Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2004, Blaðsíða 13
UV Fréttir
MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 73
Melluhverfi í
deiglunni í
Osló
Gerrit Mosebach, einn
af skipulagsstjórum Oslóar-
borgar, leggur til að gleði-
konum í borginni verði
veitt athvarf í einu af hverf-
um borgarinnar. Hann seg-
ir það tilgangslaust að elt-
ast við gleðikonurnar og
hrekja þær milli hverfa, þar
sem vændi muni aldrei
hverfa af götunum. „Það er
barnalegt að trúa því að
maður losni nokkurn tím-
ann við götuvændi," segir
Mosebach í viðtali við
norska blaðið Aftenposten.
í verkefni hans, Operation
Friendly Fire, er lagt til að
vændiskonurnar hljóti at-
hvarf í borgarhlutanum
Kvadraturen, svo að vænd-
ið sé ekki dreift út um víð-
an völl.
Átök harðna
á Haítí
Bandaríska utanríkis-
ráðuneytið hefur beðið
bandaríska þegna á Haítí
að koma sér sem fyrst frá
landinu meðan flugsam-
göngur eru enn með eðli-
legum hætti. Hafa átökin í
landinu harðnað og þær
smáskærur sem orðið hafa
víða milli stjórnarhers
Aristide forseta og upp-
reisnarmanna geta hvenær
sem er breyst í blóðuga
borgarastyrjöld.
Fjölmenn sendinefnd
fer á fund forsetans í dag og
mun bjóða fram tillögu til
lausnar deilu landsmanna,
en krafa uppreisnarmanna
er sú að forsetinn segi af
sér. Hefur hann harðneitað
og lofar að berjast til síð-
asta blóðdropa til að halda
embætti sínu.
Þekktir vísindamenn spáðu árið 1967 fyrir um hverju almenningur mætti eiga von
á um aldamótin 2000. Margir þeirra voru Qarri lagi og gaman að rifja það upp og
athuga hvort þeir hafi hitt naglann á höfuðið.
Forvitni hefur löngum fylgt mannskepnunni
og eru margir vísindamenn á þeirri skoðun að
það út af fyrir sig sé ástæða þess hve mikið
manneskjan hefur þróast undanfarin árþúsund.
Fátt virðist eins spennandi og að vita framtíð
sína enda lifir heill iðnaður góðu lífi á því að spá
fyrir um slíkt fyrir hvern og einn.
Árið 1967 tóku nokkrir vísindamenn sig sam-
an og spáðu fyrir um hvaða uppfinningar væru
líklegar til að ná hylli árið 2000. Höfðu þeir rétt
fyrir sér?
Spá vísindamannanna: Ný og betri
efni verða notuð í fatnað árið 2000
RÉTT
Árið 1969 var Gore-Tex uppgötvað og í dag
eru slík efni notuð í allan útivistarfatnað. Betri
efni eru til en flest eru þau endurbættar útgáfur
af upphaflega Gore-Tex efninu.
Nokkrum árum síðar fundu vísindamenn
upp Kevlar. Léttara en nælon og fimm sinnum
sterkara en stál, Kevlon er enn mikið notað í
hvers kyns öryggisfatnað enda skothelt efni.
Spá vísindamannanna: ietri og
áreiðanlegri veðurspár árið 2000
RÉTT
Á síðustu tveimur áratugum hafa orðið mikl-
ar framfarir í veðurspám þótt eflaust séu margir
sem leyfa sér að efast um það. Ekki er hins vegar
um það deilt að veðurfræðingar geta spáð mun
lengra fram í tímann og með öruggari hætti,
aðallega vegna tilkomu íjölda gervihnatta.
Spá vísindamannanna: Áreiðaníegur
megrunarkúr eða lyf árið 2000
RANGT
Þrátt fyrir gríðarlegan fjölda töfrakúra og
megrunarmeðala hefur ekkert fundist enn sem
áreiðanlegt getur talist fyrir alla. Fjöldi offitu-
sjúklinga vex dag
frá degi í hinum
vestrænu löndum
og þó að nútíma
genarannsóknir
gefi tilefni til
bjartsýni eru mörg
ár í að áreiðanlegt
megrunarlyf eða
kúr fari upp í hill-
ur lyfsala.
