Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1958, Blaðsíða 17

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1958, Blaðsíða 17
TÍMARIT VFI 1958 8. myiicl. Drúttarhlíðin norðan við Úlfljótsvatn sumai'lö 1957, skönimu eftir að lial'in var vinna við virkjunina meÖ þvl að ýta ofan af klöppinni öllum lausum jarðvegi. Sprengingar voru byrjaOar í atöðvarhúsgrunninum skammt oi'an við vatnsbakkann. allmikil framan af í Elliðaánum. Höfðu verið gerðar vatnsuppistöður við inntaksþró og á Elliðavatnsengjum, en við það sköpuðust góð miðlunarskilyrði. Þessi afl- aukning upp í 3200 kw dugði til 1937 að Ljósafoss tók til starfa. Árið 1923 fól ríkisstjórnin vegamálastjóra að gera mælingar í Sogi til að athuga virkjunarskilyrði þar. Ef þá var litið til annarra landa, þar sem rafmagn var notað til eldunar og hitunar að nokkru leyti, auk marg- víslegrar notkunar í iðnaði, mátti gera samanburð um notkunina hér og þar. Noregur stóð þá framarlega eins og enn i dag um notkun vatnsaflsins til raforkuvinnslu. Á árunum eftir 1920 var talið að i:, kw að afli væri hæfilegt á hvern íbúa. Það langt voru rafveiturnar komn- ar t. d. í Björgvin, Þrándheimi, Stafangri og fleiri borg- um i Noregi. 1 árslok 1922 voru í Reykjavík 20.000 manns. Hefði því þurft tœp 7000 kw handa þeim mannfjölda til að komast til jafns við hina norsku bæi. Það var meira en Elliðaárnar gátu veitt hjálparlaust. Auk þess óx mann- fjöldinn um nærri 1000 manns á ári, svo að gera mátti ráð fyrir vexti í notkuninni um 333 kw á ári meðan svo héldi áfram. Yrði þá notkunin eftir 10 ár komin upp í 10000 kw og eftir 20 ár yfir 14000 kw. 5. öniuir áætlun um Efra-Sog. EJftlr uppdráttunum 1923 var gerð lausleg áætlun um virkjun i Efra-Sogi. Það var þá enn álitin glæsilegust byrjun. Var í þeirri áætlun hægtað sýna fram á að 30.000 manna bær myndi geta staðið fjárhagslega undir virkjun þar. Með sama vexti og verið hefði í Reykjavík myndi þessi mannf jöldi vera kominn þar árið 1933. Færi því bráðum að nálgast sá tími, að undirbúningur að virkj- un í Sogi gæti hafizt. ö. Fyrsta titboð um Sogfivirkjunina. Efra-Sog. Það varð ekki fyrr en 1928 að Sogsvirkjunarmálið var tekið upp af bæjarstjórn að nýju. Þá voru bæjarbúar 25.000 manns. Var Rafmagnsveitu Reykjavíkur falið að rannsaka virkjunarskilyrðin og koma fram með tillög- ur um virkjun. Var unnið að þessu á árunum 1928 og 1929. Var þá hugsað um að virkja Efra-Sog aðeins til hálfs og hafa að öðru leyti sömu tilhögun og Alexanders- son valdi. Vélasamstæðurnar áttu að vera tvær i byrjun, 3500 kw að afli hvor, og síðan mætti bæta við þriðju samstæðunni, þegar þörf yrði seinna. Jarðgöngin skyldu vera 23 ferm. að vídd, eða tæpur helmingur þess, sem nú er fyrirhugað við fulla virkjun. Þegar til fullnaðarvirkj- nar kæmi þarna, skyldi grafa önnur jarðgöng við hiiðina á hinum fyrri. Gert var ráð fyrir að hvor göngin enduðu í sinni jöfnunarþró ofan við stöðvarhúsið. Var fenginn hingað til ráðuneytis deildarverkfræðingur frá Vatna- málastjórninni norsku á árinu 1929 til að yfirfara áætl- unina og leiðbeina um væntanleg útboð. 1 útboðinu 1929 var ekki einungis beðið um tilboð í vélar og efni og alla framkvæmd virkjunarinnar, heldur og um lán fyrir öllum stofnkostnaðinum. Þegar útboðs- frestur var litrunninn á sumrinu 1930, lágu fyrir tvö til- boð, annað sænskt en hitt þýzkt. Voru bæði töluvert hærri en áætlað hafði verið, en ekkert lánstilboð fylgdi. Þó sögðu Svíarnir, sem voru með lægra tilboðið, að ef borgarstjórn litist á að taka verktilboðinu, væru þeir

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.