Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2004, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 19. JANÚAR 2004
Fréttir DV
Landnemar
á lista
Lítið bólar á efndum á
áformum Israela um að rífa
landmemabyggðir á Vest-
urbakkanum. Um helgina
var þremur byggðasvæðum
bætt á lista yfir þær byggðir
sem ætlunin er að rífa. Fyr-
ir voru sex landmema-
byggðir á lista. Engin þess-
ara byggða hefur þó verið
fjarlægð vegna lagalegra
álitaefna.
Líkfljóta við
Kanarí
Lfk drukknaðra flótta-
manna fljóta nú í sjónum
nærri Kanaríeyjum. Fyrir
helgina drukknuðu þar að
minnsta kosti 16 flótta-
menn, en talið er að flótta-
mennirnir nú séu ekki í
þeim hópi. Fjöldi flótta-
manna frá Afríku drukknar
í hverjum mánuði nærri
Spáni við tilraunir til að
komast til Evrópu.
Kýr gleypir
demanta
Demantssali íVestur
Indlandi hefur unnið hörð-
um höndum að því að end-
urheimta demanta sem kýr
á bænum hans át. Dem-
antssalin, Dilubhai Rajput,
gleymdi poka með 1722
demöntum inni í hlöðu og
kýrin hans gleypti pokann í
sig. Dilubhai vildi ekki
drepa kúna heldur gefur
hann kúnni laxerandi lyf og
fygist grannt með ferðum
hennar. I Indversku dag-
blaði, Hindustan Times,
var Dilubhai spurður af
hverju hann dræpi einfald-
lega ekki kúna. „Ég vildi
ekki reyta dýravini til reiði,"
svaraði DUubhai og kvaðst
vera viss um að endur-
heimta alla demantana á
innan við viku.
Guðfinna Tryggvadóttir,
íþróttakennari.
„Nú í upphafi ársins hafa atlir
það gott, að minnsta kosti
fólkið sem er að efna ára-
mótaheitið um að hreyfa sig
svolítið og taka á hlutunum,"
segir Guðfinna Tryggvadóttir
Hvernig hefur þú það?
íþróttakennari hjá Eflingu.
„Fólk kemur í stöðvarnar og
fer í æfingatækin, í spinning
eða á bretti - eða hvað sem
það telur hentar sér best.
Fjöldi fólks fer alltafað æfa
strax eftir nýár, en það er
markmið okkar sem störfum á
þessum vettvangi að hópur-
inn stækki til lengri tíma litið
en að fólki hætti ekki eftir einn
mánuð. Það er að þetta verði
lífsstíll en ekkiskyndisókn."
Mohammed Zahawi var aðeins 18 ára gamall þegar hann gekk í her Saddam
Hússein. Hann barðist í stríðinu milli írak og íran en gekk svo til liðs við skæru-
liða Kúrda. Mohammed vissi frá upphafi að íslensku sprengjuleitarmennirnir
hefðu gripið í tómt. Enda barðist hann á sama svæði og þeir leituðu á.
„Ég trúði því aldrei að þeir hefðu fundið
sinnepsgas í þessum sprengjum," segir Mo-
hammed Zahawi, klæðskeri hjá íslensku óper-
unni. „Þessar sprengjur drífa aðeins 150 metra
sem er augljóslega allt of stutt vegalengd fyrir
eiturgassprengjur." Mohammed er íraskur
Kúrdi og fyrrum liðsmaður í her Saddam
Hussein.
Hann tók sjálfur þátt í átökum á sama svæði og
sprengjurnar fundust og neitar því alfarið að eit-
urgas hafi verið notað. „Kannski hafa íslensku
sprengjuleitarmennirnir verið að japla á harðfisk
og haldið að lyktin af honum væri hættulegt eitur-
gas."
