Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2004, Blaðsíða 3
r
W Fréttir
: píö5V>-y3 > ryi'—.: '"■: rp ■ ■■ f,\ i
FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 2004
Fokkmerki í lopavettlingi
Sumir gætu haldið að það lægi
mjög einföld og alls ekkert gildis-
hlaðin ákvörðun að baki því að setj-
ast upp á hjól og hjóla í bankann eða
búðina, en það er alls ekki rétt. Sú
ákvörðun að fara hjólandi ferða
sinna er mjög pólitísk, næstum trú-
arleg, og á háskalegustu dögunum
getur þessi ferðamáti spilað á allan
tilfmningaskalann eins og hann
leggur sig. Það er hrein gleði þegar
maður dólar á fáförnum slóðum
síðla kvölds og þorir að sleppa
höndunum af stýrinu; skömmin eft-
ir að hafa óvart svínað fyrir bíl og
sent saklausan ökumann heim til sín
í kvöldmat með starandi augu, hárið
beint upp í loft og blóðslettur í
ímyndunaraflinu; montið yfir því að
bruna fram úr jeppunum á Lauga-
veginum; hræðslan á miðjum gatna-
mótum þegar það rennur upp fyrir
manni að það gleymdist að líta á
umferðarljósin; sjálfsupphafningin
þegar maður ber sig saman við leti-
bikkjurnar í gormasætunum með
súran reykinn aftan úr sér - og svo
framvegis.
Óvinsældir
En með því að láta sjá sig á hjóli
í Reykjavík skipar maður sér í óvin-
sælan minnihlutahóp sem er eigin-
lega hvergi velkominn, nema þá
kannski á sérstökum hjólreiðastíg-
um, en þangað sækja bara þeir sem
hjóla sér til heilsubótar. Ég er hins
vegar að tala um okkur sem stóla á
hjólið sem samgöngutæki. Gang-
andi vegfarendum er illa við okkur
á gangstéttunum, sem er enda skilj-
anlegt því hjól eiga ekki heima á
gangstéttum. ökumenn, aftur á
móti, þyrftu sumir að fara aftur í sex
ára bekk í umferðarskólanum af því
að þeir eru greinilega búnir að
gleyma að hjól eru hluti af umferð-
inni og eiga samkvæmt lögum að
ferðast eftir sömu götum og bflarn-
ir. Þegar ökumenn flauta á mig, af
engri ástæðu annarri en að þeim
finnst ég vera að þvælast fyrir þeim
á götunni þeirra, er mér skapi næst
að senda þeim fokkmerki - og hef
Guðrún Eva
Mínervudóttir
fór út að hjóla.
Kiallari
raunar tvisvar sinnum látið það eft-
ir mér. Að vísu var ég með lopavett-
linga í bæði skiptin, en það er hug-
urinn á bak við verkið sem skiptir
máli, eða er ekki svo?
Dekurrassar
Raunar finnst mér að þegar það er
skítkalt úti eða mígandi rigning eða
hífandi rok, ættu að gilda sérstakar
reglur um gangandi og hjólandi hetj-
ur sem hika ekki við að ögra berum
himni án þess að hafa blikkþak yfir
sér eða miðstöðvarblástur framan í
sig. Hetjur ættu ekki að þurfa að bíða
eftir grænu ljósi. Fólkið sem lætur
fara vel um sig í hlýju bflunum sín-
um, með útvarpið á fullu til að passa
að því leiðist ekki eitt augnablik, er
ekkert of fi'nt til að hægja ferðina og
hleypa sönnum ferðalöngum yfir
göturnar, undantekningarlaust. Mik-
ið er gott að olíufélögin skuli taka að
sér að refsa þessum þægindasjúku
dekurrössum.
Það getur verið að þessar línur
beri þess merki að eftir óteljandi daga
með frostköldum vindi sé farið að
næða inn um eyrun á sumum, en það
verður þá bara að hafa það.
Samúð með óvininum
Hvað um það, eftir nokkrar vikur
verður eiginlega komið vor (febrúar
er nú svo stuttur) og þá verð ég far-
in að vorkenna öllum þeim sem
neyðast til að slíta sér út fyrir pen-
inga- gleypi á hjólum og sitja síð-
an í umferðarteppu með gervileð-
urslykt í nösunum, innilokunar-
kennd, mengunarsamviskubit ein-
hvers staðar í bakheilanum og aft-
ursætið fullt af innkaupapokum og
pirruðum börnum. Úff, eiginlega er
ég strax farin að vorkenna þeim.
(Samúð með óvininum er auðvitað
hámark hræsninnar, en maður læt-
ur sig kannski hafa ýmislegt til að
ríghalda í trúna á eigið göfuglyndi.)
Alþingi og eftirlaunalögin „Augljóstað
ætlunin er að treysta á lélegt minni kjós-
enda," segir bréfritari.
Mótmælum
svívirðunni
Þórarinn Már Baldursson, Stutt-
gart í Þýskalandi:
Mér finnst vægt tekið til orða á
vefsíðunni www.almenningur.is, en
þar er sagt að tilviljun gæti hafa ráðið
því að forréttindalögin um eftirlaun
þingmanna og ráðherra vom sam-
þykkt við fýrsta tækifæri eftir kosning-
ar. Það er augljóst mál að ætlunin er
að treysta á lélegt minni kjósenda og
auka^með þeim vanmáttartilfinningu
gagnvart þeirri svfvirðu sem lögin em.
