Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2004, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2004, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 Fréttir DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandl: Gunnar Smári Egilsson, ábm. Ritstjóran lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjórar Kristinn Firafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlið 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - Aðrar deildin 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot Frétt ehf. Prentvinnsla: Isafoidarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. 15aukarúm Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt að fjölga hjúkrunar- rýmum á Akureyri um 15 og er unnið að því að út- búa til bráðabirgða nýja hjúkr- unardeild í Skjaldarvík vegna þessa. Þykir ráð- stöfunin til mikilla bóta fyrir norðan. 17. júníá Reyðarfirði Bæjarráð Fjarðabyggðar hefúr samþykkt að 17. júní hátíða- höldin í ár fari fram á Reyðarfirði. Er ákvörðun- in tekin með tilliti til þess að sjó- mannadagurinn er veg- legur bæði á Eskifirði og í Neskaupsstað og því sé rétt að Reyðflrðingar fái sitt. Þeir eigi skilið að fá 17. júní. Bannað börnum Barnaverndaryflrvöld á fsaflrði hafa komist að þeirri niðurstöðu að leikritið fsaðar gellur, sem Litli leikklúbbur- inn er að æfa, sé ekki við hæfl barna. Þó munu skiptar skoðanir hafa verið í nefndinni og menn tvístígandi áður en komist var að niðurstöðu. Minna vatn Sala á heitu vatni hefur dregist • v:~\ saman um 10 prósent í Sveitar- Æ, félaginu Árborg á l.W/' síðastliðnum mánuðum vegna m. góðs tíðarfars. - Selfossveitur hafa ekki ° breytt gjaldskrá sinni “ eftir tíðarfari og verður svo áfram þar til annað ^ kemur f ljós. 2 [ pósthúsið ! Hafnarfjarðardeild Rauða kross fslands hef- Z ur fest kaup á tveimur = hæðum í öðrum enda gamla póst- hússins við Strandgötu oghyggst flytja þang- að starfsemi sína í mars eða aprfl. ™ Um er að ræða rúmlega 400 fermetra húsnæði ™ en rýmið sem Hafnar- » fjarðardeildin starfar nú « í við Bæjarhraun er rétt ^ innan við 100 fermetrar. >- Skrytið! 1 r ekki eitthvað skrýtið við vort land, ís- |H land? Eða geta menn ímyndað sér eitthvert það annað land í hinum svokallaða siðmenntaða heimi þar sem upp gæti komið annað eins mál og það upphlaup sem varð hér vegna heimastjórnarhátíðarinnar og ríkisráðsfund- arins? Væri það hugsanlegur möguleiki að eitt- hvað þvíumlíkt gæti átt sér stað í... segjum Danmörku? Svíþjóð? Noregi? Eða Bretlandi eða Hollandi eða Þýskalandi? Ég hygg að svarið hljóti að vera nei, nei, nei, nei, nei og nei. Eða mál eins og „stóra bolludagsmálið" í fyrra? Að forsætisráðherra trommi upp í fjöl- miðlum með þá ásökun að helsti bissnissjöf- ur landsins hafi ætlað sér að múta honum með 300 milljónum og svo gangi á með stór- skrýtnum ásökunum á alla bóga í eina viku en svo gufi málið bara algerlega upp, án þess að nokkur fái að vita hver var sannleikurinn í málinu og hvort það var yfirleitt einhver sannleikur einhvers staðar eða hvort það var kannski ekki einu sinni neitt mál neins stað- ar. Sjá menn fyrir sér að þetta - eða eitthvað þessu líkt - gæti hugsanlega gerst í Sviss? Eða í Finnlandi? Eða í Frakklandi? Nei, nei og aftur nei - það fer varla mjög milli mála að svona boila gæti hvergi í vest- rænum löndum sprungið framan í almenn- ing án þess að krafist yrði almennilegra skýr- inga á því hvað var eiginlega á seyði. Hver var sekur um hvað? Fleiri mál mætti nefna, sem engin leið er að ímynda sér að gætu gerst annars staðar í siðmenntuðum löndum, en þessi tvö verða