Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2004, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2004, Qupperneq 17
16 MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 Fréttir DV Kristján Guy Burgess fylgdist með atburðum síðasta bolludags úr mikilli fjarlægð en freistar þess að skilja atburðarás- ina þarsem forsætisráðherra sakaði forsprakka stórfyrirtækis um að múta sér. Þetta voru viðbrögð ráðherrans við ásökunum um að hann skipti sér ótæpilega afíslensku viðskiptalífi og hefði sagt ósatt um hvort hann þekkti til manns sem enginn þekkti, Jóns Geralds Sullenbergers, „eða hvað hann nú heitir sá ágæti maður". Gamlir vinir urðu svarnir óvinir. Fólk sagði sig úr stjórn Baugs. Allt varð vitlaust í nokkra daga, en svo þögnuðu allir. Ári síðar er eins og allir skammist sín fyrir lætin. Kosningabaráttan náði sér aldrei á strik eftir Stóru bolluna. Bolludagurinn er aftur runninn upp. Börn þrífa bolluvendi og rassskella foreldra sína með þeim. Svoleiðis vakna flestir foreldrar bara einu sinni á ári. Fyrir ári vaknaði fólk þó með enn meiri látum. Það er komið ár frá „Stóru bollunni", at- burðum sem hristu íslenskt þjóðfélag í nokkra daga. „Ein dramatískasta vika f ís- lenskum stjórnmálum," var þetta kallað. Davíð Oddsson, forsætisráðherra til tólf ára, mætti í nýjan morgunþátt Útvarpsins og varpaði sprengju. Sakaði forsprakka stærsta íslenska fyrirtækisins, Baugs,, um að hafa reynt að múta sér með 300 milljónum króna. Stjórnarformaður Baugs, gamall vinur Dav- íðs, sagði að orðin sem vitnað væri til hefðu fallið í hálfkæringi. Forstjórinn, Jón Ásgeir, sagðist aldrei hafa látið slík orð falla og hótaði forsætisráð- herra meiðyrðamáli sem aldrei varð af. Fyllirísröfl gamalla vina á hótelherbergi í London, sem sprakk framan í íslensku þjóð- ina, segir henni margt um sjálfa sig en samt er eins og enginn skilji neitt í neinu. Ári síðar er eins og eitthvað hangi ósagt í loftinu. Óstaðfestar ásakanir á báða bóga hafa ekki verið hreinsaðar burt. Hreinn vaknar við símann Bolludagurinn byrjaði á því að Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, lögfræð- ingur Landsvirkjunar, fyrrverandi formaður einkavæðingarnefndar og aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar til margra ára, maður sem hafði lengi verið í innsta hring íslensks stjórn- málavalds, vaknaði við símann. Hann var staddur í London með eiginkonunni og son- unum tveimur að heimsækja dótturina sem var þar í námi. A hinum enda línunnar var hans gamli vinur, forsætisráðherrann, og sá var ekki í sínu besta skapi. k Tveimur dögum áður, laugardaginn H 1. mars, hafði Fréttablaðið birt frétt Reynis Traustasonar þar sem fram B kom að Hreinn hefði ári áður, eftir fund með Davíð í London, óttast það að eftirlitsstofnanir kynnu að ráðast til atlögu við Baug. Hreinn þóttist hafa lesið það út úr orðum Davíðs að þessi ótti væri raunverulegur. Hann sendi tölvubréf til lykilfólks hjá Baugi þar sem hann bað það að gæta þess að engan höggstað væri að finna á fyrirtækinu. Sjö mánuðum eftir bréfið réðust lögreglumenn inn í höf- uðstöðvar Baugs og hófu lögreglu- rannsókn sem stendur enn. í öðru lagi birti Fréttablaðið brot úr fundargerðum stjórnar