Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2004, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2004, Blaðsíða 9
DV Fréttir MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 9 Strætó spring- ur í loft upp Yfir 60 særðust og og minnst 7 létust er Palest- ínumaður frá al-Aqsa sprengdi sig í loft upp í strætisvagni í Jerúsalem í gær. Arafat hefur þegar for- dæmt árásina en hún var framin daginn áður en mál múrsins umdeilda fer fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag. Palestínsku hryðjuverka- samtökin al-Aqsa eru talin nátengd Hizbollah í Líban- on og starfa þar í landi. Stallone í raunveruleika- sjónvarp Sylvester Stallone sló á sínum tíma í gegn með kvikmyndinni Rocky, sem fékk m.a. Óskarinn sem besta nryndin, en nú ætlar kappinn að framleiða og vera gestgjafi í boxþætti, sam- bærilegum við Survivor eða aðra raunveruleikaþætti. Þátturinn er unnin í sam- starfi við fyrirtæki Stevens Spielberg, Dreamworks, en fylgst verður með boxurum berjast og hægt að kjósa þá leiðinlegustu út. Rógburður fyrír austan Hrafnkell A. Jónsson sendir fjórðungsblaðinu Austurglugganum pillu á vefsíðunni local.is um helgina og seg- ist engan áhuga hafa á að tala við blaðamenn þess þar sem _ fréttaflutningur þeirra sé að miklu leyti róg- burður. Segir hann þá þess umkomna að geta fellt dóma án þess að þurfa að taka gagnrýni. í sama pistli segir hann að framsóknar- fólkið Dagný Jónsdóttur og Birkir Jón Jónsson eigi ekki að láta lágkúrulega blaða- mennsku á DV varna þeim máls og biður þau að end- urskoða afstöðu sína gagn- vart DV þar sem bæði séu kosnir fulltrúar fólksins í landinu. Heilsufari unglinga er ábótavant, segir í nýrri breskri könnun Unglingar heimsins í stórhættu Meðan lífslíkur aldraðra hækka dag frá degi og tekist hefur að fækka ungbarnadauða til mikilla muna frá því sem áður var glíma unglingar við fleiri vandamál en nokkurn tíma, vandamál sem innan tíðar verða stórt samfélagslegt vandamál. Þetta eru niðurstöður ítarlegrar könnunar sem bresku læknasamtök- in hafa látið gera og sýna svo ekki verður um villst að líferni nútíma- unglings er ekki öfundsvert. Kynlíf, drykkja, fíkniefnaneysla, reykingar og slæmt mataræði ung- linganna í Bredandi er á góðri leið með að gera þá að heilsuveilum fitu- bollum sem þjást af kynsjúkdómum. Einn af hverjum fimm unglingum á við offituvandamál að stríða og er skyndifæði kennt um. Sama hlutfall unglinga glímir við þunglyndi eða anorexíu og aðeins 15% unglings- stúlkna borða þann skammt af ávöxt- um og grænmeti sem mælt er með. Reykingamönnum fjölgar og sífellt yngra fólk reykir. Fleiri ánetjast eiturlyfjum og allt að 15% unglinga á aldrinum 15-16 ára nota ffkniefni í hverjum mánuði. Tilfellum klamydíu hjá unglings- stúlkum fer fjölgandi en veiran getur valdið ófrjósemi. Hlutfall unglings- stúlkna sem verða ófrískar stendur hins vegar í stað. Bresku læknasamtökin kalla eftir aðgerðum stjórnvalda hið fyrsta, enda sé ástand unglinga verra en áður var talið. Of litlu fé sé varið til forvarna í skólum landsins og ekki sé nógur stuðningur við þá sem vilja breyta sínum lífsstíl á einhvern hátt. Unglingar Ekki er tekið út með sældinni að vera unglingur í dag, hvorki i Bretlandi né hér á landi. Námstefna verður haldin að Hótel Nordica, Suðurlandsbraut 4 í Reykjavík 2. mars kl. 9.00-17.00 íþróttir og atvinnulíf eru í vaxandi mæli farin að læra hvort af öðru. Aðferð- ir íþróttanna, þar sem geta einstaklinga er nýtt til hins ýtrasta, eru í vaxandi mæli notaðar í atvinnurekstri og öfugt. Listin að hámarka frammistöðu var þess vegna áhugavert efni sem Pareto vildi taka fyrir á ráðstefnu og leitaði til þess sem hefur haft hvað mest áhrif á þessu sviði í heiminum í dag. Fyrirlesari er Krish Dhanam, aðalfyrirlesari Zig Ziglar corporation, sem hefur vakið óskipta athygli sem einn af fremstu fyrirlesurum Bandaríkjanna. Hann hefur samið námskeiðið með Zig Ziglar. Hverjum er námstefnan ætluð? Stjórnendum, þjálfurum, skólamönnum, markaðs- og sölumönn- um og starfsmannastjórum. Þeir meginþættir sem hafa áhrif á hámarks árangur. Það sem hvatning gerir og hvað hún gerir ekki. Hvernig getur þú orðið verðmeiri fyrir atvinnureksturinn og sjálfan þig. Hvernig er hægt að afkasta meira án þess að vinna meira eða lengur. Hvernig er hægt að koma í framkvæmd mikilvægum breytingum. • Markmið sem stórauka árangur og virkni. • Hvernig setjum við markmið til að auka árangur og virkni. • Jafnvægið í áhrifaþáttunum. • Sala á hugmyndum, þjónustu eða vöru. • Markaðsala og traust. • Slakir markaðs- og sölumenn eiga horuð börn! • Samskiptafærni. Nemitil Noregs Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum íslenskra menntaskóla- nema um skólavist við alþjóð legan mennta- skóla í Fja er í Noreg Kennsla í skólanum fer fram á ensku og útskrifast nemendur með viðurkennt alþjóðlegt stúdentspróf, International Baccalaureat Diploma (IB). íslensk stjórnvöld eiga aðild að rekstri skólans og býðst skólavist fyrir einn nem- anda. Hann þarf sjálfur að greiða uppihaldskostnað sem nemur um 200 þús- und krónum, fyrir utan ferðakostnað. Heimasíða skólans er á slóðinni http://www.rcn- uwc.uwc.org og umsókn- arfrestur rennur út 19. Ráðstefnustjóri er Logi Ólafsson. Tilboð á netinu til 25. febrúar kr. 14.800 ef gengið er frá bókun og greiðslu fyrir 25. febrúar. Fyrirlesarinn Krish Dhanam er orðinn einn af fremstu fyrirlesurum Bandaríkjanna. Hann er fæddur og uppalinn á Indlandi. Hann flutti til Bandaríkjanna 1986, hóf fyrirlestra fyrir Zig Ziglar corp. 1992 og hefur síðan notið gífulegrar velgengni sem fyrirlesari um allan heim. Hann þykir hafa einstaka fyrirlestrartækni og fær einstaka dóma hjá áhorfendum. All nokkrir íslendingar hafa séð hann á sviði og fær hann afburða einkunn. Skráning og frekari upplýsingar á www.starf.is, í síma 588 4200 eða á faxi 588 9117. Nafn: Kennitala: Fyrirtæki: Netfang: Sími: Gsm: Mörg stéttarfélög styrkja þátttöku á þessari námsstefnu. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.