Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2004, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2004, Page 23
DV Fókus MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 23 og vonbrigöi LeBlanc hófferil sinn í Ijósbláu kapalþátta- röðinni Red Shoe Di- aries, og hefur meira að segja leikið í henni eftir að hann sló í gegn í Vinum. Hann lék á móti apa í Ed, sem er sjaldnast góð hugmynd honum, og hefur því líklega valið skynsamlega með því að ákveða að vera áfram Joey. Jennifer Aniston - Meg Ryan sinnar kynslóðar Leikur hina léttsnobbuðu Rachel Green sem selur tískuvörur. Hefur tekist hvað best að hasla sér völl utan vina- hópsins, og ekki spillti fyrir þegar hún giftist fallegast manni í heimi, Brad Pitt. Hóf feril sinn í mis- heppnuðum sjónvarpsþáttum byggðum á kvikmyndinni um Ferris Bueller, sem voru leikstýrðir af eng- um öðmm en hinum uppmnalega Hulkleikara Bill Bixby. Mögulega var hugmyndin dauðadæmd frá upp- hafl. Eftir að hún sló í gegn í Vinum lék hún í ófáum rómantískum gam- anmyndum, svo sem She’s the One, Picture Perfect og Object of My Af- fection. Árið 1999 lék hún í einni bestu mynd sem einhver úr Vinun- um hefur komist í, Office Space, þó ekki hafi hún verið í burðarhlutverki. Síðan þá hefur hún verið kærasta Mark WahJberg í Rock Star, átti sam- farir við skrýtinn afgreiðslumann í The Good Girl, og leikið kæmstu Jim Carrey í Bruce Almighty. Myndin var geysivinsæl og íjallar um mann sem verður almáttugur en dettur fátt betra í hug að gera við valdið en að gefa kæmstunni stærri brjóst. Nýjasta mynd hennar er Along Came Polly, og ekki er ólíklegt að Aniston nái að hasla sér völl sem einhvers- konar Meg Ryan sinnar kynslóðar. David Schwimmer - Sein- heppinn utan skjásins og á honum Leikur hinn marggifta risaeðlu- fræðing Ross Geller. Lék smáhlut- verk í þáttunum Bernskubrek og NYPD Blue, og í kvikmyndinni Wolf, áður en hann sló í gegn í Vinum. Reyndi, eins og aðrir vinir, að hasla sér völl rómantískum gamanmyndum, svo sem The Pallbe- arer og Kissing a Fool, sem stendur undir nafni. í henni leikur hann mann sem er að fara að giftast konu en fær besta vin sinn til að reyna við haha til að athuga hvort hún falli fyr- ir honum. Hún gerir það, og Schwimmer hefur ekki fengið aðal- hiutverk í bíómynd sfðan. í mynd- inni 6 Days/7 Nights er hann aftur trúlofaður lesbíu, í þetta sinn Ánne Heche, sem stingur af með Harrison Ford. í Apt Pupil er hann í aukahlut- verki sem kennari nemanda í gaggó, en besti vinur nemandans er Nasisti og stríðsglæpamaður. Og í Love and Sex leikur hann Vitni Jehóva. Vinir í bíómyndum Þeim hefurgengið ágætlega i kvikmyndum og stefna örugglega á stærri sigra i framtiðinni. Schwimmer virðst vera eins sein- heppinn utan skjásins og á honum, og er helst liklegt að hann eigi feril fyrir sér í sjónvarpsmyndum, en hann hefur meðal annars leikið í Breast Men, Uprising og tókst bæri- lega að komast úr Ross hlutverkinu sem spilltur liðþjáifi í Band of Brothers þáttunum. Courteney Cox - Óhrædd í hlutverkavali Leikur hinn hreinlætisóða kokk Monica Geller Bing. Kemur úr ríkri suðurríkjaætt, og er því kannski svipaðri Rachel Green í raunveru- leikanum. Hóf feril sinn sem módel, og var á forsíðu ófárra ástarsögubóka. Dansaði við Bruce Springsteen í myndbandinu við Dancing in the Dark og var kærasta Michael J. Fox f Family Ties þáttun- um. Hún hitti geimveruna He-Man í Masters of the Universe og enn fleiri geimverur í Cocoon: The Return árið 1988. Ferli hennar tók að dala eftir þetta þangað til hún lék í Ace Ventura samá. ár og Vinir