Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2004, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2004, Síða 3
DV Fyrst og fremst FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 3 Út úr kófinu Ég hætti að reykja sígarettur fyrir sex árum. Það var enginn vandi. Ég ákvað ekki einu sinni að hætta - eng- ir plástrar, ekkert tyggjó - ég bara hætti. Karlmenn eiga víst mun auð- veldara með að láta af nikótínfíkn en konur; ég las einhvers staðar að þeir væru flestir hættir um fertugt í síðasta lagi. Ég er sem sagt frekar dæmigerð- ur. Ég var líka lélegur reykingamaður. Byrjaði á sínum tíma af því sumir pakkarnir voru svo fallegir, drap alltaf í sígarettunum hálfreyktum. Fannst samt ágætt að lifa í kófinu. Stundum iangar mig meira að segja að reykja sígarettu, en bara upp á stemning- una. Get það samt ekki. Mér er ómögulegt að snerta efnið. Get ekki einu sinni hugsað um það án þess að finna vott af vanlíðan. Lyktin ólýsanlega vond Ég næ ekki að lýsa því hvað mér finnst lyktin af tóbaki ólýsanlega vond. Ég geng áveðurs ef ég mæti reykingafólki utandyra, gretti mig svo allir sjá og tuða um hvað þetta séu miklir plebbar að reykja úti á götu. Meira að segja fólk sem ég sé reykja í sjónvarpinu veldur mér ógleði. Ef mér færi boðið að taka við starfinu hans Þorgríms skólabróður míns hjá Tóbaksvarnanefndinni myndi ég hugsa mig um tvisvar. Núorðið trúi ég líka öllu sem hann segir um sígarett- ur, hversu ólíklegt sem mér fannst það einu sinni: Um dauðsföll vegna óbeinna reykinga. Um hyað reyk- ingafólk er lélegir starfskraftar vegna sífelldra reykpása. Reykingar ógna líka heimilisfriðn- um hjá mér. Eg heid ég sé orðinn óþolandi. Ég er farinn að hlusta á sjálfan mig nota frasa eins og að ég hafi rétt til að anda að mér hreinu lofti. Þetta hefur, tel ég, þveröfug áhrif. Einu sinni fór konan mín út á tröppur til að reykja sígaretturnar sín- ar. Nú lætur hún sér nægja að opna glugga til hálfs. Ég gríp um kverkarn- ar á mér, gef.frá mér hryglu og segist vera að deyja úr óbeinum reykingum. Kerlingar með Pall Mall Þegar ég var lítill voru kerlingar í Egill Helgason trúir öllu sem Þorgrímur Þráinsson segir. Kjallari öðrum hverjum glugga sem hrópuðu á mann sígarettubrunninni röddu: „Heyrðu vinur, viltu skreppa út í sjoppu og kaupa fyrir mig einn pakka af Camel/Pall Mall?“ Létu svo detta fimmkrónu seðla úr gluggunum. Nú þarf maður að vera átján til að kaupa tóbak og sígaretturnar eru geymdar í læstum hirslum eða á bak við þartil- gerð tjöld. Það sér enginn hvað pakk- arnir eru fallegir. Engin vinaleg kameldýr eða hárauð mynstur sem lokka. Bráðum ædar Evrópusam- bandið að setja reglur um að auglýs- ingar með myndum af hroðalegum krabbameinum skuli þekja allt að 40 hundraðshluta hvers sígarettupakka. Framtíðin er ekki björt fyrir reyk- ingamenn. Tímaritið Economist talar um alheimskrossferð gegn reyking- um. I Bandaríkjunum þokast reyk- ingamenn alltaf lengra og lengra inn í skúmaskot, líkt og hver önnur óværa. Þar er búið að banna reykingar á al- mannafæri í meira en 100 borgum. Irar - af öllum þjóðum - hafa fylgt þessu fordæmi og lagt bann við reyk- ingum á veitingahúsum. Talið er að Bretar verði næstir. Svo allt Evrópu- sambandið. Maður er meira að segja Listamannslaust Undið ofan af listaverk óréttlætinu Sverríi Ólafsson myndlistarmað- urskrífar. Mér finnst alveg með ólík- indum skemmtilegt að Vestmanna- Lesendur eyingurinn Árni Johnsen skuli vera fenginn til að svara