Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2004, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 1 9. MARS 2004
Fyrst og fremst DV
Útgáfufélag:
Frétt ehf.
Útgefandl:
Gunnar Smári Egilsson
Ritstjóran
lllugi Jökulsson
MikaelTorfason
Fréttastjóran
ReynirTraustason
Kristinn Hrafnsson
Kristján Guy Burgess
DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn:
550 5020 - Fréttaskot: 550 5090
Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing-
an auglysingar@dv.is. - Dreifing:
dreifing@dv.is
Setning og umbrot Frétt ehf.
Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagna-
bönkum án endurgjalds.
Hvað veist þú um
GuUerg
1 Frá hvaða sjávarplássi á
Suðurnesjum er Guðberg-
ur?
2 Hvað hét sögumaðurinn í
„metsölubók" sem Guð-
bergur gaf út 1966?
3 Hvað kallar Guðbergur
sjávarþorpið þar sem marg-
ar af fyrstu bókum hans
gerast?
4 Hvað kallár hann sjálfur
bækurnar Faðir og móðir
og dulmagn bernskunnar
og Eins og steinn sem hafið
fágar?
5 Hvað hét fyrsta skáldsaga
Guðbergs?
Svör neðst á síðunni
Gagn sögunnar
Leiðaraliöfundur sænska
blaðsins Dagens Nyheter
fagnar því að saga verði nú
skyldulesning allra sænskra
menntaskólanema. Hann
segist þó efast um að hópar
fólks eigi eftir að dansa um
götur sænskra bæja af
þessu tilefni. Hann segir
nauðsynlegt að fólk viti
hvaðan það kemur til að
komast að því hvert það
vilji stefna. Hann rifjar upp
orð Nietzsches um sögu-
veiki evrópskrar menningar
en lausnin við því sé ekki að
hætta að kenna sögu. Leið-
arahöfundurinn mælir alls
ekki með því að fólk fyllist
fortíðarþrá en mannskepn-
unni sé nauðsynlegt að
þekkja sögu þjóðarmorða
og annarra illvirkja...
Lesótó hrósað fyrir
spillingarbaráttu
Suður-Afríska blaðið Merc-
ury greinir frá því að Thabo
Mbeki forseti landsins haft
hrósað stjórnvöldum í ná-
grannaríkinu Lesótó fyrir
baráttu landsins gegn spill-
ingu. Lesótó er fyrsta Afr-
íkuríkið sem sækir til saka
risastór erlend fyrirtæki
sem grunuð eru um að
múta ráðamönnum til að
koma sínu fram við bygg-
ingu risavirkjunar. Til að
mynda hefur saksóknari
verið með ítalska verktaka-
fyrirtækið Impregilo til
skoðunar.
Fálki
Flestir þekkja hinn tignarlega
fugl fálka og halda jafnvel
upp á hann. Færri
vita kannski hvernig
ætti að bregðast við
því að vera kallaður algjör
„fálki". Orðið er nefnilega
einnig til í merkingunni„auli“
„heimskingi" eða
„óáreiðaniegur maður".
Málið
Svörvið spurningum:
1. Grindavík. ZTómas Jónsson. 3. Tangi. 4.
Skáldævisögur. 5. Músin sem læðist.
Niður á Davíðsplan
Misráðið er hjá forseta íslands að
segjast ætla að taka meiri þátt í
stjórnmálaumræðunni á næsta
kjörtímabili og taka til varna gegn ómerki-
iegu skítkasti forsætisráðherra og hirðar
hans. Með þessu fer forsetinn niður á lága
planið, sem lengi hefur einkennt forsætis-
ráðherrann og hirð hans.
Forseti er ekki þjóðkjörinn til að verða
þjarkari í pólitík, allra sízt til að bæta upp
gerræði forsætisráðherra, sem orðinn er svo
innhverfur, að hann framleiðir hvern at-
burðinn á fætur öðrum til að líkja sér við
Hannes Hafstein og efna til persónudýrkun-
ar á iífs og liðnum forsætisráðherrum.
Einkenni forsætisráðherra komu vel í ljós,
þegar hann var borgarstjóri og reisti Perlu
og ráðhús, sem sjást langt að og koma eng-
um að gagni. Eftirmaður hans í ráðhúsinu
lagði hins vegar skolpleiðslu, sem ekki sést,
en er hornsteinn að heilsusamlegu lífi allra
íbúa höfuðborgarsvæðisins.
