Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2004, Blaðsíða 29
DV Fókus
MÁNUDAGUR 19.JANÚAR2004 29
Ólafur Haukur Símonarson hefur skrifað leikrit sem fjallar um hugarástand manns
sem þjáist af Alzheimer. Eins og fram kom í DV á laugardag byggði hann verkið
að hluta á veikindum móður sinnar. Páll Baldvin Baldvinsson fór að sjá sýninguna
á Litla sviði Þjóðleikhússins
Grsena landiD Vor
hinsti dagur
Landið græna í leikriti Ólafs Hauks
er fjarri lendum Arkadíu, dýrðar-
lands-
Leikhús
ms
sem er
leiðarminni í skáldskap frá endur-
reisn þar sem allir menn voru lausir
við hlutskipti sitt og gátu lifað frjálsir;
sveitin sem heimkynni mannsins í
náttúrulegu samfélagi. Er það til
marks um hvernig sveitin - paradísin
- er að hverfa úr borgarbókmenntum
sem sælustaður að hún öðlast hér
nýja og kalda merkingu? Grænaland
Ólafs er áfangi á leið í óminnisheim
heilabilunar, sá erfiði staður þar sem
minni og algleymi takast á um megin-
stoðir sjálfsins, lífsvefurinn grotnar
niður og minning, þekking og vitund
hverfa frá okkur uns við fáum hæli í
hvíta landinu minnisleysis.
Byggingarmeistarinn.
Kári er gamall byggingarmeistari,
ekkill sem þráir dauðann þar sem
hann hefur flúið af heimili sínu inn í
sólstofu, gróðurhús látinnar eigin-
konu sinnar. Hann tafar ekki við
einkadóttur sína, en fær stöku sinn-
um Páf dótturson sinn í heimsókn.
Páfl er fíkill og kemur helst til afa síns
þegar hann vantar peninga. Inn í
þennan brothætta heim kemur hús-
hjálp frá Féló, Lilja, lífsglöð kona
komin vel yfir miðjan aldur. Henni
tekst að brjóta sér leið inn lokaðan
heim gamla mannsins, en það er um
seinan.
Gróðurhúsið - veikbyggð bygging
úr gleri og stáli - er myndlíking fyrir
heim Kára. I senn einföld og snjöll
mynd. Kári hefur lofað konu sinni á
dánarbeði að hugsa um jurtirnar í
gróðurhúsinu en svikist um, öll hans
blóm eru visin. Hugmyndin minnir
reyndar á beðið hans Willy Loman úr
Sölumaður deyr.
Leikur fyrir Gunnar
Hugmyndin að sýningunni mun
vera sú að skrifa verk sérstaklega fyrir
þau Gunnar Eyjólfsson og Kristbjörgu
Kjeld. Þannig var Græna landið kynnt
þegar það var frumsýnt í Keflavík í
haust. Hvernig sem því viðvíkur er til-
tækið lofsvert; bæði að kaupa verk
samin sérstaklega fyrir einn eða fleiri
listamenn og líka hitt að frumsýna
utan Reykjavíkur. Það er jú eitt af
meginverkefnum Þjóðleikhúss að
sýna um land allt.
En þetta er verk fyrst og fremst
skrifað fyrir Gunnar. Það má spyrja
hvort sú manngerð Lilju henti öðrum
leikkonum Þjóðleikhússins betur,
Margréti Guðmundsdóttur eða Þóru
Friðriksdóttur en Þóra lét af störfum
nú í haust og hefði sú hlutverkaskip-
an verið leikhúsinu meiri sómi. Og þá
er ekki hjá því komist að minnast á
Erling Gíslason sem yfirgaf leikhóp
Þjóðleikhússins líka á þessu hausti.
Hvar var hans kveðjuskál drukkin?
Ekki það að Gunnar sé ekki vel að
því kominn að takast á við Kára.