látin duga að sinni. Og áhyggjuefni að slíkum málum virðist fara fjölgandi heldur en hitt. En séu nú allir sammála um að svona fífla- gangur gæti hvergi átt sér stað nema hér, hver er þá skýringin á því að hér á landi spretta upp svona mál eins og gorkúlur? Er einfaldlega eitthvað skrýtið við okkur? Og er eitthvað skrýtið við „okkur" í merk- ingunni almenningur, eða við stjórnar- herrana í landinu? Það segir væntanlega einhverja sögu að í hvert sinn sem upp koma verulega skrýtin mál á íslandi, þá er sami maðurinn alltaf í að- alhlutverki. Davíð Oddsson forsætisráðherra. Er þá eitthvað skrýtið við hann? Ja... hann er náttúrlega búinn að sitja ansi lengi í embætti. Sé valdsmaður lengi í emb- ætti segir sagan okkur að viðkomandi valda- kerfi fari óhjákvæmilega að stjórnast um of af honum, miðast við hann og mótast af duttl- ungum hans. Eitthvað kann að vera til í því. En við tök- um auðvitað öll þátt í vitleysunni. Látum hana að minnsta kosti yfir okkur ganga. Það hlýtur að vera eitthvað skrýtið við okkur. lllugi Jökulsson „Moðgun við íslensku Sveinn Andri Sveinsson lögmaður skrifaði grein í Morgunbiaðið í gær og vakti athygli að greinin var í útliti ná- kvæmlega eins og sjálfúr prófessor Jón Steinar væri á ferðinni; hún var stutt og í svörtum ramma og skar sig á allan hátt frá öðrum aðsendum grein- um í blaðinu. Grein Sveins Andra svipaði lika til greina Jóns Steinars að því leyú að hún snerist um að spæla þá sem Davíð Oddsson forsætisráð- herra á í höggi við þá stundina, f þessu tilviki Ólaf Ragnar Grímsson, forseta íslands. (Nú mun Davíð að vísu láta svo um mælt að hann eigi síður en svo í höggi við forsetann - en þið vitið samt hvað við eigum við.) Það má reyndar ætla að þetta verði talin sérstök bókmenntagrein á ís- landi í framtfðinni - smágreinar til stuðnings Davíð - og okkur þykir fal- legt að Jón Steinar skuli nú hafa eign- ast lærisvein í greininni. Hann hefúr hingað til verið nánast einn og einráð - ur á þessu sviði, þótt vissulega hafi komið fyrir að nákvæmlega eins greinar hafi birst í Mogganum til vam- ar Davíð í einhverjum málum, en þær hafa þá undantekningarlaust verið skrifaðar af Hannesi Hólmsteini Giss- urarsyni. Bókmenntafræðingar okkar full- yrða að Sveinn Andri stökkvi nær al- skapaður fram úr höfði Jóns Steinars á þessu nýja bókmenntasviði og við stöndumst því ekki mátið að birta hana hér eins og hún leggur sig. Fyrir- sögnin er: „Var forsetinn í Aspen?" og síðan skrifar Sveinn Andri: „Undarleg hefúr mér þótt..." Þetta upphaf - ef við megum strax brjótast inn í greinina - þetta upphaf er glæsiiegt og sver sig ffábærlega í ætt við greinar Jóns Steinars. Svona grein- ar skulu nefnifega jafnan skrifaðar í dálitlum undmnartón ffernur en hneykslunartón. Sá sem skrifar skal vera skorinorður en má þó ekki taka of fast til orða, því það getur virkað öfugt, heldur á hann fyrst og ffemst að vera standandi bit á þeim vitleysum og mgli sem mótstöðumenn Davíðs hafa ætíð og ævinlega gert sig seka um. Það má reyndar ætla að þetta verði talin sérstök bókmennta- grein á íslandi íframtíðinni - smágreinar til stuðnings Davíð - og okkur þykir fallegt að Jón Steinar skuli nú hafa eignast lærisvein í greininni. Fyrst og fremst Þessi byrjun á greininni sýnir glögg- lega hversu vel Sveinn Andri hefur stúderað stíl og blæbrigði Jóns Stein- ars. Tekið skal þó skýrt fram að með þessu er Sveinn Andri ekki sakaður um ritstuld af neinu tagi-jafnvel ekki þótt hann látí hjá líða í þessu tilfelli að geta fyrirmyndarinnar að skrifum sín- En nóg um það. Sveinn Andri skrif- ar sem sé: „Undarleg