Baugs þar sem fram kom að stjórnarmenn höfðu haft orð á meintri andúð for- sætisráðherra á starf- Baugs. Guð- semi finna Bjarna- dóttir, rektor einn Loftsson Sagdi ummælin um Jturnar hafa falliö i halfkæringi og tin úr samhengi af Daviö. Augljóst var að Davíð Odds- son reiddist mjög þessari frétt Fréttablaðsins. í henni var gefið i skyn að hann beitti eftirlitsstofnunum fyr- ir sig, að fólk sem stæði hon- um nærri óttaðist afskipti hans afatvinnulífinu og að hann hefði sagt ósatt um það hvort hann þekkti til- tekinn einstakling. Háskólans í Reykjavík, sagðist, í textabrotum sem birt voru, halda að þótt forsætisráðherra væri valdamikill, þá stæði almenningur með Baugi. Þorgeir Baldursson, prentsmiðjustjóri Odda og formaður fjármálaráðs Sjálfstæðis- flokksins, sagðist á fundinum hafa áhyggjur af þvf að fólk nálægt forsætisráðherra stæði með honum en margir í viðskiptalífinu hefðu áhyggjur af stöðu mála. Guðfinna og Þorgeir voru ósátt við að fundargerðir hefðu komist til fjölmiðla og fannst stjórn Baugs ekki hafa nægilegan áhuga á að grennslast fyrir um hvernig það gat gerst. Þau töldu sjálfhætt í stjórninni ef ekki væri hægt að tryggja fullan trúnað um það sem þar færi fram. I þriðja lagi kom fram í frétt Fréttablaðsins að Hreinn hefði fullyrt að Davíð hefði þekkt fyrirtækið Nordica og forsprakka þess, Jón Gerald Sullenberger, og vitnað til hans í sam- tali þeirra í London. Davíð hafði skömmu áður neitað því í sjónvarpsviðtali að þekkja nokkuð til Sullenbergers. Augljóst var að Davíð Oddsson reiddist mjög þessari frétt Fréttablaðsins. í henni var gefið í skyn að hann beitti eftirlitsstofnunum fyrir sig, að fólk sem stæði honum nærri ótt- aðist afskipli hans af atvinnulífinu og að hann hefði sagt ósatt um það bvort hann þekkti tiltekinn einstakling. Davíð á bak við lögreglurannsókn? Fréttin kom ekki fram í tómarúmi. Tveir mánuðir voru til kosninga og stjórnarand- staðan, með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur, forsætisráðherraefni Samfylkingarinn- ar, í fararbroddi, var byrjuð að láta höggin dynja á forsætisráðherranum. Ingibjörg Sólrún hafði nýlega flutt sögulega ræðú í Borgarnesi þar sem hún vitnaði til nýlegs greinaflokks Agnesar Bragadóttur í Morg- unblaðinu um að menn Davíðs hefðu beitt sér mikið í valdabaráttu f viðskiptalífinu. „Hefur fólk fengið sig fullsatt á sjálfmiðuðu stjórnlyndi Davíðs J Oddssonar og félaga? m Finnst því nóg kom- ið af afskiptum Stjórnarráðsins af fyrirtækjum og fjármálastofnunum landsmanna?" spurði Ingibjörg Sól- rún. Hún spurði hvort gagnrýni „og eftir atvikum rannsókn" á Baugi, Norðurljósum og Kaupþingi byggðist á málefnalegum og faglegum forsendum eða flokkspólitískum. Án þess að leggja fram haldbær rök fyrir máli sínu, gaf forsætisráðherraframbjóðand- inn í skyn að rannsókn skatta- og lög- regluyfirvalda á Baugi og Norðurljósum væri runnin undan rifjum Davíðs Oddssonar. Þeir sem trúðu á kenning- una, gátu bent á að rannsókn Ríkislög- reglustjóra á Baugi hefði hafist eftir að kæra barst frá Jóni Gerald Sulle” berger í Miami, sem sákaði þá Jón Jóhannesson og Tryggva Jónsson, fyrr verandi Báugs, um að hafa dregið sér fé út úr Baugi. Lögmaður Sul- lenbergers var