Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2004, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2004, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 Fréttir DV Pakistan á kortið aftur Það hefur verið lítið um ferðamenn í Pakistan und- anfarin ár en nú virðist sem landið sé aftur að komast á kortið sem ferðamanna- staður. Sú þíða sem hefur orðið í samskiptum Pakistana við Indverja hef- ur orðið til þess. Ferða- mannaiðnaður hefur aldrei verið stór í Pakistan en hann varð að engu eftir árásir hryðjuverkamanna þann 11. september 2001. Margir tengdu landið hryðjuverkum og þar sem skærur áttu sér jafnframt stað á landamærum Ind- lands og Pakistan þótti Vesturlandabúum ekki ráð- legt að eyða tíma sínum þar. En þetta er að breytast hægt og sígandi enda býður landið upp á ýmislegt. Þar er annað hæsta fjall verald- ar, K2, sem hefur löngum þótt verðandi verkefni fyrir fjallagarpa. Eins á landið, eins og reyndar aðrar þjóð- ir á þessu svæði, geysimikla sögu sem vert er að sökkva sér í. Hagur Kín- verja vænkast í marga áratugi hafa ást- fang'in pör í Kína þurft leyfi frá yfirmönnum sínum til að giftast en nýlega ákváðu stjórnvöld að aflétta þessu ákvæði. Þurfa áhugasöm pör nú aðeins nafnskírteini og dvalarpappíra til að geta gengið í það heilaga. Hafa margir gripið tækifærið enda áreiðanlega til dæmi um yfirmenn sem ein- hverra hluta vegna hafa viljað leggja stein í götu undirmanna sinna með því að neita að skrifa undir slfkt áður. Andrés Sigmundsson Forseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum. „Hér er gróandi mannlíf. Hjól atvinnulífsins eru að byrja að Landsíminn snúast betur með hækkandi sól. Það hefur verið frekar dauft en er að birta yfir þessu. Það var til dæmis verið að auka loðnukvótann. Sú aukn- ing ætti að gefa fyrirtækjun- um hér rúmar 200 milljónir. Hjá bæjarfélaginu höfum við verið í mikilli tiltekt - ég hef sagt að við séum að ausa bát- inn og við ætlum að halda til lands að gera allt sjóklárt. Svo má ekki gleyma handbolta- stelpunum sem unnu úti í Frakklandi um daginn. Þær vinna vonandi aftur á sunnu- daginn hérna heima og kom- ast áfram í Evrópukeppninni." Lyf gegn magasári, stressi og blóðfitu áberandi á topp tíu lista Tryggingastofmmar yfir mest seldu lyfin á síðasta ári. Heildargreiðslur vegna þessara lyfja rúmlega 1,5 milljarðar króna Borgum allt að 500% hærra verð en Danir Lyf gegn magasári, stressi og blóðfitu eru áber- andi á topp tíu lista Tryggingastofnunar yfir mest seldu lyfin á síðasta ári. Heildargreiðslur stofnun- arinnar vegna þessara lyfja námu rúmlega einum og hálfum milljarði króna á síðasta ári. Ef íslend- ingar nytu sama lyfjaverðs og Danir gæti Trygg- ingastofnun sparað rúmlega 300 milljónir króna. Að meðaltali eru lyfin um 20% dýrari hér en í Dan- mörku en til eru dæmi um allt að 500% verðmun. Hér er átt við lyfið Zocor sem er blóðfitulækkandi lyf. Viðmiðunarverð almannatrygginga í Dan- mörku er 2.542 kr. en hjá Tryggingastófnun er við- miðunarverðið 16.357 kr. Ótrúlegur verðmunur Samkvæmt yfirliti Tryggingastofnunar um verðsamanburð á söluhæstu pakkningum hvers lyfjaflokks má finna verðmun milli Islands og Danmerkur sem nemur tæplega 1.200% íslend- ingum í óhag. Hér er átt við samheitalyfið Sivacor, sem framleitt er á íslandi, en það inniheldur sama virka efnið og Zocor, sem er frumlyf. í 98 stk. 20 mg pakkningum kostar Sivacor Tryggingastofnun 16.357 kr., hið sama og Zocor. Sama pakkning af Simvastatin, ódýrasta samheitalyfinu í þessum lyfjaflokki í Danmörku, kostar hins