Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2004, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2004, Blaðsíða 14
J 4 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 Fréttir 3JV Umsamin launahækkun starfsmanna Bandaríkjahers á íslandi skilaði sér ekki um áramótin. Ástæðan er sögð skortur á samþykki hermálayfirvalda. Starfsmenn tapa tugþúsundum króna á mánuði vegna svipt- ingar rútupeninga. Lögmenn innheimta álag vegna námskeiðasóknar sem ekki er greitt. Hýrudregnir starfsmenn siga logmanni a herinn „Þeir segja að þeim sé ekki heimilað að greiða þetta út því það vanti heimild frá yfir- stjórn varnarliðsins en útskýra það ekki nán- ar,“ segir Kristján G. Gunnarsson, formaður verkalýðs- og sjómannafélags Keflavikur. ís- lenskir starfsmenn Bandaríkjahers á Kefla- víkurflugvelli hafa ekki fengið umsamda launahækkun sem átti að koma til fram- kvæmda um áramótin. Lögmenn innheimta námskeiðsálag Að sögn Kristjáns er um að ræða launa- Kristján Gunnarsson Formaður verkalýðs- og sjó- marmafélags Keflavlkur segir starfsmenn varnarliðsins vera að missa þolinmæðina vegna kjaramála. „Starfsmenn segja mér að það muni skapamjög mik- inn ugg í þeirra röðum enda missa þá flestir tugþúsundir króna á hverjum mánuöi breytingar tengdar kjarasamningum. Málið snúist um á bilinu 1 til 3 prósenta hækkun eftir hópum og atvikum. Um þessar hækk- anir hafi verið samið fyrir fjórum árum. „Starfsmaður á starfsmannaskrifstofunni hefur sagt að hækkunin komi en að þeir hafi ekki heimild til að greiða þetta strax. En fólk er orðið óþolinmótt. Sumir hafa meira að segja gengið svo langt að senda sín mál í lög- fræðinnheimtu. Það er vegna launaálags fyr- ir námskeið sem átti að koma inn fyrir meira en ári síðan hjá afmörkuðum hópum," segir Kristján. Verða af tugþúsundum á mánuði Ekki bætir úr skák að aksturs- og rútu- peningum sem starfsmenn hafa fengið greidda var einhliða sagt upp um leið og 110 i menn voru reknir fyrir nokkrum mánuðum og voru allir hættir 1. febrúar. „Því hefur verið mótmælt en uppsögnin á rútugjaldinu kemur til framkvæmda næst þegar það verður útborgað. Samhliða því er ekki búið að greiða út launahækkanirnar. Starfsmenn segja mér að það muni skapa mjög mikinn ugg í þeirra röðum enda missa þá flestir tugþúsundir króna á hverj- um mánuði," segir Kristján. Að sögn Kristjáns snertir þetta kjaramál mikinn meirihluta þeirra tæplega 800 ís- lendinga sem vinna fyrir herinn. Hvorki náðist í Guðna Jónsson starfs mannastjóra varnarliðsins né Friðþór Eydal upplýsingastjóra. gar@dv.is Donald Rumsfeld Hermálayf- irvöld i Bandarikjunum heimila ekki að greiddar séu út umsamd- ar hækkanir til islenskra starfs- manna á Miðnesheiði. Donald Rumsfeld er varnarmálaráðherra Bandarikjanna. Matthías Viðar Sæmundsson dósent lést í fyrradag. Ákafur leitandi Matthías Viðar Sæmundsson dósent í íslensku við Háskóla ís- lands andaðist í fyrrakvöld eftir baráttu við krabbamein síðastliðið ár. Hann var 49 ára gamall. Matthías Viðar lauk cand.mag. prófi í íslenskum bókmenntum 1980 og varð lektor við Háskóla ís- lands 1985. Sex árum síðar var hann skipaður dósent. Hann var svipmikill maður í íslenskri menn- ingarumræðu, aðsópsmikill gagn- rýnandi og afkastamikill höfundur bæði bóka og ritgerða. Mesta at- hygli hlutu bækur hans um galdra- mál á íslandi á fyrri tímum en þar - eins og víðar - þótti hann brjóta nýja slóð í umfjöllun um íslenska menningu. Undanfarin misseri vann hann að ævisögu Héðins Valdimarssonar stjórnmálamanns, framkvæmdastjóra og verkalýðs- leiðtoga. Tímarnir hjá honum voru eldmessur Eiríkur Guðmundsson umsjón- armaður Víðsjár hjá Rás eitt Ríkis- útvarpsins var nemandi Matthíasar Viðars í háskóla. Hann sagði í gær um kennara sinn: „Matthías Viðar var yfirburðarmaður í íslenskum fræðaheimi, og bar af flestum kennurum sem ég hef haft. Hann innleiddi nýjar hugmyndir, og miðlaði þeim með þeim hætti að maður sperrti eyrum, allt sem hann talaði um skipti máli, og hann tal- aði um það eins og það skipti öllu máli. Matthías leit ekki á bók- menntir og fræði sem föndur, bók- menntir voru alvörumál fyrir hon- um. Og honum tókst öðrum mönn- um betur sannfæra mann um hvað skipti máli og hvað ekki, hvort sem hann var að tala um rúnagaldur, þekkingarsögu eða skáldskap Jó- hanns Sigurjónssonar. Tímarnir hjá Matthíasi voru eldmessur, maður hefði hætt námi löngu fyrr ef hans hefði ekki notið við. Svo var hann líka frábær rithöfundur. Og örlátur á allt sitt. Við máttum ekki við því að missa hann.“ Þröstur Helgason umsjónar- maður Lesbókar Morgunblaðsins var einnig nemandi Matthíasar Við- ars. Hann sagði: „Matthías Viðar var tvímælalaust einn af merkustu kennurum heimsekideildar Há- skóla íslands og í íslenskuskor var hann einstakur. Hann hafði gríðar- lega mikil og jákvæð áhrif á nem- endur sína þar, ekki síst vegna þess að hann var síleitandi og mjög ör- látur á það sem hann fann. Að mínu mati hafa fáir aðrir íslenskir fræði- menn unnið jafn mikið verk við að setja íslenska menningu í vitrænt samhengi og þá skiptir ekki máli hvort við erum að tala um fornan galdur, hugmyndalíf á átjándu öld eða bókmenntir samtímans." Matthías Viðar var vinmargur maður. Meðal vina hans var þpr- steinn frá Hamri skáld sem sagði í gær: „Matthías Viðar var ákafur leit- andi varðandi mannlega háttsemi og hugmyndir. Hann var tilfinn- ingaríkt karlmenni, tryggur félagi og vinur." Alltaf meðal jafnoka Gunnar Smári Egilsson ritstjóri þekkti hann einnig vel. Hann sagði: „Það voru fáir menn glæsilegri myrkir en Matthías Viðar. Þannig var hann fyrst þegar ég sá hann. Mig minnir að ég hafi talað fyrst við hann á Skippernum. Þar drakk Matthías Viðar Sæmundsson hann raunum sínum meðal jafn- oka. Síðar hitti ég hann við undar- legri og venjulegri kringumstæður innan um ólíkt fólk. Matthías virtist alltaf meðal jafnoka. Sá er háttur mikilla manna. Matthías Viðar tók sjálfsköpun sína alvarlega. Hann var einstakur - alþýðlegur bók- menntapáfi, listrænn fræðimaður, forn og þar af leiðandi ferskari en

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.