Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2004, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004
Fyrst og fremst DV
Útgáfufélag:
Frétt ehf.
Útgefandi:
Gunnar Smári Egilsson
Ritstjóran
lilugi Jökulsson
MikaelTorfason
Fréttastjórar
Kristinn Hrafnsson
Kristján Guy Burgess
DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm:
550 5020 - Fréttaskot: 550 5090
Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing-
an auglysingar@dv.is. - Dreifing:
dreifing@dv.is
Setning og umbrot Frétt ehf.
Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagna-
bönkum án endurgjalds.
47 stunda sigling
Varðskipið Týr dró í vik-
nnni Manafoss alla leið
frá Vestmannaeyjum til
Akureyrar. Tók siglingin
47 stundir og gekk
bæðihægtogvel.
Mánafoss fer í
slipp áAkureyri
eftir að hafa
hlekkstáíVest-
mannaeyjum í síð-
ustu viku.
Bóndivill 18
milljónir
Bæjarráð Vesturbyggðar
hefiir hafnað tilboði
bóndans í Otradal
umkaupájörð
hans fyrir 18 millj-
ónir. Taldi bónd-
inn að jörðin hent-
aði jafnt til sorp-
urðunar sem sum-
arhtísabyggðar. Bæjar-
ráðsmenn voru á öðru
máli.
Freyja fær styrk
Uppgjör vegna Menning-
arhátíðar sem haldin var
á Raufarhöfn reyndist
154.983 krónur í pltís.
Þótti það vel sloppið og
því var ákveðið að
veita kvenféiaginu
Freyju 25 þtísund
króna styrk af
ágóðanum sem
þakklætisvott fyrir
góðar veitingar á
viðráðanlegu verði á há-
tíðinni sem gerði fjöl-
skyldufólki kleift að
sækja hana og njóta án
verulegra fjártítláta.
Heimavist verður
hótel
Undirritaður hefur verið
samningur á milli
Menntaskólans á Isafirði
og Kunningja ehf. um að
heimavist skól-
ans verði notuð
sem sumarhótel
á þeim tíma sem
skólastarf fer
ekki fram. Er
samningurinn til I
sjö ára en Kunningi ehf.
er í eigu Flugleiðahótela
og Hótels ísafjarðar. Á
heimavistinni eru 42
herbergi.
Mínus hjá Mínusi
Aðeins 60 gestir komu á
tónleika hljómsveitar-
innar Mfnuss
semhaldnirvoru
á Isafirði í fyrra-
kvöld. Mínus
hefur, sem kimn-
ugt er, verið títi-
lokuð frá tón-
leikahaldi í félagsmið-
stöðvum á höfuðborgar-
svæðinu og á Akureyri og
því voru vonir bundnar
við ísafjörð. Þar brást að-
sókn hinsvegar.
3
u*.
O
«
o
Ll_
£
3
«o
ro
C
u*.
E
ro
«o
£
ru
ro
ISI
O
2*
<v
Dómarar Hæstaréttar styttu í gær um
helming refsingu yfir manni sem
níddist á ungri stúlicu á Patreksfirði.
Hann hafði Verið dæmdur tU þriggja ára fang-
elsisvistar af Héraðsdómi Vestfjarða en dóm-
arar Hæstaréttar telja nægjanlegt að hann
sitji inni í eitt og hálft ár.
Ástæðan fyrir refsUækkuninni er sú, segir
Hæstiréttur, að ekki séu fullsönnuð öll þau
brot sem sttílkan hélt fram að maðurinn
hefði framið. Eitthvert misræmi hafi gert vart
við sig í framburði hennar. Þar með hefur
Hæstiréttur í reynd dæmt hluta af framburði
stúlkunnar lygi. Rétt eins og lítU stúlka, sem
mannar sig upp í að segja frá hátterni níð-
ings, taki um það meðvitaða ákvörðun að
ljúga nú svolítið upp á hann lflca - í þokkabót
við það sem hann var í rauninni sekur um.
Því þótt Hæstiréttur komist kurteislega að
orði um að ekki sé annað hægt en að meta
vafa sakborningi í hag, eða hvemig sem það
var nú orðað í dómnum, þá verður dómurinn
lflca að horfast í augu við að þannig er hann
um leið að dæma framburð stúlkunnar; við
trúum þér ekki nema að hluta til.
Ósköp er nú orðið þreytandi að þurfa æ
ofan í æ að upplifa gremju og reiði yfir niður-
stöðu dómstóla í málum barnaníðinga. Ég er
ekki að halda því fram að dómstólar eigi skil-
yrðislaust að dæma sakborninga seka, hvern-
ig sem framburði er háttað, eða leggja á hill-
una hina gullvægu reglu um að hver sé sak-
laus nema sekt hans hafi verið sönnuð. En í
hverjum dómnum af öðrum undanfarin ár
hefur réttarvitund og réttlætisvitund minni
samt verið misboðið.
Svo er um dóminn yfir Birgi Ingólfssyni á
Patreksfirði. Það virðist með öllu ástæðulaust
fyrir Hæstarétt að meta hugsanlegan vafa um
framburð stúlkunnar svo mjög hinum
ákærða í hag að refsing hans sé stytt jafn
mikið og raun ber vitni.
Þetta er maðurinn sem sagði við blaða-
mann DV, þegar rætt var við hann um fram-
burð barna gegn níðingum, að „þetta“ héldi
fram hinu eða þessu. „Þetta“ þýddi börn.
Og nú er heldur súrt að vita til þess að
barnaníðingur fagni niðurstöðu Hæstaréttar
en fórnarlambið skilji hvorki upp né niður í
því af hverju ekki sé á því tekið mark.
Illugi Jökulsson
Dómur Hæstaréttar
Netið hefur það sér til ágætis að
rúma flest xmdir sólinni. Við höf-
um nýlega rekist þar á skemmti-
lega síðu sem heitir Vantrú.net og
hefur að geyma íjöldann allan af
alls konar greinum efahyggju-
maxma í trúmálum. Þar eru færð
fram rök gegn tilveru Drottins al-
máttugs og fleiri guða fyrr og síðar
og sömuleiðis er rökrætt gegn
flestum þeim hugmyndum sem
trúarbrögðin hafa alið af sér. Þar á
meðal er eilíft líf en sannir efa-
hyggjumenn geta náttúrlega
trauðla trúað á slflc hindurvitni.
Nýjasta greinin á Vantrúnni heitir
einfaldlega Er líf eftir dauðann? og
þar beitir höfundur hinni klassísku
aðferð heimspekilegra höfunda,
samræðunni, sem í þessu tílvUd er
milli efahyggjumanns og annars
sem bersýnilega trúir á eilíft líf.
Okkur þykir ástæða til að birta
greinina enda gott til þess að vita
að ungt fólk hugsar um annað en
brýnustu nauðþurftimar, en höf-
undurinn er reyndar mörgum
kunnur sem einn af spumingahetj-
um Menntaskólans í Reykjavflc úr
Gettu betur-keppninni og heitir
Snæbjöm Guðmundsson.
„Er líf eftir dauðann?
Já, hvernig spyrðu? Auðvitað er
líf eftir dauðann.
í hverju felst slíkt líf?
Við förum til himnaríkis.
En þeir sem ekki eru kristnir,
ættu þeir ekki að fara á einhverja
aðra staði samkvæmt sínum trúar-
brögðum? Ættu búddistar þá ekki
að sameinast alheimssálinni? Er
það rökrétt að allir fari á sinn hvorn
staðinn einvörðungu eftir trúar-
brögðum sínum?
Nei, það er rétt hjá þér. Þetta fer
líklegast ekki eftir trúarbrögðunum.
En við förum örugglega samt öll til
einhvers annars heims.
Hvar er sá heimur?
Hugsanlega annars staðar í vetr-
arbrautinni.
Brýtur það ekki gegn þekktum
eðlislögmálum heimsins að ferðast
efnislaus um í geimnum til annarr-
ar plánetu?
Jú, reyndar. En þá hljótum við að
fara til annarrar víddar eftir dauð-
ann, víddar samhliða okkar eigin.
Bendir eitthvað til þess að þessi
vídd sé til?
Nei. En sálin er svo merkileg að
hún hlýtur að vera eilíf.
Var þá líf fyrir fæðingu?
Nei. Það er óhugsandi.
Af hveiju var ekki líf fyrir fæð-
ingu?
Því við vitum hvemig við urðum
til, við samruna tveggja kynfruma
foreldra okkar.
Einhvem veginn hlýtur sálin
samt að hafa orðið til, er það ekki?
Jú, auðvitað.
Varla hefur hún klofnað úr sál-
um foreldra okkar?
Gegn Guði
Á vefsíðunni
Vantrú.net eru
færð framrök
gegn tilveru
Drottins almátt-
ugs ogfleiri
guðafyrrog
síðar og sömu-
leiðis errökrætt
gegn flestum
þeim hugmynd-
um sem trúar-
brögðin hafa
aliðafsér. Þará
meðal er eiiíft
lít
Fyrst og fremst
Nei. Hún hefur annaðhvort orð-
ið til við getnað eða fæðingu.
Or hveiju varð hún til?
Jah, hún virðist hafa orðið til úr
engu.
Fyrst sálin spratt upp úr engu við
fæðingu, af hveiju verður hún þá
ekki aftur að engu þegar við deyj-
um? Er það líklegt að hún verði til
um eilífð eftir að við deyjum en hafi
ekki verið til áður en við fæddumst?
Sko, þú verður að athuga að
dauðinn er allt öðmvísi en fæðing-
in. Við vitum hvemig við verðum til
en ekki hvað verður um okkur þeg-
ar við deyjum. Við dauðann er sálin
orðin til og hún getur auðvitað ekki
bara horfið sisvona.
En núna taka rannsóknir vís-
indamanna á heilanum stöðugum
framförum. Menn gera sér betur og
betur grein fyrir mismunandi hlut-
verki heilastöðvanna og vísinda-
menn telja sig jafrivel hafa fundið
vísbendingar um staðsetningu
sj álfsmeð vitundarinnar f heilanum.
Er sálin ekki bara hluti afhinum gíf-
urlega flóknu efnaskiptum sem
fram fara í mannsheilanum og
stöðvast þegar við deyjum?
Jú, það er kannski rétt hjá þér.
En þetta snýst í rauninni ekki um
það. Það hlýtur einfaldlega að vera
líf eftir dauðann því annars væri líf-
ið tilgangslaust.
En er ekki frumtilgangur lífs
mannanna, eins og annarra dýra
hér á jörð, að fjölga sér?
Jú, það er frumtilgangurinn. En
það hlýtur að vera einhver æðri tO-
gangur með tilveru okkar.
Er eitthvað æðra við tilveru okk-
ar en tOveru annarra dýra?
Nei.
Hljóta þá ekki önnur dýr líka að
eiga líf eftir dauðann í vændum?
Jú, ef við eigum líf eftir dauðann
í vændum hljóta önnur dýr lfka að
eiga það.
Ættu þá ekki öll dýr sem lifað
hafa hér á jörð að hafa öðlast líf eft-
ir dauðann?
Jú.
Veistu hversu margar lífverur
það eru? Er einhver möguleiki að
geta sér til um það?
. Nei, það veit ég ekki. Ef taldar
eru lífverur allra tegunda sem ein-
hvern tímann hafa lifað á jörðinni,
má ef til vill hugsa sér að saman-
lagður fjöldi þeirra hlaupi á ipUlj-
örðum milljarða. En það er vissu-
lega afar erfitt að gera sér slíkan
íjölda í hugarlund.
Er einhver möguleiki á að slík
mergð komist fyrir á jörðinni, jafn-
vel þótt í annarri vídd sé? Er hægt
að gera sér í hugarlund stað þótt
þar.væru aðeins sálir allra þessara
dýra?
Nei, þetta er alveg rétt hjá þér.
Þetta er allt saman rétt. Vandamál-
ið er bara að það er svo hræðileg til-
hugsun að maðurinn deyi bara og
það gerist ekkert meira eftir það.
Er það svo hræðileg tilhugsun
þegar við höfum lifað giftusamlegu
og hamingjusömu lífi og deyjum
södd lífdaga? Bíður dauðinn hvort
eð er ekki allra?
Jú, en það er svo hræðilegt að
geta dáið skyndilega, án alls fyrir-
vara og að allt sem einstaklingurinn
hafl áorkað í lífinu gufi upp.
En fyrst erfitt er að ráða við
dauðann, hjálpar það þá eitthvað
að vera hræddur við hann? Ættum
við ekki frekar að haga lífinu skyn-
samlega og setja okkur það mark-
mið að lifa þannig að við verðum
hamingjusöm með ævistarfið þegar
dauðann loks ber að garði? Snýst
lífið nú ekki einu sinni um það sem
gerist fyrir dauðann en ekki það
sem gerist eftir hann?“