Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2004, Síða 8
8 FÖSTUDAOUR 19. MARS 2004
Fréttir DV
ísland í tengsl
við Afganistan
ísland og Afganistan
hafa stofnað með sér
stjórnmálasamband.
HjálmarW. Hannesson,
fastafulltrúi íslands hjá
Sameinuðu þjóðunum, og
Ravan Farhadi, afganskur
starfsbróðir hans, tókust í
hendur um málið í fyrradag
(sjá mynd). íslenska friðar-
gæslan mun taka við stjórn
flugvallarins í afgönsku
höfuðborginni Kabúl 1.
júní. Síðdegis í fyrradag
undirritaði Hjálmar stjórn-
málasamband við Paragvæ.
Þá afhenti Benedikt Ás-
geirsson, sendiherra í Mó-
sambík, Bakili Muluzi, for-
seta Malaví, trúnaðarbréf
sitt á þriðjudaginn. f Malaví
fer fram umfangsmesta
þróunarstarf Islands, en
það er á sviði fiskveiði,
heilsugæslu og menntunar.
Utanríkisráðuneytið hyggst
undirrita stjórnmálasam-
band við öll ríki Sameinuðu
þjóðanna næstu tvö árin.
Bæjarstjóri
sendi reipi
Kristján Þór Júlíusson,
bæjarstjóri á Akureyri sendi
áhöfninni á Baldvin Þor-
steinssyni EA og starfsfólki
Samherja táknrænan bút úr
togreipi til að óska þeim til
hamingju með björgun
skipsins í fyrrinótt. I með-
fylgjandi orðsendingu segir
Kristján: „Kæru Samherj-
ar!... Mest er um vert að
áhöfn allri skyldi bjargað
svo giftusamlega sem raun
ber vitni en fögnuður okkar
jókst enn frekar þegar skip-
ið sjálft var heimt úr helju
svartra sanda." Baldvin
Þorsteinsson er „samferð-
armaður" Kristjáns, hann
hét áður Guðbjörg ÍS og var
í eigu fsfirðinga á sama
tíma og Kristján Þór var þar
bæjarstjóri.
Björg Thorarensen
Lagaprófessor
„Þörfín er brýn, þvlþessi
glæpastarfsemi, mansai, fer
ört vaxandi," segir Björg
Thorarensen iagaprófessor,
sem heldur erindi á ráðstefnu
um alþjóö-
lega baráttu
Hvað liggur á?
gegn man-
sali, sem utanríkisráðuneytið
stendur fyrir í Norræna húsinu
í dag frá kl. 13.„Það eiga sér
stað hrikaleg mannréttinda-
brot á þessu sviði og ég mun
fjalla um hvernig samningur
SÞ um skipulagða glæpastarf-
semi og viðauki hans um
mansal, þar sem stefnt er að
því að gera þetta skýrlega
refsivert og að lögregluyfírvöld
margra ríkja geti unnið saman
að því að leysa þessi má!.“
Ung kona sem afsalaði sér börnum sínum tveim gegn eigin vilja, berst nú fyrir
þeim. Eftir ofbeldisfulla sambúð var hún brotin niður af barnsföður sínum og var
illa fyrir henni komið þegar hann plataði hana til að skrifa undir. Hún segist ekki
hafa fengið neina leiðsögn hjá sýslumanni. Börnunum líður illa hjá föðurnum sem
hún fullyrðir að vilji halda í þau vegna meðlaga, barnabóta og hærri örorkubóta.
Neydd til ao afsala
sér börnunum
Barnanna vegna getur hún ekki rætt við blað-
ið undir fullu nafni en hún var aðeins sextán ára
þegar hún hóf sambúð og átti dreng og stúlku
með liðlega árs miili bili. Þau eru nú sjö og átta
ára. Sambúðin var henni erfið og þar var hún
beitt líkamlegu og hrottalegu andlegu ofbeldi.
Hann var eldri en hún og nýtti sé það með því að
stjórna henni alfarið andlega, líkamlega, fjár-
hagslega og félagslega. Hann stjórnaði því hvert
hún fór, hvað hún gerði og hvað hún ekki gerði.
