Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2004, Qupperneq 13
DV Fréttir
FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 13
Sigurður H. Guðjónsson, lögmaður og faðir Bjarna í Mínusi,
vandar æskulýðsfulltrúum landsins ekki kveðjurnar og telur
stefna í óefni - óíslenska nefndin stefni þjóðfélaginu inn á
braut fasisma og forræðishyggju.
Sigurður H. Guðjónsson Segir
æskulýðsfrömuði á hættulegri
braut með að vilja ákveða hvað
séu æskilegar fyrirmyndir og hvað
ekki. Hann segir um svívirðilega
aðför að Minusi að ræða.
Sárt að bera dóporð
af svni sínum
„Ég hef fylgst með þessum strák-
um frá upphafi, eða í ein fimm ár, og
veit sem er að þeir hafa lagt mjög
hart að sér og unnið vel. Þeir eru
nánast á hverju kvöldi við æfingar
og engin óregla né vitleysa í kringum
það. Enda hafa þeir hvarvetna upp-
skorið eins og til var sáð og hlotið
mikið lof í útlöndum," segir Sigurð-
ur H. Guðjónsson, lögmaður og for-
maður Húseigendafélagsins.
Óíslenska nefndin
Sigurður er faðir Bjarna Magnús-
ar, gítarleikara hljómsveitarinnar
Mínuss sem nýverið kom til lands-
ins. Hljómsveitin og aðstandendur
hennar héldu fund á mánudag og
var þá tekin ákvörðun um að láta
kyrrt liggja að svo stöddu þó svo að
hljómsveitinni hafi verið bannað að
koma ffam á tónleikum sem ýmsar
æskulýðshreyfingar standa fýrir -
Samfés þar fremst í flokki. Þetta var
eftir að þeim var gert að skrifa undir
yfirlýsingu þess efnis að þeir hefðu
aldrei neytt fíkniefna.
Sigurði þykir einsýnt að fáránlegt
sé að ætla einhverjum dópistum að
hafa náð eins langt og raun ber vitni
með Mínus. „Þetta er mjög sárt,
meðan allt gengur að óskum, að
þurfa að bera dóporð af syni sínum
eins og ég hef þurft að gera að und-
anförnu,“ segir hann. Sigurður er
ákaflega stoltur af syni sínum, segir
hann reglusaman; dreypi stöku
sinnum á bjór en snerti ekki dóp og
haffi aldrei gert. „Bjarni er heimakær
og lítt úti á galeiðunni og í slarkinu."
Lögmaðurinn segir bannfæringu
Samfés bera vott um ákaflega
hættulegt hugarfar og skoðanakúg-
un. „Svona aðferðum var beitt í
Þýskalandi Hitlers og Bandaríkjun-
um á tímum McCarthys. Þetta er
þekkt frá McCarthy-tímanum en þá
var spjótum beint að listamönnum
sem þóttu í aðstöðu til að hafa áhrif.
Þeir voru neyddir tU að skrifa yfirlýs-
ingar þess efnis að þeir hefðu aldrei
„Stráksi nautþess að
vera í ætt við svo mik-
inn rokkara en það
snerist heldur betur
við. Kennarar og nem-
endur senda hann nú
grátandi heim því
krakkarnir eiga ekki
að hlusta á Mínusa -
þeir eru allir í dópi."
aðhyllst kenningar kommúnista. Út-
hýst af óamerísku nefndinni ef þeir
neituðu. Ætli þetta megi þá ekki
heita óíslenska nefndin?"
Sigurður telur að athyglisvert
væri að sjá helstu og stærstu
rokkstjörnur íslands standa frammi
fyrir svona yfirlýsingum og faUast á
að skrifa undir þær eins og Mínus-
mönnum var gert að gera.
Svívirðileg aðför
Sigurður segir Mfnus-menn
dæmda í útlegð með þessum að-
ferðum. AUir keppist við að mæra þá
úti en þeir séu fordæmdir hér
heima. „Ég hafði áður ekki við að
taka á móti hamingjuóskum meðan
aUt lék í lyndi og þeir tóku við verð-
launum fyrir síðustu plötu sína. En
þeir sem þóttu óskabörn þjóðarinn-
ar áður eru nú allt í einu orðnir
hættulegir æsku landsins. Og ein-
hverjir eru þeir sem telja sig þess
bæra að ákveða það fyrir aðra. Ojjjj,
bara.“
Eftir að Samfés lýsti Mínus
óalandi og óferjandi og hættulegt
fordæmi snerist lofið í andhverfu
sína. Sigurður segir sláandi dæmi af
systursyni konu sinnar sem býr uppi
á Kjalarnesi. „Stráksi naut þess að
Bjarni í Mínus Sonur Sigurðar er heimakær,
lifir fyrir tónlistina og hefur aldrei komið ná-
iægt dópneyslu. Það fullyrðir faðir hans.
