Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2004, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2004, Blaðsíða 27
DV Fókus MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004 27 Þó maður sé einn af frægustu og vinsælustu leikurum heims get- ur maður samt haft minnimáttar- kennd eins og aðrir. Tom Cruise er lifandi sönnun þessa. Hann myndi gjarnan vilja vera hærri en þeir 170 sentímetrar sem hann er, en hann hefur reyndar margt annað til að gleðjast yfir. Þó var æskan erfið hjá kappanum. Hann fæddist 3. júlí árið 1962 og var skírður Thomas Cruise Mapother IV og leikaraferil- inn kom ekki af sjálfu sér. Fjöl- skyldan var fátæk og hann fluttist víða um Bandaríkin með móður sinni og þremur systrum. Þegar Tom var 14 ára hafði hann þegar verið í 14 skólum. Hann var mikill áhugamaður um íþróttir en hann meiddist á hné og kom það í veg fyrir að hann reyndi af einhverri alvöru fyrir sér á þeim vettvangi. I staðinn dreymdi hann um að verða prestur og einbeitti hann sér að trúarlegum málefnum í eitt ár áður en hann gaf það upp á bátinn til að einbeita sér að leikferlinum. Hann sér varla eftir því, orðinn margmilljóner og hefur verið í samböndum með konum á borð við Nicole Kidman og nú síðast Penelope Cruz. Tom Cruise Hefur unnið sig upp úrengu iað verðaein stærsta stjarnan ÍHollywood. Beyonce berst gegn keisaranum Beyonce Ihlutverki skylmingaþræls í nýrri Pepsi-auglýsingu. Poppstjarnan Beyonce Knowles er stórglæsileg í hlutverki kynæsandi skylmingaþræls sem reynir að kom- ast undan illri hendi rómversks keis- ara. Hin 22 ára poppdíva berst gegn óvininum, sem leikinn er af súkkulaðinu Enrique Iglesias, í glæ- nýrri auglýsingu gosdrykkjafram- leiðandans Pepsi. Poppstjörnurnar Britney Spears og Pink leika einnig í auglýsingunni. Og þá er bara að fara að hlakka til... Fáðu þér áskrift Sími 550 5000 askrift@dv.is www.visir.is Nýtt DV sex morgna vikunnar. Ekkert kynningartilboð. Engin frídreifing. Mánaðaráskrift 1.995 krónur. Ekki er allt dans á rásum hjá Tom Cruise Erfið mska og enn með minnimáttarkennd át at hæðinni i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 15. tölublað (19.01.2004)
https://timarit.is/issue/348180

Tengja á þessa síðu: 27
https://timarit.is/page/5459009

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

15. tölublað (19.01.2004)

Aðgerðir: