Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2004, Blaðsíða 13
DV Fréttir
MÁNUDAGUR 19.JANÚAR 2004 13
ísraelar
brjálaðir út
í listaverk
Utanríkisráðherra Isra-
els ákvað á laugardag að
hunsa ráðstefnu um þjóð-
hreinsanir sem halda á í
Svíþjóð síðar í mánuðin-
um. Ástæðan er sögð vera
listaverkið Mjallhvít og
brjálæði sannleikans, sem
er innsetning á safni í
Stokkhólmi. fsraelarnir
krefjast þess að verkið verði
fjarlægt en það er eftir ísra-
elsk-sænska listaparið Dror
og Gunnillu Feifer. Verkið
er safn ljósmynda af palest-
ínskri konu sem sprengdi
sig í loft upp og drap fjölda
ísraelskra borgara.
Kókaín-
amman
Hin 63 ára Eiieen
Cresswell var íyrir helgi
dæmd í 8 ára fangelsi fyrir
að vera heilinn
á bak við smygl-
hring sem sér-
hæfði sig í að
koma kókaíni til
Bretlands.
Amman, sem er
í hjóiastól en
starfaði áður á pósthúsi,
skipulagði glæpahring sem
fékk fólk til liðs við sig og
lét það smygla fleiri kílóum
á kókaíni í skónum sínum.
Hún hafði verið eftirlýst í 3
ár en gaf sig fram eftir að
hafa fengið hjartáfall.
Eifeen á 8 barnabörn.
Krónprins í
brúðkaupi
Krónprinsinn af Dan-
mörku, Friðrik, og hans
heittelskaða, Mary Don-
aldsson frá Ástralíu, eru án
efa heitasta parið í Dan-
mörku þessa dagana. Þau
voru að vísu í Ástraiíu um
helgina og mættu í brúð-
kaup til Patriciu, stóru syst-
ur Mary. Ljósmyndarar
miðuðu myndavélum sín-
um næstum eingöngu að
væntanlegum kóngi og
verðandi drottningu. End-
aði það á því að parið gekk
til þeirra og sagði þeim vin-
samléga að þau væru næst
en þangað til ættu ljós-
myndararnir að einbeita
sér frekar að systur Mary,
því þetta væri hennar dag-
ur. María og Friðrik ætla
hinsvegar að gifta sig 14.
maí.
Undanfarið höfum við fengið að heyra af nýrri tegund glæpamanna í fréttum. Þess-
ir glæpir tengjast persónuskilríkjum og ýmsu svindli tengdum kreditkortum.
Glæpamennirnir villa á sér heimildir og ná þannig að svikja út peninga á Vestur-
löndum.
Nyp alþjoölegur
glæpafaraldurl
Ný tegund glæpamanna er að verða að al-
þjóðlegu fyrirbæri. Þessi glæpamaður kemur frá
Afríku og hefur falsaðan passa í vasanum, auk
annarra skilríkja og ferðast um heiminn og
stofnar bankareikninga. Hann stelur vfsakortum
úr fjarlægum heimshornum ásamt félögum sín-
um og stundum falsa þeir kortin og reyna í sam-
einingu að leika á kerfið á Vesturlöndum og þvo
peningana eða svíkja meira út úr kerfinu í við-
komandi löndum. ísland hefur ekki farið var-
hluta af þessum glæpum en stutt er síðan tveir
menn, sem lögreglan er ekki viss um hvaðan
koma, voru handteknir á Leifstöð með fölsuð
vegabréf og stolin kreditkort. Þeir
höfðu komið hingað áður og stofnað
bankareikninga hér á landi.
Falsarafaraldur
Um helgina gerðu
breskir lögreglumenn svo
rassíu í skilríkjaverk-
smiðju í suðurhluta
London. Nokkrir Nígeríu-
menn voru handteknir
en allir höfðu þeir á sér
fjöldann allan af fölsuð-
um skilríkjum, vegabréf-
um og kreditkortum. í
húsinu voru tæki til föls-
unar auk þess sem lög-
reglan lagði hald á um
200 vegabréf og fjöldann
allan af ökuskírteinum. í
Bretlandi eru til dæmi
um ólöglega innflytjend-
ur sem þiggja ýmsar
Fjársvikamaður dæmdur
Lögreglan hafði rökstuddan
grun um að félagar sem komu
hingað frá Paris hefðu ætlað sér
að stunda fjársvikastarfsemi hér
á landi. Þeir voru með fölsuð
persónuskilriki og höfðu stofnað
bankareikninga hérá landi. Fé-
lagarnir voru dæmdir 14 mánaða
fangelsi.
bætur af breska kerfinu, undir ótal nöfnum, án
þess að hafa nokkra heimild til að vera í land-
inu yfir höfuð.
