Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2004, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2004, Blaðsíða 23
DV Fókus FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 23 > Borð og stólar úr ull eru nokkuð sem ekki hefur sést hér á landi áður. Ingólfur Guðmundsson og Anna Gunnarsdóttir eru á fullu í að hanna nýja línu húsgagna undir vörumerkinu Kind design. Ingólfur Guðmundsson er einn fremsti iðnhönnuður okkar fslendinga og er að gera mjög sniðuga hluti. Hann hannar stóla, borð, ljós og vínrekka, svo fátt eitt sé nefnt. Sérstaða þessara hluta er sú að þeir eru allir úr ull. Hann vinnur þessa hluti í samvinnu við Önnu Gunnarsdóttur, sem sér alfarið um að vinna ullina. Það hefur hvergi sést áður að húsgögn séu gerð úr íslenskri ull, enda ekki all- ir sem kunna að vinna ull þannig að hún verði glerhörð og geti haldið einhverj- um þunga. Ingólfur segist í raun óvart hafa farið að vihna með ullina. „Ég var Tískan kl. 12 á hádegi búinn að vera fimm ár í Bandaríkjunum. Kom heim í júní í fyrra og var búinn að ganga með hugmynd að stól í maganum og mig langaði að nota íslenskt hrá- efni í hann. Seinnipart sumars var ég á gangi í Listagilinu á Akureyri og sá þar skúlptúr úr ull eftir Önnu Gunnarsdóttur. Ég varð svo heillaður af þessu að ég ákvað að kíkja inn og fá að handfjatla þennan skúlptúr sem var eins og kuðung- ur. Upp frá því hófst þessi samvinna okkar Önnu," segir hann. „Eg teikna og hanna og Anna vinnur ullina. Hlutirnir eru allir úr ull að ein- hverju eða öllu leyti. Hún tengir hlutina og gerir þá að heilsteyptri línu. Allt sem við vinnum saman vinnum við undir vörumerkinu Kind design," segir Ingólfur. Húðflúrið ekki á niðurleið Fjölnir segir tattúin vera i stööugri sókn á ís- landl. Þrír þingmenn með tattú Draugaleg ull Borðlampinn ermjög skemmtileg nýjung og gefur óneitaniega skemmtiiega birtu. Kind design Ingólfur Guðmundsson ogAnna Gunnarsdóttir á vinnustofu sinni. Allt sem þau gera er undir nafninu Kind design. Geymsluhólf Lítil hilla sem er tilvalin fyrir lykla, sima og fleiri nauðsynjahluti. Stofuborð með ullarvasa Borðið, sem Ingólfur hefur hannað, er með ullarvasa fyrir smádót. L Púpa í lofti Loftljósið er eins og púpa i lag- inu og er í stil við græna geymsluhólfið. Tyllir Skemmtilega hannaður stóll sem hefur fengið nafnið tyllir. Matarmusteri á kvöldin Maturinn er frábær í fásinninu á kvöldin á Vox, nýjum matsal Nordica hótels. Verðlaunakokkar hafa skipað staðnum í eitt af allra efstu sætum matargerðarmustera landsins, studd- ir látlausri þjónustu úrvals fagmanna, sem vita allt um mat og vín staðarins. Minna er varið í ofurvinsælt 2100 Veitingarýni króna hlaðborð í hádeginu, þar sem bragðgæði víkja fyrir skreytilist. I bið- röðum hanga þar unglingar úr við- skiptalífinu og ráfa um með diska sína. Hrár fiskur með hrísgrjónum á japanska vísu er þar skástur og sætir eftirréttir fegurstir. Matreiðslan á kvöldin er há- timbruð og nýklassísk. Nákvæm kryddnotkun gleður bragðlauka og ílókin uppsetning gleður augu, án r þess að fórnað'sé eðlisbragði hráefna. Steiktur kálfavöðvi í salvíu og spínati komst í upphæðir listar og lystar. Ofnbakaður þorskur í parmasldnku var toppur tilverunnar. Langskóluð kunnátta var að baki hægeldaðs kjúklingalæris í krydd- mauki