Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2004, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2004, Blaðsíða 19
DV Sport FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 19 ibæk. Hann heldur til La Manga á Spáni á or sig ekki vera samningsbundinn KR en liðinu. Á leiötil Stabæk? Veigar Páll Gunnarsson. sem sést her i lelk með KR ingum gegn Skagamönnum i fyrra, segist wa á leiðinni til norska liðsins Stabæk. Forráóomenn KR hafa ekkert heyrt fró VeigariPáli sern heldur ut á morgun til æfínga. fXkgmdPietur Kvennalið ÍBV í handbolta spilar sinn Qórða bikarúrslita- leik á fjórum árum þegar það mætir Haukaliðinu á morgun. Sama félag - allt annaö liö Kvennalið ÍBV spilar um helgina sinn íjóröa bikarúrslitaleik i röð þegar það mætir Haukaliðinu í Laugardalshöllinni klukkkan 13 á morgun en það hefur ekki verið sama. Eyjalið sem hefur mætt í Höllina síðustu þrjú árin. Vigdís sú eina Það er aðeins einn leikmaður sem hefur komið við sögu í öllum þremur leikjunum en það er markvörðurinn Vigdís Sigurðar- dóttir sem varði 48 skot í þessum þremur leikjum (16 að meðaltali) og var fyrirliði liðsins þegar það vann bikarinn í fyrsta sinn fyrir þremur árum. Það er ekki nóg með að enginn leikmaður hefur tekið þátt í öllum þremur leikjunum, heldur hefur enginn leikinaður ÍBV skorað í fleiri en einum af þessum þremur leikjum. Eyjamenn hafa þannig þurft að búa við miklar manna- breytingar á þessum fjórunt árum en alltaf hefur liðið haft styrk til að komast alla leið í þennan stærsta leik ársins. Nú í ár verður loksins breyting á þessu því lið Eyjastúlkna er að mestu leyti skipað sömu lykilmönnum og í fyrra nema að Vigdísi undanskilinni sem hefur lagt skóna á hilluna. Fjórði þjálfarinn á 4 árum Aðalsteinn Eyjólfsson verður fjórði þjálfarinn sem fer með IBV- liðið í bikarúrslit á þessum fjórum árum. Sigbjörn Óskarsson gerði ÍBV að bikarmeisturum 2001, Erlingur Richardsson endurtók leikinn árið eftir og Unnur Sigmarsdóttir stýrrrði ÍBV í fyrra. Undir stjórn Aðalsteins hefur ÍBV-liðið unnið 14 af 15 deildarleikjum sínum í vetur og hefur 3ja stiga forustu á Hauka þrátt fyrir að eiga heila þrjá leiki inni miðað við Hafnarfjarðarliðið. Þá er ÍBV-liðið komið í 8 liða úrslit í Evrópukeppninni, fyrst íslenskra kvennaliða. ooj@dv.is Sú eina Vigdís Sigurðardóttir er eini leikmaður IBV sem hefur komið við sögu I öllum bikarúrslitaleikjum liðsins á siðustu þremur árum. Vigdís er ekki með i ár. ÍBV í ÚRSLITUM 2001 (BV varð bikarmeistari eftir 21-19 sigur á Haukum í framlengdum leik. Mörk fBV í úrslitaleiknum: Tamara Mandizch 5/4 Edda Eggertsdóttir ’4 Anita Andreasen 4 IngibjörgÝr Jóhannsdóttir 3 Gunnleyg Berg 2 Amela Hegic • 2 Bjarný Þórvarðardóttir 1 ÍBV í ÚRSLITUM 2002 fBV varð bikarmeistari eftir 22-16 sigur á Gróttu/KR. Mörk ÍBV í úrslitaleiknum: Theodora Visokaite 6 Ana Perez 6/3 Dagný Skúladóttir 5 Ingibjörg Jónsdóttir 3 Andrea Atladóttir 2 ÍBV í ÚRSLITUM 2003 ÍBV tapaði fyrir Haukum, 22-23, í bikarúrslitaleiknum. Mörk (BV í úrslitaleiknum: Sylvia Strass 7 Alla Gokorian 7/3 Anna Yakova 5 Elísa Sigurðardóttir 2 Birgit Engl 1 * Arnór gerir gæfu- muninn hjá KA Framarar og KA-menn mætast í fjórða sinn í vetur þegar liðin spila bikarúrslitaleik karla í handbolta í Laugardalsöllinni á morgun. Framarar unnu fyrsta leik liðanna á Akureyri þegar KA-menn léku án Arnórs Atlasonar en KA hefur unnið hina tvo þar sem Arnór hefur verið með og hefur strákurinn skorað 23 mörk í þessum tveimur sigurleikjum. KA-menn ætla sér örugglega að rifja upp bikarstemninguna frá því á árunum 1994 til 1997 þegar liðið komst í bikarúrslitaleikinn fjögur ár í röð og vann bikarinn bæði 1995 og 1996, Á morgun leikur KA sinn fyrsta bikarúrslitaleik frá 1997. Arnór Atlason er markahæsti leikmaður úrvalsdeildar karla með 52 mörk í frmrn leikjum. Hann skoraði 12 mörk og nýtti 92% skota sinna í 31-28 sigurleik KA á Fram á dögunum. KA-menn treysta mikið á Arnór og svo Andreus Stelmokas, sem skoraði 9 mörk úr 12 skotum og fiskaði 5 víti í þessum sigri KA á Fram á Akureyri í byrjun febrúar. Tveir bikarúrslitaleikir Arnór Atlason gæti líka farið illa með Framara tvo daga í röð því auk þess að spila lykilhlutverk með meistaraflokknum í bikarúrslita- leiknum á morgun verður hann einnig í stóru hlutverki með ung- lingaflokknum daginn eftir en það vill svo skemmtilega til þetta árið að KA og Fram mætast í báðum bikarúrslitaleikjum elstu karla- flokkanna. ooj@dv.is 11,5 mörk í leik Arnór Atlason hefur farið illa með Framara það sem af er vetri og þeir verða að stöðva hann, ætlir þeir sér bikarmeistaratitilinn á morgun. Hér reynir Framarinn Héðinn Gilsson að stöðva Arnór ileik iiðanna i vetur. I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.