Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2004, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2004, Side 15
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 15 am. é&'l É0Ú ;$■; i 3 Innsigli var rofiða Bergstaða- stræti 19 Innsigli á bakhurðinni að Bergstaðastræti 19 var rofið í fyrrinótt. Nágrann- ar tóku eftir þessu í gær- morgun. Þeir sem rufu innsiglið höfðu þó ekki er- indi sem erfiði því þeim tókst ekki að komast inn í húsið. Bakhurðin er það rammgerð og vel njörvuð aftur að verkfæri á borð við borvél þarf til að kom- ast í gegnum hana. Sem kunnugt er af fréttum DV var húsinu lokað og það innsiglað af slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fyrr í vikunni vegna íkveikju- og sprengihættu. Úti- gangsmenn hafa hafst við í húsinu síðan síðasta haust, sumir með skrif- legu leyfi eigandans Sig- urðar Óla Sigurðssonar, sem rekur veitingastaðinn A. Hansen í Hafnarfirði. íbúum í nágrenni Bergstaðastrætis 19 er létt eftir að langri baráttu þeirra við að fá útigangsmenn burt af svæðinu er lokið. Ekkert gerðist fyrr en DV skrifaði um málið. Þökkum ykkur kærlega fyrir „Það er líka furðulegt að þessi eigandi skuli hafa getað gefið útigangs- mönnum skriflegt leyfi fyrir að fá að vera í hús- inu þegar vitað var að búið var að setja leigu- bann á það enda húsið algerlega óíbúðarhæft." „Við þökkum ykkur kærlega fyrir stuðn- inginn við að fá þessu húsi lokað," segir Jenný E. Guðmundsdóttir, einn af næstu nágrönnum við Bergstaðastræti 19, sem nú hefur verið lokað útigangsmönnum sem þar hafa hafst við með leyfi eiganda. Annar nágranni, Helga Völundardóttir, sem er þriggja bama móðir, segir einnig að DV eigi þakkir skildar. „Það gerðist ekkert í málinu fyrr en blaðið birti grein um húsið," segir Helga. „Og næstum daginn eftir voru allir mættir til að loka húsinu, slökkviliðið, lög- reglan, heilbrigðisnefnd og lögmenn borg- arinnar." Fram kemur í máli þeirra beggja að ffá því fyrir jól á síðasta ári, þegar umferð úti- gangsmanna var orðin all umfangsmikil í og við húsið, hafi ítrekað verið haft sam- band við borgaryfirvöld til að fá húsinu lok- að. „Þarna voru meðal annars sprautufíklar þannig að manni stóð alls ekki á sama enda á ég þrjár ungar dætur,“ segir Helga. „Það er líka furðulegt að þessi eigandi skuli hafa getað gefið útigangsmönnum skriffegt leyfi fyrir að fá að vera í húsinu þegar vitað var að búið var að setja leigubann á það enda húsið algerlega óíbúðarhæft." Húslð vlö Bergstaðastræti 19 til umfjöllunar hjá borgarjTtrvöldum eftlr aö slökkvi- liöið fCkk þvl lokaö vegna bruna- og sprengihættu. Alls 13 gaskútar d vtö og dreif um húslö. Eigandanum sent bréf um máliö meö skýrum skUaboöum. um nágrannanna. P WðÖ8t upP ".enn ikvetta úr Koma veröur husinu fnnahiippfhfr Eins og fram hefur komið í DV hefur lögregl- an fundið þýfi í húsinu í. heimsóknum sínum þangað undanfarna mánuði. Helga segir að þegar Bergstaðastræti 19 íbúari nágrenninu eru DVþakklátir fyrirað segja frá baráttu þeirra á síðum blaðsins. forráðamenn meðferðar- heimilisins Byrgisins fóru inn í húsið í fylgd sjón- varpsmanna fyrir nokkrum vikum síðan hafi móðir hennar uppgötvað að ætt- arborð þeirra hjóna var orð- ið innanstokksmunur hjá útigangsmönnunum. Móð- irin hélt annars að borðið væri tryggt í geymslu þeirra hjóna. Um er að ræða stórt útskorið borð úr vönduðum viði, smíðað í Kaupmanna- höfn snemma á síðustu öld. Borðið var sótt af lögreglu skömmu síðar og kom- ið til réttra eigenda á ný. -yj**"".*.* Áskriftar happdrætti ssv Ferð fyrir 2 til London eða Kaupmannahafnar w Vinningshafar verða kynntir í Askriftarsíminn er 550 5000 helgarblaði daginn eftir útdrátt Á hverjum föstudegi til páska verður dregið úr öllum áskrifendum DV og sá heppni fær ferð fyrir 2 með lceland Express til London eða Kaupmannahafnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.