Hún var án menntunar og var ekki mikill bógur.
„Ég lifði í helvíti, hann stjórnaði líðan minni
og kom því inn hjá mér að ég væri geðveik. Ég var
í stöðugum ótta. Sem dæmi um ofbeldið þá lék
hann sér að því að segja að hann væri sjálfur orð-
in geðveikur og ég gæti átt von á að hann dræpi
mig í svefni einhverja nóttina. Ég svaf aldrei hálf-
an svefn," segir hún og minnist með hryllingi
þessa tfma.
„Hann hótaði líka að keyra með mig út fyrir
bæinn og grafa mig lifandi. Sagði að ég gæti alls
ekki verið viss um að hann gerði börnunum ekki
eitthvað. Ég var með stöðugan kvíða sem iýsti sér
þannig að ég lamaðist og gat ekkert gert. Hann
söng inn í eyrun á mér að ég væri ljót, leiðinleg
og ömurleg í alla staði og allir væru sammála
honum. Ég trúði að ég væri heimskingi sem ekk-
ert gæti og ekkert kynni," segir hún og á erfitt
með að tala um þessa reynslu.
Engin leiðsögn hjá sýslumanni
Þegar börnin voru tæplega tveggja og þriggja
ára hafði hún loks kjark til að reyna að fara.
Hann sendi þá annað barnið til ættingja sinna
úti á landi og sagði að hún fengi það ekki. Eftir
mikil innri átök ákvað hún að reyna að semja við
hann svo hún fengi barnið en skilyrðið var að
hún fylgdi honum til sýslumanns þar sem hún
undirritaði skjal þess efnis að hann fengi forræð-
ið. Það átti aðeins að vera í nokkra daga þar til
hún kæmi til baka með barnið. „Hann sagði mér
að hann vildi sjá að ég kæmi heim aftur með
barnið en þá myndi samningurinn falla úr gildi.
Sagðist vera búinn að gera samning við fulltrúa
sýslumanns um að þetta væri aðeins í nokkra
daga. Hann sveik það því þegar ég kom aftur
neitaði hann að láta gera plaggið ógilt. Ég var
sem sagt búin að afsala mér börnunum án þess
að ég vissi hvað ég væri að gera,“ segir hún og
það dimmir yfir henni við tilhugsunina.
„Ég átti ég mjög erfitt með að skrifa undir
plaggið, jafnvel þó ég trúði að það væri aðeins
þangað til ég kæmi til baka. Ég hágrét og skalf og
nötraði. Á móti mér sat fulltrúi sýslumanns og
fylgdist með. Hann gerði ekkert til að kynna mér
„Hann hótaði líka að keyra
með mig út fyrir bæinn og
grafa mig lifandi."
hve alvarlegur gjörningur þetta væri og hvaða af-
leiðingar hann gæti átt eftir að hafa fyrir mig.
Hann sá angist mína og sálarkvalir og með því
braut hann lög og reglur sem segja að maður eigi
að fá leiðbeiningar, sálfræðihjálp og afleiðing-
arnar gerðar manni Ijósar. Þetta er stór ákvörðun
sem engin móðir tekur nema að vel athuguðu
máli.
Svaf hjá honum fyrir börnin
Hún var heima hjá barnsföðurnum áfram
þrátt fyrir að þau væru skilin til að geta verið
með börnunum. Hún trúði ekki að hann myndi
ekki að lokum láta hana hafa börnin. „Gjaldið
sem hann krafðist fyrir að leyfa mér að vera hjá
börnunum var að ég svæfi hjá honum. Hann
notfærði sér aðstöðu sína og ég gerði það en í
staðinn fékk ég að vera hjá börnunum. Það var
ekki lengi því hann ákvað að flytja úr bænum
með foreldrum sínum og þangað var ég ekki vel-
komin. Síðan hef ég barist fyrir þeim. Fékk mér
lögfræðing sem ráðlagði mér að gefast upp því
það væri vonlaust fyrir mig að fá þau aftur. Ég
hef fengið að hitta þau aðra hverja helgi og í
hvert sinn sem ég skila þeim gráta þau og skilja
ekki hvers vegna þau þurfa að fara.
