Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2004, Síða 31
BV Siðast en ekki síst
FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 31
Orkuveitan heillar 250 þúsund gestir á ári
„Fyrirtækið er eigendum sínum
ástfólgið," segir Helgi Pétursson hjá
Orkuveitu Reykjavíkur en árlega
heimsækir fjórðungur úr milljón
stofnunina; íslendingar í bland við
gesti frá 60 þjóðlöndum. Listasöfn
höfuðborgarinnar og Árnastofnun
blikna í samanburði við Orkuveit-
una þegar kemur að því að kveikja
áhuga gesta. Svo ekki sé minnst á
Þjóðminjasafnið sem alltaf er lok-
að.
„Það eru allar lóðir og lendur
Orkuveitunnar sem fólk vill heim-
sækja en eftirspurnin er helst eftir
Orkuveituhúsinu sjálfu, Perlunni,
Deildartunguhver, Nesjavöllum,
Gvendarbrunnum og ekki má
gleyma Elliðaárdalnum,“ segir
Auður Björg Sigurjónsdóttir, mót-
tökustjóri Orkuveitunnar, en hún
er önnum kafin kona eins og gefur
að skilja. „Það er ekki svo að við
heilsum öllum þegsum gestum
með handabandi en við tökum á
móti öllum sem vilja koma. Við
erum einfaldlega að mæta eftir-
spurn,“ segir hún.
Nær því allir útlendingar sem
hingað koma í opinbera heimsókn
koma við hjá Orkuveitunni. Þar fá
þeir að sjá hið framandi sem í flest-
um tilvikum er óþekkt í heimalandi
þeirra; gufustróka og bullandi heitt
vatn eins og hver vill hafa. Eins og
sandurinn í Sahara eða ísinn á
Grænlandi. Og Orkuveitan kann þá
list að taka á móti fólki. Höfuð-
stöðvar fyrirtækisins á Bæjarhálsi
mynda glæsilegan ramma um
þennan áhuga allan og er bygging-
in þegar komin í hóp þeirra mark-
verðustu í höfuðborginni; eins og
skip sem rís upp úr örfoka mel,
tákn um sigur gegn landlægum
kulda og blæstri. Sigurtákn á
Höfða.
Auður Björg Sigurjónsdóttir og Jó-
hanna Guðmundsdóttir Móttökustjórinn
tekur vel á móti öllum þótt ekki geti hún
heilsað öllum með handabandi.
• Tónlistarmaðurinn Sverrir
Stormsker vinnur nú ótrauður að
því að afla fram-
boði Ástþórs
Magnússonar til
forseta íslands
fylgis líkt og hann
gerði síðast þegar
Ástþór bauð sig
fram. Virðist því
gróið um heilt en
nokkuð slettist upp á vinskapinn
þegar Sverrir fékk Ástþór í útvarps-
viðtal til sín um árið. Þetta var þeg-
ar Sverrir var með útvarpsþátt á út-
varpsstöð sem eng-
inn man lengur
hvað hét eða heitir.
Sverrir lét allt
flakka og þegar
vinur hans Astþór
mætti í hljóðstofu
var á línunni eng-
inn annar en Hall-
dórÁsgrímsson utanríkisráðherra.
Við hann átti Ástþór ýmislegt van-
talað og beindi að honum föstum
skotum - hvað hann ætti eiginlega
við með sinni herskáu utanríkis-
stefnu. Varð fátt um svör hjá Hall-
dóri og Ástþór fór úr þættinum
harla ánægður með frammistöðu
sína - hafði nú heldur betur tekið í
lurginn á Halldóri. Það kom síðar á
daginn, Ástþóri til mikillar raunar,
að Halldór var ekki Halldór heldur
Jóhannes eftirherma...
