Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2004, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2004, Side 22
22 MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 Fókus DV Síðasta serían afFríends er nú á dagskrá Stöðvar 2, og eru þrír þættir búnir. Sú spurning sem brennur á vör- um allra Friends-aðdáenda er hver endi með hverjum. En sú spurning sem brennur eftil vill á vörum margra framleiðanda er hvort einhver ieikaranna eigi erindi í bíó. Ferill þeirra á hvíta tjaldinu hingað til hefur verið mjög brösóttur. Á einhver þeirra sér viðreisnar von? Á skjánum er staðan svona: Tveir af vinunum, þau Chandler og Mon- ica, eru gift, en framtíð hinna er óráðin. Lengi vel virtist sem Ross og Rachel myndu enda saman, enda búin að vera af og á síðan þættirnir hófust. í einni seríunni giftust þau reyndar á fyllerí í Vegas, en skildu aftur um leið og rann af þeim. Mögulega er Britney Spears aðdá- andi þáttanna, og virtist þetta góð hugmynd. Nú hafa hins vegar fyrr- um sambýlingarnir Joey og Rachel fellt hugi saman, og því mögulegt að hann gangi barni Ross í föðurstað. Phoebe þurfti í lok síðustu seríu að velja á milli tveggja kærasta, rödd Apu í Simpsons, Hank Azaria, sem lék vísindamann, og Mark nokkurs, og valdi af einhverjum ástæðum þann síðarnefnda. Ross hefur verið stórtækur síðan þættirnir byrjuðu. Honum tókst að eignast barn með fyrstu eiginkonu sinni, sem leist ekki betur á hann en svo að hún gerðist lesbía og skyldi við hann. Hann kvæntist enskri konu, en klúðraði því strax í vígsluathöfninni þegar hann sagði óvart nafn Rachel. Og síðan hefur hann meðal annars af- rekað að sofa hjá einum nememda sínum. Þessa dagana er hann með kollega sínurn úr risaeðlufræðinni, sem er á svipuðum aldri. En hvar verður svo af leikurunum sjálfum þegar syrpan tekur enda? Mun einhverjum þeirra takast að færa sig yfir í heim bíómyndanna? Matt LeBlanc, sem leikur Joey, virð- ist þegar hafa gefist upp og ákveðið að halda sig við litla skjáinn. Mun hann halda áfram að fara með hlut- verk Joey í nýjum þáttum um kapp- ann, sem munu gerast í Los Angeles. Fordæmi eru fyrir því að ein persóna úr þáttaröð fái eigin seríu, svo sem hinn geysivinsæli Frasier sem áður var aukapersóna í Staupasteini. Hef- ur Jennifer Aniston, sem leikur Rachel, lýst því yfir að hún vilji fara með gestahlutverk í þáttunum, en ólfldegt er að hún verði föst persóna, enda er hún sú vinanna sem nýtur hvað mestrar velgengni. En hvernig hefur vinunum gengið utan þátt- Vinirnir Leikurunum sex hefur reitt afar misjafnlega afá hvita tjaldinu á þeim tíu árum sem þættirnir hafa verið i gangi. Matt LeBlanc virðist hafa gefið upp alla von um frama i Hollywood en mestar vonir eru bundnar við Jennifer Aniston. LeBlanc virðist búinn að vera að gef- ast upp á Hollywood, eða hún á Matt LeBlanc - Búinn að gefast upp á Hollywood Leikur hinn misheppnaða leikara Joey Tribbiani, sem tekur við öllum hlutverkum sem honum bjóðast. Þegar maður horfir á mynd með LeBlanc finnst manni iðulega að þar sé Joey að leika í enn einni vonlausri B- myndinni. LeBlanc hóf feril sinn í Ijós- bláu kapalþáttaröð- inni Red Shoe Diaries, og hefur meira að segja leikið í henni eftir að hann sló í gegn í Vinum. Hann lék á móti apa í Ed, sem er sjaldnast góð hug- mynd og síðan þá hefur hann helst leikið kærasta stelpna sem meiri töggur er í. Hann lék kærasta He- ather Graham í Lost in Space, og svo kærasta Lucy Liu í Charlie’s Ang- els myndunum. Hann reyndi við al- varlegt hlutverk 1' Lookin’ Italian, sem IMDB lýsir sem „Looking Itali- an? Looking at an awful movie." Hann kom fram í dragi í All the Queens Men, þar sem hann sigrar Seinni heimstyrjöldina fyrir hóp klaufalegra Breta. Sama heimild lýs- ir henni sem „An awful, awful film.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.