Aldraðir leikarar eru mikilvægir fyrir
öll leikhús, ekki aðeins sökum þess
að oft þarf að grípa til þeirra í smærri
hlutverk, heldur vegna þess að í
þeim býr mikil og dásamleg reynsla.
En að sama skapi er erfitt að finna
þeim nýja leið; bæði Gunnar og
Kristbjörg sýna í Græna landinu
hvers þau eru megnug, Kristbjörg á
þrengra sviði, en hjá Gunnari má í
leiknum greina ótal marga skýra og
persónulega drætti sem hann hefur
tileinkað sér á þeirri löngu leið sem
að baki er. Þau eru bæði lifandi
minnisvarðar í íslenskri leiklist, tóku
þroska sinn í skjóli Guðlaugs Rósen-
krans og voru dálæti í leikhópi Þjóð-
leikhússins, bæði meðal leikstjóra og
áhorfenda.
Samstarfsmenn
I sýningunni koma saman mér
liggur við að segja fornir samstarfs-
menn: höfundur, leikstjóri,
dekorator, Óli, Þórhallur, Gretar og
svo Gunnar. Persónugerð Kára er líka
beint áframhald af pabbanum f Milli
skinns og hörunds (það eru næstum
tuttugu ár síðan!) og Þórði í Hafinu.
Þá má spyrja hvort það hafi í raun
verið hollast verkinu að kalla ÞórhaO
Sigurðsson til leikstjórnar?
Leikmyndin er glæsileg bygging:
Gretari og Þórhalli er alveg sama þó
áhorfandi verði oft að draga sig niður
í sætinu eða hálfrísa upp í því vilji
hann fylgjast með öllum viðbrögðum
leikenda. Þá er leikurinn í raun full-
mikið á hlið og vangasvipur ríkjandi í
Cræna landið eftir ÚlafHauk
Simonarson.
Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson.
Leikarar: Gunnar Eyjólfsson,
Kristbjörg Kjeld, Björn Thors.
Leikmynd: Gretar Reynisson. Lýs-
ing: Ásmundur Karlsson. Buning-
ar: Gretar Reynisson og Margrét
Sigurðardóttir. Tónlist:Gunnar
Þórðarson.
Sýnt á Litla sviði Þjóðleikhússins -
frumsýning iReykjavik J6. janúar
2004.
aflri lögn. Lýsing er áferðarfalleg en
skil milli hugveru og raunveru óþörf
og gera samtöl Kára við óminnisand-
ann fyrirsjáanleg. Tónlist Gunars
Þórðarsonar er meinlaus en þjónar
engu öðru hlutverki en byggja yfir
tímahlaup.
Kristbjörg og Björn
Lilja sú sem Kristbjörg leikur fær
furðu snemma þá hugmynd að
henni sé skylt og Ijúft að taka þenn-
an karlkurf að sér og hlúa að hon-
um. Það er veikt byggingarstig í
leiknum en Kristbjörg brúar það af
sigurvissu. Umhyggja kann að vera
persónunni hugsjón. Hún keyrir yfir
gamla manninum með gamansöm-
um yfirgangi og binst honum með
blíðlegum hætti. Það skortir í bygg-
ingu verksins meiri upplýsingar um
hagi hennar svo leikkonan fái tæki-
færi til að skapa stóra persónu, hún
Gunnar og Kristbjörg Hugmyndin að
sýningunni mun vera sú að skrifa verk sér-
staklega fyrir þau.
„Tækifærí fyrír unga
og aldna til að kynnast
eða rífja upp á ný meg-
instoðir í löngum og
gifturíkum feríi Gunn-
ars Eyjóifssonar, tækni
hans og tilfinningu fyr-
ir lífi þess stórláta sem
á hinsta degi verður að
brotna í duft þrátt fyrir
mikilleika lífsins sem
liðiðer
er af höfundarins hálfu ekki annað
en stoð fyrir hið mikla drama karls-
ins. En þetta er snotur og styrk per-
sona sem Kristbjörg smíðar þessa
dagana.