• Eins og DV greindi frá í gær, hafa
þeir tengdafeðgar, Jón Helgi Guð-
mundsson í Bykó og Hannes
Smárason í íslenskri erfðagrein-
ingu, deilt um kaup Flugleiða á
Eimskipafélagsbréfum um daginn.
Jón Helgi vissi ekki að Flugleiðir
væru að kaupa bréf
af Hannesi sjálfum
þannig að fyrsti
verknaður nýrra
stjórnenda væri að
_ færa Hannesi
***" næstum 300 millj-
ónir króna. DV
greindi líka frá því
að þeir tengdafeðgar hefðu átt í
persónulegri deilum. Allt þetta
dregur athygli að athyglisverðum
moggaleiðara frá því Flugleiða-
kaupin voru kynnt. Þar stóð: „Það
er mikil ábyrgð fólgin í því að taka
að sér eignarhald á svo stórum hlut
í Flugleiðum. Þeir Jón Helgi Guð-
mundsson og Hannes Smárason og
fjölskyldur þeirra hafa sýnt að þeir
eru til þess fallnir að standa undir
slíkri ábyrgð.“...
• Helgi Magnússon Málningarfor-
stjóri keypti í fyrradag stóran hlut í
íslandsbanka sem meta má á rnarga
milljarða. Hann hefur setið í banka-
ráði bankans fyrir lífeyrissjóðinn
Framsýn sem seldi Landsbankan-
um sinn hlut í bankanum fyrir
skömmu. Helgi hefur tengsl við
Björgólf enda störfuðu þeir náið
saman fyrir mörgum árum þegar
Björgólfur var framkvæmdastjóri
Hafskips en Helgi endurskoðandi.
Báðir hlutu þeir dóma í Hafskips-
málinu umtalaða sem lauk í Hæsta-
rétti 1991. Þeir sem fylgjast með
viðskiptalífinu segja að Málningar-
forstjórinn hafi með stórviðskiptun-
um í gær hreinlega málað bæinn
rauðan...
ííSflKlt
sm
mEKONG
t h a i I e n s k matstofQ
IlfÉS
iBil
HWbúoi
♦Matsaman
Thailenskur réttur með kjúkling oc
steikt í matsamankarrí og salthnetusó^u.
♦Geng Sheo Van
Svínakjöt steikt í sætu grænu karrý (sterkt)
♦Pas Síú
Hrísnúðlur með kjúklingi, sprengdu eggi og
grænmeti
♦Djúpsteiktar rækjur
Með súrsætri sósu
Kr. 1130 á mann, Kr.2260fyrir 2
1 líter af Pepsi fylgir frítt með.
Eingöngu afgreitt fyrir 2 eða fleiri
Á höfuðborgarsvæðlnu
fimmtudaga til sunnudaga
frá kl. 17:00 til 21:00
Sími: 564 6111
Vílt þú gera glaðan dag í þínu fyrirtaskí
eða er veisla framundan?
...Ef svo er, hringdu í okkur á Mekong
og vlð aðstoðum þlg með bros á vðr.
♦Paneng
Nautakjöt steikt í paneng og kókc
(sterkt)
♦Svínakjöt í súrsætri sósu
♦Eggjanúðlur með kjúkling og grænmeti
♦Kao Pád Ped
Chillí krydduð hrísgrjón með kjúkling
og grænmeti
Kr.1000á mann, Kr. 2160 fyrfr 2
1 líter af Pepsi fylgir frítt með.
Eingöngu afgreitt fyrir 2 eða fleiri
Bæjarfind Opið alla virka daga frá kl. 11:00 til kl. 21:00, lau. 12:00 til 21:00 og sun. frá Id. 17:00 tH kl. 21:00
Sóltún Opið alla virka daga frá kl. 11:00 til kl. 21:00, lokað lau. og sun.
Sóitúni 3 105 Reykjavík sími: 562 9060 - Bæjarlind 14-16 200Kópavogi sími: 564 6111 www.mekong.is
8 * Aff 1 ’ :
i