fyrir afglöp meirihutans í Reykjanesbæ, en það er svo sem hægt að skilja ef litið er til frændseminnar við bæjarstjór- ann. Þess vegna geymir Árni Sigfús- son allt grjótið fyrir nafna sinn. Málið er að stóra Hollywood- skiltið í Reykja- nesbæ fékk und- anþágu frá bygg- ingarlögum vegna þess að það er flokkað sem „umhverfis- listaverk". Eng- inn listamaður kom nálægt gerð verksins og þetta gagnrýndi ég hér í DV. Árni Johnsen var þá fljótur að svara og tók undir þau orð frænda síns, Árna Sigfússonar, að allir íbúar Reykjanesbæjar væru listamenn. Ég ætla mér ekki að fara að ræða inntak og meiningu myndlistar við Árna Johnsen, minn gamla skólafélaga og vin, en af því að Árni minnist á að ég sé fljótfær í sínu svari get ég ekki á mér setið. Hver man ekki eftir því þegar Árni kveikti álfabrennu í miðjum tjarnarhólmanum í Reykjavíkurtjörn og brénndi hreiðurstæði fuglanna. Get ég ekki ætlað Árna að þetta hafi verið afglöp heldur afburðafljót- færni! Ég gæti einnig nefnt fleiri dæmi um fljótfærni Arna, svo sem eins og að heilsa mönnum að sjó- mannasið með kjaftshöggi, en hugsa að hér láti ég staðar numið. Sverrir Ólafsson Krístján Ólafsson skrifar: Mér finnast kröfur ríkisins um að fá til sín lendur þær sem liggja ofan hálend- isbrúnar sjálfsagðar. í því sambandi er útúrsnúningur að velta upp þeim fleti hver eigi tilkall til Esjunnar. Hún er og verður áfram sameign allra, hvort sem það er formlega eða ekki. í DV á fimmtudag bendir Páll Stefánsson ljósmyndari á að þjóðar- fjallið svonefnda, Herðubreið, sé í landi Reykjahlfðar í Mývatnssveit, sem er stærsta jörð landsins. „Áður var hálendið afréttur bænda en nú notað til útivistar. Þjóðlenda tryggir öllum jafnan aðgang að há- lendisperlum,“ segir Páll og slær með þessu svari hinn rétta tón. Há- lendið er í dag kannski síst notað til fjárbeitar, miklu frekar jeppa- og gönguferða. Með þeirri landnotkun getur fólk sem býr í þéttbýlinu miklu frekar gert tilkall til fjallanna - frem- ur en sveita- karlar. Skil- greining á há- lendinu sem þjóðlendu er því spurning um sanngirni; að mæta nýj- um veruleika sem er sá að flestir búa á mölinni en sækja til fjalla. Það er líka óeðlilegt að í krafti þeirra forréttinda að eiga lönd upp til fjaUa geti bændur hagnast stórkostlega. Slíkt er jafn óeðlilegt og kvótagróði útgerðarmanna. Óbyggðamálið er því ef til vill bara spurningin um að farið verði að vinda ofan af óréttlæti þjóðfélagsins, fyrst upp til fjalla og síðan fram til sjávar. Þjóðarfjallið Herðu- breið „Óbyggðamálið er spurningin um að farið verði að vinda ofan af óréttlætinu, fyrst upp tii fjalla og siðan fram til sjávar, “ segir bréfritari. Spurning dagsins Bitastæðar bækur í boði? Klámsögur í sjö hringjum „Maður þarfað fara hér um sjö hringi til þess að átta sig á því hve margt er í boði. Núna er ég mest að leita að ævisögum miðla, en þær eru margar til og býsna góðar. Sjálfur er ég eitthvað að skrifa um þetta efni og auðvitað má líka segja að við rithöfundar séum að vissu leyti líka miðlar. Þegar vel er að gáð má hér finna ýmsa góða ritlinga og slíkt - og I fyrra fann ég hér tvær góðar klámsögur." Sjón rithöfundur farinn að rekast á reyklausa veitinga- staði í Frakklandi. Iþróttin Formúla hefur hrakist til Kína frá Kanada vegna þess að þar er búið að setja bann við tóbaksauglýsingum. Svona verða reykingamenn hundeltir og niðurlægðir. Og á endanum verður heimurinn eins og smáríkið Bútan í Himalajafjöllum. Það er fyrsti staður- inn í