Pirringur forsætisráðherra nærist af van-
metakennd, af því að hann hefur minna lag
á að umgangast útlendinga en tveir síðustu
forsetar. Hann hefur neyðst til að halla sér
að skoðanabræðrum á borð við Leoníd
Kuchma í Úkraínu, Anders Fogh Rasmussen
í Danmörku og Silvio Berlusconi á Ítalíu.
Auðvitað verður forsetinn á sinn hátt að
tefla skákina, sem forsætisráðherrann hóf.
Forsetaembættið þarf að tryggja sér með
formlegum bréfaskriftum milli stofnana, að
ferðalög og fjarvistir framleiði ekki tækifæri
handa forsætisráðherra til að hóa saman
ríkisráðsfundum af minnsta tiiefni.
Forsetinn getur vel gætt hagsmuna og
virðingar embættisins gegn hirð forsætis-
ráðherra, án þess að stíga niður til hennar og
fara akkúrat á útmánuðum valdaskeiðs nú-
verandi forsætisráðherra að karpa um ein-
stök atriði, er varða stöðu forsetaembættis-
ins og samskipti þess við framkvæmdavald-
ið.
Miklu betra er að bíða eftir kurteisari tíð,
þegar Halldór Ásgrímsson hefur tekið við
embætti forsætisráðherra. Hann kann
mannasiði og mun áreiðanlega leggja sitt af
mörkum til að ýta til hliðar tilgangslausum
metingi milli manna, sem alls ekki geta leynt
því, að þeir þola ekki hvor annan.
Yfirlýsingar forsetans um, að hann sé til í
slaginn, eru til þess eins fallnar að gefa hirð
forsætisráðherra tækifæri til að spinna
þráðinn um, að forsetinn megi ekki vera á
skíðum í útlöndum og ekki umgangast fíni-
menn í útíöndum og að embættið sé svo
marklaust, að bezt sé að leggja það niður.
Kannski ræður forsetinn bara ekki við sig.
Kannski var stökkbreytingin úr slagsmála-
hundi við Austurvöll í friðarhöfðingja á
Bessastöðum honum um megn. Kannski er
gamli Ólafur upp vakinn.
Jónas Kristjánsson
ATHYGLI VAKTI hversu harkalega Davíð
Oddsson forsætisráðherra brást við
kosningaúrslitunum á Spáni. Sósí-
alistar höfðu alla kosningabaráttuna
boðað að næðu þeir kjöri myndu
þeir draga spænska hermenn frá
írak, enda höfðu þeir alla tíð verið á
móti Íraksstríðinu. Sömu sögu var
að segja um mjög stóran meirihluta
spænskra kjósenda. Ef við munum
rétt höfðu allt að 90 prósent Spán-
verja lýst sig andvíga stefnu Aznars
forsætisráðherra í málinu. Þar til
hryðjuverkin í Madríd dundu yfir
var hins vegar ekki útlit fyrir að
meirihlutinn myndi láta það mál al-
farið ráða atkvæði sínu. Þrátt fyrir
sannfæringu Spánverja um að Aznar
væri á villigötum með sínum dygga
stuðningi við Bush & Blair í íraks-
málinu skipti fleira þá að sjálfsögðu
máli og þar sem stjórn Aznars hafði
staðið sig býsna vel í ýmsum innan-
landsmálum, þá voru Tíkur á að
flokkur Aznars héldi velli.
Það breyttist á skammri stundu
við hryðjuverkin og hefur orðið
ýmsum tilefni til hugleiðinga um
hvort Spánverjar hafi á einhvern
hátt „látið undan" hryðjuverka-
mönnunum með því að kjósa sósí-
alistp sem vildu aðra stefnu en stjórn
Aznars. Eins og þegar hefur verið
bent á í leiðara DV þykir flestum alit
í lagi ef hryðjuverkaárásir verða til
þess að kjósendur snúast til fylgis
við harðlínuöfl sem vilja sýna tóma
hörku í utanríkismálum en hitt er
gjarnan talin svt'virðileg eftirgjöf ef
kjósendur vilja fara aðrar leiðir.
0RÐ DAVÍÐS VORU á þessa leið: „Nú, þá
er verið að láta undan hryðjuverka-
mönnunum, þeir eru þá farnir að
stjórna. Ég mundi ekki vilja hafa
mitt umboð frá hryðjuverkamönn-
um. Það vildi ég ekki. Og þeir geta ...
Þarna hafa þeir náð sínum mark-
miðum; koma ríkisstjórn frá og
draga herlið frá írak. Það var það
sem þeir vildu.