gamall vinur og vopnabróðir forsætisráðherra, Jón Steinar Gunn- laugsson. Öllum vangaveltum um tengsl og fyrri vit- neskju var harðlega mótmælt Ur herbúðum Davíðs Oddssonar. Hver var þessi Sullen- berger? Það var f ljósi þessar- ar umræðu sem frétt Fréttablaðsins birtist og virtist renna stoðum undir að Davíð hefði, þvert á það sem hann hafði áður haldið fram, vitað af ávirðingum Jóns Geralds í garð Baugs og þekkt til fyrirtækis hans. í Frétta- blaðinu var fullyrt að Davíð hefði vitað um tilvist Jóns Geralds í ársbyrjun 2002. Vitnað var til þess að Hreinn Loftsson hefði lýst því fyrir stjórnendum Baugs og samstarfsmönn- um sínum í stjórninni að Davíð hefði haft uppi stór orð um þá spillingu sem ráðherr- ann taldi eiga sér stað innan Baugs í kringum feðgana Jón Ásgeir og Jóhannes. Hreinn sagði trúnaðarmönnum sínum að Davíð hefði þar nafngreint Jón „Gerhard" og fyrirtækið Nor- dica, sem ættj í vafasömum viðskiptum við Baug. Hreinn taldi þá að aðgerða gegn Baugi af hendi yfirvalda gæti verið að vænta. ITeimildir DV lyjá fólki sem stendur nærri forsætisráðherra herma að þeim þyki tortryggilegt hvers vegna upplýsing- arnar voru látnar l koma fram þarna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Gafi skyn að rannsókn lögreglu og skattayfirvalda hefði verið af flokkspólitískum rótum. byrjun mars.j skömmu lyrir j kosningar, þar sem það hefur fyrir satt að Fréttablaðið hafi lengi lýsingarnar höndum áður en frétt Reynis birtist. I þeim DV Fréttir MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 17 * herbúðum þykir þetta til marks um að eig- endur Fréttablaðsins hafi beitt áhrifum sín- um til að koma höggi á Davíð skömmu fyrir kosningar. Jón Ásgeir Jóhannesson hefur neitað því að upplýsingarnar hafi verið frá honum komnar og staðhæfir að hann hafi ekki reynt að hafa afskipti af því hváð fjöl- miðlar í hans eigu birti, eða birti ekki. 300 milljóna mútur Davíð hafði ekki svarað því sem fram kom í Fréttablaðinu og fjöl- miðlar náðu ekki tali af honum. Hann hafði þó samþykkt að veita Óðni Jónssyni viðtal í nýjum þætti, Morgunvakt- inni, sem átti að hefja göngu sína á bolludag. Þar átti að ræða kosningaundirbúninginn. Davíð hringdi í Hrein þarna um morguninn og bauð honum að draga til baka það sem fram hafði komið í Frétta- blaðinu. Hreinn sagðist ekki geta gert það og kom þá til harðra orðaskipta milli þeirra. í orðahnipp- ingunum sagðist Hreinn hafa les- ið yfir grein Frétta- blaösins, nokkuð sem Davíð brást ókvæða við. Hreinn sagði síðar að um mis- mæli hefði verið að ræða þar sem hann hefði meint að blaðamaður hefði lesið fyrir hann það sem að honum sneri. Þá sagði Davíð að hann æti- aði í viðtal við Útvarpið og gæti ekki annað en minnst á ætlað mútuboð sem fram hefði komið samtali Hreins og Davíðs ári áður. Eftir þetta símtal hafa þeir Davíð og Hreinn ekki talað saman. Davíð var spurður í viðtalinu hvort hann legði sérstaka fæð á Baugsveldið eða aðaleig- endur þess. Hann sagðist hafa mjög lítið álit á þeim mönnum. Svo bætir hann við: „Ég get sagt frá því að á þessum fundi okkar Hreins Loftssonar, fyrst þú ert að nefna það, að þá sagði hann mér frá því að Jón Ásgeir í Baugi hefði sagt við sig að það þyrfti