Björn Thors fær öllu bitastæðari
persónu í sinn hlut og áhorfandi er
skilinn eftir í óvissu um innræti pilts-
ins fram í bláenda leiksins. Fín töl hjá
höfundinum þar. Páll er óttalegt hrak
í meðförum Björns en áhorfanda eru
gefnar góðar forsendur til að gruna
hann um allt illt. Þetta er prýðilega
unnin persóna hjá Birni og hann
heldur vel utanum smábrotinn
tálsmáta hans. Fín vinna.
Gunnar
Eyjólfsson hefur lengi verið mann-
eraður leikari, unnið með föstum eðl-
islægum og lærðum brögðum sem
hann nýtir orðið nær ósjálfrátt. Hann
var lengi framanaf ferli sínum
skammaður fyrir framsögn, söngl-
anda og tón sem var bæði eðlilegur
honum í mælskunni sem guð gaf
honum og og stilltur af enska skólan-
um. Raddbrigði Gunnars eru fyrir
rammasvið og stóra sali.
Hvernig gengur honum þá í
þröngu rýminu? Hann er mjög upp-
tekinn af hinu smágerva í persónunni
og dregur sig saman, en brýst á tíðum
fram í gömlum og kunnuglegum
slætti eins og ljón f búri. Það er gam-
an að sjá hann aftur eftir langt hlé og
minnast litrófsins sem hér er hægt að
sjá á einni kvöldstund.
Stærri sal og svið?
En aftur má spyrja: Afhverju er
þetta leikrit ekki á stærra sviði? Höf-
uðkostir leikaranna tveggja er styrkur
þeirra í gamla stóra salnum í aðal-
byggingu Þjóðleikhússins. Þar væri
vettvangurinn fyrir megin þeirra að
drífa langt út í salinn frá blábrún
sviðsins, í rödd, hreyfingu og ekki síst
í tilfinningaskini. Hér verður það á
stundum ýkt og passar ekki alveg.
Leikur Gunnars sætir ekki tíðindum
fyrir nýnæmi, hann er upprifjun á
gömlum styrk hans, kostum og göll-
um. Þrekvirki Gunnars liggur aftur í
þeirri einföldu staðreynd að hann er
kominn yfir sjötugt og getur þetta
ennþá svona vel.
Hugrenningar um annan stað,
aðra krafta eru til umhugsunar: Hér
er á ferðinni áferðarfalleg sýning á
verki sem sýnir á hljóðlátan hátt örlög
sem margir verða að lúta. Hún er fyrst
og fremst tækifæri fyrir unga og aldna
áhorfendur til að kynnast eða rifja
upp á ný meginstoðir í löngum og
gifturíkum ferli Gunnars Eyjólfsson-
ar, tækni hans og tilfinningu fyrir lífi
þess stórláta sem á hinsta degi verður
að brotna í duft þrátt fyrir mikilleika
lífsins sem liðið er.
Páll Baldvin Baldvinsson
Stjörnuspá
Hilmar Oddsson kvikmyndagerðarmað-
ur er 47 ára í dag. „Þótt honum finnist
samskipti sín við aðra ekki ganga of vel
þá ætti hann aldrei að
efast um sinn stað í
, heiminum. Hann
birtist sem meðvit-
uð persóna en ætti
að æfa sig í að koma á
breytingum með því
að brjóta vanann
og reyna eitthvað
nýtt," segir í
í stjörnuspá hans.
Hilmar Oddsson
W Vatnsberinn (20. jan.-is. febrj
W
Áttaðu þig betur á því hvenær
þú heldur aftur af þér og taktu eftir því
þegar hjarta þitt kallar. Vertu eins heið-
arleg/ur og þú getur varðandi dýpstu
hugsanir þínar og hvernig þær hafa
áhrif á hegðun þína.
