Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2004, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2004, Page 2
2 MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 Fréttir DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Ritstjórar 03 ábm.: Illugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjórar Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24( Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - Fréttaskot 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrofc Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Einn fluttur á slysadeild Minniháttar umferðar- slys varð við Rauðhóla laust fyrir klukkan sex í gær. Ökumað- ur missti stjórn á bif- reiðinni með þeim afleið- ingum að hun valt. Tvennt var í bflnum og var annað flutt á slysadeild til skoðunar en ekki er talið að um al- varleg meiðsl hafl verið að ræða. Umferð truflað- ist ekki af þessum völd- um og ekki þurfti neina klippivinnu af hálfu lög- regiu. Hækka ekki laun úr hófi Bæjarstjóm Vestmanna- eyja hefur samþykkt að hækka ekki laun bæjar- fulltrúa „dr hófi fram“. Þau Selma Ragnarsdóttir og Elliði Vignisson sendu inn bókun á síðasta bæj- arstjórnarfund. „Þar sem rekstur Vestmanna- eyjabæjar er mí í fyrsta skipti í sögunni meiri en 100% af tekjum bæjarins skomm við undirrituð á bæjarfulltrúa að sýna þá ábyrgð að hækka ekki eigin laun úr hófl fram,“ sagði í bókun Elliða og Selmu sem allir bæjar- fulltrúarnir sjö sam- þykktu. Erlend nöfn Málið Oft lenda menn ( vand- ræðum með hvort og þá hvernig beygja eigi erlend nöfn (eða íslensk ættar- nöfn). Menn eru ekki lengur sammála um neinar algildar reglur svo við hér á DV getum ekki annað en borið fram þá óformlegu reglu sem hér - og víðar - er í gildi. Hún hljóðar þannig að ættarnöfn eru ekki beygð, nema það bætist við þau „s“ ( eignarfalii (stöku sinnum er beygingin reyndar önnur). Þó því aðeins að nafn- ið standi eitt og sér. Ef fullt nafn er nefnt þá kemur eignar- fallið aðeins á fornafnið en ekki ættarnafnið. Þvl segjum við til dæmis: Hérer Harold Pinter um Harold Pinter frá Harold Pinter til Harolds Pinter. Við tölum sé annaðhvort umjeikrit Harolds Pinter" eða „leikrit Pinters". Jarðgöng undir Reynisfjall? Nei, takk Hjálmar Arnason og Dagný Jónsdóttir sitja á þingi fyrir Framsóknarflokkinn, Hjálmar fyrir Suðurkjördæmi en Dag- ný fyrir Norðaustur. Þau hafa nú í samein- ingu lagt fram á Alþingi tillögu til þingsálykt- unar um gerð jarðganga í ReynisfjaOi. Á slík göng mun vera minnst í einhverri langtíma- áædun um jarðgangagerð sem ég kann ekki í augnablikinu frekari skil á. En í tillögu þing- mannanna segir meðal annars svo: „Með ákvörðun um jarðgöng undir Al- mannaskarð í Austur-Skaftafellssýslu má segja að leiðin frá Hveragerði að Djúpavogi liggi öll á láglendi með einni undantekningu þó - Víkurskarði vestan Vikur í Mýrdal. í vetr- arfærð er það eina hindrun umferðar frá Reykjavík og austur á firði. Ljóst er að með auknum umsvifum á Aust- urlandi á umferð um Suðurland eftir að vaxa stórlega. Þá eru í undirbúningi framkvæmdir í Vestur-Skaftafellssýslu er kunna að fela í sér mikla þungaflutninga úr Mýrdalshreppi í Þorlákshöfn. Spáð er almennum vexti í ferða- þjónustu og liggur straumur ferðamanna um Vestur-Skaftafellssýslu." Síðan er lagt til að samgönguráðherra láti gera úttekt á kostum jarðganga í Reynisfjalli sem nái annars vegar til jarðfræðilegs mats og hins vegar mats á kostnaði og vilja þau Hjálmar og Dagný að verkinu verði lokið fyrir 1. september 2004. Ég man ekki til þess að vegurinn yflr fjallið sé sérstök slysagildra og prívat og persónulega hlýt ég að taka fram að mér þykir ævinlega skemmtilegt að keyra yfir þetta fjall. Þó hef ég farið það bæði í snjókomu og hálku. Ég man heldur ekki til þess að þessi vegur sé oft lokaður á veturna. Kannski er það bara af því að ég hef ekki fylgst nógu vel með en ekki rámar mig að minnsta kosti í mikið af fréttum af slíku. Þrátt fyrir þetta slælega minni skal ég ekki í sjálfu sér efast um að göng undir Reynisfjall geti orðið til samgöngubóta. Það er reyndar býsna auðvelt að sýna fram á að sérhver jarð- göng og sérhverjar umbætur