í fremstu víglínu
Mohammed var 18 ára gamall þegar hann
gekk í fraska herinn. „Þetta var árið 1977 og eftir
tveggja ára herskyldu braust stríðið milli Irak og
íran út. Þá neyddist ég til að halda áfram í hern-
um." Mohammed var oft á tíðum á fremstu víg-
línu en aðspurður vildi hann sem minnst tala um
þá reynslu. Þó minnist hann á að hafa eitt sinn
þurft að horfa upp á nánast alla herdeildina sína
veraþurrkaða út.
„Eg leit einfaldlega á þetta sem hvert annað
verkefni," segir Mohammed. „Þegar þú upplifir
hörmungar á hverjum degi er eins og þú dofnir og
hættir að finna til. Maður sendir út dánartilkynn-
ingar og veit að þúsunda manna er saknað," segir
hann. „Það er í raun engin leið til að lýsa blóðpoll-
unum, nályktinni og fjöldagröfunum. Þetta er
stríð."
Gekktil liðs við kúrdíska skæruliða
Eftir að Mohammed hafði þjónað Saddam í
sex ár lét Saddam reka alla kúrda úr hernum.
„Okkur var ekki treyst," segir Mohammed sem fór
til Norður íraks og gekk til liðs við kúrdíska upp-
reisnarmenn. „Þetta var erfiður tími. Leyniþjón-
ustan var með mikinn þrýsting á fjölskyldu mína
og til dæmis var pabbi settur í fangelsi," segir Mo-
hammed sem flúði til Irans eftir að hafa barist
með skæruliðum. „Þá fékk ég þau skilaboð að
annað hvort þyrfti ég að fara aftur til frak eða flýja
til Evrópu og ákvað að taka síðari kostinn."
Pólitískur flóttamaður
Mohammed flúði til Þýskalands eftir að hafa
nánast misst allt sitt. „Stjórnarliðar Saddams
hirtu allar eigur mínar og fjölskyldunnar," segir
Mohammed. „Mér tókst að útvega mér falsað
vegabréf og átti aðeins fötin utan á mér þegar ég
flúði til Þýskalands." Þar var Mohammed tekið
sem pólitískum flóttamanni og útvegað hæli og
síðar þýskt vegabréf. „Ég er Þýskalandi mjög
þakklátur en þaðan gat ég séð fyrir fjölskyldu
minni sem var enn búsett í írak," segir Mo-
hammed hafði starfað sem klæðskeri í Basra áður
en hann gekk í íraska hernum.
í Þýskalandi fór hann í framhaldsnám í klæð-
skerasaumi og kynntist kynntist íslenskri stúlku.
Hann flutti í kjölfarið til íslands og vinnur nú sem
klæðskeri hjá íslensku óperunni.
Á endanum aðeins gröfin
„Það er gott að vera á íslandi en stundum er
„Maður sendir út dánartil-
kynningar og veit að þúsunda
manna er saknað, það er í
raun engin leið til að lýsa
blóðpollunum, nályktinni og
fjöldagröfunum. Þetta er
stríð."
erfitt að fylgjast með öllum þessum fréttum frá
Irak," segir Mohammed. „Irak er ríkt land með
mikið of olíulindum og Bandaríkjamenn verða
að gefa fólkinu það sem það þarfnast." Mo-
hammed bindur vonir við að komandi kosning-
ar muni takast vel og leggur áherslu á að sam-
eina verði mismunandi trúarhópa í landinu.
„Mér fannst það líka afar slæmt hvernig þeir
niðurlægðu Saddam með að birta myndir af
honum skömmu eftir handtökuna," segir Mo-
hammed. „Það á enginn skilið að vera niður-
lægður svona."
Þrátt fyrir að hafa neyðst til að flýja heimaland
sitt segist Mohammed ekki vera með mikla heim-
þrá. „Ég er flökkusál og get búið nánast hvar sem
er í raun," segir Mohammed og bætir við að
kannski sé heimaland okkar allra aðeins gröfin.
„Þar til þangað kemur lít ég á sjálfan mig sem
heimsborgara."
simon@dv.is