vera í ætt við svo mikinn rokkara en
það snerist heldur betur við. Kenn-
arar og nemendur senda hann nú
grátandi heim því krakkarnir eiga
ekki að hlusta á Mínusa - þeir eru
allir í dópi. Dæmi er um að krökkum
í Hafnarfirði hafi verið bannað að
klæðast Mínusbolum því það er
óæskilegt. Þetta er auðvitað fyrir
neðan allar hellur - það hlýtur hver
maður með fullu viti að sjá.“
Að mati lögmannsins lýsir sú
orrahríð, sem Mínus hefur staðið í,
stórhættulegu hugarfari. „Maður fær
hreinlega hroll. Þetta eru atvinnu-
menn í tónlist og er nú bannaðar
bjargimar. Atvinna er frá þeim tekin,
Ég tel að þessu fólki gangi gott eitt til
og sennilega er það ekki meinfýsið.
En ef haldið er lengra stefnum við í
átt til hrollvekjandi þjóðfélags fas-
isma: Ef æskulýðsfrömuðir æda að
ákveða hver sé hin eina sanna rétta
lína - hvað krakkar megi og eigi að
hlusta á. Ekki er deilt um gæði tón-
listarinnar en nú er hætt að horfa til
þess heldur hvað telst æskileg fyrir-
mynd. Og einhver ætlar sér þá dul að
ákveða það fyrir alla línuna. Forræð-
ishyggjan í þessu er ógeðsleg og
þarna er um svívirðilega aðför að
listamönnum að ræða,“ segir Sigurð-
ur og skorar á forsvarsmenn lista-
manna að láta málið til sín taka.
. jakob@dv.is
Hannes Hólmsteinn Sá besti að mati nemenda sinna.
Hannes Hólmsteinn
besti kennarinn
Á árshátíð þjóðfélagsfræðinema
við Háskóla íslands, sem haldin var
um síðustu helgi, var Hannes Hólm-
steinn Gissurarson prófessor kosinn
besti kennari deilarinnar. Var kjör-
inu lýst á árshátíðinni:
„Ég fékk afhentan sérstakan
skjöld með áletrun af þessu tilefni.
Þetta kom mér mjög á óvart og
gladdi mig,“ sagði Hannes Hólm-
steinn eftir árshátíðina en Hannes
hefur löngum þótt frábær kennari
og verið vinsæli af nemendum sín-
um þótt í umræðunni sé hann ávallt
umdeildur. Að sögn margra fyrrum
nemenda við HÍ eru umdeildu
mennirnir oft bestu kennararnir.
Þeir þora að taka af skarið og gefa
meira af sér en hinir, sem fáar sem
engar skoðanir hafa.
SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ
BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Auglýsingum nýtt deiliskipulag
og breytingu á deiliskipulagi
í Reykjavík
í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.
73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til
kynningar tillögur að nýju deiliskipulagi og breytingu á
deiliskipulagi í Reykjavík.
Þingholtsstræti 3.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Þingholtsstrætis 3,
um byggingu hótels á lóðinni.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að byggt verði hótel á fjórum
hæðum, á fyrstu hæð verði gert ráð fyrir verslun, á annarri
og þriðju hæð komið fyrir átta herbergjum á hvorri hæð
og á fjórðu hæð komið fyrir sex herbergjum og einni svítu.
Á efstu hæðinni yrði komið fyrir verönd, með heitum potti
til nota fyrir hótelgesti.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Reitur 1.160.3, Hólatorgsreitur.
Tillagaað deiliskipulagi reits 1.160.3, Hólatorgsreitur, sem
afmarkast af Hólatorgi, Sólvallagötu, Blómvallagötu,
Hávallagötu og Garðastræti.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að leyfðar verði viðbyggingar á
þeim hliðum sem ekki snúa beint að götum þar sem slíkt
rúmast innan lóðar, leyfilegt verði að byggja nýja bílskúra
á þeim lóðum sem ekki eru bílskúrar á, innan þeirra bygg-
ingarreita sem sýndir eru á deiliskipulagsuppdrætti,
eingöngu verði leyfilegt að rjúfa garðveggi fyrir göngu-
leiðir að útidyrum og framanvið bílskúra/bílastæði. Um
einstakar lóðir, hækkun húsa, þakhæðir, kvisti, verndun
og friðun, fjölgun íbúða, trjágróður og fleira er nánar um á
uppdrætti og í skilmálum.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og
byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl.
08:20 - 16.15, frá 27. febrúartil 13. apríl 2004. Einnig má
sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir
sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna
sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær
skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eigi síðar en 13.
apríl 2004.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests,
teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 27. febrúar 2004
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur