Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2004, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2004, Blaðsíða 15
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 15 Styður forræðislausa feður Karl Bretaprins sýndi forræðislausum feðr- um stuðning í gær þegar hann sagðist telja að enskir dómarar létu nær undantekning- arlaust forræði barna í hendur mæðra í stað feðra - jafnvel þegar feðurnir ættu enga sök á skilnaðinum. Prins- inn segir mál af þessum toga ekki alltaf sanngjörn og konur hafi sjálf- krafa yfirburði þegar forræðisdeilur eru annars vegar. Karl ætti að vita sitthvað um uppeldi barna enda verið einstæður faðir um margra ára skeið. Hafnar frétt um dauða Kan Gústaf Svíakonungur kvað vera æfur yfir furðu- frétt á sænskri útvarpsstöð en þar var fullyrt að hann væri farinn yfir móðuna miklu. Á eftir var svo leikin sorgarmúsík. Kon- ungur er sprelllifandi og hefur falið lögfræðingi sínum að stefna útvarps- stöðinni fyrir tiltækið. „Við höfum nú séð ýmislegt í gegnum tíðina en sjaldan hefur dómgreindarleysið verið meira,“ segir talsmaður sænsku konungshallarinnar um mál- ið. Talsmaðurinn vill ekki lýsa við- brögðum konungs í smáatriðum en segir fullvíst að hann hafi ekki brosað að spauginu. Útvarpsstöðin leiðrétti fréttina og baðst afsökunar. ar fullyrt lu. Á já / J" am E New York heillar Norska prinsessan, Marta Lovísa, ætlar að yfirgefa Noreg í haust og flytja til Bandaríkj- anna. Marta Lovísa og eiginmaður hennar, Ári Behn, hafa í hyggju að eyða nokkrum árum New York. Marta Lovísa og Ari fóru á sín- um tíma í brúðkaupsferð til New York og voru svo heilluð af hétu því að einhvern tíma myndu þau prófa að búa þar. Þau ætla að stunda menningar- og listalífið af kappi. Til stóð að þau flyttu vestur á síðasta ári en alvarleg veikindi Har- aldar konungs, föður Mörtu Lovísu, settu strik í reikninginn auk þess sem prinsessan vildi ekki missa af fæðingu bróðurdóttur sinnar. Siglfirðingar bjóða krónprinsinum í 100 ára afmæli síldveiða Hákon og Mette-Marit til (slands Hákon krónprins Noregs og Mette-Marit krónprinsessa ætla að heimsækja ísland þann 28. júní næstkomandi og dvelja hérlendis í tvo daga. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti lýðveldsins, átti fund með Hákoni í gær en krónprinsinn gegn- ir störfum þjóðhöfðingja í veikinda- forföllum Haraldar föður síns. Eins og greint var frá f DV í byrjun nóvember sl. þá verða Hákon og Mette-Marit að öllum líkindum meðal gesta sem fagna aldarafmæli sfldveiða á Siglufirði. Afmælisnefnd- in á Siglufirði sendi formlegt boð til Noregs og samkvæmt heimildum blaðsins mun boðinu hafa verið vel tekið. Siglfirðingar ætla að efna til mjög veglegra hátíðarhalda í tilefni afmælisins og þar mun heimsókn Hákons krónprins vafalaust bera hæst. í yfirlýsingu forseta segir að heimsóknin feli í sér skilaboð um hve mikilvægt sé af hálfu Norð- manna að rækta sambandið við ís- land og verður dagskrá heimsóknar- innar miðuð við að krónprinsinn og föruneyti hans farið á slóðir sem tengjast sameiginlegri sögu land- anna auk þess sem rfldsarfinn verð- ur kynntur fyrir vísinda- og við- skiptah'fi hérlendis. Ekki liggur fyrir hvort krón- prinsessan Ingiríður Alexandra verður með í för - hún fæddist seint í janúar síðastliðnum. Norskir hirð- læknar gera þá kröfu að prinsessan fari ekki í ferðalög fyrr en hún nær sex mánaða aldri. Það er því hæpið að prinsessan fylgi foreldrum sínum hingað til lands. Stórleikarinn Terence Stamp var ástmaður Díönu prinsessu um skeið. Þessar upp- lýsingar er að finna í nýrri bók sem Andrew Morton er að skrifa um prinsessuna. Ástamál