Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2004, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004
Fréttir DV
15. júní 1999
FBA og Landsbanki
skrifa bréfum milli-
göngu bankanna í
viðskiptum með bréf
Decode.
16. júní1999
Skrifað undirsamn-
inga í Listasafni ís-
lands um kaup ís-
lenskra fjárfesta á
17% hlut í Decode.
29. júní 1999
Biotek Invest SA
stofnað í Lúxemborg.
30. júní 1999
Skrifað undirsamn-
inga milli Decode og
Biotek um sölu á
17% hlut í Decode.
8. ágúst 1999
Biotek nær markmið-
um með sölu á bréf-
unum.
24. feb. 2000
Viðaukasamningur
milli Decode og Biot-
ek þar sem 5,2 millj-
ón dollara þóknun er
staðfest.
12. des. 2000
Biotek Invest SA leyst
upp í gegnum fyrir-
tæki í Panama.
Decode genetics greiddi óþekktu fyrirtæki í Lúxemborg 5,2 milljónir dollara í þókn-
un fyrir sölu á hlutabréfum félagsins til íslenskra banka. í gögnum FBA og Lands-
bankans segjast þeir hafa tekið að sér viðskiptin og heimildarmenn DV þekkja
ekki annað en að viðskiptin hafi verið milli íslendinga. Lúxemborgska fyrirtækið
var leyst upp einu og hálfu ári síðar í gegnum Panama.
Decode genetics Inc. móðurfélag
íslenskrar erfðagreiningar greiddi
fyrirtæki í Lúxemborg 5,2 milljónir
dollara eða rúmlega 400 milljónir
króna fyrir að selja hlutabréf í
Decode sumarið 1999. Þá keyptu ís-
lenskir fjárfestar 17% hlut í Decode
fyrir 6 milljarða króna sem var eina
stóra hlutafjárútboð félagsins það
ár. f bréfr FBA og Landsbanka ís-
lands kemur fram að þessir bankar
hafi tekið að sér milligöngu um við-
skipti á bréfum Decode til ís-
lenskra fjárfesta.
-I skráningarlýsingu
Decode á Nasdaq er
birtur samningur
Decode við Biotek
Invest SA ásamt
viðauka. Þar var
samið um kaup
og sölu á 17%
hlut. Biotek var
skráð í Lúxemborg
þar til í desember
2000 þegar það var
leyst upp. Fyrirtækið
sem leysti það upp
heitir Damato
Enterprises
Inc. og
er skráð í Panama talsmaður þess
fyrirtækis var hinn sami og samdi
við Decode fyrir hönd Biotek.
FBA og Landsbanki með
miliigöngu
í bréfí FBA og Landsbankans frá
15. júní 1999 segir að íslensk erfða-
greining hafi lagt á það áherslu að
auka hlut íslenskra íjárfesta í hópi
hluthafa í móðurfélaginu Decode
genetics Inc. „í því skyni hefur félag-
ið nú beitt sér fyrir því að
bandarískir áhættuijár-
festar, sem þátt tóku í
stofnun Decode
selji hluta bréfa
sinna til íslenskra
fjárfesta. FBA og
Landsbanki fs-
iands hafa tekið að
sér milligöngu um
þessi viðskipti,“ seg-
ir í bréfinu. í bréfinu
kemur fram að fimm
milljónir hluta í
Decode verði seldir
með þessum
hætti.
Daginn
eftir að
^ bréfið er
stílað,
„íþví skyni hefur félagið nú beitt sér fyrir því
að bandarískir áhættufjárfestar, sem þátt
tóku i stofnun Decode selji hluta bréfa sinna
til íslenskra fjárfesta. FBA og Landsbanki ís-
lands hafa tekið að sér milligöngu um þessi
viðskipti."
kynntu forsvarsmenn íslenskrar
erfðagreiningar samning um
stærstu einstöku hlutafjárviðskipti
sem fram höfðu farið hér á landi.
FBA, Landsbankinn, Búnaðarbank-
inn og Hof keyptu þar 17% hlut í
Decode genetics fyrir 6 milljarða
króna. Fundur var haldinn í Lista-
safni íslands þar sem viðskiptin
voru kynnt og skrifað undir samn-
inga. Eftir viðskiptin voru 70% af
hlutafé Decode í eigu íslendinga.
Viðskipti milli íslendinga
Heimildir DV herma að það hafi
verið íslendingar sem sáu um þessi
viðskipti þar sem Kári Stefánsson
forstjóri Islenskrar erfðagreiningar
og Hannes Smárason aðstoðarfor-
stjóri hafi séð um samningana fyrir
hönd Decode genetics. Fremstur í
flokki bankamanna var Bjarni Ár-
mannsson, þáverandi forstjóri FBA
en undir samningana skrifuðu
einnig Stefán Pálsson þáverandi
bankastjóri Búnaðarbanka
Islands, Halldór J. Krist-
jánsson Landsbanka-
stjóri og Sigurður
Gísli Pálmason
forstjóri Hofs.
Gengið í við- r.
skiptunum $
var a bil- >
inu 13,95
dollarar á
hlut til 15.
Gengi bréfanna hækkaði mikið á
næstu vikum og mánuðum og seldu
íslensku bankarnir hluti sína með
hagnaði.
Á fundinum f Listasafninu kom
fram að FBA, Landsbankinn, Búnað-
arbankinn og Hof keyptu nærri
helming af eign áhættufjárfestanna
sjö sem hjálpuðu fyrirtækinu á legg.
Bankarnir lýstu því yfir að þeir ráð-
gerðu að selja hlutabréfin áfram f
áföngum. Viku síðar höfðu þeir lok-
ið við að selja 45% af sínum hlut til
innlendra fagfjárfesta. Hver og einn
gat keypt bréf fyrir að lágmarki 50
milljónir króna.
Ekki erfitt að sannfæra fjár-
festa
í samtali við DV 17. júní 1999
sagði Kári Stefánsson að það hafi
ekki verið erfitt að sannfæra erlendu
stofnfjárfestana um að selja....ís-
lensku fjárfestarnir komu hreinlega
sjálfkrafa inn í þetta mál og þeim
leist vel á þetta,“ sagði Kári.
Svanbjörn Thoroddsen sem
var framkvæmdastjóri
markaðsviðskipta FBA
sagði að fjárfestar hefðu
fengið í hendur mjög ít-
arlegar upplýsingar frá
íslenskri erfðagreiningu
Kári Stefánsson og Hannes
Smárason Kári skrifaði undir
samning við Biotek um sölu á
hlutabréfum í Decode hálfum mán-
uði eftir að hann skrifaði undir
samning við isienska banka
sem keyptu hlutinn.Að-
stoðarforstjóri Islenskr-
ar erfðagreiningar,
Hannes Smárason,
skrifaði undir við-
auka við samn-
ing við Biotek
sem færði lúx-
emborgska fé-
laginu yfir 400
milljónir I
þóknun.