Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2004, Side 19
DV Sport
MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 19
ÍBV áfram eftir
jafntefli
Kvennalið ÍBV tryggði
sér sæti í átta lið úrslitum í
Áskorendakeppni Evrópu í
gær þegar liðið gerði jafn-
tefli, 27-27, gegn franska
liðinu Le Havre í seinni leik
liðanna í sextán liða úr-
slitum í Vestmannaeyjum.
ÍBV vann fyrri leikinn í
Frakklandi með átta marka
mun, 30-22, og komst því
örugglega áfram. Átta
marka forystan sem ÍBV
hafði úr fyrri leiknum var
aldrei í hættu og náði
franska liðið mest tveggja
marka forystu. Alla Gokor-
ian skoraði átta mörk fyrir
ÍBV, Birgit Engl skoraði sex
mörk, Guðbjörg Guð-
mannsdóttir og Sylvia
Strass skoruðu ijögur fnörk
hvor, Þórsteina Sigur-
björnsdóttir og Anna Yak-
ova skoruðu tvö mörk hvor
og Anja Nielsen eitt.
Keflavík deild-
armeistari
Keflavík tryggði sér
deildarmeistaratitilinn í 1.
deild kvenna í körfuknatt-
leik á laugardaginn þegar
liðið sigraði KR, 73-58, í
Keflavík. ÍS, sem var eina
liðið sem gat hugsanlega
náð Keflavík, tapaði fyrir
Grindavík, 73-68, og þar
með var titillinn í höíh.
Keflavík, ÍS og KR eru örugg
í úrslitakeppnina en
Grindavík og Njarðvík
berjast um fjórða og síðasta
sætið. Grindavík hefur
komið sér í góða stöðu með
sigrum gegn Njarðvfk og ÍS
í tveimur síðustu leikjum
og þarf aðeins einn sigur í
síðustu tveimur leikjunum
til að ná 4. sætinu.
400 þúsund
króna hagn-
aður hjá Fram
Rekstrarfélag Fram, sem
rekur meistaraflokk og 2.
flokk karla í knattspyrnu,
skilaði rúmum 400 þúsund
krónum í hagnað á síðasta
ári. Þetta er þriðja árið í röð
sem hagnaður er á rekstri
félagsins en Brynjar Jó-
hannesson, framkvæmda-
stjóri þess, sagði í samtali
við DV Sport í gær að hann
hefði vonast eftir meiri
hagnaði.
Brasilíski landsliðsmaöurinn Roberto Carlos hefur engan
áhuga á að yfirgefa herbúðir Real Madrid eftir komu Davids
Beckham til liðsins.
fek Beckham fram
ylir Chelsaa
Brasilíski landsliðsmaðurinn
Roberto Carlos hefur ítrekað að
hann vilji bara spila með Real
Madrid og segir að áhugi Chelsea á
honum standist ekki samanburð
við vinskap þeirra Davids Beck-
ham.
Roberto Carlos hefur þráfaldlega
verið orðaður við rússnesku
byltinguna á Stamford Bridge enda
einn af betri knattspyrnumönnum
heims. Það virðist þó ekki ætla að
verða að veruleika því að Carlos
segir að koma Davids Beckham frá
Manchester United til Santiago
Bernabeu síðasta sumar hafl breytt
lífi hans hjá Real Madrid lil hins
betra.
Vinskapurinn mikilvægari
„Peningar skipta ekki lengur öllu
máli fyrir mig,“ sagði Roberto Carlos
við enska sunnudagsblaðið News of
the World. „Ég veit um tilboð
Chelsea en það er ekkert sem fær
mig til að yfirgefa herbúðir Real
Madrid. „Mér finnst frábært að spila
með David Beckham og við höfum
náð vel saman á vellinum, jafnvel
þótt hann hafi ekki verið lengi hjá
félaginu. Hann hefur fært liðinu
mikið og reynst mér frábærlega. Við
gerum grín hvor að öðrum í
búningskiefanum og þrátt fyrir að
hann sé alþjóðleg stórstjarna hefur
honum tekist að halda sér tiltölulega
eðlilegum. Við erum perluvinir og
þennan vinskap mun ég ekki brjóta
upp fyrir að spila með Chelsea,"
sagði Roberto Carlos í gær. oskar@dv.is
„Við gerum grín hvor
að öðrum í búnings-
klefanum og þrátt fyrir
að hann sé stórstjarna
hefur honum tekist að
halda sér tiltölulega
eðlilegum."
Góðir vinir David Beckham og Roberto Carlos eru orðnirperluvinir eftir að Beckham gekk til
liðs við Real Madrid. Reuters
RE/MAX-ÚRVALSDEILD
IR-Valur 27-28
Mörk ÍR: Fannar Þorbjörnsson 6,
Bjarni Friztson 6/4, Flannes Jón
Jónsson 5, Ingimundur Ingimund-
arson 5, Einar Flólmgeirsson 4,
Sturla Ásgeirsson 1.
Varin skot:Ólafur Helgi Gíslason
15/1.
MörkVals: Markús Máni Michaels-
son 9/2, Baldvin Þorsteinsson 5/4,
Heimir Örn Árnason 5, Hjalti
Gylfason 4, Sigurður Eggertsson 2,
Bjarki Sigurðsson 2, Atli Rúnar
Steinþórsson 1.