með kolsýrðri og vel rjómaðri kartöflustöppu, svo og þéttum rjóma- ostabúðingi með rabarbarabitum, rabarbara-ísfrauði og þunnri rabar- barasósu. Geitaostur og gorgonzola gráðostur voru nákvæmlega hæfilega gamlir. Bragðsterk blómkálsfroða var einfaldur og skemmtilegur forréttur. Flóknari og fallegri voru hreindýra- þynnur með andalifrarþynnum, rauðrófum, heslihnetum og lerki- sveppum. Útreiknanlegri en engu lakari voru villigæsabringur með blóðbergskrydduðum rjóma og blá- berjasósu. Vínlistinn á Vox er ákaflega vel valinn og virðulegur. Hann telur yfir 500 frægar tegundir, ótrúlega hóflega verðlagðar með tilliti til gæða. í miðj- um matsal er voldugt glerbúr, þar sem flöskurnar eru geymdar við jafnt hitastig. íshúsið hæfir ekki lista- verkum eldhússins. Norræn naumhyggja hefur leikið lausum hala í innréttingum. Gengið er til hægri úr víðri og nakinni hótelmóttöku inn langan gang, þar sem nokkrir veitingakrókar og háir gluggar eru til hægri, en burðarsúlur, fatahengi og eldhússkenkur til vinstri. Ég skildi ekki, hvers vegna veit- ingahús voru kölluð Rex og Metz og enn síður skil ég, hvers vegna matar- gerðarmusteri fær hallærislegt Vox í skírnargjöf. Það hlýtur að vera upp- ■■ 1 1 3e A Vox ★ ★★' k finning ímyndar- stofu, sem er úti að aka í þessurn bransa og ætti frek- ar að finna nöfn á blandaða kóra. Hér kostar þrfréttað með kaffi án víns um 7000 krónur á kvöldin. Fimm rétta matseðill árstíðarinnar kostar7500 krónur ánvíns og 11.500 krónur með sérvöldu vínglasi með hverjum rétti. Allt er þetta verð við hæfi matargerðarmusteris. Jónas Kristjánsson „Táknin eru mjög vinsæl núna og rúnir eru að koma sterkar inn, sem og íslenskir galdrastafir," segir Fjölnir Bragason, betur þekktur sem Fjölnir tattú, sem hefur verið helsti boðberi húðflúrmenn- ingarinnar hér á landi síðustu árin. Hann hefur nú nýverið opnað nýja og glæsilega stofu á Laugavegi 54, við hliðina á Svarta kaffi. Á nýju stofunni ræður hönnun Fjölnis ríkjum. Fjölnir segir fólk óhrætt við að prófa nýja hluti. „ökklinn og mjóbakið eru vinsæiust hjá stelpunum en handleggir, herðar og kálfar eru að ryðja sér til rúms hjá strákunum," segir Fjölnir þegar hann er spurður hvað sé heitast í dag. Er þessi tíska ekkert á niöur- leið? „Nei, þessi tíska er í mikilli sókn núna, þótt klisjurnar séu á hægu undanhaldi, og fólk kem- ur mikið með sínar pælingar og ég teikna sérstaklega fyrir það," segir hann. Svo virðist sem allar týpur fólks í þjóðfé- laginu fái sér húðflúr." Nú, ertu að scgja að meira að segja al- þingismcnn séu Trú, von og kærleikur Grét- arMarJónsson er með tattú d hand- leggnum sem stendur fyrir trú, von og kærleik. með tattú? „Já, ég veit alla vega um þrjá þingmenn með tattú. Svo eru auðvitað bæjarfulltrúar og aðrir rnerkis- menn víða um landið með myndir eða tákn á líkaman- um,“ segir Fjölnir tattú. Einn þeirra þingmanna sem skarta húðflúri er Grétar Mar Jónsson, skipstjóri úr Sandgerði. Grétar sagðist í samtali við DV vera með húðflúr á handleggnum og merkti það trú, von og kær- leik. Hverjir hinir flúruðu þing- mennirnir eru er ekki vitað, né hvort þeir eru jafnvel enn fleiri. Uppstoppaður hrafn Nýjatattú- stofan á Laugavegi er mjög óhefð- bundin, að sögn Fjölnis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.