Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2004, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2004, Qupperneq 15
DV Fréttir MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 15 Svava Jakobsdóttir, einn merkasti rithöfundur þjóðarinnar, er látin. „Hún var brautryðjandi í bókmenntum og brautryðjandi sem manneskja. Hún er mentor allra ís- lenskra skáldkvenna. Ég held að við höíúm meira og minna allar sótt til hennar svo miklu meira en við get- um nokkru sinni þakkað henni," segir Vigdís Grímsdóttir rithöfund- ur. Svava fæddist 4. október 1930 í Neskaupsstað. Hún útskrifaðist með stúdentspróf frá MR árið 1949 og hélt þá utan til náms. Árið 1952 lauk hún AB-prófi í enskum og amerísk- um bókmenntum og fornensku frá Smith College í Massachusetts í Bandaríkjunum. Á árunum 1952 til 1953 stundaði hún nám í fornís- lenskum bókmenntum við Sommerville College í Oxford á Englandi. Á árunum 1965 til 1966 lagði hún stund á sænskar nútíma- bókmenntir við Uppsalaháskóla í Svfþjóð. Fjölskrúðugur starfsferill Starfsferill Svövu var fjölbreyti- legur. Hún var starfsmaður utanrík- isráðuneytisins og sendiráðsins í Stokkhólmi frá árinu 1955 til 1960. Þá kom hún til íslands og starfaði sem kennari á Eskifirði frá 1962 til 1964. Blaðamaður var hún við Les- bók Morgunblaðsins á árunum 1966 til 1969, fór þá til starfa við dagskrár- deild RÚV eða allt þar til hún settist á þing fyrir Alþýðubandalagið. Þing- maður var hún á árunum 1971 til 1979. Svava gegndi fjölda ábyrgðar- starfa og má nefna að hún sat í stjórn Rithöfundafélags íslands, stjórn Máls og menningar, stjórn Leikskáldafélags íslands auk þess sem hún hefur verið fúlltrúi íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og í menningarsamstarfi Norðurlanda- þjóðanna. Þekktust er Svava þó fyrir ritstörf sín en þar var hún brautryðj- andi og lagði fyrir sig greinaskrif, þýðingar, samdi smásögur, leikrit sem sett voru upp á sviði, í útvarpi og í sjónvarpi og sendi frá sér skáld- sögur. Verk hennar hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál. FurðusögurSvövu í bókinni Sagnalist eftir Þorleif Hauksson er kafli helgaður ritstörf- um Svövu og einstökum stíl hennar undir yfirskriftinni Furðusögur Svövu Jakobsdóttur. Þar segir að hún hafi fyrst komið fram sem smá- sagnahöfundur í tengslum við smá- sagnasamkeppni tímaritsins Líf og list 1950, en fýrsta bók hennar, Tólf konur, kom út 1965. Er hér „komin til sögunnar hin borgaralega eða smáborgaralega húsmóðir, sem Svava átti eftir að beina smásjá sinni Einhverja frægastu sögu Svövu - Soga handa börnum - er að finna í smásagnasafninu Veisla undirgrjótvegg og má segja að þar hafi Svava brotið blað í ísienskum bókmenntum. Sagan fjallar um húsmóður sem sinnir börn- um sínum af stakri samviskusemi.Verk henn- ar eru hins vegar einskis virt.gengið að þeim sem sjálfsögðum og tiiætlunarsemi heimilis- fólks vex stig af stigi. Stlllinn er látlaus en sag- an tekur óvænta stefnu og lesandinn er leiddur inn (heim óllkinda. Um leið má segja að þau ólíkindi séu afhjúpandi. „Fjölskyldan raukfram þegarveinið barst inn ( stofuna. Faðirinn var ( fararbroddi og var fljótur að átta sig á hvers kyns var þegar hann sá konu s(na stara niður (ruslafötuna.Veinið var þagnað, en sat enn ( andlitsdráttum hennar. Finnst þér leiðinlegt að fleygja honum, elsk- an m(n? spurði hann. Ég veit það ekki.sagði hún og leit afsakandi á hann, ég hugsaði ekki. Mamma hugsaði ekki, mamma hugsaði ekki, að á því tímabili í höfúndarferli sín- um sem í hönd fór.