vegar 1.276 kr. Tryggingastofnun vill taka það fram hér að í Dan- mörku er samkeppni milli 6 samheitalyfja í þess- Við verðsamanburð á sölu- hæstu pakkningum hvers lyfjaflokks má fínna verðmun milli íslands og Danmerkur sem nemur tæplega 1.200% ís- lendingum i óhag. um lyfjaflokki. Um er að ræða smásöluverð með vsk. í báðum löndum. Upplýsingar um smásölu- verð eru í lyfjaverðskrá beggja landa og er danska smásöluverðið umreiknað á Lyfjaverðnefndar- gengi fyrii'janúar. Magasár í toppsætinu Tryggingastofnun ríkisins greiddi nærri 265 milljónir fyrir söluhæsta lyfið árið 2003. Um er að ræða Nexium, sem er lyf gegn sárasjúkdómi og maga- og vélindabakflæði. Tæplega 253 milljónir voru greiddar fyrir Seretid en það er lyf gegn teppusjúkdómi í öndunarvegi. Þriðja og fjórða lyfið á listanum yfir tíu sölu- hæstu lyfin eru Zarator og Zocor, sem eru blóðfitu- lækkandi lyf. Fyrir Zarator greiddi stofnunin liðlega 223 miljónir og Zocor 172 milljónir. í sjötta sætinu er Sivacor, sem einnig er blóðfitulækkandi lyf, en fyrir það greiddi TR um 128 milljónir króna. Lyfln Zocor og Sivacor inni- halda sama virka efnið. Zocor er frumlyf og Si- vacor er samheitalyf, framleitt á fslandi. Lyfjakostnaður Lyfgegn magasári, stressi og blóðfitu eru mest seidu lyfirn á íslandi. Geðdeyfðarlyf í fimmta sæti Geðdeyfðarlyfið Efexor Depot er í fimmta sæti en TR greiddi um 135 milljónir króna fyrir það lyf á sl. ári. Vioxx, sem er bólgueyðandi lyf og gigtar- lyf, er sjöunda söluhæsta lyfið og námu greiðslur um 110 milljónum. Fyrir geðlyfið Zyprexa voru greiddar um 99 milljónir og blóðþrýstingslyfið ■Cozar Comp. tæpar 97 milljónir. Casodex er það tíunda í röðinni en það er lyf til meðferðar. á krabbameini í blöðruhálskirtli. Greiðslur TR fyrir það lyf námu um 94 milljónum. fsland og Danmörk Islendingar borga mun meira fyrir lyfen Danir. Víða um heim verða í dag mótmælahöld í tengslum við aðskilnaðarmúrinn Mótmæli „I dag hefjast vitnaleiðslur hjá al- þjóðadómstólnum í Haag um lög- mæti múrsins," segir Eldar Ástþórs- son, sem í fimm vikur hefur starfað sem sjálfboðaliði á vestur- bakkanum. En ísraelar hafa í hálft ár verið að byggja aðskilnaðarmúr sem bæði er reistur á landamærum ísra- els og Palestínu og hefur líka verið reistur inni í landinu. „Múrinn er ekki bara reistur á landamærum heldur oft langt inni á vesturbakkanum, herteknu landi palestínumanna," segir Eldar og kemur það niður á fbúum landsins þar sem þurft hefur að eyðileggja hí- býli fólks til þess að búa til pláss fyr- ir múrinn. „Ástandið er ekki gott þó að það sé svolítið mismunandi eftir svæð- um og tímabilum," segir hann. gegn múrnum í Palestínu - v«rrí 4 . . . „Palestínumenn verða illa úti vegna hernámsins. í tengslum við múrinn er verið að vega að land- svæði bænda og íbúar borgarinnar geta aðeins komist út úr borginni í gegnum lítið gat á múrnum og þá oft í ákveðinn tíma í senn. Svo eiga þeir það stundum til að loka fyrir samgönguleiðir í nokkra daga. Svo þegar múrnum hefur alveg verið lokað komast sum þorp ekki neitt þar sem múrinn er algerlega að einangra heilu þorpin og þannig missa sumar byggðir lífsviðurværi sitt þar sem múrinn kemur í veg fyrir að fólk geti unnið, farið í skóla eða heilsugæslu og getur ekki not- ið bújarða sinna," segir Eldar og hefur Rauði krossinn lýst því yfir að þetta sé mannréttindabrot. henny@dv.is Am metraráhœð Aöskilnaðarmúrinn sem verið er gö reisa i Palest- inu. Muh hann einangra heilu þorpin þegar búiö er að klára hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.