Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2004, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2004, Blaðsíða 19
DV Sport FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 19 Það verður seint sagt um Viggö Sigurðsson haudknattleiksþjálfara að það blási um haun þíðir vindar. Hann hefur verið áberandi í umræðunni í vetur enda maöur sem er ekki vanur aö liggja á skoðunum sínum. Fáir liafa þó átt von á þeirri sprengju sem kastaö var tii hans á þriðjudagskvöldið þegar Eiður Arnarson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, tjáði honum það að hann nyti ekki lengur trausts stjórnar handknattleiksdeildar og að þeir ætluðu sér að nýta ákvæði í samningnum sem i'æli í sér að hann hætti störfum næsta sumar. Það fannst Viggó fáránleg hugmynd og fór hann fram á að verða umsvifalaust leystur frá störfum enda aö hans mati lítið vit í því að starfa fyrir stjórn sein liefur ekki tró á honum. Viggó hefur stýrt Haukaliðinu frá því árið 2000 og á þeim tíma hefur liðið unnið níu titla undir hans stjóm og þar af tvo Islandsmeistaratitia. Einnig má ekki gleyma því að liðið hefur farið mikinn í Evrópukeppnum undanfarin ár og nú síöast í Meistaradeildimú þar sem liðið gerði sér lítið fyrir og náði jafntefli gegn Barceiona á Spáni. Það var árangur sern ekkert lið í É\TÓpu hafði náð í fjölda ára. Átti ekki von á þessu Viggó segir að uppsögnin hafi komið flatt upp á sig. „Formaðurinn tilkynnú mér það á þriðjtidag að þeir vildu ekki starfa með mér áfram. Hann kom reyndar til mín í öðrum tilgangi og ég átti ails ekki von á þvi að þetta væri uppi á borðinu," sagði Viggó sem er ekki að samþykkja ástæðumar sem Haukamir gefa fyrir uppsögninni. „Þeir segjast vilja breyta ti! því það sé komið nóg. Ég gekk frekar á Eið með þá útskýringu og þá kemur það úr krafsinu að ég nýt ekki stuðnings stjómarinnar. Það var víst samþykkt á stjómarfimdi að skipta um þjáifara. Ég veit ekki af hverju ég nýt ekki smðnings hjá stjóminni enda þekki ég engan í stjóminni nema formanninn og vdð höfum átt mjög farsælt samstarf. Ég á ekki von á því að stjómin geti komið með haldbærar skýringar á því af hverju hún beri ekki traust til mín.“ mikdð í umræðunni í vetur vegna atvika sem hafa átt sér stað utan vallar og eftir leikd. En telur hann að hann sé óalandi og óferjandi í samstarfi? „Nei, ég er það ekkd. Ég er afskaplega ljúfur maður. Það hafa engin vandamál verið i samstarfi mínu og Haukanna. Samskiptin höfðu fram að þessu ekkd borið neina hnekki. Það hafði alit verið á mjög góðum nótum,“ sagði Viggó en stjómin lét víst í það skína að hann væri orðinn þreyttur. „Nei, ég er sko ekki orðinn þreyttur. Ég sef vel og er fullur orku eins og venjuiega,“ sagði Viggó en hann teiur ástæðuna fyrir uppsögninni snúast að hans persónu frekar en að hans þjálfunaraðferðum. Snýst um mína persónu „Ég tel að þetta snúist um mina persónu frekar en eitthvað annað. Ég sé ekki annað í stöðunni þar sem ekkert hefur vantað upp á árangurinn og titlamir hafa ekkd látið á sér standa." Eiður tjáði Viggó það að einhverjir leikmenn hefðu kvartað undan honum og það kemur flan upp á Viggó. „Það kom mér verulega á óvart enda taldi ég mig hafa stuðning allra leikmanna. Þeir hafa sýnt sruðning sinn í verki í dag og það vom tveir leikmenn að koma til mín núna og svo hef ég taiað við nokkra og það kannast enginn þeirra við að það hafi verið kvartað eitthvað undan mér eða þeir verið ósáttir \dð mig,“ sagði Viggó sem \dll ekki tjá sig um hvort það sé fyrirslánur hjá stjóminni að nota það sem ástæðu fyrir upp- sögninni. Vinnusvik? Viggó talaði um í \dðtali vdð Morgunblaðið í gær að liann hefði kvartað undan leikmönnum sem haim teldi að hefðu að hans viti verið að stunda vdnnusvik. Hvað átti harm eigin- lega vdð með því? „Ég vil nú ekkert fara nánar út í þaö en það var bara bending til baka á stjómarmenn út af leikmannamálunum fyrir þetta tímabil og þeir skilja það sem em irman hópsins," sagði Viggó sem hafði undanfarið verið að vlnna að fullu í leikmannamáluni fyTÍr næsta vetur. „Ég var að vinna í þessum málurn bara í síðustu \dku.