byrjuðu. Var hún um tíma sú af Vinunum sem best gekk í bíóheimum, enda hafði mesta reynslu að baki. Hún lék í hinum geysivinsælu Scream mynd- um, og í hinni stórgóðu en van- metnu Commandments, sem fjallar um mann sem reynir að ná sér niðri á Guði með að brjóta öll boðorðin. Hún giftist meðleikara sínum úr Scr- eam, David Arquette, en hefur minna sést á hvíta tjaldinu síðan. Hún leikur karlkyns geimveru sem er gift Kenneth Branagh í Alien Love Triangle, hittir Elvis eftirhermur f 3000 Miles from Graceland, og lék á móti manni sínum f The Shrink is In. Nú hafa hins vegar fyrrum sambýlingarn- ir Joey og Rachel fellt hugi saman.... Hon- um tóksfað eignast barn með fyrstu eigin- konu sinni, sem gerð- ist lesbíaog skyldi við hann. Og siðan hefur hann afrekað að sofa hjá einum nemanda sínum. Efhonum tekst að halda sér edrú er aldrei aðvita nema honum takist enn að slá i gegn. Cox er kannski sú úr Friends geng- inu sem hefur verið óhræddust við að taka sér hlutverk sem stinga í stúf við persónu hennar í þáttunum, en það er ólíklegt að hún leiki ein- hverntímann aftur í jafn vinsælum myndum og Scream. Matthew Perry - Þarf að for- aðst dópið og offitu Leikur hinn seinheppna en um leið orðheppna Chandler Bing. Fær allar bestu fínurnar í þáttunum og því taldi maður í fyrstu að hann ætti mesta framtíð fyrir sér utan þeirra. Sú hef- ur þó ekki orðið raunin. Hann lék f hlutverkum mjög áþekkum Chandler í Fools Rush In og Three to Tango þar sem hann leikur mann sem, líkt og Chandler, að allir telja sé samkynhneigður. Hann lék í Almost Heroes á móti Chris Farley, sem gerði þó lítið fyrir leikferil beggja. Farley dó úr hjartaáfalli í kjölfarið og Perry hefur í kjölfarið leikið á móti Elizabeth Hurley í Serv- ing Sarah. Það er helst að Perry hafi notið takmarkaðra vinsælda sem seinheppinn tannlæknir í The Whole Nine Yards, en framhald hennar er væntanlegt í ár. Hann hef- ur eytt talsverðum tíma í meðferð- um og er þekktur fyrir að rokka upp og niður í vigt. Ekki er þó öll von úti fyrir Perry enn, sem þykir mikill sjar- mör. I lann er, ásamt Ániston, yngst- ur af Vinagenginu og er ekki nema 35 ára gamall. Ef honum tekst að halda sér edrú og forðast að hlaupa í spik er aldrei að vita nema honum takist enn að slá í gegn á hvíta tjald- inu. Lisa Kudrow - Hefur ekki skil- að hæfileikunum á hvíta tjaldið Leikur hina léttskrýtnu hippagellu og nuddara Phoebe. Hefur af mörgum verið talin hæfileikaríkasta gamanlei- konán í hópnum, én hefur ekki enn tekist að koma því til skila á hvíta tjaldinu. Var í ljóskumynd- inni Romy and Michelle’s High School Reunion með Miru Sorvinu, og með aukahlutverk í Mad About You þátt- unum sem tvíburasystir Phoebe. Lék eiginkonu Billy Crystal í Analyze This myndunum, sem nutu vinsælda. Hún lék systur Diane Keaton og Meg Ryan í Hanging Up, en virðist eiga langt í land með að ná sömu fótfestu og þær í bíóheimum. Síðan þá hefur ferilíinn legið beint niður á við. Hún lék á móti John Travolta í floppinu Lucky Num- ber, hitti gamla Friends kærastann Hank Azaria í Bark, og náði líklega botninum með því að leika á móti Damon Wayans í rapparamyndinni Marci X. Hún henni færist mikið í fang í litlu hlutverki sem eiginkona John Holmes í Wondérland. Hún er elst vinanna, kominn yfir fertugt, og ólík- legt að henni takist að ná sömu vel- gengni og til dæmis jafnaldra hennar og samleikari úr Mad About You, Helen Hunt. valur@dv.is smáauglýsingar DV 500 kr. Sími 550 5000 Fréttablaðið 995 kr. Sími 515 7500 FRÉTTABLAÐIÐ 151.640 lesendur # -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.