hún fái þau aftur. „Ég er bjartsýn því ég nú er ég
með góðan lögfræðing sem vinnur af hörku í
málinu. Á mér var brotið þegar ég afsalaði mér
foræði illa á mig komin undir pressu og án þess
að gera mér ljóst hvað ég var að gera. Mínar að-
stæður eru góðar nú. Eg hef fyrir þau öruggt
heimili og hef notað þennan tíma til að byggja
mig upp og vera í meðferð hjá lækni við kvíða-
röskuninni. Það er svo komið að ég þarf ekki að
nota lyf lengur og allt
er tilbúið til að ég
geti tekið þau. Nú
er að sjá hvernig
kerfið bregst
við,“ segir hún
og úr augunum
má lesa von
um réttlæti.
bergljot@dv.is
Eru óhrein og illa til fara
„Þau búa við slakan aðbúnað hjá föðurnum
og ég fæ þau alltaf óhrein og illa til fara. Þau fá
ekki það sem önnur börn fá og ég er hrædd um
að þau séu beitt ofbeldi. Faðir þeirra vinnur ekki
neitt en lifir á bótum og meðlögum og barnbót-
um. Það er ástæðan fyrir því að hann vill ekki
láta þau af hendi; hann vill ekki missa pen-
ingana þeirra. Ég hef horft upp á þau
verða meira og meira inn í sig og þau
eru hrædd og óörugg. Þau þrá ekkert
heitara en vera hjá mér og það er
eins og rýtingi sé stungið í brjóstið á
mér í hvert sinn sem þau eru slitin
frá mér því þannig er það í orðsins
fyllstu merkingu."
Hún segir að það eina góða við þetta sé
að hún hefur náð að byggja sig upp eftir r*
hún slapp úr sambúðinni. Börnin hal
þess í stað mátt þola það sem hún lét yfi
sig ganga. Þau eru nú átta og níu ára og
vonast hún til að ekki líði á löngu þar til
Hæstiréttur segir lögreglu ekki mega halda gögnum í Neskaupstaðarmálinu í þrjár vikur
Ríkislögreglustjóri afhendi líkmönnum gögn
Hæstiréttur hafnar rökum Rík-
islögreglustjóra um að embættið
þurfi meira ráðrúm til að yfirheyra
sakborninga í Neskaupstaðarmál-
inu áður en gögn þess eru afhent
lögmönnum sakborninganna.
Lögreglan á því að afhenda öll
gögn málsins sem eru eldri en viku
gömul.
Björgvin Jónsson, lögmaður
Tomasar Malakauskas, kærði úr-
skurð Sigurðar H. Stefánssonar hér-
aðsdómara í Reykjavík um að lög-
reglu væri heimilt að halda gögnum
frá lögmönnum sakborninganna
þriggja í þrjár vikur eftir að þau verða
til.
Hæstiréttur segir að þótt héraðs-
dómari hafi sagst í úrskurði sínum
mundu taka skýrslu af Tomasi hafi
dómarinn ekki yfirheyrt Tomas held-
ur látið við það sitja að bera undir
hann dagsgamla lögregluskýrslu og
vikugamla hljóðritaða skýrslu.
Þeir Grétar Sigurðarson og Jónas
Ingi Ragnarsson vom leiddir fyrir
héraðsdóm til skýrslutöku þennan
sama dag, 11. mars. Þeir staðfestu þá
sömuleiðis einfaldlega framburð
sinn hjá lögreglu.
Meginreglan er sú að verjendur
sakborninga fá strax og hægt er afrit
af öllum skjölum er varða mál þeirra.
Lögregla getur þó haldið gögnunum
í allt að eina viku telji hún rannsókn-
arhagsmunum ógnað með afhend-
ingu þeirra
Lögreglan heldur því fram að
skýrslutöku sé hvergi nærri lokið en
Hæstiréttur fellst ekki á rök lögreglu.
gar@dv.is
Tomas Malakauskas Litháiski sak-
borningurinn þegarhann yfirgaf Héraðs-
dóm Reykjavikur 11. mars siðastliðinn.