Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2004, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 Fréttir 0V Meint Qármálamisferli Karls Benediktssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Líf- eyrissjóðsins Framsýnar, er talið vera umfangsmikið. Kveikjan að lögreglurann- sókn sem er að ljúka var 72 milljóna króna lánveiting til sonar Karls sem byggði reiðhöll og lúxusmótel. Alsæla lækkar Verð á alsælu fer lækk- andi eftir því sem fram kemur í mánaðarlegri verð- könnun SÁA á ólöglegum vímuefnum fyrir janúar- mánuð. í janúar var meðal- verð á hverri töflu 1.430.- krónur og hefur aldrei verið lægra. Hæst var verðið í september árið 2000 en þá kostaði hver tafla 3.000.- krónur. Allt síðast liðið ár kostaði taflan á bilinu 1.730.- til 2.500.- krónur. Verð á öðrum efnum stendur að mestu í stað en í janúar seldist grammið af kókaíni á rúmar 10.000,- krónur, af amfetamíni um 4.000.- krónur og hassi 2.200.- krónur. Verð á þess- um efnum hefur nánast staðið í stað allt frá því SÁÁ hóf að gera könnun sína í febrúar 2000. Símakostnað- ur 1,4 millj- arðar Síma- og fjarskiptakostn- aður ráðuneyta og ríkis- stofhana árið 2002 var 1,4 milljarðar, samkvæmt svari fjármálaráöherra við fyrirspum Ás- geirs Friðgeirsson- ar, þingmanns Samfylkingar. Kostnaður við kaup og leigu á símabúnaði og varahlutum nam þar af 164 mifljón- um króna. Árangur af útboðum á símaþjónust- unni hefur ekki verið kann- aður, en fjarskiptaþjónustan er ekki útboðsskyld. Hækka ekki heita vatnið Sala á heitu vatni á svæði Selfossveitna hefur dregist saman um 10% á síðustu mánuðum vegna góðs tíðarfars. Þrátt fyrir þetta hafa Selfossveitur ekki breytt gjaldskrá sinni og vill stjórnin halda þeirri stefnu óbreyttri. Orkuveita Reykjavíkur hækkaði sem kunnugt er fyrir skemmstu verð á heitu vatni um 5% vegna samdráttar í sölu. Hávaði í þolfimi Margir þeirra sem sækja líkmasræktarstöðvar kvarta sáran yfir miklum hávaða á stöðunum vegna tónlistar sem spiluð er í botni. Á heimasíðu Neytendasam- takanna er greint frá mikl- um kvörtunum vegna há- vaða í þolfimitímum og séu dæmi þess að fólk fari með eyrnartappa í tíma til þess að hlífa eyrunum. Greint er frá því að þetta sé ekki sér íslenskt vandamál og að í Bandaríkjunum hafi verið gefnar út leiðbeiningar um að hávaði í þolfimitímum eigi að vera á bilinu 70 til 80 db og megi ekki vera hærri. Meint misferli fyrrverandi framkvæmda- stjóra Lffeyrissjóðsins Framsýnar, Karls Bene- diktssonar, með fjármuni sjóðsins er sagt vera umfangsmikið. Málið er enn til rannsóknar hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. Bjarni Brynjólfsson, núverandi fram- kvæmdastjóri Framsýnar, segir stjórn sjóðsins hafa vísað máli Karls til Fjármálaeftirlitsins seint á árinu 2001. Fjármálaeftirlitið hafi eftir skoðun sína á málinu vísað því til ríkislögreglu- stjóra. Sonurinn fékk 70 milljónir í reiðhöll Bjarni játar því að kveikjan að ósk stjórnar sjóðsins um skoðun á Karli hafi verið lánveit- ingar sem Karl stóð fýrir til sonar síns, Axnar Karlssonar, á jörðinni Ingólfshvoli í ölfusi. Samkvæmt heimildum DV lánaði sjóðurinn að minnsta kosti 72 milljónir króna til Ingólfs- Reiðhöllin og mótelið Lifeyrissjódurinn Fromsýn fjár magnaði meðal annars reiðhöll og mótel á jörðinni Ing- ólfshvoli sem skráð var eign Arnar Karlssonar, sonar Karls Benediktssonar. DV-Myndir GVA. „Bjarni segir enga samantekt vera til hjá Framsýn yfir meint misferli Karls eða hversu háar fjárhæðir málið snúist um." hvols. Þar hefur meðal annars verið byggð stór reiðhöll og svokallað mótel með 18 íbúðum sem hver um sig hefur heitan pott. Sjálfur býr Karl á jörð sinni Gljúfurárholti sem er einnig í ölfusinu, rétt