Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2004, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2004, Side 10
1 0 MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 Fréttir DV Karl Benediktsson segir fyrrum stjórnarformann Lífeyrissjóðsins Framsýnar votta að Karl hafi sem framkvæmdastjóri mátt lána sjálfum sér og syni sínum á meðan ekki væri brotið í bága við hagsmuni sjóðsins. Eftir sína daga hafi stjórn sjóðsins ekki fylgt lögum og fyrir vikið orðið af milljörðum. Karl stefnir Framsýn vegna riftunar á starfslokasamningi. Karl Benediktsson „Það var eins og hai hefði ruglast gjörsamlega og sett allt i botrí að reyna að klekkja á mér. Efeitthvað væri þa ætti ég að fara iskaðabótamál við lifeyrissjóð- inn," segir fyrrverandi framkvæmdastjóri Framsýnar um lögmann sjóðsins og ákæru á hendur sér. „Ég mótmæli því að ég sé sekur í nokkrum málum," segir Karl Bene- diktsson, íyrrverandi framkvæmda- stjóri Lífeyrissjóðsins Framsýnar, sem ákærður hefur verið fyrir ýmis brot í starfl. Rrkislögreglustjóri gefur Karli að sök umboðssvik og brot gegn lögum um skyldutryggingar lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða með þvf að hafa misnotað aðstöðu sína í starfi framkvæmdastjóra og stefnt fé sjóðs- ins í stórfelida hættu - eins og segir í ákærunni. Karl segir nær að hann fari í skaða- bótamál við Framsýn. Hann hefur reyndar stefnt sjóðnum vegna riftun- ar á starfslokasamningi og segir sjóð- inn hafa orðið af þúsundum milljóna vegna værukærra stjórnenda. Vantaði leyfi fyrir 95 milljónum Karl er ákærður fýrir að hafa á ár- inu 1999 lánað 51 milljón króna úr sjóðum Framsýnar til sonar síns og tekið fyrir því veð í jörðinni Ingólfs- hvoli í Ölfusi og mannvirkjum þar. Karl hafi verið vanhæfur tO að ákveða þessi lán sem faðir lántakandans. Þess utan hafi verið óheimilt að lána með veði í atvinnuhúsnæði og fasteignum utan höfuðborgarsvæðisins og hann hafi ekki borið lánin undir stjórnina. Karl er sömuleiðs ákærður. fyrir að hafa á árinu 1997 lánað synisínum 34 mUijónir króna til að kaupa húseign- ina Hverfisgötu 74. Auk þess sem hann hafi verið vanhæfur vegna tengsla sinna við son sinn hafi láns- upphæðin numið 79% af verði húss- ins, sem hafi verið langt umfram við- miðunarmörk Framsýnar. Einnig er Karl ákærður fyrir að hafa veitt sjálfum sér 4 milljóna króna lán með veði í jörðinni Hlíðartungu í Ölf- usi sem hann keypti á árinu 1999. Þá er Karl ákærður fyrir að hafa í árslok 1999 tekið sér 6 milljóna króna lán úr sjóðum Framsýnar með í jörð- inni Gljúfurárholti í Ölfusi sem Karl var þá að kaupa. Samtals er Karl ákærður fyrir 95 milljóna króna lántökur sem honum liafi verið óheimilar. Sarfslokasamningi Karls rift „Ég hafði alltaf fullt umboð til að fjárfesta á meðan það braut ekki í bága við hagsmuni sjóðsins. Það var ekkert við þessi viðskipti að athuga enda voru málin meðhöndluð á ná- kvæmlega sama hátt og hjá öðrum. Ég var ekki að hygla einum eða neinum eins og Elvar Unnsteinsson lögmáður ýjar að í skýrsiu sinni tii sjóðsins,“ seg- ir Karl. DV hefúr áður vitnað til skýrslu El- vars Arnar Unnsteinssonar hæstarétt- arlögmanns til stjórnar Framsýnar. í skýrslunni, sem er frá því í desember 2001, eru rakin fleiri tOvik en getið er um í ákæru ríkislögreglustjóra, tíl dæmis lán með veði í parhúsalóðum í Kópavogi og