Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2004, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2004, Side 25
DV Fókus MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 25 Fyrir nokkrum dögum kom út fyrsta plata hljómsveitarinnar Probot, sem er í senn eins manns hljómsveit duglegasta rokktrommarans í bransanum í dag og metal- súpergrúppa dauðans. Trausti Júlíusson tók púlsinn á Probot. Hljómsveitin Probot hefur frekar óvenjulega mannaskipan. Gítarleikarinn heitir Dave Grohl, trommleikarinn heitir líka Dave Grohl og það sama má segja um bassaleikarinn og aðallaga- smiðinn. Söngvararnir heita hins vegar Cronos (úr Venom), Max Cavalera (Soulfly/Sepultura), Lemmy (Motörhead), Mike Dean (Corrosion Of Conformmity), Kurt Brecht (D.R.I.), Lee Dorrian (Napalm Death/Cathedral), Wino (The Obsess- ed), Tom G. Warrior (Celtic Frost), Snake (Voi- vod), Eric Wagner (Trouble) og King Diamond. Probot-platan kom út fyrir nokkrum dögum og fær fínar viðtökur hjá þungarokkshausum um all- an heim. Gamall metal-haus Probot-verkefnið varð til fyrir þremur og hálfu ári. Dave Grohl leit á það sem leið til þess að hvíla sig á aðalstarf- inu, hinni ofurvinsælu hljómsveit Foo Fighters. Dave er mik- ill þungarokksaðdá- andi. Snemma á ní- unda áratugnum hlustaði hann mikið á hljómsveitir eins og Iron Maiden, Motör- head og Metallica, sem þá voru lítið þekktar. Hann var sérstaklega hrifinn af kraftmiklum þungarokks-gítarriffum og í upphafi var Proþot bara nafn á því gælu- verkefni hans að safna saman og taka upp fúll't af metal-riffum. Einhvers staðar á leiðinni datt honum í hug að fá nokkra af sínum uppáhalds þungarokkssöngvurum á árunum 1983-1990 til þess að syngja yfir eitthvað af þessum riff- um. Honum til mikillar ánægju tóku allir sem honum datt í hug að spyrja vel í hugmyndina og á endanum var stefnan tekin á að gera plötu. OaveGrohl Fannst Foo Fighters vera orðnir ansi poppað- ir og ákvað að fínna annan vettvang fyr- ir metal-þörfína. Lemmy og 70 rokk- stelpur Dave Grohl semur öll lög- in á Probot-plötunni og spilar á öll hljóðfærin, nema hvað Lemmy og Cronos spila á bassa í sín- um lögum, Wino spilar á gítar í einu lagi og Kim Thayil, fyrrum Soundgarden-maður, spilar í tveimur. Fyrsta smáskífan af plötunni er lagið Shake Your Blood sem Lemmy syngur. Lag sem minnir mikið á Motörhead-slagarann Ace Of Spades. Myndbandið var ekki leiðinlegt í fram- leiðslu, en í því sjást Lemmy, Wino og Dave Grohl spila lagið á sviði innan um 70 léttklæddar rokkstelpur frá vefsíðunni SuicideGirIs.com. „Þetta er Lemmy," sagði Dave, „þannig að það verða að vera dansandi stelpur í myndbandinu." Tekst ekki að slíta sig frá settinu Dave Grohl hefur gert töluvert að því að spila á trommur undanfarið. Og vægast sagt með frá- bærum árangri. Hann spilaði jú á snilldarverki Queens Of The Stone Age, Songs For The Deaf, fyrir tveimur árum og á Killing Joke-plötunni sem kom út í fyrra. „Stelpurnar kunna að meta trommara," sagði hann í nýlegu viðtali. Ætli það sé ástæðan? Bic Runga Bic Runga Neil Young, David Bowie og Billy Holi- day eru á meðal áhrifavalda. Nýsjálenska söngkonan Bic Runga er að gera Gang ofFour A BriefHistory Of The 20th Century Q A*.K#K THtTAtm. EMI/Skífan Gang Of Four var ein af mikilvægustu hljómsveitun- um í post-pönk hreyflng- Plötudómar unni í Bretlandi. Hún var stofnuð í Leeds-háskóla árið 1977 og starfaði til 1983. Þessi safnplata var upphaf- lega gefln út af Warner árið 1991, en er nú endurútgefin af EMI og það er erfitt að ímynda sér betri tímasetn- ingu. Gang Of Four bland- aði saman fönki og pönki á svipaðan hátt og The Rapt- ure og Radio 4, gerði það bara rúmum tuttugu árum fyrr. Annað sem einkenndi Gang Of Four voru pólitískir textar sem voru alltaf ein- faldir og hnitmiðaðir. Lög eins og At Home He’s A Tourist, Damaged Goods, Not Great Men, To Hell With Poverfy og I Love A Man In Uniform eru snilld og hljóma jafn fersk í dag og fyrir 20 árum... Trausti Júlíusson David Banner Mississippi The Album ★ ★★ Universal/Skifan David Banner var ein helsta uppgötvunin í rapp- inu í fyrra. Hann var annar af dúóinu Crooked Lettaz sem gaf út plötu á tíunda áratugnum, en var búinn að vera að harka í neðan- jarðarkreðsum í nokkur ár þegar hann sló í gegn með laginu Like A Pimp. I kjöl- farið kom þessi plata, Miss- issippi The Album. Þetta er ekta Suðurríkja hip-hop, taktarnir eru skítugir og oft dansvænir og rappstíllinn frekar hrár og groddalegur. Það er stundum eins og David hræki orðunum út úr sér. Það eru nokkur mögn- uð stykki hér, t.d. What It Do, Might Getcha, Like A Pimp og Mississippi. David Banner hefur alveg tekist ætlunarverkið sem var að koma Mississippi á kortið í rappheiminum. Trausti Júlíusson 2. (-) TV On The Radio - Poppy 3. (!) Scissor Sisters - Comfortably Numb 4. (5) Probot- Shake Your Blood 5. (3) Britney Spears - Toxic 8. (6) Joss Stone - Fell In Love With A Boy 7. (4) Basement Jaxx - Good Luck 8. (7) Kelis - Milkshake 9. (-) Bubba Sparxxx - Deliverance 1 0.W Junior Senior - Shake Your Coconuts (DFA Remix)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.