hefur mér þótt umræða um ríkisráðsfund sem hald- inn var þann 1. febrúar sl. og fjarveru Ólafs Ragnars Grímssonar á fundin- um. Aðalatriði málsins hefur verið í skugganum, sem er það hvers vegna maðurinn sem lqörinn var til að gegna embættí forseta íslands var fjarver- andi við hátíðahöld í tilefni þess að 100 ár em liðin frá því að ísland fékk sinn eigin ráðherra, Hannes Hafstein. Maður sem titlaður er „sérfræð- ingur á skrifstofú forseta íslands" skýrir fjarveru forsetans með því að frá lokum fostudagsins 20. janúar til miðs febrúar dveldi forsetinn í einkaerind- um í útíöndum. Sérfræðingurinn seg- ir síðan að „ráðstafanir varðandi frí forsetans" hafi verið gerðar með nokkuð löngum fyrirvara og áður en borist hefðu upplýsingar um hátíða- dagskrána. í hverju er þessi sérfræðingur sér- fræðingur ef hann getur ekki séð það Svart á hvítu..." Athugið - ef við megum aftur trufla Svein Andra - að það em ekki mistök eða innsláttarvilla að hann hafi stórt „s“ í Svart Þetta er bók- menntaleg tilvísun af lymskulegra taginu og sýnir ótvfrætt að Sveinn Andri hyggst fara af stað með miklum metnaði í þessari bókmenntagrein - við erum ekki einu sinni viss um að Jón Steinar hefði sýnt þvílíkt tilþrif. Sveinn Andri er nefnilega hér á þenn- an bráðskemmtilega hátt að vísa til ömólfs Thorssonar, eins helsta að- stoðarmanns Ólafs Ragnars, en hann starfaði hér áður meðal annars við að gefa út íslendingasögumar fyrir bókaforlag sem hét Svart á hvítu. Þótt það forlag væri afar metnaðarfullt og útgáfa ömólfs og félaga hlyti einróma lof, þá fór á endanum illa fyrir fyrir- tækúiu og það fór á hausinn. Það er einmitt eitt það atriði sem Ólafur Ragnar var í sfnu fyrra lífi sem póli- tflcus gagnrýndur hvað mest fyrir, að meðan hann var fjármálaráðherra fyrir margt löngu skyldi hann kaupa gagnagrunn af Svörtu á hvítu fyrir háa upphæð - en sá grunnur reyndist síð- an hvorki fúgl né fiskur og fénu á glæ kastað. Það er þetta sem Sveinn Andri er að vísa til og við verðum að gefa hon- um prik fyrir uppátækið, þótt Ömólf- ur Thorsson hafi reyndar (eftir því sem við best vitum) lítt eða ekki kom- ið við sögu gjaldþrots útgáfufyrirtæk- isins og hafi áreiðanlega ekkert fé þegið fyrir gagnagrunninn. En með þessu stóra „s-i“ hefúr Sveinn Andri sem sagt rifjað upp það mál, að minnsta kosti í hugum þeirra sem það þekkja. En sem sagt: „'... ef hann getur ekki séð það Svart á hvítu að haldið verði upp á 100 ára afmæli heimastjórnar á Islandi? Fyrrverandi prófessor í stjórnmálafræði [Ólafur Rangar] þekkir einnig fullkomlega þýðingu þessa dags í íslandssögunni og það er móðgun við íslensku þjóðina að hann skuli hafa tekið frí í Bandaríkjunum fram yfir hátíðahöld í tilefni dagsins. Hvar verður Ólafur Ragnar á 60 ára af- mæli lýðveldisins í sumar? Á Stam- ford Bridge með Abramovich?“ Önnur tilvísun - að þessu sinni augljós og þarf ekki að fjölyrða um hana. Við ítrekum að við gleðjumst yfir því að Sveinn Andri skuli nú hafa stig- ið ffam og auðgað þessa bókmennta- grein. Hann sýnir vissulega góða spretti. Við verðum að vísu að viður- kenna að okkur þykir hann skjóta all- nokkuð yfir markið undir lokin, þegar hann segir að frí Ólafs Ragnars hafi verið „móðgun við íslensku þjóðina". Við tökum undir raddir margra sem herma að fjarvera Ólafs Ragnars sé einkennileg, jafnvel ósmekkleg. En „móðgun við íslensku þjóðina" - svona talar maður ekki lengur. Þetta gæti verið upp úr íslandssögubók Jónasar frá Hriflu. Eða hvaða liluta þjóðarinnar hefur Sveinn Andri hitt sem er voöalega móðgaður?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.