úreltu frystihúsi á Isafirði. Karl segir með ólíkindum að Elvar hafi kosið að draga upp í sinni skýrslu mál sem gengið hafi verið frá eftir áð Karl yfirgaf stól framkvæmdastjóra. Hann hafi farið í veikindaleyfi vegna hnjáskiptaaðgerðar í október 1999 og í raun ekki snúið framar til starfa því hann hafi síðan hætt formlega fyrir aldurs sakir um mitt ár 2000. Þá hafi verið gerður við hann starfslokasamn- ingur tO þriggja ára. Framsýn hafi rift samningnum í júli í fyrra. „Þá voru enn 14 mánuðir eftir af samningnum svo ég hef stefnt sjóðn- um vegna vanefnda," segir Karl. Núverandi framkvæmdastjóri gekkfrá láni Karl segist því ekki hafa setið í framkvæmdastjórastólnum þegar Framsýn samþykkti að kaupa 6 millj- óna króna skuldabréf með veði í Gljúfurárholti. Það hafi verið eftir- maður hans, Bjarni Brynjólfsson, sem gengið hafi ffá því máli: „Þetta var gert í samráði við sitj- andi framkvæmdastjóra og ekkert at- hugavert við það. Og hvað Hlíðar- tungu snertir var það bara eins og hvert annað lán sem veitt er til sjóðs- félaga enda hef ég verið sjóðsfélagi síðan 1970.“ Þá segir Karl það vera algjörlega út í hött að lánið vegna Hverfisgötu 74 hafi verið utan viðmiðunarmarka. Þó að kaupverðið hafi nokkrum mánuð- um fyrir lánveitinguna .verið 43 .millj-. ónir króna hafi það alls ekki endur- speglað raunverulegt verðmæti eign- arinnar. Fasteignasali hafi metið hús- „Þeir héldu bara að sér höndum. Svo er verið að eltamigog ráðast á mig“ ið á 70 milljónir króna með það í huga að því yrði skipt upp í tólf sjálfstáeðar einingar. „Lánsuppæðin var því innan 50% markanna," segir Karl. : Árborg í fiokki með Reykjanesi Sömuleiðis hafnar Karl því að hann hafi brotið gegn Ijárfestinga- stefnu sjóðsins með íjárfestingum utan kaupstaða. „Það er bara ekki rétt. Svæðið fyrir austan fjall frá Hvera- gerði til Árborgar er alveg tsarria flokki og Reykjanes. Það sannást kannski best með því að eftir að Hlíðartunga er keypt á uppboði samþykkir sjóður- inn að lána bara áfram til næsta kaup- anda í stað þess að heimta að lánið sé greitt upp," segir hann. Karl segir framgöngu lögmanns Framsýnar, Elvars Arnar Unnsteins- sonar, vegna jarðarinnar Ingólfshvols hafa verið með ólfldndum. I þvf máli er nú gerð krafa um að Karl greiði næri 36 mflljóna króna bætur vegna þess skaða sem Framsýn hafi orðið fyrir vegna viðskiptunum. Mikil uppbygging hefur verið á Ingólfshvoli, meðal annars með stórri reiðhöll og gistihúsi. Karl segir að þeg- ar loks hafi verið búið að ná samstarf- ssamningi við fjármálaráðuneytið og Fjölbrautaskóla Suðurlands og aUt hafi verið til reiðu að hefja kennslu haustið 2002 hafi lögmaður Fiamsýn- ar látið tfl skarar skrí^aí' . ■ Lögmaður ruglast gjörsamlega „Þarna var komin sú uppspretta fjármagns sem þurfti til að greiða af lánunum. Það lá því ekkert annað fyr- ir en að fara í skuldbreytingar og þá hefði sjóðurinn ekki orðið fyrir neinu tapi. En Elvar Unnsteinsson keyrði þetta í uppboð og lífeyrissjöðurinn keypti," segir Karl og lýsir því yfir að |)ama,haíi„verið um að ræða hreina skemmdarverkastarfsemi: „Þetta er sami lögmaðurinn og bjó til þessa skýrslu sem er meira og Halldór Björnsson „Framkvæmdastjórinn hafi fullt umboð til þess að fjárfesta i veð- skuldabréfum sem báru markaðsvexti og voru innan heimilda i reglugerð sjóðsins hvað varðaði