F\skm\r (19.febr.-20.mars)
Þroskaðu með þér samvinnu-
andann og sýndu öðrum meiri þolin-
mæði en ella. Þú ættir að sætta þig við
meðfædda eiginleika þína, neikvæða
jafnt sem jákvæða og minna þig á þá
geysilegu hæfileika sem þú býrð yfir.
Op (21.mars-19.apríl)
Þér hefur verið gefinn sá eig-
inleiki að draga fólk að þér en þú ættir
ekki að nota orð sem þú segir í fljót-
færni. Farðu með staðreyndir mála án
þess að vera hrædd/ur um að særa fólk-
ið sem á í hlut en þar kemur styrkur
þinn að mjög góðum notum.
Nautið (20. apríl-20. mal)
Ö
Þú ert fær um að skara fram úr
og ert fljót/ur að læra en hér kemur fram
að þú hefur jafnvel fleiri járn íeldinumen
þú ræður við. Fylgdu hlutunum eftir af
þrautseigju ef hugur þinn og hjarta þrá að
takast á við það sem um ræðir hérna.
n W\bmm (21.mai-21.júni)
^ 1 Vanafesta einkennir þig hér og
þér er ráðlagt að æfa þig að koma á
breytingum í tilveru þinni með þvi að
brjóta vanann og reyna eitthvað nýtt en
mundu að vera vakandi yfir boðum sem
berast þér frá hjartanu vikuna framundan.
Kiabb'm (22.júní-22.júii)_________
Ekki gleyma þér í leitinni að
öryggi í formi fjármuna næstu vikur og
mánuði því það að vera háð/ur pening-
um er merki um öryggisleysi og þú ert
meðvitaður/meðvituð um það án efa.
L]Ón\i!)(23.júli-22.ágúít)
Opnaðu hjarta þitt fyrir sjálf-
inu og þeim sem þú elskar. Fólk fætt
undir stjörnu Ijónsins ætti ekki að snið-
ganga eigin tilfinningar. Hafðu taum-
hald á eigin þótta í samskiptum þínum
við þá sem þú unnir.
Meyjanpi. ágúst-22.sept.)
Þú ert fær um að nota þínar
sérstöku gáfur í þjónustu annarra
ómeðvitað og ekki síður meðvitað. Þú
hefur vissulega einstæða gjöf fram að
færa miðað við stjörnu þina hérna þeg-
ar ástin er annars vegar.
o VogÍn (23.sept.-23.okt.)
~~ Hér eru augljóslega umtals-
verðar breytingar um það bil að ganga í
garð hjá þér. Þú ættir að taka á móti
breytingunum með jafnaðargeði og
opnum huga því allt fer vel á endanum.
Þú hefureflaúst lært undanfarið að því
harðar sem þú gengur fram því sterkari
verður mótstaðan.
ni
Sporðdrekinn (24.okt.-2t.n0v.)
Allur vöxtur kemur innan frá.
Þú ættir að velja það að vera óháð/ur
aðstæðum og umhverfi þegar kemur
að tilfinningum þínum. Þú virðist hugsa
töluvert til fortíðar um þessar mundir
með jákvæðum huga en ert minnt/ur á
að nýta þér reynslu þína við dagleg
störf með styrk þinn að vopni.
Bogmaðurinnf22. n&-7;. tej
Möguleikar þínir eru óendan-
legir ef þú velur réttu brautina og held-
ur þig við hana. Ekki gleyma að efla
góðverk þín og alúð í garð þeirra sem
þarfnast þín.
Steingeitin (22.des.-19.janj
Sættu þig við þig sjálfa/n eins
og þú ert en ekki eins og þú heldur að
þú sért eða aðrir halda fram að þú eigir
að vera. Ekki gleyma að kanna alla þína
hæfileika vel og vandlega af einhverj-
um ástæðum.
SPÁMAPUR.IS ~