir mannshugurinn spannar á góðum degi. Hér er því þörf á að fólk láti hugarflugið taka völdin og orðaforðann ráða, en hann aukum við best og helst með því að lesa góðar bækur skrifaðar af andríkum höfundum. kembdur fyrir framan heiminn, sem gleður okkur öll, ekki síst með það í huga að það getur leitt til þess að heimurinn verði þess aðnjótandi að Georg yngri haldi áfram að leiða Láru kláru úr einni heimsálfunni í aðra til þess að hjálpa áfvegaleiddu fólki að draga moldvörpumorðingja upp úr holum sínum. Færri forsetaveislur, fleiri skólabækur! Hvað sem öðru líður þá finnst mér aðkallandi að gera eitthvað í „bókamálum" framhaldsskóla- nema. Skiptibókamarkaður er góð uppfinning en þar er einnig græðgin ein sem ræður ríkjum. Að taka 20 einingar á framhaldsskóla- stigi á önn kostar aldrei minna en 20-25 þús. krónur í bókakosti. Þá er ekki talið með skólagjald og rit- fangakostnaður. Mér finnst löngu kominn tími til þess að endurskoða út á hvað þessir framhaldsskólar ganga. Krökkum er hrósað fyrir að vinna með skóla, og þeir eru líka skammaðir fyrir að eyða tíma frá skólanum f vinnu. Ég var í Svíþjóð um jólin og var að ræða við for- eldra, vini mína sem eiga börn á ýmsum skólastigum. Margt hefur breyst í Svíþjóð en þó ekki eins hratt og hér, það er að segja í átt til egó-væðingar. Eitt sem ágæt kona sagði mér sló mig svolítið, en það var dæmi um þá hnignun sem á sér stað í velferðarrfkinu: Jú, hún sagði að sums staðar væri meira að segja farið að láta framhaldsskólanema borga f mötuneytinu. Ég nennti ekki að segja henni frá því að við erum 107 árum á eftir hinum Norð- urlandaþjóðunum hvað þetta varð- ar. Það er auðvitað miklu ódýrara, sé horft til framtíðar, að hafa allt ókeypis sem hefur með skóla að gera. Það er bara hægt að draga að- eins úr dýrunt forsetaveislum og öðru snobbi sem skilar sér ekki á nokkurn hátt inn á borð þegnanna, allra síst skólakrakkanna. DV tekur við lesendabréfum og ábendingum á tölvupóstfanginu lesendur@dv.is. DV áskilur sér rétt til að stytta allt það efni sem berst til blaðsins og birta það f stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Svart band oq gylltur kjölur „IMenntaskólanum á Akureyri fékk ég bágt fyrir hjá Tryggva Gíslasyni þegar ég skilaði ritgerð þar sem ég notaði annarra orðalag og vitnaði ekki til heimilda á fullnægjandi hátt. Þetta var ekki stór- vægilegt en gleymist ekki. Dæmi eru um að nem- endur hafi verið reknir úr skóla fyrir að gera ann- arra manna texta að sínum. Hannes Hólmsteinn segirslík vinnubrögð hins vegarí lagi og að fleiri höfundar stundi þau. Þærskýringar kaupi ég ekki og skiptir þá engu hver á í hlut. Fyrir vikið ætla ég nú bara að halda mig við að lesa gamla manninn orgínal; í bókunum í svörtu bandi með gylltum kili." Atli Rúnar Halldórsson blaðamaður „Hannes skák- ar í skjóli póst- móderniskrar óreiðu, það er að láta öllu ægja saman. Á einni blaðsíð- unni skrifar hann sem fræðimaður, prófessor við Háskóla Islands, á þeirri næstu sem vin- sældahöfundur - og líkir sér siðan jafn- vel við Halldór Laxness sjálfan." Árni Bergmann rithöfundur „EfHannes erí bókinni að miklu leyti að endursegja frásagnir og rannsóknir annarra, þá er þessi bók afar ófrumleg og ekki áhugaverð. Því er beinlínis ekkert sem hvetur mig tii að lesa hana." Vigfús Geirdal sagnfræðingur „Ritstuldur, al- veg klárt. Mál- ið snýst ekki um í hve mikl- um mæli aðrir ævisagnaritar- ar vísa til heimilda og enn síður hvort bókin er skemmtileg eða ekki. Grund- vallaratriði er að þegar notað er orða- lag annarra höfunda ber að vísa til heimilda. Þetta á prófessor að vita." dr. Ólína Þorvarðardóttir, bók- menntafræðingur „Hvort tveggja. Bókin er að mörgu leýti skemmtileg, en að mörgu leyti þó uppsóp úr ýmsum áttum. En Hannes ergjörsam- lega óbugandi - og verður ekki snúinn niður af húmorslitlum fræðingum í Há- skólanum." Bragi Kristjónsson fornbókasali $f Sótt er að Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni vegna ævisögu Halldórs Laxness - en próferssorinn verst af kappi. Nýtt á fslandi! Megrunarmintur Megrun hefur aldrei verið svalari. Prófaðu megrunarmintur sem minnka matarlyst og auka brennslu. Þú færð Slim Mints í næsta apóteki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.