Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2004, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2004, Side 30
30 MÁNUDAGUR 23. FEBRUAR 2004 Síðast en ekki síst DV Hvasst Nokkur' vindur Nokkur vindur Nokkur vindur Hvasst Nokkur vindur. Hvasst Strekkingur rW+3 Nokkur vindur +3 Strekkingur Hvasst PESSI MYNpASAGA BYRJAR Á SIÐASTA RAMMANUM! Mogginn reisir prentsmiðjuhöll Ný prentsmiðja Morgunblaðsins er að rísa í Hádegismóum við Rauðavatn, eins og vegfarendur hafa eflaust orðið varir við. Verklok eru áætluð í sumar og prentvélarnar verða farnar að snúast í I ^ _ ■ september: UJEÖ „Við fæmm létt með að prenta Morgunblaðið, Fréttablaðið og líka DV," segir Guðbrandur Magnús- son, framleiðslustjóri Morgunblaðsins. Nýja prentvélin verður afkastamikil og á að geta prentað 37 þúsund eintök af Morgunblaðinu á klukkustund. Miðað við upplag blaðsins í dag ætti prentun Moggans að taka tvær kiukku- stundir með eðlilegum töfum og plötuskiptingum. Áætlaður kosmaður Nýja prentsmiðja Morgunblaðsins Rís úrjörð i Hádegismóum rétt við Rauðavatn; likust hóteli á sólarströnd. við nýja prentvél Morgunblaðsins og bygginguna sem hýsir hana er 2,7 milljarðar króna: „Prentvélin sjáif og pökkunarbúnaður kostar 1,5 millj- arða og húsið 1,2 milljarða," segir Hallgrímur Geirsson, framkvæmda- stjóri Árvakurs sem gefúr Morgun- blaðið út. Rétta myndin Veðrið Brunavarnir í Hæstarétti. HJÁ MéR?! ’en ÉG ER SÉRPJÁLFAUUR MIÐJUMABUR! ÉG SET EKKI HÖNDLAÖ SVONA ÁBYRSD, ÞVIMIÐUR! Mínusbolir Seljast grimmt í Hafnartirði „Samfés beitti sér í þessu máli með að koma okkur út úr húsi í fé- lagsmiðstöðinni fyrir norðan. Kem- ur mér í sjálfu sér ekki á óvart, þau áttu á því von að fjölmiðlaumræðan yrði sér meira í hag er raun hefur orðið á,“ segir Þorkell Máni Péturs- son, umboðsmaður hljómsveitar- innar Mínuss. DV greindi frá því í gær að hljóm- sveitin fengi ekki að halda tónleika í félagsmiðstöðinni Húsinu á Akur- eyri, eins og til stóð. Þorkell Máni segist hafa reynt að ná sambandi við framkvæmdastjóra Samfés því hann hafl talið fyrirliggjandi að Samfés væri farið að leggja hljómsveitina í einelti. Hann fékk þau skilaboð ein til baka að öllum samskiptum Sam- fés og Mínuss væri lokið. Þorkell Máni telur einsýnt að þessi viðbrögð einkennist af því að Samfés líti svo á að umræðan sé töpuð, enda hafi þau ekkert til síns máls með að reyna að neyða Mínus-menn til að rita undir einhverjar innantómar yf- irlýsingar þess efnis að þeir hafi aldrei neytt fíkniefna. Þó svo að Mínus komi ekki fram í félagsmið- stöðinni Húsinu mun hljómsveitin leika á Akureyri 26. þessa mánaðar. Þeir koma fram í Gryfjunni í Verk- inenntaskóla Akureyrar og eru tón- leikarnir ætlaðir fyrir 16 ára og eldri. „Við kunnum þeim í Verkmennta- skólanum og skólastjóranum bestu þakkir fyrir að láta ekki glepjast af áróðri Samfés-fólks,“ segir Þorkell Máni. „Ég fæ ekki séð betur en æsku- lýðsfrömuðirnir láti fremur stjórnast af persónulegri gremju en að verið sé að hugsa um hag unglinganna. Og unglingarnir eru engir bjánar. Það segir kannski sína sögu að ég hef aldrei nokkru sinni selt fleiri Mínus- boli í Hafnarfirði en einmitt nú. Þeir rjúka út,“ segir Þorkell Máni. Um er að ræða boli með áletruninni Mín- us-æskan og skilaboðin því afger- andi. Mínusarnir koma til landsins á sunnudaginn en nokkur spenna mun vera í tenglsum við það hvort Krummi og Frosti Minusmenn eru ekki bara tattúeraðiri bak og fyrir heldureru þeir