Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2004, Side 31
DV Síðasten ekki síst
MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2004 3 7
Matarhátíðinni Food and Fun var slúttað um helgina með 450 manna gala-veislu á Nordica hótelinu, og komust færri að
en vildu. Einn helsti sælkerasérfræðingur heims telur að besta leiðin til landkynningar sé að halda á lofti sérkennum í
matarmenningu íslendinga. Td þess hafi íslendingar alla burði enda allt hráefni hér á landi afburðagott.
Þrátt fyrir að Food and Fun mat-
reiðslukeppnin hafi einungis verið
haldin í þrjú ár er hiín komin á kort-
ið hjá alþjóðlegum meistarakokk-
um sem sækjast eftir því að taka
þátt. Keppnin hefiir nú þegar aukið
ferðamannastrauminn á annars
dauðum tíma.
„Þetta er ný keppni og ótrúlega vel
lukkuð miðað við að þetta er einung-
is í þriðja sinn sem hún er haldin,"
segir David Rosengarten, formaður
dómneíndar Food and íún og einn
helsti sælkeri heims. Hann segir gæði
íslenskrar matarframleiðslu framúr-
skarandi. Rosengarten hefur stýrt
hundruðum sjónvarpsþátta um mat
og skrifað matreiðslubækur og
ógrynni greina í þekktustu matar- og
ferðatímarit heimsins. Rosengarten
telur að sælkeraáherslan, meðal ann-
ars með keppni eins og Food and fun,
sé besta leiðin til að auka ferða-
mannastrauminn. „Þetta er aðeins
David Rosengarten og Siggi Hall David
telur oð íslendingar eigi mikta möguleika á
því að verða viðurkennd sæikeraþjóð á
heimsmæiikvarða.
spurning um tíma og ef rétt er haldið
á spöðunum er þessi keppni stór-
kostlegt tækifæri til að halda á lofti ís-
lenskri matarmenningu. Það verður
að stimpla Island betur inn og ein
besta leiðin til landkynningar er að
koma matarmenningu landsins á
kortið." Hann er hrifinn af íslenska
hráefninu: „Islenska lambakjötið fell-
ur vel að bragðlaukum austurstrand-
armanna í Bandaríkjunum en sjálfúr
kýs ég þó veturgamalt kjöt með ríkari
áferð og sterkara bragði. Því kraft-
meira bragð því ánægjulegri er veisla
bragðlaukanna", segir Rosengarten,
sem hefur að sjálfsögðu bragðað á
hákarlinum og brennivíninu þótt
hann kjósi þá rammíslensku rétti ekki
sem hluta daglegrar neyslu. Sjávaraf-
urðirnar eru hans uppáhald og ein
besta matarupplifun Rosengartens á
Islandi var humarveisla á Stokkseyri.
íslenski humarinn er, að hans mati,
eitthvert mesta hnossgæti sem hér er
hægt að fá - og þótt víðar væri leitað.
Sælkerinn Rosengarten telur að ís-
lendingar verði helst að varast að
lenda í meðalmennskunni: „Ef ís-
lendingar ætla að koma sér á kortið
sem sælkeraþjóð verða þeir að halda
á lofti sínum sérkennum."
Sigurvegarinn
John Besh frá New Orleans sigraði í
keppninni og hlaut titilinn „Food and fun
kokkur ársins 2004“. Allir meistarakokk-
arnir tólf, sem komu til landsins með
fylgdarliði, elduðu úr íslensku hráefni.
John Besh eldaði meistaralega sigurrétti
sína úr humri, steinbít og reyktum laxi í
kavíar og skyrsósu. Islenska skyrið vakti
mikla athygli meðal erlendu kokkanna
sem voru á því, allir sem einn, að hér væri
á ferðinni þjóðargersemi. Því miður er
erfitt að gera skyrið að útflutningsvöru þar
sem það er víðast ílokkað sem ostur,
vegna vinnsluaðferðarinnar, og lendir því
á múrum himinhárra verndartolla og inn-
flutningskvóta.
Formaður dómnefndar og framkvæmdanefnd Food and fun Rasengarten, Siggi
Hall, Addý Ólafsdóttir, Magnús Stephensen og Baldvin Jónsson.
Matur og menníng
„Þessi hugmynd vaknaði f lok árs 2000 og var í mótun fyrstu mánuði
ársins 2001,“ segir Magnús Stephensen sem átti hugmyndina að matarhá-
tíðinni. Hann starfaði að markaðsmálum hjá lcelandair en réð sig nýverið
til Atlanta. Food and fun sprettur af annarri markaðshugmynd Magnúsar,
Iceland Airwaves tónlistarmessunni. „Við tókum það dærni og skiptum
mat út fyrir músik." Hann er afar ánægður með árangurinn. „Hingað
koma nú 50-60 erlendir blaðamenn sem skrifa um ísland og íslenskan
mat. Með því að fá fræga erlenda kokka til að elda úr íslensku hráefni er
verið að setja íslendinga á kortið sem matarþjóð. Þetta selur íslenskt hrá-
efni erlendis, kjöt og fisk, auk þess sem ferðamannastraumurinn eykst.“
Febrúar hefur til þessa verið slakur fyrir ferðaþjónustuna en einungis í
tengslum við keppnina komu hingað 400 manns, óbeinu áhrifin eru mikil
og segir Magnús að fólk sé nú farið í auknum mæli að tengja ísland við
góðan mat sem unninn er úr gæðahráefni. „Þegar menn eins og Rosen-
garten segir að þessi keppni sé eitt sérstakasta matar- og skemmtifestival í
heiminum, þá erum við að gera eitthvað rétt," segir Magnús