Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1958, Blaðsíða 23

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1958, Blaðsíða 23
TlMARIT VFI 1958 ft&frJÆ ttíHu Trffl % n Efra Sog Inganiór AB Berctat OSLO m 3991 5. mynd. Sýnir fyrirhugaða stiílu í Þingvallavatni með uppístungum um tvennskonar lokun á fl-Wgáttum stiflunnar. hún skyldi koma þetta snemma, þvl tveim árum seinna var siðari heimstyrjöldin skollin á og olli því, m. a. að þörf virkjunarinnar varð miklu meiri og óx örar en við • hafði verið búizt. 8. Viðbót í Ljósafoss-stöð. Þegar á haustinu 1940 var reynt að útvega þriðju véla- samstæðuna til Ljósafoss-stöðvarinnar. Fékkst hagstætt tilboð í hana frá Englandi, en enska stjómin synjaði leyfis fyrir henni vegna styrjaldarinnar. Haustið 1941 voru fengin ný tilboð frá Bandaríkjunum. Tókst að koma vélasamstæðu þaðan heilu og höldnu á árinu 1943. Tók hún til starfa á miðju sumri 1944 með 7200 kw afli. Hefur Ljósafoss-stöðin starfað síðan með 16.000 kw afli og unnið um og yfir 100 millj. kwst árlega. Á báðum vetrunum 1942 til '43 og einkum 1943 til '44, áður en þriðja vélasamstæðan tók til starfa, var mikill skortur á rafmagni. Var skorti þessum mætt með spennu- lækkun á toppálagstímum svo sem mörgum mun minn- isstætt. 9. Varastöð við Elliðaár. Áður en þessi vélasamstæða var komin upp í Ljósa- fossi, hafði bæjarstjórn Reykjavikur gert ályktanir, bæði 1944 og 1945 um að láta rannsaka hverjar leiðir væru til að sjá Reykjavík fyrir rafmagni svo að dygði til frambúðar. Varð það til þess að sett var upp Varastöð við Elliðaárnar á árunum 1946 og 1947, er tók til starfa vorið 1948. Hafði þá enn orðið skortur á rafmagni tvö næstu árin á undan, veturna 1946 og '47 og '48, sem einn- ig var tekinn með spennulækkun. 10. Önnur virkjun í Sogi. trufoss—Kistufoss. Jafnframt ályktun bæjarstjórnar um varastöð vorið 1945 ákvað hún og að Reykjavíkurbær skyldi beita sér fyrir aukinni virkjun i Sogi. Þegar umsókn þess efnis kom fyrir ríkisstjórhina, var talið, að til þess að Reykja- víkurbær hefði forystu um virkjunina þyrfti að breyta lögunum um virkjun Sogsins frá 1933. Var svo gert og ný lög samþykkt vorið 1946. Var unnið að mælingum, borunum og öðrum rannsóknum og undirbúningi að út- boðslýsingum á árunum 1946 til 1949. Á meðan á því stóð, kom fram ósk frá ríkisstjórninni um að gerast meðeig- andi í Sogsvirkjuninni samkvæmt heimild i lögunum um virkjun Sogsins. Tókust um þetta samningar, er voru undirritaðir sumarið 1949. Undireins á eftir var hafið

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.