prinsessunnar eru aðalefni bókarinnar. Stórleikarinn Terence Stamp hefur viðurkennt að hafa átt í ástar- sambandi við Di'önu prinsessu á ár- inu 1987. Þau Stamp og Díana hitt- ust í fyrsta sinn við ffumsýningu kvikmyndarinnar Wall Street í London. Þar mun ástin hafa kvikn- að og ef marka má breska fjölmiðla hófst eldheitt ástarsamband sem varði í fáeina mánuði. Andrew Morton rithöfundur lak þessum upplýsingum í fjölmiðla fyrr í vikunni. Morton, sem hefur halað inn að minnsta kosti milljarð króna á ævisögu sinni um Díönu prinsessu, er að skrifa nýja bók um prinsessuna. Bókin ber titilinn „Díana - í leit að ást" og er væntan- leg í bókabúðir í sumar. Morton boðar spennandi kafla um Stamp og Díönu og auk þess kafla um tvo aðra elskhuga sem prinsessunni tókst að halda utan sviðsljóssins. Að sögn mun annar þeirra vera kvæntur kvikmyndaleikari og hinn er forstjóri stórfyrirtækis sem allir þekkja. Meira lætur Morton ekki uppi að sinni enda vill hann auðvit- að selja sem mest af bók sinni þeg- ar hún kemur út. Ljóst þykir að Morton liggur á Morton boðar spenn- andi kafla um Stamp og tvo aðra elskhuga sem prinsessunni tókst að halda utan sviðsljóssins. ýmsum óbirtum upplýsingum um lífshlaup Díönu og hann er líka maðurinn á bak við þættina sem nú eru sýndir á fimmtudagskvöldum á NBC-sjónvarpsstöðinni í Banda- rtkjunum við gríðarlegar vinsældir. Morton mun hafa fengið 60 millj- ónir króna fyrir upptökur sem hann lánaði sjónvarpsstöðinni. Meðal annars hafa verið leiknir kaflar þar sem Díana lýsir andúð sinni á nú- verandi kærustu Karls prins, Camillu Parker Bowles. Þá hefur Díana lýst konungsfjölskyldunni sem kaldlyndri og sér óvinveittri á erfiðum tímum. Terence Stamp hefur alla tíð þótt mikið kvennagull og hefur átt í sambandi við margar frægar konur. Þeirra þekktastar eru Julie Christie, Joan Collins og Jean Shrimpton. Terence Stamp er fæddur á Englandi árið 1939. Hann varð frægur á sjöunda áratugnum og þótti mikið kvennagull. Meðal lagskvenna hans voru stórstirni á borð við Julie Christie, Brigitte Bar- Desert og Limey. Hann lék einnig í dot og Jean Shrimpton. Sú síðastnefnda hefur verið talin stóra ástin í lífi hans. Hún yfirgaf hann hins vegar og í kjölfarið hætti Stamp að mestu að leika. Hann sneri aftur seint á áttunda áratugnum og lék þá í Super- man II, The Hit, Priscilla - Queen of the Star Wars Episode I, Red Planet, My Boss's Daughter og Limey svo fá- einar séu nefndar. Fjölskyldan Hákon krónprins I ásamt konu sinni Mette-Marit, , I krónprinsessunni Ingiríði Alexöndru I og Mariusi sem er sonur Mette- I Marit frá þvífyrir hjónaband. Flott saman Terence og Diana áttu i eldheitu ástarsambandi árið 1987. Þau kynntust i bió og hófu þegar i stað að daðra hvort við annað. Ást á fpumsýningu Drottning hannar brúðarkjolinn Mary Donaldson lagði á dögunum land undir fót og fór til Mflanó á Ítalíu. Til- gangur ferðarinnar var að velja efni í brúðarkjólinn sem hún ædar að klæðast þann 14. maí næstkomandi þegar hún gengur í hjóna- band með Friðriki krón- prins. Mary mun hafa leitað vítt og breitt að heppilegu efni en ekki fundið. Hún fékk höfðinglegar móttökur í Mflanó þar sem danski fatahönnuðurinn Jörgen Simonsen tók á móti henni. Simonsen nýtur mddllar virðingar í tískuheiminum, hefur verið yfirhönnuður hjá Versace og Valentino. Simonsen fór með Mary í búðir og fundu þau rétta efnið. Mikil spenna ríkir varðandi hönnun kjólsins en þau mál eru á huldu að því undanskildu að talið er víst að Margrét drottning muni hafa hönd í bagga enda annáluð listakona.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.