Og Bretar standa ráð-
þrota. Scotland Yard lítur
á þessa nýju tegund
glæpa sem faraldur.
Sem dæmi um hversu
víðtækt þetta er þá
gerðist það þegar þeir
lokuðu skilríkjaverk-
smiðjunni að þeim
fannst einn af þeim
gangandi vegfarend-
um sem fylgdist
með athöfnum
lögreglunnar vera
grunsamlegur.
Eftir að hafa rætt
við manninn
f m
m é
Slálu MitkMm
a lelö til rátttiafa
--------!aSts"j
9*** tertö, komnt t
tssœycsr
“SKIÍSSSW!;;...
^KSSiSJSís-ss£ s«,-~-
*“~’KSKassass5|
t"*'4 **"»***£*!*•
&KU810*00(4
___
MtoUw »Ér jw t hítuM.
, ..........._
*wufaSWíSS •**
vildi lögreglan
leita á honum _ . . .
og þegar þeir ún sem sitin 'ihHuHAf ]vei'Pnenn' bugsanlega frá Kongó ogKamer-
fenguþaðkom
viss um hverjir mennirnir eru íraun
urinn var með bankareikninga. Lögregia er ekki i
5 falsaða ogveru.
passa á sér.
Hann hafði bara
átt leið hjá og
lögreglan telur
sannað að hann
tengist skilríkja-
verksmiðjunni
ekki.
Auðvelt að
ferðast
með falsað
vegabréf
I Bret-
landi standa
menn ráðþrota
frammi fyrir
þessari nýju teg-
und af glæpamönnum, rétt eins og hér heima.
Erfiðast reynist að sanna hverjir mennirnir séu.
Þeir eru frá löndum þar sem skráning á kennitöl-
um og upplýsingum um einstaklinga er ábóta-
vant. Málin sem komið hafa upp hérlendis und-
anfarið hafa öll borið þess merki að ekki þykir
víst hverjir mennirnir eru né hvaðan þeir koma.
Eina sem er vitað um þá er að þeir eru með
fölsuð skilríki, að þeir eru ekki þeir sem þeir segj-
ast vera, og þykir sannað að flestir ætla þeir sér
að svíkja fé út úr kerfinu í viðkomandi landi. En
augljóst þykir að auðvelt sé að ferðast á milli
landa með fölsuð vegabréf og hafa yfirvöld lýst
áhyggjum sínum vegna þess en mikið er lagt upp
úr því, eftir 11. september, að vitað sé hverjir’séu
að ferðast með hvaða flugvélum.
Landhelgisgæslan verður að öllum líkindum flutt í slökkvistöðina
Stefnt að því að flytja gæsluna í Skógarhlíð
Landhelgisgæslan mun á næst-
unni að öllum líkindum flytja höf-
uðstöðvar sínar vestan af Seljavegi
í Reykjavík og í Skógarhlíð þar sem
Neyðarlínan, fjarskiptamiðstöð
lögreglunnar, Slökkvilið höfuð-
borgarsvæðisins, Slysavarnarfé-
lagið Landsbjörg og fleiri aðilar
eru nú þegar til húsa með starf-
semi sína svo til er orðin alhliða
björgunarmiðstöð. „Það er of
snemmt að nefna nokkrar tíma-
setningar í þessu sambandi, en allt
stefnir í að þessar fyrirætlanir
verði að veruleika í náinni fram-
tíð,“ sagði Hafsteinn Hafsteinsson
forstjóri Gæslunnar í samtali við
DV í gær. Samkvæmt heimildum
DV er horft til þess að þetta gæti
orðið að veruleika þegar líður á
árið.
Hafsteinn sagði að nú væri ver-
ið að gera út-
tekt á hús-
næðinu í
Skógarhlíð
með þann
möguleika í
huga hvernig
best mætti
koma hlut-
unum fyrir.
Gæslan hef-
ur verið um
áratugaskeið
með starfsemi sína á Seljavegi - og
þar áður var Vitamálaskrifstofan
staðsett. Hafsteinn segir útlit fyrir
að ýmis samlegðaráhrif næðust
með því að allar þær stofnanir sem
koma að leit og björgun væru und-
ir sama þaki, í stað þess að vera
dreifðar um borgina einsog raunin
hefur verið til skamms tíma.
Stjórnstöð í Skógarhlíð Talið að það náist samlegðaráhrif með þvíað hafa á sama stað
alla aðila sem koma að leit og björgun.