að bjóða mér 300 milljónir króna gegn því að ég léti af ímyndaðri andstöðu við Baugsfyrirtækið." Og Davíð hélt áfram með sprengjuna: „Þá hafði Jón þessi að sögn Hreins Loftssonar sagt, það er enginn maður sem stenst það að fá 300 milljónir sem hvergi koma fram, hvergi er greiddur skattur af og er Jagður bara inn á reikning hvar sem hann vill í heiminum." Allt vitlaust Við þessi ummæli varð allt vitlaust. Hreinn, sem hafði hlustað á samtalið við síma í London, hringdi beint í út- varpið og kom sín- um sjónarmiðum fram í fréttum klukk- an níu. Hann sagði að Davíð hefði slitið orð „Þá hafðiJón þessi að sögn Hreins Loftssonar sagt, það er enginn maður sem stenst það að fá 300 milljónir sem hvergi koma fram, hvergi er greiddur skattur afog er lagður bara inn á reikning hvar sem hann vill í heimin- um." sín úr samhengi og að ummælin sem vitnað var til hefðu verið um það hversu slæmt það væri að lenda f rógburði. Hann hefði vitnað til sögusagna um að Kári Stefánsson hefði greitt Davíð 300 milljónir króna og Hreinn sagðist hafa sagt Davíð frá því að f því samhengi hefði Jón Ásgeir sagt í hálfkæringi að réttast væri að láta Davíð hafa 300 milljónir króna í því skyni að hann léti Baug í friði. Jón Ásgeir sagði að engin slík ummæli gætu verið frá honum komin. Spurður að því hvers vegna Davíð hefði ekki kært svo alvarlegan hlut til lögreglu, sagðist hann hafa komið því óform- lega á framfæri en ekkert hefði haft upp á sig að kæra formlega. Nú þegar sprengjan var sprungin, upp- hófst furðuleg umræða um það hvað ná- kvæmlega hefði farið Hreini og Davíð á milli, hvenær þeir hefðu hist, hverjir verið við- staddir og hver tilgangur fundarins í London hefði verið. Hreinn vill segja af sér Eftir því sem DV kemst næst ákváðu hinir gömlu vinir, Hreinn og Davíð, að hittast i London eftir að Davíð hafði sagt í þingræðu að til greina kæmi að skipta upp fyrirtækjum sem hefðu mesta markaðshlutdeild á mat- vörumarkaði. „Auðvitað er það uggvænlegt og sérstaklega þegar menn hafa á tilfinning- unni að menn beiti ekki því mikla valdi sem þeir hafa þar af skynsemi. Auðvitað hlýtur að koma til greina af hálfu ríkisins og Álþingis að skipta upp slíkum eignum ef þær eru mis- notaðar,“ sagði Davíð á Alþingi. Hreinn sá þetta sem beina aðför að Baugi, þar sem hann var stjórnarformaður, og ákvað að ræða málin beint við Davíð og segja sig úr einkavæðingarnefnd þar sem liann hafði verið formaður. Vorið áður, árið 2001, hafði Hreinn ætlað að segja sig úr nefndinni. Þá heyrðist að Davíð hefði gert Hreini að velja hvort hann yrði áfram stjórnarformaður Baugs eða for- maður einkavæðingarnefndar. Á sama tíma tók Hreinn þátt í fjárfestingum í atvinnulíf- inu, meðal annars hjá Tryggingamiðstöð- inni. Það var á þeim sama tfma og talað var um að fjárfestar tengdir Trygginga- miðstöðinni ásældust Búnaðarbankann. Fóiki í viðskiptaiífinu þótti hætta á hags- munaárekstrum með Hrein á svo mörg- um stöðum og höfðu þessar raddir greinilega náð eyrum forsætisráðherr- ans. Hreinn og Davíð ræddu málin og urðu sáttir um áframhaldandi sam- starf. Þeir unnu síð- an náið saman að einkavæðingu Landsímans, Landsbank- ans og Bún- aðarbank- ans haustið 2001. Hverjir voru