Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2004, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004
Sport DV
ENSKA ÚRVALSDEILDIN
Úrslit: Wolves-Manchester Utd 1-0
1-0 Kenny Miller (67.).
Bolton-Portsmouth 1-0
1-0 Kevin Davies (53.).
Everton-Charlton 0-1
0-1 Graeme Stuart (41.).
Man. City-Blackburn 1-1
1-0 Nicolas Anelka (50.), 1-1 Garry
Flitcroft (50.). Middlesbrough-Leicester 3-3
1-0 Osvaldo Juninho Paulista (8.),
1- 1 Paul Dickov (49.), 1-2 Paul
Dickov (65.), 1-3 Marcus Bent (76.),
2- 3 Massimo Maccarone (90.), 3-3
John Curtis, sjálfsm. (90.).
Southampton-Leeds 2-1
1-0 Brett Ormerod (36.), 2-0 Kevin
Phillips (43.), 2-1 Matthew
Kilgallon (75.).
Tottenham-Liverpool 2-1
1-s Robbie Keane, víti (25.), 2-0
Helder Postiga (54.), 2-1 Harry
Keweil (75.).
Aston Villa-Arsenal 0-2
0-1 Thierry Henry (28.), 0-2Thierry
Henry, víti (52.).
Chelsea-Birmingham 0-0
Staðan:
Arsenal 22 15 7 0 42-14 52
Man Utd 22 16 2 4 40-15 50
Chelsea 22 14 4 4 40-17 46
Charlton 22 10 7 5 31-23 37
Liverp. 21 9 5 7 31-23 32
Fulham 21 9 4 8 33-29 31
Newcast.21 7 9 5 27-22 30
Soton 22 8 6 8 \ 1:21-18 30
Birming. 21 8 6 7 19-25 30
Bolton 22 7 8 7 26-33 29
Tottenh. 22 8 3 11 26-31 27
A.Villa 22 7 6 9 21-27 27
M'Boro 21 6 7 8 20-26 25
Everton 22 6 6 10 25-29 24
Man City 22 5 8 9 31-33 23
Blackb. 22 6 5 11 32-36 23
Portsmo. 22 6 4 12 25-33 22
Leicest. 22 4 8 10 31-38 20
Wolves 21 4 6 11 19-43 18
Leeds 22 4 5 13 19-44 17
Annar fóturinn
styttri á Beckham
David Beckham, leikmaður Real
Madrid og fyrirliði enska lands-
liðsins, er með annan fótinn styttri
en hann hann greindi frá þessu í
viðtali við enska blaðið News of the
World í gær. Beckham sagði að
hann hefði ekki vitað af þessu fyrr
en hann gekkst undir læknisskoðun
hjá Real Madrid í júlí á síðasta ári
áður en hann gekk til liðs við
félagið. „Ég held að þetta sé algengt
vandamál en læknarnir, sem
framkvæmdu læknisskoðunina,
sögðu að það væri smávandamál
með bakið á mér þar sem vinstri
fóturinn væri styttri en sá hægri,“
sagði Beckham. Hann hefur átt í
töluverðum meiðslum síðan hann
gekk til liðs við spænska stórliðið og
hefur misst af síðustu þremur
leikjum liðsins vegna meiðsla á
ökkla. Beckham sagði að það væri
eitt vandamál sem hjálpaði honum
ekki í meiðslunum. „Ég get ekki
notað innlegg í knattspyrnuskónum
mínum og mér finnst óþægilegt að
láta binda ökklann því að þá missi
ég tilfinninguna í fætinum. Ég verð
að finna íyrir fætinum í skónum og
engu öðru, sérstaklega þegar ég tek
aukaspyrnur," sagði Beckham.
Timi Millers Leikmenn Wolves fagnct herKenny
Miller en hann skoraði sigurmark Olfanna gegn
Manchester United á laugardaginn.
Reuters
LeiKmaour neigarmnar Kenny Miiier, woives
Kenny Miller, framherji Wolves, gat varla valið sér betri tíma til
að skora sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni heldur en gegn
Manchester United á laugardaginn. Miller skoraði sigurmark
Wolves með góðu skoti á 67. mínútu og kom liðinu úr botnsæti
deildarinnar í fyrsta sinn í afskaplega langan tíma.
Miller er okkur Islendingum
að góðu kunnur en hann
skoraði fyrra mark Skota í sigri
gegn íslendingum á Hampden
Park í mars á síðasta ári og átti
sinn þátt í því að skoska liðið
náði öðru sæti í riðlinum á
kostnað íslenska liðsins.
Miller hóf feril sinn hjá
Hiberninan en var keyptur til
Rangers fyrir tvær milljónir
punda. Hann var sendur í lán til
Wolves tímabilið 2001-2002 og
stóð sig það vel að Dave Jones,
knattspyrnustjóri liðsins, ákvað
að kaupa hann fyrir þrjár
milljónir punda. Hann átti
frábært tímabil í fyrra og var
markahæsti maður liðsins í 1.
deildinni með nítján mörk.
Miklar vonir voru bundnar við
hann í vetur en honum hefur
gengið illa að finna net-
möskvana. Nú er ísinn hins
vegar brotinn og meira sjálfs-
traust ætti að koma í kjölfarið
hjá þessum snjalla skoska
framherja.
KENNY /VllLLER
Fæddun 23. desember 1979
Heimaland: Skotland
Hæð/Þyngd: 175 cm / 67 kg
Leikstaða: Sóknarmaður
Fyrri lið: Hibernian (Skotlandi),
Stenhousemuir (Skotlandi),
Rangers (Skotlandi).
Deildarleikir/mörk: 91/29
Landsleikir/mörk: 8/2
Hrós:
„Ég er sérstaklega sáttur með það
hvernig Kenny afgreiddi boltann í
sigurmarkinu í dag. Við höfum ekki
séð þetta oft hjá okkar framherjum
í vetur," sagði Dave Jones, knatt-
spyrnustjóri Wolves um Miller eftir
sigurinn á Man. Utd.