veröldinni þar sem hefur verið lagt algjört bann við sölu tóbaks - landsmenn hafa ekki annað en há- fjallaloftið til að teyga að sér. Samt er ég ekki alveg sannfærður um þennan málstað. Ég get til dæmis illa hugsað mér reyklaus kaffihús. Ég sé fyrir mér staði fulla af leiðinlegu og stífu fólki. Eftir árin sem ég eyddi á Mokkakaffi er hún einhvern veginn föst í mér sú hugmynd að hjá reykinga- mönnum sé að vænta meiri andagiftar en hjá öðmm - að þeir séu á einhvern hátt í betri tengslum við lífsnautnina. Margar hugmyndir hafa fæðst á reyk- fylltum kaffihúsum, en er einhvers að vænta á reyklausum Starbucks? Skrípamynd af martröð nútímamannsins Þetta er líka spurning um heim þar sem öllu er stjórnað með boðum og bönnum og allir em að skipta sér af öllum. Maður á kannski að fara varlega í að hafa vit fyrir öðru fólki. Ég á svo sem ekki von á öðm en að reyk- ingamenn verði nokkuð auðveldiega kveðnir í kútinn. Mótmæli þeirra verða hávær en í nútmasamfélagi vill enginn stjórnmálamaður bera blak af reykingum. Þeir fylgja straumnum, svo ætli það sé ekki óhætt að spá því að hér verði búið að banna reykingar á almannafæri eftir svona fimm ár? Það er partur af þeirri lífsstefnu - eða heitir það ekki lífsstílsbylting? - sem felur í sér að fóik sé látlaust að hugsa um heilsufar. Þessu nokkuð sjálf- hverfa viðhorfi er stöðugt troðið upp á mann í sjónvarpi og blöðum. Skrípamynd af martröð nútíma- mannsins er risastór salur þar sem ógurlegur fjöldi fólks er að hlaupa á brettum eins og maurar. Á stöðugri hreyfingu en kemst ekki neitt - líkt og nútíma Hieronymus Bosch... DV tekur við lesendabréfum og ábendingum á tölvupóstfanginu lesendur@dv.is. DV áskilur sér rétt til að stytta allt það efni sem berst til blaðsins og birta það í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. „Mest eru það fróðleiksbækur og ævisögur sem ég leita að og ernúþegar kominn hér með tvær ágætar bækur, Pétur útvarpsþulur og hin er eftir Magnús Storm." Pétur Bjarnason smiður „Égerað kynna mér úr- valið en sárast finnst mér að vera búinn að kaupa mjög mikið afþess- um bókum áður, og það á fullu verði. Að undanförnum hefég verið að lesa mik- ið um og eftir Laxness og hefnúna aug- un opin fyrirslíkum bókum." Guðmundur Guðmansson lífeyrisþegi „Hérerégnú þegar búin að finna ágæta bók um flugu- veiði og ætli ég klki ekki næst á krakkabæk- urnar og finni eitthvað fyrir barnabörnin." Ólafía Sveinsdóttir húsmóðir „Það eru fræði- bækur, svo sem um íslenskt mál, og skáld- sögur sem ég hefáhuga á. Finnst vanta hér bækur ís- lensku stór- skáldanna, svo sem Stephans G.Afskáldsögum hefég áhuga á Ólafi Gunnarssyni." Pétur Erlendsson, fv. bankamaður Hinn árlegi markaður Félags íslenskra bókaútgefenda stendur nú yfir. Þúsundir titla eru í boði. Siálfsvarnarskóli íslands í JKMSfgtlíl Alvöru sjálfsvörn. Þjálfun - Agi - Virðing Sjálfsvarnarskóli Islands býður upp á námskeið í sjálfsvörn fyrir alla aldurshópa. Við erum með sérstaka tíma fyrir börn og unglinga. Þaö þurfa allir að kunna að verja sig. Byrjendur eldri en 16 ára hafa fjölda tíma til þess að æfa alvöru sjálfsvörn. Jiu Jitsu eykur sjálfstraust og aga. Byggir á tækni, tökum og lásum.og er sjálfsvörn ekki keppnisíþrótt. Jiu Jitsu hentar jafn ungum sem öldnum. Það er alltaf hægt að byrja að æfa. Kennslustaður Faxafen 8 |~820-3453 almennar upplýsingar. - | 863-2804 þjálfari bama og unglinga. [ www.sjalfsvor n . i s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.