“ FUrðuleg timasetning Það er óhætt að segja að timasetningin á uppsögninni konú á furðuiegum tíma en það er búið að vera margra vikna frí undanfarið vegna EM en á íöstudaginn hefst keppni í hand- boltaaum hér heima á ný og eiga Haukamir erfiðan leik gegn HK á föstudag og svo gegn Valsmönnum á suimudag. ,Þe$si tfmasetning hlýnu: að vekja athygli hjá þeirn sem standa utan \dð dætnið. ívlér finnst einnig furðulegt að þeir skyidu haida að ég hefði áhuga á að kiára tímaiiilíð vdtandi það að ég nyti ekki trausts stjómarinnar sem og einhverra ieikmanna. Það er furðtdegt að þeir hafi trttað því að ég myndi sitja áfram einsog ekkert hefði í skorist.“ Eins og áður segir hefitr Viggó verið Vildi faglegri vinnubrögð Viggó sagði í viðtali við DV Sport f nóvember síðastliðnum að hann vildi ræða alvarlega við stjóm Hauka næsta sumar mn það hvaða stefnu þeir æduðu sér að taka í leikmannamálum þar sem liann væri orðinn þreyttur á því að vera sífellt að byrja upp á nýtt þar sem svo margir leikmenn færu frá félaginu eftir hvert tímabil. Hann sagði að menn yrðu að fara að gera upp við sig hvort þeir vildu halda áfram að ná úrslitum eins og náð var í Barcelona eða hvort þeir vildu byggja upp á nýtt á hveiju ári. Lá metnaður Viggós og Haukanna ekki saman? „Jú, það er ekki hægt að segja annað en ég vildi kannski hafa faglegri vinnu- brögð á þeim málum og vinna þau fyrr þannig að við værum klárir þegar kæmi að næsta tfrnabili. Það er nákvæmlega það sem við höfum verið að \dnna í undanfarið." Ganga á eftir mér Þrátt fyrir að Vrggó hafi sagt að hann hafi ekki áhuga á að klára tímabilið með Haukum undir þessum aðstæðum hafa forráðamenn Hauka gengið hart á eftir honum um að klára dæmið og til að mynda átti Viggó fund með þeim í gærmorgun. Hans ákvörðun verður ekki haggað. „Þeir lögðu hart að mér að klára tímabilið en ég benú þeim hins vegar á að það væri ekki vænlegt tú árangurs að vera með stjómanda í starfi sem hefði fengið vantraustsyfirlýsingu frá stjóm- inrú. Þar stendur hnífurinn í kúnnl og mér verður ekki haggað. Það kom aldrei til greina af minni hálfu að samþykkja þessa leið.“ Framtíðin óljós Viggó segir að samskipti sfn \dð leikmenn félagsins hafi verið mjög góð alla tíð og að það hafi aldrei borið skugga á þau. Harrn hefur enga trú á því að einhverjir leikmenn hafi verið að grafa undan honum. Árangur Viggós með Haukana hefur vakið athvgli utan iandsteinanna og í tvígang í vetur hefur hann gefið frá sér fyrirspunúr frá þýskum úr\'alsdeildar- félögum þar sem hann hafi viljað heiðra samning sinn \dð Haukana. „Ég veit eidd hvað framtiðin ber í skauti sér fyTÍr mig. Það verður bara að koma í Ijós. Ég veit ekki hvort ég hefði áhuga á að fara aftur út. Ég þyrfti að ræða það við fjölskylduna og það er rosalegt átak að rífa sig upp,“ sagði Yiggó en liann sér ekki fyrir sér mörg spemiandi tækifæri á markaðnum héma heima enda öli aðstaða hjá Haukunum tii fýririnyndar. „Það em fáir klúbbar sem bjóða upp á það sem Haukamir bjóða upp á, Þannig að ég sé ekld í fljóm bragði mjög spennandi tækifæri hér heima." hemyHFdv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.