“ Þorleifur heldur áffam og segir að í sögunum sé hlut- verkaskipan kynjanna fastákveðin, „konunni er markaður ákveðinn bás, og það sem heldur henni þar fanginni eru væntingar umhverfis- ins og eigin skyldurækni. Hér eru til- finningar einnig tákngerðar með sterkum, ýkjukenndum hætti." Að þessu sögðu þarf ekki að koma á óvart þótt bókmenntafræð- ingar sem aðhylltust femínísk fræði litu mjög til verka Svövu, en femín- isminn átti eftir að verða ein frjóasta bókmenntastefna 8. og 9. áratugar- ins. Svava gerði hins vegar aldrei mikið úr hlut sínum í þeim efnum þótt hún væri - samhliða því að vera virtur rithöfundur - bókmennta- fræðingur einnig. „Stundum fannst henni upp- þvottavatnið ólga í hálsinum a' sér og óhreinir, kámugir diskar frá þrjú- þúsundsexhundruðogfimmtíu liðn- um dögum riða íloftháum stöflum á eldhúsbekknum, reiðubúnir að kasta sér á hana oggrafa hana und- ir. Þáflýðihún og settist ístólinn við stofugluggann og gleymdi því, að hún áttimann ogbörn, oghluti, sem lifðu á henni eins og sníkjudýr. “ (Tólf konur) Merkur bókmenntafræðingur „Svava er einn okkar allra merkasti rithöfundur en hún er ekki mamma hugsaði ekki.söngiaði eitt barnanna sem hafði sérlega næma kímnigáfu. Þau skelltu upp úr og það var sem hláturinn leysti vandann. Faðirinn sagðist vita ráð; óþarft væri að fleygja heilanum, það væri hægt að geyma hann í spíritus. Að svo mæltu lét hann heilann í gagnsæja glerkrukku og hellti spíritus yfir. Þau báru krukkuna inn í stofu og fundu henni stað á hillu sem bar skrautmuni. Öilum kom saman um að þar færi krukkan vel. S(ðan luku þau við að borða. Við heilamissinn urðu engar teljandi breyt- ingar á heimilisháttum. Fyrst ( stað var tals- vert um gestakomur. Fólk kom til að sjá heil- ann og þeir sem höfðu hreykt séraf gömlum spunarokki ömmu sinnar í stofuhorni litu nú öfundaraugum á heilann á hillunni.Sjálf fann hún fyrst í stað ekki til neinna breytinga á sér. Hún átti engan veginn erfiðara með að vinna húsverkin eða skilja dönsku blöðin; margt reyndist jafnvel auðveldara en fyrr og atvik sem áður ollu henni heilabrotum virtust nú síður merkur bókmenntafræðing- ur,“ segir Jón Karl Helgason bók- menntafræðingur sem nú starfar hjá bókaútgáfunni Bjarti. „Svava hefur á seinni árum skrifað um bókmenntfr greinar sem sumar hverjar hafa birst í Skírni og enduðu svo í bók sem heitir Skyggnst á bak við ský. Þar er að finna ákaflega skemmtilegar túlk- anir, meðal annars á verkum Jónasar Hallgn'mssonar. Þá sýnir hún fram á athyglisverðar hugmyndir sem bjuggu að baki Gunnlaðar sögu í grein sem heitir Gunnlöð og hinn dýri mjöður. Svava var sérlega vand- virk í öllu sem hún tók sér fyrir hend- ur.“ Sigríður Albertsdóttir, bók- menntafræðingur og gagnrýnandi DV, tekur í sama streng og Jón Karl, og segir hana hafa látið eftirminni- lega til sín taka á sviði bókmennta- fræðanna þótt hún sé þekkari sem höfundur. „Framlag Svövu til ís- lenskrar tungu og menningar ómet- anlegt. Hún ruddi braut módernisma í sagnagerð ásamt fleiri merkum rit- höfundum, svo sem þeim Thor Vil- hjálmssyni og Guðbergi Bergssyni." Horft til hærri hæða „Eitt helsta höfundareinkenni Svövu Jakobsdóttur er írónískur frá- sagnarmáti sem hún beitir af stakri snilld í smásögum sínum sem flestar tilheyra fantasíu," segir Sigríður. „í þeim teflir Svava fram venjulegu ekki verð umhugsunar. En smám saman fór hún að finna til þyngsla fyrir brjósti. Engu var líkara en lungun hefðu ekki lengur nægilegt rými til að starfa og að ári L---------------—,— liðnu fór hún til læknis. Nákvæm rannsókn leiddi ( Ijós að hjartað hafði stækkað usus innaturalis et adsidui causa. Hún afsakaði við lækninn að hún hefði gleymt allri latínu sem hún lærði f skóla og þolinmóður útskýrði hann fyrir henni hvernig missir eins líffæris hefði (för með sér breytingar á öðru; eins og maður sem glatar sjón sinni fær næmari heyrn, þannig hefði hjarta hennar aukið starfsemi sína að mun þegar heilans naut ekki lengur við. Þetta væri eðlileg þróun, lex vitae, ef svo mætti segja - og læknirinn hló við - enginn þyrfti að óttast að þau lög væru annað en réttlát. Hún gæti þvi verið óhrædd. Heilsan væri i bezta lagi." fólki í hversdagslegum aðstæðum en brýtur upp tíma, rúm og aðstæð- ur svo útkoman verður furðuleg, fyndin en umfram allt afhjúpandi. í sögum sínum er Svövu í mun að kryija inn að beini óréttíæti og mis- munun manna í milli og því