Menn gera upp sinn hug og láta
ekki terrorista - hérna - hræða sig
„Er þá ekki best að
Davíð skelli sér til
írak, grár fyrir
járnum, þegar
hann stendur upp
úrstólnum 15. september
næstkomandi?"
skrifar Múrinn
frá ákvörðunum. Hvers konar þjóðir
eru þetta þá að verða - og ríkis-
stjórnir eftir ef að terroristar geta
komið í veg fyrir það að harðstjórum
sem hafa myrt hundruð þúsunda
manna sé komið frá? Að terroristar
geti ráðið því? Hrætt svo líftóruna úr
fólki að menn þori ekki að taka af-
stöðu? Ég vona að það komi aldrei
fyrir íslendinga.“
Á MÚRNUM vöktu þessi orð Davíðs í
sjónvarpsfréttum á þriðjudaginn var
litla hrifningu. Þar segir:
„Þá er hún greinilega hafin,
keppnin um það hver nær að sýna
Spánverjum mesta ruddaskapinn
áður en 10 dagar líða frá hryllingn-
um í Madríd. Varla kemur á óvart að
Tony Biair hafi verið með fyrstu
mönnum til að þenja sig um það að
José Luis Rodriguez Zapatero, verð-
andi forsætisráðherra Spánar, ætti
ekki að standa við kosningaloforð
sitt um að kalla spænska herliðið
heim frá írak ef Sameinuðu þjóðirn-
ar tækju ekki við stjórn friðargæsl-
unnar fyrir 1. júlí nk. Það er sannar-
lega við hæfi að Blair bjóði fram ráð-
gjöf til annarra stjórnmálamanna
um það hvenær og hvernig eigi að
svíkja kosningaloforð.
Tveir valdamiklir Bandaríkja-
menn tóku við sér í vikunni og náðu
ágætis -starti í keppninni. Fyrst skal
frægan telja Dennis Hastert, leið-
toga Repúblikanaflokksins í fulltrúa-
deild Bandaríkjaþings. Hartn taldi
viðeigandi að saka spænsku þjóðina
um linkind og friðkaupastefnu
gagnvart hryðjuverkamönnum
vegna þess hvernig meirihluta kjós-
enda greiddi atkvæði um síðustu
helgi. Þetta er maðurinn sem er
næstur í röðinni til valda á eftir þeim
Bush og Cheney, nokkurs konar
varamaður varaforseta Bandaríkj-
anna.
Annar herramaður að nafni Ric-
hard Myers, formaður bandaríska
herforingjaráðsins, stimplaði sig inn
þótt óneitanlega væri það með
diplómatískara orðalagi. Myers tók
það fram að hann ætlaði ekki að
gagnrýna Spánarstjórn, hvert ríki
yrði að ákveða það fyrir sig hvernig
það brygðist við hryðjuverkaógn en
hjáseta væri ekki meðal valkost-
anna. „Veiklyndi er ögrandi" hefur
BBC eftir Myers sem þar með hefur
sagt það sem hann þóttist ekki vera
að segja. Enda þekkja allir hvernig
fjarvera t.d. Svía, Finna, íra og Sviss-
lendinga í Íraksstríðinu hefur kallað
öldu hryðjuverka yfir þessi lönd að
undanförnu, ekki satt?
DEMÓKRATINN J0HN KERRY tautaði eitt-
hvað í barminn um að hann vildi
helst ekki að spænsku hermennirnir
yrðu kallaðir heim. Ekki seinna
vænna að fara að nudda sér utan í
stuðningsmenn Bush fyrir forseta-
kosningarnar. Demókratarnir klikka
ekki.
Kannski vita þeir Hastert og
Myers það ekki, en þeir eiga ekki
möguleika í þessari keppni. Alls
enga. Okkar maður kláraði þennan
leik þegar á þriðjudagskvöld ...
Er þá ekki best að Davíð skelli sér
til Irak, grár fyrir járnum, þegar
hann stendur upp úr stólnum 15.
september næstkomandi? Er það
ekki tilvalið fyrir mann sem telur sig
þess umkominn að snupra Spán-
verja fyrir að sýna hug sinn f kosn-
ingum og velur til þess jafn smekk-
lega tímasetningu og raun ber vitni?
Vill einhver fara með Davíð í sól-
ina?“
■ Egill Helgason skrifar á bls.
31 kjallaragrein um skyld
mál og fjallað er um í þessum
pistli. Kjallaragreinar verða
framvegis birtar á öftustu
opnu blaðsins.
Fyrst og fremst
Með Davíð
fS aðilar sem Davíð vildi hafa umboð sitt frá 7. Bilderberg-samtök-
in 2. Félag kolkrabbaveiðimanna á Sikiley 3. Samtök franskra
rauðvínsbænda 4. McDonalds 5. Silvio Berlusconi