Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2004, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2004, Blaðsíða 27
r FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004 27 DV Fókus .-svtNTtRi i:iní STÓRT oc LITIÐsiAift REGfWOGinn SÍMI 553 2075 SÝND kl. 5.20, 8 og 10.40 □□ Dolby /DD/ .'SS' Iihx' SÝND kl. 5.40, 8 Og 10.20 SÝNDkl. 5.30, 8og10.30 B i 16 ára [MONA LISA SMILE S.30, 8 oglO.30 |master & co. kl. 5.20 ogTo.40 B i 14 ára[ SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 B i 14 ára SÝNDkl. 5og9 Kvikmyndin Lost in Translation er frumsýnd í Smárabíó, Regnboganum og Borgar- bíó á morgun. Með aðalhlutverkið fer Bill Murray og var hann tilnefndur til ósk- arsverðlauna fyrir leik sinn á dögunum. Ferill Murray hefur verið í öldudal sið- ustu ár en nú virðist framtíðin björt hjá honum. | Ferillinn á uppleið I 6/7/ Murray i óskars- 1 hlutverkirru í Lostin Draugabanarnir Murray fór með aðal- hlutverkið í einni vin- sælustu mynd 9. ára- tugarins. Translation Rushmore Myndin sem hóf endurreisn Murray. Það þótti til tíðinda þegar Bill Murray var til- nefndur til óskarsverðlauna fyrir aðalhíutverk fyr- ir leik sinn í myndinni Lost in Translation, þar sem ekki er algengt að gamanleikarar hljóti til- nefningar. Murray er þó vel að tilnefningunni kominn, og mætti mögulega halda því fram að hann sé einn besti gamanleikarinn £ Hollywood í dag. Meðan félagar hans úr Saturday Night Live og National Lampoons hópunum eru annaðhvort látnir (John Candy, lohn Belushi), hættir að vera fyndnir (Steve Martin), voru aldrei fyndnir til að byrja með (Dan Ackroyd), eða farnir að tala fyrir hunda í myndum sem bera nöfn eins og „Karate Dog," (Chevy Chase), þá tekst Bill Murray bæði að vera enn fyndinn og að vaxa sem leikari. Hann hefur ekki alltaf leikið í góðum myndum svo sem, en honum hefur yfirleitt tekist að vera góður í þeim myndum sem hann hefur leikið í. Draugabaninn Ferill hans hófst með Saturday Night Live þátt- unum um miðjan 8. áratuginn, þar sem hann þó féll að einhverju leyti í skuggann á lohn Belushi sem þá var á miklu flugi. Jafnframt því fékk hann að spreyta sig í unglingamyndum eins og Meat- balls, Caddyshack og Stripes. Stóra breikið kom loksins árið 1984, þegar hann fór með aðalhlut- verkið í Ghostbusters, sem varð með vinsælli myndum áratugarins. Ári síðar reyndi hann að sýna á sér alvarlegri hlið í The Razors Edge, en myndin kolféU, og hann hélt sig á kunnulegri slóðum næstu ár í gamanmyndunum Little Shop of Horrors, Scrooged og svo Ghostbusters II, sem náði ekki hæðum fyrri myndarinnar. Næst leik- stýrði hann hinni ágætu gamanmynd Quick Change, sem þó telst líklega ekki til meistaraverka kvikmyndasögunnar, og reyndi ekki mikið á sig við að fara í taugarnar á Richard Dreyfuss £ What About Bob. Hann virtist nú lfklegur til að verða annarrar deildar grfnleikari, sem hefði aðaUega það hlutverk að vera fyndinn við hlið aðalleikar- ans, einmitt á þeim tima sem mesta púðrið virþsi úr Saturday Night Live genginu. Jarðrottur og fílar Næsta mynd, Groundhog Day frá árinu 1993, áttEþó eftir að gefa öllum slíkum spádómum langt nef. Hann sýndi þar að hann var einn besti gam- anleikari heims, og hélt uppi mynd sem mörgum þykir enn með betri myndum áratugarins. Erfitt reyþdist þó f fyrstu að fylgja velgengninni eftir. I næ#tu mynd, Mad Dog and Glory, á hann að leika harðskeyttan glæpamann, en erfitt er að taka hann alvarlega sem slíkan, sérstaklega þar sem mjúki maðurinn sem stendur andspænis honum er Robert De Niro. Þær myndir sem hann lék að- alhlutverk í voru misheppnaðar, svo sem fíla- myndin Larger than Life. Það er gömul speki og ný að maður eigi aldrei að leika gegn dýrum, og þetta hlýtur að eiga enn betur við þegar um er að ræða fíla. Hann átti þó betri stundir sem aukaleik- ari í hinum stórgóðu Ed Wood og Kingpin. Hápunkturinn Annað endurreisnartfmabil Murray hófst svo með mynd Wes Anderson og Owen Wilson, Rushmore, þar