Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2004, Qupperneq 32
Fréttaskot Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn. Fyrirhvert fréttaskot sem birtist, eða
er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta
fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur.
Fullrar nafnleyndar er gætt. 550 5090
SKAFTAHLÍÐ24 105 RBYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910 ] SÍMISS0S000
í
•v.
'#t$Wehffi
• Ýmsir bíða nú
spenntir eftir því
hvernig Baltasar
Kormákur fer í
leikgerðinni af
„Þetta er allt að
koma“ með eina
frægustu senu
þessarar skáldsögu
Hallgríms Helga-
sonar. Þar var því
lýst í löngu, löngu,
löngu máli hvernig
ferðamálafrömuð -
ur einn „kynntist"
söguhetjunni, svo
notað sé nú dulmál
íslendingasagn-
anna. Það var op-
inbert leyndarmál
þegar bók Hall-
gríms bók út að
fyrirmyndin að
ferðamálafrömuði
þessum væri eng-
inn annar en
Ingólfur Guð-
brandsson og
bjuggust sumir jafnvel við því að
hann myndi gera veður út af lýs-
ingunni í bókinni. Svo fór þó
ekki, enda var lýsingin á þreki og
úthaldi ferðamálafrömuðarins
slík að hver maður mætti kallast
fullsæmdur af, þótt söguhetj-
unni þætti skorta nokkuð á hin
fínni blæbrigði...
• Halldór Blöndal
forseti Alþingis
lýsti því yfir á dög-
unum að friða bæri
stokkendur, enda
væru þær miklir
vinir sínir. Þeir ger-
ast nú vinmargir,
stjórnarherrarnir,
því öllum er
ógleymanlegt að
GuðniÁgústsson
landbúnaðarráð-
herra hefur lýst kýr
sérstaka vini sfna.
Sá er þó munurinn
að meðan Halldór
vill friða vini sína,
þá vill Guðni ala
upp sem mest af sínum vinum
til að geta síðan étið þá ...
Er Guðninokkuð
vinur minn?
Stinga sér fram af
15 metra byggingu
Leikhópurinn Vesturport, með
Gísla Örn Garðarsson í broddi fylk-
ingar, æfir nú sem mest hann má en
til stendur að vera með mikilfeng-
legt áhættuatriði í miðborginni á
opnunarhelgi Listahátíðar í Reykja-
vík 15. maí. Taldar eru á því miklar
líkur að atriðið fari út um allan heim
að Listahátíð lokinni - að því tilskldu
að vel takist til. Og í ljósi velgengni
sýningar hópsins og útfærslu á
Rómeó og Júlíu, sem byggðist á leik-
rænum loftfimleikum, má binda
vonir við að svo verði. Hefur Japan
verið nefnt í tengslum við útrás
hópsins og er heimsþekktur sirkus
með í ráðum. Enn hefur ekki fengist
uppgefið hver sá sirkus er.
Nafn atriðisins mun vera lýsandi:
„Að dýfa sér fram af 15 metra bygg-
ingu“. Mun ætlunin að framkvæma
slíkt atriði og þá af einni af stórbygg-
ingunum í miðborginni. Er algert
hernaðarleyndarmál hver sú bygg-
ing er. Sá sem leikstýrir þessu atriði
er áðurnefndur Gísli Örn.
Úr sirkussýningunni Rómeó og Júlía
Vesturport undirbýr nú atriði fyrir Listahátið
sem ætla má að muni vekja heimsathygli.
í rak Brosir
Tveimur dögum áður en eigin-
maðurinn var sendur til frak komst
Borghildur að því að hún var ófrísk.
En það varð engu hnikað. Richard
varð að fara út í óvissuna. Skyldur
hermannsins eru algerar:
„Auðvitað grætur maður en það
þýðir ekkert annað en að brosa í
gegnum tárin og þurrka þau síðan,"
segir Borghildur, sem kynntist
Richard Colby Busching á írsku
kránni The Dubliner í Hafnarstræti
og giftist honum haustið 1998. Þau
eiga þegar tvö börn og nú er það
þriðja á leiðinni. Richard verður
ekki viðstaddur fæðinguna því
hann er ekki væntanlegur heim frá
Irak fyrr en í mars 2005. Þá verður
barnið orðið hálfs árs.
Borghildur og Richard búa í her-
stöð Bandaríkjamanna rétt utan við
Frankfurt í Þýskalandi. Þar situr
Borghildur nú ein með börnin og
verður svo um hríð:
„Ég reyni að horfa sem minnst á
sjónvarpsfréttir því þær eru alltaf
uppfullar af alls kyns ógnarfréttum
af ástandinu í írak. Ég vil frekar vita
minna og vona hið besta," segir
hún, enda ýmsu vön í þessum efn-
um. Þau hjónin voru búsett í New
York þegar hryðjuverkaárásin var
gerð á Bandaríkin 11. september en
þá ók Borghildur sjúkrabifreið í
borginni: „Eftir það kippir maður
sér ekki upp við hvað sem er,“ segir
hún létt í lund þrátt fyrir allt: „Nú
ætla ég bara að eiga barnið mitt í
september og þreyja þorrann að
góðum íslenskum sið þar til Rich-
ard kemur aftur heint til okkar
barnanna."
Borghildur og Richard Vissu að þau áttu
von á bami tveimur dögum áður en eigin-
maðurinn var sendur út i óvissuna i Irak.
www.sumarferdir.is
575 1515^ BOKAÐU ALLAN SÓLARHRINGINN
1
s
Uini
Q
L-VLstL eWOC
bccklLLlixLiL’ á tsiaLlCÍL
^arLviö LtntarLiau b.Gi-ivLiLm'
u S LL L11 ClL IXz-l-Ci LL uLS
sumAt
FLETTU BÆKLINGNUM Á NETINU
0G BÓKAÐU FERÐINA HJÁ OKKUR!
FERötU
msmmmzmmmmmmmmmmiMmmϾmm
Eiginourinn
í gngnum tiírin
r»