Lesendur
Undir tilmælin á síðunni tek ég hins
vegar heilshugar:
„Alþingismenn. Við mælumst til
þess að lög um eftirlaun forseta ís-
lands, ráðherra, alþingismanna og
hæstaréttardómara írá 15. desember
2003, verði endurskoðuð. Við endur-
skoðun laganna verði haft að leiðar-
ljósi að almenningur og kjörnir full-
trúar almennings búi í gmndvallarat-
riðum við sömu eftirlaunaréttindi. -
Forréttindi ganga gegn réttíætis- og
lýðræðishugmyndum þorra lands-
manna, sérstaklega forréttindi kjör-
inna fulltrúa. Þeir sem kjömir eru til
að setja lögin mega hvorki búa sjálf-
um sér alrnenn réttindi umfram þau
sem umbjóðendur þeirra njóta né af-
marka aímenningi grundvallarrétt-
indi sem þeir sjálfir vilja ekki una við
og telja ófullnægjandi."
Þessi tilmæli fela í sér svo hógværa
og einfalda kröfu um sanngirni að all-
ir sanngjamir menn hljóta að styðja
þau. Ég hvet fólk til að fara á almenn-
ingur.is og andmæla eftirlaunaólög-
unum.
Njóti virðingar
Ingibjörg Gísladóttir hringdi:
Mér finnst DV fara offari, ekki síst í
ýmsum molum og smáfréttum þar
sem Gísli Marteinn Baldursson, og
raunar ýmsir fleiri sem skipa sér til
hægri í stjórn-
málunum, em
allt að því lagðir í
einelti. Þetta er
ekki heiðarlegt,
því þessir ungu
menn hafa hug-
sjónir sem þeir
em að berjast
f>'rir- 08 tleir Gísli Marteinn Lagð-
sem bjoða sig urleinelti
fúsir fram til
starfa í þágu almennings eiga að njóta
virðingar - en ekki þess að blaða-
menn skrattist í viðkomandi. Það er
líka skref langt aftur í tímann að
pólítíkin sé öll á persónulegu plani og
illkvitnisleg um leið.
MeistariJakob?
Jóhann Ámason hringdi:
Ég las í Viðskiptablaðinu í gær at-
hyglisverða grein eftir Jakob F. Ásgeir-
son þar sem hann varar við hættunni
af fjölmiðlaeign Baugs og almennt
sterkri stöðu félagsins á markaðnum.
Hlakka til að næstu grein Jakobs, sem
verður væntanlega um veldi Moggans
fyrr á tíð en það var var einn hlekkur-
inn í kærleikskeðju Kolkrabbans. Ær-
legur maður eins Jakob mun væntan-
lega skrifa um það, ekki síst í ljósi þess
að hann er glöggur sagnfræðingur og
þekkir muninn á aukaatriðum og að-
alatriðum. Einnig ætti hann sem fyrr-
um blaðamaður á Mogga að þekkja
þessi ffæði út og inn.
DV tekur við lesendabréfum og
ábendingum á tölvupóstfanginu
lesendur@dv.is. DV áskilur sér rétt til að
stytta allt það efni sem berst til blaðsins
og birta það í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds.
Spurning dagsins
Á að markaðssetja íslensk þorrablót?
Hluti afmenningu þjóðar
„Slíkt þætti mér gáfulegt, því þær upphæð-
ir sem varið hefur verið til markaðssetn-
ingar á íslensku lambakjöti erlendis eru
skuggalega háar. Erlendir ferðamenn sem
eru á ferðinni hér um þetta leyti eru áhuga-
samir og koma margir hingað í Múlakaffi að
fá að smakka þennan framandlega mat
og þorrablótin eru vissulega hluti
afmenningu þjóðarinnar. Allar
nýjungar í ferðaþjónustu er af
hinu góða."
Jóhannes Stefánsson,
veitingamaður í Múlakaffi _
* •
„Hugmyndin er
ágæt og á Sel-
fossblótið síð-
ustu ár hafa
komið gestir
sem hafa heill-
ast mjög af
hinum þjóð-
legu þorrablót-
um. Hins vegar
er lambakjötið okkar ágætt og óþarfi
að hætta markaðssetningu þess fyrir
þann skemmtilega sið að blóta þorra."
Kjartan Björnsson,
þorrablótshaldari á Selfossi
„Efskoðaðar
eru magntöiur,
þá hefur sorg-
lega lítill ár-
angur náðst í
sölu lamba-
kjöts til Banda-
ríkjanna. Ég tel
að erlendir
markaðir muni
seintskila sauðfjárbændum viðunandi
skilaverði. Að markaðssetja þorrablót er
hins vegar mjög góð hugmynd, sem
hægt er að nýta í menningartengdri
ferðaþjónustu."
Katrín Andrésdóttir
dýralæknir
„Það er stór-
góð hugmynd
að fá menn til
þess að koma
hingað og rifa
í sig súra hrúts-
punga og
óblandað ís-
kalt brennivín,
það er á þeim
tíma þegar minnst er að gera í ferða-
þjónustunni. Mæli síðan með að Geir
Ólafsson söngvari verði gerður að um-
boðsmanni þorrablóta."
Einar Bárðarson
tónleikarhaldari
„Ég er ekki
bjartsýnn á að
slíkt gangi
upp, við þurf-
um að vera
alin upp við
þorramat til
þess að við vilj-
um borða
hann. Þetta er
ámóta og ætla að ætla að seija Islend-
ingum ferðir til að borða hunda, ketti
og rottursem þykja herramannsmatur í
sumum löndum."
Özur Lárusson,
Landssamtökum sauðfjárbænda
Valgerður Sverrisdóttir ráðherra varpar tillögunni fram á heima-
síðu sinni. Segir þetta jafnvel árangursríkara en markaðssetning
erlendis á íslensku lambakjöti.
-v;\ % ■> ■ .■ ,-;V-
■ V ■ ■
10.000
lesendur
frítt með Fréttablaðinu U
á föstudögum (
Auglýsingasímar 515 7518 og 515