Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2004, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.2004, Page 32
Fréttaskot Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. 550 5090 SKAFTAHUÐ24 105 REYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910 ] SÍMISSOSOOO X » ~JL > »' • Þórarinn Tyrfmgsson, yfir- læknir á Vogi, blæs á orðróm þess efnis að hann sé að hætta af- skiptum af áfengis- vanda þjóðarinnar. Eftir 29 ára starf hjá SÁÁ stendur hann enn keikur í brúnni á Vogi og ætlar að halda áfram: „Það er enn nóg að gera og ég hef ekkert hug- leitt að breyta til,“ segir hann ... • I framhaldi af þessu má geta þess að á Austurlandi hefur áfengisvandinn tekið á sig nýja og áður óþekkta mynd með tilkomu erlendra verkamanna á Kárahnjúkasvæð- inu. Kaupa þeir upp allar fáanlegar birgð- ir af pilsner í verslun- arferðum sínum til Egilsstaða. Kemur þar tvennt til. Pilsnerinn er ódýr- ari en bjórinn í Ríkinu og hitt að sjálfum þykir þeim íslenski bjór- inn of sterkur. í heimalöndum þeirra flestra er drukkinn alvöru bjór sem bruggaður er eftir alda- gömlum hefðum. Er hann ekki hafður nema 4,25 prósent á með- an sá íslenski er minnst 5 pró- sent. Það þykir of sterkt undir Kárahnjúkum ... f ■ | m | a* til lorseta „Ég er maður syndarinnar,“ segir Snorri Ásmundsson, myndlistarmað- ur og forsetaframbjóðandi. Ekki er langt síðan Snorri lýsti því yfir í íjöl- miðlum að hann ætlaði að bjóða sig fram til embættis forseta íslands. Flestir kannast við Snorra af mynd- listarsviðinu, þar sem hann hefur náð langt, en færri vita að hann á að baki dökka fortíð sem að margra mati gæti haft áhrif á möguleika hans í kom- andi kosningum. ,Ætli þetta sé ekki hefðbundin for- tíð hjá drykkfelldum unglingi," segir Snorri. „Ég leiddist út í neyslu og er óvirkur alkóhólisti nú í dag - kominn í lið með guði eftir afar erfiða upp- risu.“ Snorri fæddist 13. nóvember 1966 og fékk sinn fyrsta dóm fyrir ölvun- arakstur 17 ára. Á tíu ára tímabili, frá 1984 til 1994, gekkst Snorri sjö sinn- um undir dómssátt vegna umferðar- lagabrota og fimm sinnum vegna áfengislagabrota. Ferill hans sem ökumanns endaði svo þann 17. júní 1995 þegar hann ók dauðadrukkinn um miðbæ Akureyrar - var sviptur ökuleyfi ævilangt og dæmdur í 35 daga fangelsisvist. Ári seinna, þann 7. mars 1996, fékk Snorri sex mánaða fangelsisdóm fyrir sölu og neyslu á amfetamíni. Hann var jafnframt dæmdur fyrir að hafa falsað tékka úú um alla borg en tveir félagar hans fengu vægari dóma. „Þetta var skóli sem ég þurfti að ganga í gegnum og hugsa að ég sé rík- ari fyrir vikið,“ segir Snorri, sem vinn- ur nú hörðum höndum við að skipu- leggja komandi forsetaframboð. „Ég er löngu búinn að fyrirgefa sjáifúm mér gamlar syndir og vona að þjóðin sé tilbúin að taka mig í sátt líka.“ Snorri Ásmundsson forsetaframbjóðandi Maður syndorinnar, aö eiginsögn. Snorri hefur að undanförnu verið duglegur við að hjálpa náunganum og hans helsta fjáröflunarleið er í formi syndaaflausnarbréfa sem hann selur fólki. „Ég er sponsoreraður af guði,“ segir hann. „Hef ekkert að fela og get staðið fyrir öllu því sem ég hef gert um ævina." Snorri segir að tími sé kominn til að þjóðin vakni. „For- setinn þarf ekki að vera einhver hvítflibbi sem ekkert hefur gert um ævina. Hann er maður eins og ég og þú." úbbnum við Gullinbrú Bjöðumeinniguppá: ■Beinarútsendingar ■ Dansleiki ■Hádegis-og kvöldmatseðíl ■ Poolborð ■ Lifandi tónlist ■Karaoke KLÚBBURINN Einnstærstiogflottastiskemmtistadurlandsins HÍr ji^s íSÆl- m ax 567 3150 - klubburinn@klubburinn.is -www.klubburinn.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.