veðsetningu," segir i yfirlýsingu .fyrrverandi stjómarformanns Framsýnar. rpinna tómur þvættingur. Hann ætl- aði að sanna eithvað með því að keyra þetta í uppboð. Það var eins og hann hefði ruglast gjörsamlega og sett allt í botn til að reyna að klekkja á mér. Ef eitthvað væri þá ætti ég að fara í skaðabótamál við lífeyrissjóðinn. Svo gera þeir 36 milljóna króna kröfu á mig í máli sem er ekkert annað en þeirra eigið sjálfskaparvíti," segir Karl. Vottorð frá Halldóri verkalýðs- foringja GrundvaOaratriði í máli Karls Benediktssonar er að hann hafi alls ekki verið vanhæfur til að ákveða lán- veitingar frá Framsýn til síns sjálfs, sonar síns eðayfirleitt nokkurs annars manns. Hann hafi einfaldlega haft fullt umboð stjórnar tfl að gera það sem hann taldi réttast tfl hagsbóta fyr- ir sjóðinn. Karl segir að þetta staðfest- ist með yfirlýsingu sem Halldór Björnsson, fyrrverandi formaður stjórnar Framsýnar og fyrrum forseti ASÍ, hafi gefið í október síðastliðnum: „Ég staðfesti hér með að árið 1987 þegar stjórn Lífeyrissjóðs Dagsbrúnar og Framsóknar fékk heimfld til að ávaxta fé sjóðáins á ffjálsum fjár- magnsmarkaði vai\þeirri viqrmreglu komið á milli sjóðsstjórnar og ffam- kvæmdastjóra sjóðsins við kaup á veðskuldabréfum á þeim markaði að framkvæmdastjórinn hafi fuflt umboð til þess að fjárfesta í veðskuldabréfum sem báru markaðsvexti og voru innan heimilda í reglugerð sjóðsins hvað varðaði veðsetningu. Slflc kaup vom ekki borin undir sjóðstjórn til sam- þykktar nema Ifávik væru frá vaxta- stefnu og reglum urn veðsetningar. Sami háttur var hafður á hjá Lífeyris- sjóðnum Framsýn," segir í yfirlýsingu Halldórs Björnssonar. Rak sjóðinn frábærlega allan tímann Karl Benediktsson tók við starfi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Dagsbrúnar og Framsóknar árið 1970. Þegar sjóðurinn sameinaðist fimm öðrum sjóðum á árinu 1995 undir nafni Framsýnar settist Karl einnig við stjórnvölinn þar. „Ég rak sjóðinn frábærlega allan tímann og ávöxtunin var stórkosdega góð. Eftir að lífeyrissjóðir fengu á ár- inu 1987 frelsi til að fjárfesta í öðru en rfkisskuldabréfum og lánum til sjóð- félaga sneri ég við stöðu sjóðsins úr því að vera 33 prósentum undir skuld- bindingum í plús á sex ámm. Þetta gerði ég fyrst og fremst með því að kaupa skuldabréf með veði í fasteign- um og þetta varð til þess að hægt var að lyfta réttindum sjóðsfélaganna," segir Karl. Framsýn varð af þúsundum milljóna Að því er Karl segir hefur allt farið á verri veg hjá Framsýn eftir að hann yf- irgaf sjóðinn haustið 1999. „Þeir vom með neikvæða ávöxtun þrjú ár í röð, 2000, 2001 og 2002, af því að þeir em með of mikið af hlutabréfum í erlend- um sjóðum. Þeir hefðu átt að færa fé til baka inn í landið en vom of væm- kærir til þess. Útkoman er sú að sjóð- urinn varð af tekjum upp á nokkur þúsund milljónir," segir Karl og bætir því við að þetta hafi án efa verið brot á lögum: „Það er skylt samkvæmt lögum um lífeyrissjóði að nota bestu fjárfesting- arkosti á hverjum tíma. Það vom spár í gangi sem sögðu að markaðurinn úti myndi ekki jafna sig í náinni framtíð en þeir héldu bara að sér höndum. Þetta jaðrar við hryðjuverk. Svo er ver- ið að elta mig og ráðast á mig - sem héit þessum sjóði uppi í 30 ár,“ segir Karl Benediktsson. * gar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.