Varin skot: Pálmar Pétursson 4,
Örvar Rúdólfsson 3.
KA-HK 34-29
Mörk KA: Arnór Atlason 13/1,
Andreus Stelmokas 10/4, Bjartur
Máni Sigurðsson 3, Einar Logi Frið-
jónsson 2, Sævar Árnason 2, Þor-
valdur Þorvaldsson 1, Jónatan
Magnússon 1, Árni Björn Þórarins-
son 1.
Varin stof:Hafþór Einarsson 6,
Hans Hreinsson 3.
Mörk HK: Andrius Rackauskas 8/3,
Samúel Árnason 5, Haukur
Sigurvinsson 5, Alexander
Arnarson 4, Ólafur Víðir Ólafsson 3,
Atli Þór Samúelsson 2, Brynjar
Valsteinsson 2.
Varin s/rof:Hörður Flóki Ólafsson
23/1.
Stjarnan-Grótta/KR 16-27
Mörk Stjörnunnar: Björn Friðriksson
6/5, David Kekelia 3, ArnarTheó-
dórsson 2, Arnar Jón Agnarsson 2,
GuðmundurGuðmundsson 1,Jó-
hannes Jóhannesson 1, Sigtryggur
Kolbeinsson 1.
Varin skot: Jacek Kowal 20.
Mörk Gróttu/KR: Páll Þórólfsson
5/1, Sverrir Pálmason 5, Konráð
Olavsson 5, Magnús Agnar
Magnússon 4, Daði Hafþórsson 4,
Kristinn Björgúlfsson 2, Brynjar
Hreinsson 1, Þorleifur Björnsson 1.
Varin skot: HlynurMorthens 22/1,
Gísli Guðmundsson 2.
Fram-Haukar 28-33
Mörk Fram: Valdimar Þórsson 6/2,
Hjálmar Vilhjálmsson 4, Stefán
Baldvin Stefánsson 3, Guðjón
Drengsson 3, Héðinn Gilsson 3,
Arnar Þór Sæþórsson 2/2, Haf-
steinn Ingason 2, Martin Larsen 2,
Jón Björgvin Pétursson 2/2, Þorri
Björn Gunnarsson 1.
Varin skot: Egedijus Petkevicius 9.
Mörk Hauka: Ásgeir Örn Hall-
grlmsson 6, Þorkell Magnússon 6,
Robertas Pauzoulis 5, Þórir Ólafs-
son 4, Andri Stefan 4, Halldór Ing-
ólfsson 3, Vignir Svavarsson 3,
Alieksandrs Shamkuts 1, Jón Karl
Björnsson 1/1.
Varin skot: Birkir fvar Guðmunds-
son 23.
Staðan:
Valur 5 3 1 1 135:128 15
Haukar 5 4 1 0 159:128 14
KA 5 3 0 2 156:143 13
ÍR 5 2 0 3 140:139 12
Stjarnan 5 2 0 3 126:149 10
Grótta/KR 5 3 0 2 132:132 9
Fram 5 1 0 4 140:148 8
HK 5 1 0 4 131:152 7
Ekki fleiri landsleikir Alan Shearer ætlar
ekki að spila fleiri landsleiki þrátt fyrir
gylliboð Svens Görans Eriksson. Reuters
Alan Shearer, fyrirliði Newcastle, ætlar ekki að taka
landsliðsskóna af hillunni.
Afþakkaði landsliðssæti
Alan Shearer, fyrirliði New-
castle, hefur viðurkennt að hann
hafi afþakkað sæti í landsliðshópi
Englendinga fyrir nokkru þegar
Sven Göran Eriksson, landsliðs-
þjálfari Englands, ræddi við hann
um hugsanlega endurkomu hans.
Shearer hætti að spila með enska
landsliðinu eftir Evrópukeppnina í
Hollandi og Belgíu árið 2000 en þá
hafði hann skorað 30 mörk í 63
leikjum.
Shearer sagði í viðtali við stuðn-
ingsmannatímarit Newcastle að
hann hefði verið beðinn að snúa til
baka fyrir hálfu ári en hann hefði
afþakkað það.
„Ég hugsaði mig vel og lengi um
en sá síðan að ástæðurnar fyrir því að
ég hætti voru fullgildar ennþá," sagði
Shearer. Shearer skoraði 25 mörk á
síðasta tímabili og skoraði sitt
átjánda mark á þessu tímabili gegn
Middlesbrough á laugardaginn, það
fyrsta í sjö leikjum. Hann segist vera
harðákveðinn í því að leggja skóna
alfarið á hilluna eftir næsta tímabil.
„Ég fæ ekki séð að nokkuð geti breytt
því og það skiptir engu þótt ég skori
25 mörk á næsta tímabili."
Shearer sagðist heldur ekki sjá
eftir því að hafa farið til Newcastle frá
Blackburn árið 1996 í stað þess að
ganga til liðs við Manchester United.
„Fólk þarf ekki að vorkenna mér því
að ég hef verið mjög hamingjusamur
hér. Mig dreymdi alltaf um að spila
með Newcasde og það er
mikilvægara en titlar."
Enginn Alan Shearer Sven Göran Eriksson
hefði gjarnan viljað nota hæfileika Alan
Shearers I enska landsliðinu. Reuters