Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 Fókus DV Upplýsingar um kynlíf og kynhegðun íslendinga liggja ekki á lausu og engar stórar rannsóknir hafa verið gerðar á efninu síðan 21. öldin hóf göngu sína. DV hafði samband við nokkra sérfróða einstaklinga til að veita lesendum sínum örlitla inn- sýn í kynlífsheim íslendinga. Fimm þúsund krukkur af unaðskremi og Viagra fyrir 73 milljónir króna Islendingar nota lítið af smokkum samanborið við aðrar þjóðir í Evrópu. Samkvæmt könnunum er almennu kæruleysi um að kenna. Þó selst tals- vert magn af smokkum á íslandi. „Yfir þúsund pakkar eru seldir af Durex-smokkum á mánuði hjá okkur," segir Sigríður Magnúsdóttir, inn- kaupastjóri hjá Lyfjum og heilsu. „Og það er bara Durex. Svo erum við líka að selja talsvert af öðrum gerðum. Durex extra eru vinsælastir en þeir eru sérstaklega öruggir." Sigríður segir að feimni við að kaupa smokka hafi minnkað stórlega á undanförnum árum. „Það er ekki nokkur maður feiminn við að kaupa smokka lengur. Það er löngu búið. Ætli það sé ekki aukinni fræðslu og betra aðgengi að þakka. Núna eru smokkar hafðir í miðjum verslunum og fólk þarf ekki að biðja afgreiðslufólk sérstaklega um þá eins og áður.“ Krakkar frá 12 ára aldri kaupa smokka íslendingar kaupa mestmegnis „venjulega" smokka. „Þessir með bragði og rifflum seljast alltaf eitthvað með. Þetta gengur svolítið í bylgj- um og fer mikið eftir því hvað er í tísku hverju sinni. En við seljum mest af „venjulegum" smokk- um núna," segir Sigríður. Kaupendur smokka eru að hennar sögn frá 12 ára aldri og nánast upp úr. „Reyndar eru fáir yfir fimmtugu sem kaupa sér smokka þótt það ætti ekki að vera þannig. Sá ald- urshópur þarf ekki síður á vörninni að halda.“ I dag eru fjórar gerðir af unaðskremi á mark- aðnum og um fimm þúsund krukkur eru seldar af þeim á ári. „Salan hefur verið gríðarlega mikil alveg frá upphafi og bæði karlmenn og konur kaupa þetta krem. Það nýjasta er danskt og er ætlað fyrir Kynlíf Islendinga Landsmenn eru ekki lengur feimnir við að fara út i apótek og kaupa sér smokka. Þeir eru heldur ekki feimnir þegar kemur að hjálpartækum og dæmi eru um að fóik á níræðisaldri versli sér slik tæki. Notkun á unaðskremum og Viagra eykst stöðugt. NDC 0069-4210-30 30 Tablets Viagra™ (sildenafil citrate) tabiets ChsvHfutwd by Vlagra 240 Islendingar taka iyfið daglega. bæði kynin. Það læknar ekki getuleysi eða alvar- legri kynlífsvandamál heldur er meira til gamans." Átu Viagra fyrir 70 milljónir króna Lyfið Sildenafil, betur þekkt sem Viagra, hefur eflaust breytt kynhegðun margra Islendinga frá því það fékk markaðsleyfi hér á landi árið 1999. Sala þess hefur margfaldast á þessum árum og ekki sér fyrir endann á þeirri þróun. Árið 1999 eyddu landsmenn rúmum 22 milljónum króna í Viagra og árið 2002 var upphæðin komin upp í tæpar 73 milljónir. Á fyrstu níu mánuðum síðasta árs höfðu þeir þegar splæst í lyfið fyrir rúmlega 53 milljónir króna og ef að líkum lætur hafa íslenskir karlmenn líklega brutt Viagra fyrir á áttunda tug milljóna króna á árinu öllu. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu voru skilgreindir dag- skammtar af Viagra á hverja 1000 íbúa á dag 0,26 árið 1999 en voru orðnir 0,83 á fyrstu níu mánuð- um síðasta árs. Það jafngildir því að 73 íslending- ar hafi tekið lyfið daglega árið 1999 en á síðasta ári voru þeir orðnir 240 - og það á fyrstu níu mánuð- unum. Þessar tölur segja auðvitað ekkert um raunverulegt notkunarmynstur lyfsins og óhætt er að margfalda tölurnar ansi oft til þess að fá út fjölda þeirra sem nota stinningarlyfið. Loksins samkeppni á kynlífsmarkaði ís- lands Sú var tíðin að verslunin Rómeó og Júlía var sú Hjálpartækjaverslanir ísla Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því árið 1986 þegar verslun- in Rómeó og Júlía var stofnuð - fyrsta verslun sinnar tegundar á íslandi. Þessi fyrsta kynlífsbúð íslendinga gaf upp öndina síðastliðið vor, eftir 17 ár í bransanum. Það kippti sér þó enginn upp við það enda hjálpartækja- búðir á hverju strái núorðið og tvær þeirra meira að segja á landsbyggð- inni, enda þörfin ekki ntinni þar. Fyrir þá sem eru ekki með þetta cillt á hreinu fylgir hér listi yfir versl- anir sem selja nánast allt er við kemur