viðstaddir? ITreinn sá þarna í janúar 2002 að hann gæti elcki áfram sinnt trúnaðarstörfum fyrir Davíð um leið og Davíð réðist gegn fyrirtæk- inu þar sem hann var stjórnarformaður. Þeir hittust eftir hádegi laugardaginn 26. janúar á Mayfaire-íbúðahótelinu í Mayfair-hverfinu í London þar sem Davíð hefst gjarnan við þeg- ar hann kemur til stórborgarinnar. Þar ræddu þeir tveir saman, ef marka má frásögn Hreins, en Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður Dav- íðs, var að hitta vini utan við London. Á þess- um fundi ræddu Davíð og Hreinn málefni einkavæðingarnefndarinnar og Hreinn segist hafa sagt af sér á þeim fundi. Málefni Baugs voru þarna til umræðu og hafði Davíð uppi ýmis orð um spillingu sem þrifist hjá því fyr- irtæki. Hreinn sagði, þegar heim var komið, að hann hefði fengið „sjokk“ vegna þeirra ummæla sem þarna féllu. Samtalinu lauk og Davíð bauð Hreini að fylgja sér og Illuga að- stoðarmanni í kvöldverð. Þeir fóru þrír á kín- verska veitingahúsið Kai sem var í göngufæri frá hótelinu. Þar héldu samræður áfram um heima og geima en eftir matinn settust þre- menningarnir niður í hótelíbúð Davíðs og héldu áfram spjalli. Þarna var mönnum hlaupið kapp í kinn en þeir sem voru við- staddir deila um það hverjir hafi verið við- staddir þegar tiltekin ummæli féllu. Það er, þau ummæli sem Hreinn sagðist hafa sagt í hálfkæringi eft- ir ummælum Jóns Ásgeirs sem hefðu líka fallið í hálfkæringi en Jón Ásgeir segist aldrei hafa látið falla. Hreinn hefur haldið því fram að Ulugi hafi verið fjarverandi þegar þetta var sagt, hann hafi brugðið sér frá í „drykklanga stund“ en Davíð og Illugi hafa andmælt því. Orð stendur gegn orði. Davíð sagðist ekk- ert hafa getað sofið þessa nótt. „aðallega vegna þess að mér varð hugsað til þess hvort þetta væri að verða einhver veruleiki í þjóðfélaginu að það væru til menn sem væru með slíka peninga sem að væru duldir og hvergi kæmu fram og gætu hugsað sér að bera fé á fólk.“ Umræðan deyr Þarna voru margir komnir út af sporinu. Davfð hafði svarið af það sem fram kom í Fréttablaðsfréttinni og kastað fram ásökunum um að Baugsmenn hefðu spáð í að bera á sig fé. Hann spurði þá hvort verið gæti að þeim hefði tekist að bera fé á aðra stjórnmálamenn. Hann tengdi sam- an Samfylkinguna, R-listann, Ingibjörgu Sól- rúnu, Jón Ólafsson og Baug og gaf í skyn óeðlileg peningatengsl milli þessara aðila. Einhvern veginn gerðist það svo að þessi um- ræða hvarf eins hratt og hún hafði byrjað. Davíð hafði þyngt málflutning sinn eftir því sem viðtölunum fjölgaði og greinilegt var að Hreinn reiddist með hverjum deginum. Hann sló því fram í viðtali í morgunsjónvarpi Stöðvar 2 að hann gæti nú sagt sitthvað fleira um það sem honum og Davíð hefði farið á milli á fundinum í London. Fjölmiðlar og al- menningur biðu í eftirvæntingu. Hreinn frestaði heimkomu um einn dag en þegar hann kom, afboðaði hann viðtöl sem hann ætlaði að gefa í sjónvarpi um kvöldið og hef- ur ekki tekið til máls síðan um þau mál sem þarna komu fram. Eins og svo mörg önnur mál sem hafa skekið íslenskt þjóðfélag, lauk því bara allt í einu. Eftir stendur fjöldi fólks og klórar sér í hausnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.