í vegamálum yf- irleitt séu til bóta. Á einhvern hátt. En íslenskir þingmenn virðast nú á góðri leið með að verða helteknir af jarðgangasýki og þessi þingsálytkunartillaga Hjálmars og Dagnýjar er gott dæmi um það. Mér segir svo hugur að bæði í Suðurkjördæmi og Norðaust- urkjördæmi séu mörg brýn verkefni, margur pottur brotinn og maðkur í margri mysu. Sum þeirra getur ríkis- valdið leyst, önnur munu leysast af sjálfu sér ef ríkið heldur sig fjarri. En að líta eigi á það sem einhvers konar forgangsmál að leggja út í kostnað við að rann- saka og síðan væntan- lega grafa jarðgöng undir Reynisfjall er bein- línis fráleitt. Þetta er að vísu dæmigert bar- áttumál landsbyggðarþingmanna sem ímynda sér - kannsld með réttu, hvað veit ég? - að kjósendur muni ætíð flykkjast til liðs við þann stjórnmálaflokk sem lofar stærstum og mestum jarðgöngum og verklegum fram- kvæmdum yfirleitt. Og kastar í það mestum peningum. Á meðan bíða óteljandi verklegar fram- kvæmdir við samgöngubætur í Reykjavík og nágrenni þar sem svo miklu fleiri myndu þó njóta þeirra. En á það mega þeir sem búsettir eru í Reykjavík auðvitað ekki minnast. Það er svívirðing við landsbyggðina þar sem helst eiga að vera jarðgöng undir sérhvern hól. Ef þingmennirnir fengju að ráða. IUugiJökulsson Islenski dra Tveir lærðir doktorar, Stefán Snævarr og Hannes Hólmsteinn Gissurarson, hafa verið að skrifast á á vefsíðunni Kreml.is um íslenska drauminn. Ekki er þar mn að ræða skáldsögu Guðmundar Andra, held- ur miklu frekar draum aldamóta- bamsins um að ísland - fátækt og lít- ils megandi f upphafi 20. aldar - kæmist til manns í samfélagi þjóð- anna. Stefán Snævarr upphóf umræð- una með pistli um „heimastjómina, auðinn, drauminn" þar sem hann byrjaði á því að hæðast að ásökunum „heimastjómarmanna" - eins og ýmsir vilja núorðið helst kalla sjálf- stæðismenn, eða að minnsta kosti þann hluta hans sem dyggast fylgir Davíð formanni - um „vinstrivillu Fréttablaðsins" og misnotkun Baugs- feðga á bæði flölmiðlum sínum og öðrum fyrirtækjum. Stefán er að sönnu augljóslega ekki sérstakur að- dáandi Baugsfeðga eða þeirrar stöðu sem þeir em komnir í í samfélaginu en heldur því fram að „meginsynd [þeirra sé] að þéna duglega án þess að vera angar af meintum kol- krabba". Og hefur málflutningur í þá áttina svo sem sést áður og víðar. En lokaorð Stefáns í pistlinum em tilvísun í bandaríska bók um ástand- ið í bandarísku samfélagi og heitir Who Stole the Dream? Stefán segir: „Vel á minnst, hver stal íslenska drauminum? Drauminum um sam- félag með tiltölulega miklum jöfiiuði. Drauminum um friðsælt samfélag þar sem menn geta gengið um götur án þess að fá hníf í bakið. Draum- inum um samfélag tiltölulega vellæsra og fróðra einstaklinga. Við getum deilt um Davíð, heima- stjómina, Baug, verkalýðsfélögin, frjálshyggjuna, marasmann, hnatt- væðinguna. En um eitt getum við ekki deilt: Að draumurinn rættist ekki.“ Þessu svaraði Hannes Hólm- steinn um hæl. Hann segir það „fásinnu" að íslenski draumurinn hafi ekki ræst. „Þetta var draumurinn um verklegar framfarir lands og lýðs, um það, að þjóðin gæti flutt úr dimmum, rökum og köldum moldar- kofum, sem stóðu vart af sér eina kynslóð, í björt og hlý steinhús, um það, að þjóðin gæti útrýmt sullaveiki, holdsveiki og berklaveiki, um það, að börnin dæju ekki mörg, jafnvel flest, frá mæðrum sínum, um það, að feð- „Vel á minnst, hver stal ís- lenska drauminum? Draum inum um samfélag með til- tölulega miklum jöfnuði. Drauminum um friðsælt sam- félag þar sem rríenn geta gengið um götur án þess að fá hníf í bakið." Fyrst og fremst urnir gætu fengið vinnu annars stað- ar en hjá harðúðugum bændum uppi í sveit, um það, að Island, sem var eitt fátækasta land Vestur-Evrópu um 1900, gæti staðið jafnfætis öðrum löndum. Þessi draumur rættist." Hannes upplýsir að vísu að rann- sóknjr sínar á hagsögu 20. aldar bendi til að „velmegun okkar hafi um tíma staðið á brauðfótum" en „frá 1991 hefur verið hér festa í peninga- málum og ríkisfjármálum, stórfelldur flutningur ákvarðana og valds úr höndum ríkisins til fólksins, skipu- lögð aukning frelsis á flestum svið- um, sérstaklega