fyrir fíotta boli og hafa látið framleiða nokkra Mínus-boli sem æskulýðurinn kaupir núístórum stíl. Minus- arnir ætla ekki að láta æskulýðsfrömuði aftra sér frá þvi að leika fyrir æskuiýð landsins. þeir komi fram á Músíktilraunum sem eru á næsta leiti. Þá ríkir nokk- ur spenna um hvort hljómsveitin fær greiddan reikning sem hún sendi Hafnarfjarðarbæ fyrir „giggið" sem var bókað á Grunnskólahátíð- inni í á fimmtudagskvöldið var - og ekkert varð úr. Þorkell Máni telur einsýnt að um samningsbrot hafi verið að ræða af hálfu æskulýðs- og tómstundarfulltrúa Hafnarfjarðar og því beri að greiða þann reikning refjalaust. jakob@dv.is Krossgátan Lárétt: 1 óhefluð, 4 múkki, 7 fjandi, 8 guðir, 10 staur, 12 seint, 13 gort, 14 skaði, 15 hátíð, 16 kró, 18 borðar,21 raka,22 úrgangur,23 áflog. Lóðrétt: 1 haf, 2 veini, 3 inngangur, 4 skrýtið, 5 væta, 6 hlé, 9 skraut, 11 styggðu, 16 sýra, 17 klaka, 19þvottur, 20 rispa. Lausn á krossgátu '>|e.i 07 'nej 6 L 'ssj z l 'tns 91 'np|æj 11 '}jb>(s 6 '1?| 9 ‘esÁ s '}6a|ngjnj p '||efdsjoj £ 'jdo 7 'æ|6 l :H?Je91 >|sn} £Z jsnj ZZ 'e6e|s iz 'Jn}a 81 'ei}s 91 j9Í£l '!|sn h 'dnej £1 'Qjs 7L 'yBJ OL 'Jjsa/ 8'jn>jod l'HÁIÞ'19JB l :H3J?i • Neil Gaiman er að öllum líkind- um væntanlegur til íslands í tengslum við dag bókarinnar í aprfl og mun ávarpa landann. Gaiman er þekktastur sem höfundur teiknimynda- sagnanna um Sandman, en hefur einnig skrifað metsölu- bókina American Gods. Hugmynd- ina fékk hann á íslandi, en bókin endar á því að söguhetjan fer til ís- lands og hittir þar fyrir Óðin alföð- Síðast en ekki síst ur sjálfan. Mun þetta vera þriðja ferð Gaimans til íslands, en í fyrsta sinn sem hann kemur fram opin- berlega hérlendis. Barnabók Gai- mans, Coraline, er væntanleg í ís- lenskri þýðingu seinna á árinu hjá Eddu. • Nýjasta eintakið af Séð&heyrt skartar mynd af Ruth Reginalds og fyrirsögn sem gefur til kynna að það hafi verið enginn annar en Guð sjálfur sem sagði henni að fara í lýtaaðgerð- ina frægu. Við á DV hefðum gjarnan viljað vera viðstödd þær samræður. Bankaði Guð að dyrum einn góð- an veðurdag en gretti sig svo þegar Ruth kom til dyra og sagði: „Nei, andskotinn, Ruth. Þú ert orðin svo ljót að þú ert blettur á sköpunarverki mínu. Drífðu þig nú í lýtaaðgerð eigi síð- ar en strax!" Þá hafa guðfræðingar bent okkur á að þessi fyrirskipun Guðs marki í raun tímamót í sam- skiptum hans við okkur mennina. Hingað til hefur verið talið að Guð hafi skapað manninn í sinni mynd og þótt sjálfum að verk sitt væri harla gott. En þar sem öll verk Guðs eru - samkvæmt skilgrein- ingu - óaðfinnanleg verður líklega að breyta þessum hugmyndum. Og þá verðum við að líta Ra£n lýta- lækni öðrum augum en fyrr ef það er rétt að Guði þyki Rafn flinkari en hann sjálfur... • Tískuferð íslenskra rokkstjarna er að fara til London eða Glasgow og sjá gömlu rokkkempuna Brian Mfilson úr Beach Boys. Þegar hefur frést af því að Sölvi í Quarashi hafi skráð sig í slíka tónleikaferð og bæði Bibbi Curver og Biggi í Maus ætla að fara, auk þess sem dr. Gunni á bókaða ferð til að sjá snillinginn í Glasgow. Brian hefur verið goð- sagnakennd rokkfígúra síðan hann gaf út meistaraverkið Pet Sounds 1966 og tók upp plötuna Smile árið eftir og fór yfir um við gerð hennar. Kauði hefur því aldrei spilað neitt af Pet Sounds fyrr en nú og Smile kom aldrei út en nú spilar hann lög af báðum þessum plötum á tón- leikum. —

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.