Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2004, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2004, Blaðsíða 23
DV Sport MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 23 Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari tilkynnir eftir landsleikinn gegn Dönum í kvöld hvaða leikmenn skipa lokahópinn á Evrópumótinu í Slóveníu sem hefst á fimmtudaginn. Þegar hóparnir á undanförnum stórmótum eru skoðaðir þá virðast tveir leikmenn vera líklegastir til að fara heim. Sagan segir að línumaDur og markmaDur fari heim Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, getur ekki frestað valinu á EM-hópnum sínum mikið lengur. Eftir að hafa dregið ákvörðun sína um eina viku þar sem valið væri mjög erfitt að þessu sinni mun Guðmundur tilkynna hópinn sinn eftir landsleikinn við b-lið Dana í kvöld. DV hefur skoðað margar hliðar á þessu vali Guðmundar og í lokin af þeirri umfjöllun er rétt að skoða hvernig landsliðshópar íslenska landsliðsins hafa verið skipaðir á undanförnum fimm stórmótum. Það má segja að núverandi kynslóð íslenska landsliðsins sé á leiðinni á sitt sjötta stórmót, nokkrir í hópnum voru með iyrir 1997 og aðrir hafa verið að bætast í hópinn en kjarninn í liðinu, Guðmundur Hrafnkelsson, Ólaíúr Stefánsson, Patrekur Jóhannesson og Dagur Sigurðsson hafa verið í lykil- hlutverkum í liðinu frá 1997, Guðmundur reyndar mun lengur. Það eru sextán menn sem hvert lið fær að taka með sér og það hafa verið breytingar á stöðuskipan í íslenska liðinu milli allra þessa fimm stórmóta. Hér hafa spilað inn í meiðsli sem og að nýir menn hafa verið að bætast í hópinn og að sama skapi hafa aðrir dottið úr lestinni. Þegar samanburðartaflan hér til hliðar er skoðuð nánar þá kemur í ljös að það eru tvær stöður sem eru ofmannaðar samkvæmt sögunni, markið og línan. Á síðustu þremur stórmótum höíúm við bara farið út með tvo markmenn, Guðmundur Hrafnkels- son hefur farið út í öll skiptin, 2001 með Birki ívari, 2002 með Bjarna Frostasyni, 2003 með Rolandi Val Eradze og það bendir flest til þess að Guðmundur fari út með fjórða markverðinum á fjórum árum. Það má segja að Reynir Þór Reynisson sé nánast öruggur með sætið enda hefur hann staðið sig mjög vel með landsliðinu á þessu ári. Björgvin Páll Gústavsson er ungur og örugglega framtíðarmarkvörður íslenska liðs- ins en hans tími er líklega ekki runninn upp í Slóveníu. Það eru aðeins þrír hornamenn eftir í hópnum, einn í vinstra horninu (Guðjón Valur Sigurðsson) og tveir í því hægra (Einar Örn Jónsson og Gylfi Gylfason). Hornamenn hafa aldrei verið færri en þrír á þessum fimm mótum og flestir voru þeir fimm á HM í Japan 1997. Einar Örn hefur verið eini hægri hornamaðurinn síðustu tvö mót en að þessu sinni er Guðjón Valur einn í vinstra horninu og Einar Örn hefur Gylfa sér til halds og trausts. Það er ljóst að það er mikil áhætta sem fylgir því að fara út með aðeins tvo hornamenn og líklegt að þeir verði þrír. Aldrei verið þrír línumenn Það eru þrfr línumenn eftir í hópnum en þeir hafa ekki verið fleiri en tveir frá 1997. Gústaf Bjarnason hefur reyndar verið í hópnum á flestum mótanna og hann gat einnig spilað sem línumaður í forföllum. Meiðsli Sigfúsar Sigurðssonar spila hér vissulega inn í en einnig frábær frammistaða Róberts Gunnarssonar sem hefur gert valið enn erfiðara fyrir Guðmund. Út frá sögunni er þó líklegt að línumaður sé á leiðinni heim og þá vegur reynsla Róberts Sighvatssonar örugglega þungt. Guðmundur ætlar að tilkynna hópinn eftir lokaleikinn í undirbún- ingnum sem er gegn b-liði Dana í kvöld og nú er spennandi að sjá hvort Guðmundur fylgir sögunni eða breytir út frá venjunni. ooj@dv.is Skipan síðustu landsliðshópa á stórmótum Leikstöður HM '97 EM '00 HM '01 EM '02 HM '03 EM 04 Markverðir 3 3 2 2 2 "'llflv - X 3 Vinstri-hornamenn 3 2 1 2 2 1 Vinstri-skyttur 3 4 3 3 4 4 Leikstjórnendur 1 1 3 3 3 3 Línumenn 2 2 2 2 2 3 Hægri-skyttur 2 2 2 2 2 2 Hægri-hornamenn 2 2 2 1 1 2 Rétthentir 9 8 9 10 11 11 Örvhentir 4 5 4 3 3 4 Samtals 16 16 15 15 16 18* * Það eru aðeins 16 menn í lokahópnum en halda má einu sæti lausu til að byrja með. Hvað gerir Guðmundur Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari tekur stóra ákvörðun íkvöldþegar að hann tilkynnir lokahóp íslenska landsliðsins á Evrópumótið íSlóveníu. 18 menn eru enn ihópnum og Guðmundur þarfað fækka um tvo áður en islenska landsliðið leggur í hann til Slóveníu á morgun. Það er líklegt samkvæmt sögunni að einn ieikmaður á þessarri mynd verði ekki með. DV-mynd Pjetur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.