Spá vísindamannanna: Kjarnorka
verður notuð til gangagerðar og stór-
framkvæmda árið 2000
RANGT
Þó slíkt hafi
mögulega þótt fysi-
legt árið 1967 gáfu
rannsóknir fljót-
lega eftir það til
kynna að geisla-
mengun af slíku
yrði hátt yfir þeim
mörkum sem æski-
legt væri, auk þess
sem auðvelt að-
gengi hryðjuverka-
manna að kjarn-
orku í næsta vinnu-
skúr þykir ekki góð-
ur kostur. Harðstjórar á borð við Saddam
Hussein og Osama Bin Laden væru í góðum
málum ef þetta hefði gengið eftir.
Spá vísindamannanna: Nýtæki og
tækni til eftirlitsstarfa árið 2000
RÉTT
Ef hægt er að ímynda sér það er það líklega
til. Ekki þarf lengur að setja glas upp við vegg til
að hlera nágrannann eða lyfta símtólinu hægt
upp til að hlusta á símtölin í sveitinni. f dag fást
pennar sem taka upp samtöl í margra kílómetra
fjarlægð og sólgleraugu með innbyggðri mynda-
vél, svo ekki sé minnst á farsíma sem hægt er að
senda klámmyndir í.
Spá vísindamannanna: Vélmenni sem
lúta vilja eigenda sinna árið 2000
RANGT
Nóg er til af vélmennum hvers konar í heim-
inum en hægt gengur að smíða vélmenni sem
smyr brauðið og sækir DV á morgnana. Tilraun-
ir með gervigreind ganga reyndar vel en fyrir
utan vélhund sem getur ákveðið hvort hann fer
til hægri eða vinstri er fátt í spilunum sem bend-
ir til að vélmenni sem lúta vilja eigenda sinna
fari mikið á vapp á næstunni.
Spá vísindamannanna: Gervisólir
breyta nótt í dag árið 2000
RANGT
Þrátt fyrir að tæknin sé mögulega til staðar til
að senda risakastljós til himins er kostnaðurinn
við slíkt gríðarlegur auk þess sem fáir hafa áhuga
á að breyta nótt í dag. Nóg kvarta f það minnsta
útlendingar sem ferðast um ísland í júní og júlí.
Jafnvel þó að einhverjum dytti í hug að takast á
við verkefni sem þetta er ljóst að umhverfissinn-
ar mundu ganga af göflunum.
Annað sem vísindamennirnir sáu fyrir
árið 1967:
• Ný tækni til fullorðinsfræðslu verður fund-
in upp
• Hægt verður að betrumbæta plöntur og dýr
• Einstaklingar stjórna svefni sínum
• Kjarnaofnar vinsælir á heimilum
• Borgir reistar á hafsbotni
• Fyrirtæki og einstaklingar hafa aðgang að
tölvum
? Nú stendur yfir SMS-leikurinn
Stjömu-Survivor DV en hann fer
þannig fram að á hverjum
laugardegi verður tveim
keppendum vísað af síðum DV.
Næstalaugardageruþvitveir
keppendur á leiðinni út. Lesendur
eru beðnir að senda SMS i numenð
1900 og skrifa 6AMAN DV og svo
upphafsstafi þess keppanda sem
þeim líkarverstviðí
V fjölmiðlafrumskógi landsins.
birrý(SY)
GAMAN DV SY
P£%afl
Vállósk-
ar (PO)
GAMAN
DVPO
bogadóttir (VF)
GAMANDVVF
Siv Friðleifs-
dóttlr (SF)
GAMAN DV
SF
Dorrit
Moussaleff
(DM)
GAMAN DV
DM
B/órgólfur
Guðmunds
son (BG)
GAMAN DV
Leoncie
/LE)
iGAMAN DV
Birgitta
rHaukdai (BH)
Igamandv
«veppi (Sl)
iAMAN
IV Sl j
Skeytid
kostar 99 krónur