sem hann fer á kostum sem mað- ur sem keppir um ástir kennslukonu við unglings- strák. Murray er alltaf bestur þegar gamanleikur hans er á hófsamari nótunum og kaldhæðni hans fær að njóta sfn, og gamanhlutverk hans hér var á margan hátt alvarlegra en áður. Gæfusamlegt samstarf hans við Wilson og Anderson hélt áfram með The Royal Tenenbaums, og, þrátt fyrir ein- staka vafasamari ákvarðanir inni á milli, er ekki ólíklegt að hann sé á hátindi ferils síns með Lost in Translation. valur@dv.is • Veguriim brennur eftir Bjarna Jónsson er sýnt á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins klukkan 20. • Einleikurinn Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur er sýndur í Iðnó klukkan 21. A Opnanir • Sýning á ljóðum Unnar Sólrúnar Bragadóttur verður opnuð á CEifé Borg í Kópavogi klukkan 20. Sveitin • Dj Andri verður í búrinu á Dátanum á Akureyri. Fundir og fyrirlestrar • Guðrún Helgadóttir rithöfundur stjórnar umræðum um íslenskrar bamabækur á Bókakaffi á Súfist- anum klukkan 20. Við pallborðið verða barnabókaverðirnir Sigríður Gunnarsdóttir, bókasafninu á Sel- tjarnarnesi, Sigríður Matthíasdótt- ir, bókasafninu á Selfossi, og Þor- björg Karlsdóttir, Borgarbókasafn- inu, og Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari. Áhugafólk um ís- lenskar barnabækur er hvatt til að fjölmenna. • Tourette-SEuntökin verða með opið hús kl. 20.30 að Hátúni lOb, í Þjónustusetri líknarfélaga á 9. hæð. Þessi opnu hús eru mánaðarlega að vetrinum, yfirleitt fyrsta fimmtudag hvers mánaðar, og gefst fólki þá tækifæri til að hlusta á fyrirlestra eða kynningar, horfa saman á myndband, fjalla um bækur varð- andi TS heilkennið, og spjalla sam- an yfir kaffibolla um Tourette mál- efni. • ÆskulýðsstarfsÁmaSigui]'óns- sonar (1916-1999), sem var til fjölda ára einn aðalburðarásinn í starfi KFUM í Reykjavík, verður minnst á fundi í aðaldeild KFUM að Holta- vegi 28 klukkan 20. • Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð er með opið hús í safnaðarheimili Háteigskirlgu f um- sjá sr. Halldórs Reynissonar klukk- an 20. Allir velkomnir. Spilar af ástríðu „Þú hefur ekkert til að fela þig á bakvið nema einn kassagítar," segir Ingólfur Þór Árnason úr hljómsveit- inni Indigo, en þau eru að spila ásamt Tenderfoot á Jóni forseta, sem hét áður Vídalfn, á Austustræti 12 í kvöld. Báðar hljómsveitirnar til- heyra hópi kassagítartónlistar- manna, sem hafa verið að spila víðs- vegar um borgina undanfarið og spila frumsamda tónlist. Hverjir aðrir eru íhópnum? „Krummi úr Mínus og Franz úr Ensími eru saman f hljómsveitinni Moody Company, Rúnar úr Náttfara spilar einn, og svo eru fleiri eins og Aggi úr Klink, og Kristófer, sem hef- ur einfaldlega fallegustu rödd á ís- landi." Hvernig byrjaði þetta? „Þetta byrjaði bara á stofugólfinu í partýum og þróaðist út frá því." Flestir sem koma nálægt þessu eru einnigí öðrum hljómsveitum. Er þetta fyrst ogfremst afslöppun? „Nei, allir sem koma nálægt þessu gera þetta fyrst og fremst af ástríðu." Tilefni tónleikanna er að Tender- foot fékk styrk frá Loftbrú með far- gjöldum til Bandaríkjanna, og eru þeir að fara að spila þar. „Fyrir hljómsveitina er þetta fyrst og fremst pílagrímaferð. Þeir eru bókaðir á tónleika á Sin’é, sem er nokkurskonar Graceland áhuga- manna um kassagítartónlist. Jeff Buckley tók þar upp live plötu einn með gítarinn rétt áður en hann dó sem er ein besta plata allra tíma að mínu mati. En þeir eiga einnig eftir að spila annars staðar, svo sem í einkapartý útgefanda Noru Jones. Allur aðgangseyrir fer í að sjá til þess að þeir geti haft í sig í New York, og ég hvet alla til að mæta og styrkja góðan málsstað. Tíminn á svo eftir að leiða í ljós hvort þetta fer allt í bjór eða hvað." Tónleikarnir heijast klukkan 22, og kostar 500 krónur inn. % Ingólfur úr Indigo Spilar á Jóni forseta i kvöld ogerá leið i píla- grimsför út ilönd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.