kynlífi. Þær eru í stafrófsröð. Adam og Eva. Tvær verslanir, önnur í Mosfellsbæ og hin á Akureyri. Heimasíðan er á slóðinni wwvv.adult.is. Amor. Verslanir bæði á Skúlagötu og Laugavegi. Erotica shop, Hverfisgötu. Exxxotica, Barónsstíg. Tantra, erótísk verslun, Fákafeni. Heimasíða á slóðinni www.tantra6.is. Venus erotic store, Freyjugötu. eina sem seldi Islendingum hjálpartæki ástarlífs- ins. En það er löngu liðin tíð og fjöldi hjálpar- tækjaverslana hefur margfaldast á þeim 18 árum sem liðin eru frá opnun Rómeó og Júlíu. Auk þess er hægt að panta hjálpartæki á fjölmörgum ís- lenskum heimasíðum á borð við kyn.is og fem- in.is, svo dæmi séu tekin. Ottó Freyr Guðmundsson opnaði verslunina Venus erotic store á Freyjugötunni síðastliðið sumar. Hann segir viðhorf íslendinga tfi kynlífs hafa gjörbreyst. „Kynlífsmarkaðurinn þenst út með hverjum deginum sem líður. Með nýjum tímum kemur nýtt fólk og íslendingar eru smám saman að komast út úr þessum „torf- kofafílingi" sem þeir voru í alltof lengi. Núna er líka loksins komin samkeppni á þessum mark- aði. Áður var mesti verðmunur milli verslana 10-20 krónur en nú getur hann hlaupið á þús- undum. Þetta er mjög jákvætt enda margsann- að að harðari samkeppni skilar sér til viðskipta- vina.“ Hjón á níræðisaldri kaupa hjálpartæki Hann segir að hjálpartækjakaup séu alls ekki feimnismál lengur. „Það eru þá helst karlmenn- irnir sem eru feimnir. Um 80% viðskiptavina okk- ar eru konur og þær eru orðnar mjög opnar fyrir þessu, að minnsta kosti þær sem koma. Þær hika heldur ekki við að spyrja spurninga. Enda er eng- in ástæða til feimni, þetta ætti að vera fólki jafn eðlilegt og að anda.“ Ottó segist reikna með að um 20 ár séu í að hjálpartæki verði til á hverju einasta heimili á ís- landi. „Þá verður búið að sfa út þessa gömlu kyn- slóð. Reyndar er fólk á öllum aldri að kaupa sér hjálpartæki; sumir koma á 18 ára afmælisdaginn og aðrir á áttræðisafmælinu. Það er ekki langt síð- an til mín komu hjón sem hafa ábyggilega verið komin á níræðisaldur. Það eru allir að kaupa sér hjálpartæki, fólk á öllum aldri og úr öllum stétt- um.“ Egg og fiðrildi með yfirburði Aðspurður segir Ottó að engin leið sé að gera sér grein fyrir því hversu mörg stykki af hjálpar- tækjum hann hafi selt á þeim tíma sem verslunin hefur verið starfandi. „Það er ómögulegt að gera sér grein fyrir magninu í stykkjatali, en þetta er rosalega mikið. Ég get reyndar nefnt að á þessum sex mánuðum er ég búinn að flytja inn eitt og hálft tonn af tækjum og tólum - og þetta eru ekki þung tæki," segir Ottó og hlær. „Eggin og fiðrildin eru langvinsælust, enda eru það tæki sem gera meira fyrir kvenmenn heldur en þessir gömlu gúmmítillar." Kynlíf íslendinga í hnotskurn Islendingar nota minna af smokkum en aðrar Evrópuþjóð- ir. Þeir eru einfaldlega kærulaus- Margir hefðu samt betur not- að smokk því tæplega 2200 fs- lendingar greindust með klamidíusýkingu á síðasta ári eða nærri 750 af hverjum 100 þúsund íbúum landsins. C«*“ A v a n Innan við fimm, eða einn af hverjum 100 þúsund, greindist með lekanda. Tæplega 80 greindust með lifrarbólgu C og tæplega 10 með sárasótt. Árið 2002 fæddust 8 börn á venjulegum degi á Landspítal- Yfir 1000 pakkar af smokkum eru seldir mánaðarlega í apótek- um Lyfja og heilsu. Um fimm þúsund krukkur af unaðskremi rata þaðan í innkaupapoka landsmanna á ári. íslendingar neyttu Viagra fyr- ir 53 milljónir á fyrstu níu mán- uðum síðasta árs. Magnið jafn- gildir því að 232 Islendingar fái sér eina töflu á dag, alla daga ársins. Á undanförnum áratugum hefur fæðingum fækkað og fóst- ureyðingum fjölgað á íslandi. Fjöldi fóstureyðinga á hverjar þúsund fæðingar fór úr 124 í 231 á árunum ‘79-’99. Konur sem fara í fóstureyð- ingu eru á aldrinum 13-50 ára. Stærsti hópurinn er á aldrinum 20-24 ára en mikil aukning er í hópi 15-19 ára. Erlendar rann- sóknir sýna að aukin fræðsla um getnaðarvarnir, ódýrari getnað- arvarnir og aðgengileg getnaðar- varnaþjónusta dregur úr tíðni þungana hjá unglingsstúlkum. í versluninni Venus erotic store var selt eitt og hálft tonn af hjálpartækjum á sex mánuðum. Um 80% viðskiptavina eru kon- Egg og fiðrildi eru vinsælustu hjálpartækin í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.