hjá Ingólfshvoli. Þar er nú uppi áform um sölu stórra einbýlis- húsalóða. Tap verkalýðssjóðsins ekki vitað Rannsókn lögreglunnar mun vera umfangs- mikil og beinast að mun fleiri þáttum en lánun- um til Ingólfshvols. Bjarni segir enga samantekt vera til hjá Framsýn yfir meint misferli Karls eða hversu háar fjárhæðir málið snúist um. „Málið er í rannsókn hjá ríkislögreglustjóra," svarar ffamkvæmdastjórinn slíkri spurningu. Lífeyrissjóðurinn Framsýn hét áður Lífeyris- sjóður Dagsbrúnar og Framsóknar. Sjóðurinn er því sameign þessara félaga verkamanna og - kvenna. Efnahagsbrotadeildin mun nú vera náiægt lokum rannsóknar sinnar á meintu misferli Karls Benediktssonar. gar@dv.is ■ Gljúfurárholt Gljúfurárholt i Ölfusi er eign og dvalar- staður Karls Benediktssonar. DV-Mynd GVA. Karl Benediktsson Hætti hjá Lifeyrissjódnum Framsýn i skugga rannsóknar á meintu misferli með fjármuni sjóðs- ins. Karl er sjötugur i dag. Forsetinn vanvirðir Gísla Martein! Svarthöfði verður að viðurkenna að það hefur tekið hann marga daga að átta sig á aðalatriðunum í „stóra forsetamálinu" eins og kalla má upphlaupið sem orðið hefur verið vegna ijarveru Ólafs Ragnars Gríms- sonar forseta bæði frá hátíðahöld- unum um hinn mikla Hannes Haf- stein og ríkisráðsfundinum víð- fræga. Málið er eitt af þeim sem eru svo sérkennileg að þau hefðu hvergi getað komið upp í hinum siðmennt- aða heimi, þar sem Svarthöfði þekk- ir til, ekki einu sinni í spaugstofu- þáttum þeim sem útlendingar una sér væntanlega við að búa til. En nú hefur Kunningi Svarthöfða bent honum á sjálft aðalatriði máls- ins. Um er að ræða mjög djúpt hugs- að plott hjá Davíð Oddssyni til að lít- illækka Ólaf Ragnar; það var reyndar niðurstaðan hjá Svarthöfða sjálfum, en Svarthöfði hafði hins vegar ekki Wfmmm 1 Svarthöfði áttað sig á því hversu hyldjúpt þetta plott er - og hversu djöfullega út- spekúlerað - fyrr en Kunningi hans benti honum á það. Það liggur fyrir að Ólafur Ragnar átti ekki að fá að koma neins staðar nærri Hannesarhátíðinni miklu, ekki svo mikið sem flytja þriggja mínútna ávarp, ekki svo mikið sem vera viðstaddur hátíðina í sínum heimabæ ísafirði. Þannig vildi Davíð niðurlægja Ólaf Ragnar og Ólafur Ragnar gekk beint í gildruna, rauk í fýlu og fór til útlanda. Til að vekja nógsamlega athygli á fjarveru hans flautaði Davíð svo til ríkisráðsfund- arins svo allir tækju eftir því að for- setinn væri bara að frílista sig í út- löndum þegar hann ætti að vera heima að hylla Hannes Hafstein. Aðeins með uppistandi vegna fjar- veru forsetans á ríkisráðsfundinum taldi Davíð sig nefnilega geta beint athygli þjóðarinnar að hinum mesta glæp Ólafs Ragnars - að hann var ekki viðstaddur litlu listahátíð Sjálf- stæðisflokksins í Þjóðmenningar- húsinu. Davíð vissi nefnilega sem var að þrátt fyrir alla þá persónu- dýrkun sem hann hefur staðið fyrir að hafin væri á Hannesi Hafstein, þá er þjóðinni eiginlega alveg sama um Hannes og hefði ekki kippt sér upp við það þó Ólafur Ragnar væri hvergi nærri. Fyrst honum var hvort sem er ekki ætlað neitt hlutverk. En með því að vekja rækilega at- hygli á ljaiveru forsetans úr Þjóð- menningarhúsinu, þá tókst Davíð að koma því inn hjá þjóðinni að það hefði verið höfuðglæpur að vera ekki viðstaddur þessa litlu listahátíð Sjálfstæðisflokksins, því forsætis- ráðherra veðjaði á að þó þjóðinni væri alveg sama þótt Ólafur Ragnar nennti ekki að sitja undir einhverri lofogprís-dagskrá um Hannes Haf- stein, þá fer fólk líta á það sem höf- uðglæp, næstum dauðasynd, að vanvirða sjálfan Gísla Martein! Því Gísli Marteinn var - ótrúlegt nokk - kynnir í Þjóðmenningarhús- inu. Svarthöföi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.