í atvinnumálum". Vart þarf að segja lesendum hvað það var sem gerðist árið 1991 sem breytti öllu að mati Hannesar. En svona ef einhver skyldi nú velkjast í vafa, þá gefum við eina vísbendingu. Hver tók við forsætisráðherraemb- ætti árið 1991? Við héldum að vísu að fótunum hefði verið komið vel og vandlega undir íslenskt samfélag fyr- ir þann tíma en það er gott að vita nú að það voru bara brauðfætur. En Hannes heldur áfram: „ís- lenski draumurinn rættist. ísland er eitt besta land í heimi að búa í. Við getum verið stolt af árangri síðustu þrettán ára. Hugsjónir þeirra, sem ráðið hafa þetta tímabil, eru svipaðar og hugsjónir Hannesar Hafsteins og Jóns Þorlákssonar. f þeim skilningi er eðlilegt að tala um Heirriastjómar- flokkinn, en skilja Valtý Guðmunds- son að vísu ekki eftir, enda studdi hann Hannes Hafstein og Jón Þor- láksson eftir 1908.“ Hér verðum við að gera athuga- semd. Þreytandi er að verða sú áhersla sem „heimastjómarmenn hinir seinni" leggja á að reyna að telja okkur trú um að Hannes Hafstein hafi nánast einn og sjálfirr drifið áfram þær hugsjónir sem árangur á heimastjómarárunum var til marks um. Og að skeyta Jóni Þorlákssyni þar alltaf aftan við er bara hlægilegt. Jón Þorláksson var hinn mætasti maður og vann margvísleg afrek við verklegar framkvæmdir en hann á þó ekki heima sem ein af helstu drif- fjöðrum og hugsjónamönnum heimastjómartfinans. Maðurinn sem raunverulega um- bylti hugsunarhætti íslendinga undir aldamótin 1900, og er að sínu leyti miklu verðugri nafnbótarinnar „höf- undur heimastjórnar" en Hannes Hafstein (að við minnumst ekki á Jón), þ.e.a.s. Valtýr Guðmundsson, hann fær hins vegar að fljóta með, af því að hann studdi Hannes og Jón Þorláksson eftir 1908! Það ár var Jón reyndar ennþá „bara" landsverk- fræðingur, vann þar að vísu öflugt starf en var ekki í fremstu röð í stjóm- málabaráttu eða þjóðfélagsumræðu yfirleitt. Hannes telur að vísu ekki að ástandið sé orðið alfullkomið á ís- landi og verði það ekki fyrr en hægt sé að fara út í matvömbúð og kaupa sér rauðvínsflösku. Og ,,[r]fldð á lflca að mínum dómi að hætta vonlausri baráttu sinni til að betrumbæta fólk með valdboði, til dæmis með því að banna vændi og klám og þau fflcni- efrú, sem ekki gera neytendur þeirra hættulega öðm fólki. Þetta ættu frjálslyndir jafhaðarmenn að vera sammála frjálshyggjumönnum um. Afleiðingamar af því að banna slfkan ósóma em verri en afleiðingamar af því að leyfa hann". Stefán svarar svo og kveður Hannes greiniiega engan áhuga hafa lengur á að ræða hagfræði frjáls- hyggjunnar, heldur dveljist hann bara „í túni heimaríku rakkanna í Heimastjórnarflokknum". Og: „Hannes segir það firru mína að ís- lenski draumurinn hafi ekki ræst. þvert á móti, í túni Davíðs Oddsson- ar drjúpi smjör af hverju strái. Ef þetta er satt sannar það aðeins að draumur þeirra íslendinga sem hafa asklok fyrir himin hefur ræst. Draumur okkar hinna hefur hverfst í martröð. Martröð þar sem forsætis- ráðherra lætur takmarka ferðafrelsi til að þjóna kínverskum einræðis- herra. Martröð þar sem ríkisstjórnin trúir lygum um meint gereyðingar- vopn í írak. Martröð þar sem fá- menn klíka kapítalista fær kvótann gefins meðan sjómenn og trillukarl- ar eru rændir frumburðarrétti sín- um. Martröð þar sem tveir ríkis- bubbar eiga lungann af fjölmiðlum landsins. Martröð þar sem menn mikla sig af frændsemi við vellauð- uga villimenn. Martröð þar sem lífs- hættulegt er að ganga um götur Reykjavíkur að næturlagi. Martröð þar sem dópið flæðir um æðar ung- menna. Martröð þar sem i'sland er orðið að skrípamynd af Ameríku og aðhlátursefni nágrannaþjóðanna. Martröð þar sem íslendingar eru orðnir ein Ijótasta þjóð Evrópu vegna amerísks ólifnaðar. Martröð þar sem íslensk tunga og menning liggja banaleguna. Martröð þar sem bókaþjóðin er orðin ólæs og óskrif- andi. Draumur dópsalanna rættist. Draumur morðhundanna rættist. Draumur svikahrappanna rættist. Draumur kanamelludólganna rætt- ist. Draumur fjárplógsmannanna rættist. Draumur draslfæðusalanna rættist. Draumur plebbanna rættist. Ekki draumur minn.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.