engin furða þótt nýja kvennahreyfingin hafi tekið sögum hennar opnum örmum á sínum tíma. Svövu hefur þó aldrei líkað femínistastimpillinn og segist skrifa bæði fyrir konur og karlmenn. Enda þarf ekki að kafa djúpt í sögur Svövu til að sjá að hún tekur jafnt fyrir niðurdrepandi að- stæður kvenna sem karla þótt vissu- lega séu konur oft í aðalhlutverki. Skáldskapur og fræðigreinar Svövu birta næmt innsæi og þekkingu á öllum þáttum frásagnarlistarinnar, jafnt hugmyndaheimi sem og list- rænum brögðum og aðferðum en hún hefur rýnt dýpra, skyggnst yfir fleiri landamæri og horft til hærri hæða en margur annar íslenskur rit- höfundur." Átti erindi í heim stjórnmál- anna „Svava Jakobsdóttir er að sjálf- sögðu þekktust fyrir sögur sínar en hún var einnig afbragðsgott leik- skáld. Fyrsta leikrit hennar, Hvað er í blýhólknum?, var sýnt í sjónvarpi 1971,“ segir Ragnar Arnalds, rithöf- undur og fyrrum samherji Svövu í stjórnmálum. „Það fjallaði um jafn- réttismál og vakti gríðarlega athygli. Það er fátítt hér á landi að bók- menntaverk verði upphaf að stjórn- málaferli höfundar. En þannig var það hvað Svövu varðaði. Róttækir menn sáu að hún var ekki aðeins lík- leg til stórafreka á sviði bókmennta. Hún átti erindi í heim stjórnmál- anna. Og þannig atvikaðist það að Svövu var boðið að skipa þriðja sætið á lista Alþýðubandalagsins í Reykja- vík í alþingiskosningum sem fram fóru sumarið 1971. •Um þetta leyti fór fram mikil upp- stokkun á vinstrivæng stjórnmál- anna og Alþýðubandalagið bauð þá í fyrsta sinn ffarn sem formlegur stjórnmálaflokkur. Þriðja sætið var baráttusæti en Svava náði kjöri og sat á þingi fram til 1979. Það fylgdi henni ferskur gustur og nýjar hugmyndir. Eitt af mörgum málum sem hún lét til sín taka var að hafa forystu um lagasetningu á sviði jafnréttismála og var það vísirinn að Jafnréttisráði." Óþarft að fleygja heilanum Ritstðrf Höfundarverk Svóvu Jakobsdóttur er mik- ið að vöxtum og hef- ur hún skrifaö Ijóð, lelkrit, skáldsögur, smásögur og greinar. Árið 1999 kom út eft- ir hana bókin Skyggnst d bak við ský, en hún hefur að geyma fimm fræðirit- gerðir sem allar eru miklar að vöxtum, þar af þrjár merkar ritgerðir um kveðskap Jónasar Hallgrímssonar. Fyrsta smásagna- safn hennar, Tólfkonur, kom út árið 1965. S(ðar sendi hún frá sér smásagnasöfnin Veisla undir grjótvegg (1967), Cefið hvort öðru 1982 og Undir eldfjalli 1989. Einnig sendl hún frá sér skáldsöguna Leigjandann árið 1969 og Ounnlaðar sögu árið 1987 en sú síðarnefnda var tilnefnd til bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs árið 1990. Frumkvöðull og hefðarbrjótur Einn helsti sérfræðingur í verkum Svövu Jakobsdóttur, ásamt Dagnýju Kristjándsdóttur, er Soffi'a Auður Birgisdóttir, sem segir Svövu ffurn- kvöðul og hefðarbrjót bæði á sviði skáldskapar og fræða. Hún á hér lokaorðin: „Það gera sér kannski ekki allir ljóst að hún var ekki síðri fræði- maður en hún var skáld og þessar tvær hliöar höfundarverks hennar eru nátengdar og til beggja verður að líta þegar framlag hennar til íslenskra bókmennta er metið. Þegar hún kemur íyrst fram með smásögur sín- ar innleiðir hún nýjan frásagnarhátt í íslenskar bókmenntir um leið og hún velur söguefni sem ekki margir höfðu tekist á við áður: hlutskipti ungs fólks, sérstaklega kvenna, á umbrota- tímum sjöunda áratugsarins þegar steinsteypudýrkun var í hámarki og heimavinnandi húsmæður voru orðnar verulega þreyttar á hlutskipti sínu. Svava kom, ásamt nokkrum fleiri höfundum á þéssum tíma, með nútímann inn í íslenskar bókmennt- ir; hún hafði alltaf ferska og óvænta sýn eins og sannaðist sífellt með hverju nýju verki frá henni. Gunnlað- ar saga er með merkari íslensku skáldsögum síðari hluta 20. aldar og þá er einnig framlag Svövu til ís- lenskrar leikritunar mikilvægt." Svava var gift Jóni Hnefli Aðal- steinssyni prófessor. Sonur þeirra er Jakob S. Jónsson leikhúsfræðingur. jakob@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.