Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1958, Blaðsíða 15

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1958, Blaðsíða 15
TIMARIT VERKFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS 1. heíti 1958 43. árg. Virkjun Efra-Sogs Erindi flutt í VFl miðvikudaginn 27. nóv. 1957. Eftir Steingrím Jónsson, rafmagnsstjóra 1. Fyrstu ráðagerðir um vlrkjun f Sogi. Virkjun Efra-Sogs úr Þingvallavatni á sér lengri sögu en virkjun Sogsfossanna sjálfra. Menn fengu snemma augastað á virkjun Sogsins, og þá var það eink- um Efra-Sogið, sem um var hugsað. Einar skáld Bene- diktsson stofnaði félag um síðustu aldamót, Icelandic Water Power Exploration Syndicate, Ltd., er hafði á hendinni, um þriggja ára skeið, vatnsréttindi jarðarinnar ttlfljótsvatns, en félagið missti þau réttindi, af þvi að ekkert var aðhafst um beizlun Sogsins, sem Einar nefndi svo. Þá tók við Fossafélagið Island, er á fyrsta tugi þessarar aldar lét rannsaka vatnsaflið i Sogi og gaf út bók um rannsóknirnar 1911. 2. Virkjun EUiðaánna og Sogið. Þegar rætt var um virkjun Elliðaánna í bœjarstjórn Reykjavíkur 1916 til 1918, var einnig rætt um virkjun í Sogi, og norskt verkfræðingafélag ,,De forenede inge- niörkontorer" í Osló, var fengið til að láta í té álitsgerð um virkjunarskilyrðin. Þeir svöruðu í stuttu máli þvi, að 15000 manna borg væri það ofvaxið að ráðast í virkj- un í Sogi. Lögðu þeir eindregið til að virkja Elliðaámar með 5000 hestafla stöð eða 3500 kvv. Skyldi það kosta 2,6 millj. og vera fjárhagslega öruggt. Borgarstjórn þótti fjárhæð þessi of há. Taldi hún bæjarsjóði ofvaxið að ráðast i svo stórt fyrirtæki. Var því valin minni virkj- un með tveim vélasamstæðum, annarri 500 hestöfl, hinni 1000 hestöfl eða samtals 1000 kw afl í fyrstu. 3- Fyrsta áætlun lun Efra Sog. Meðan á þessu stóð barst þáverandi ráðheira, Jóni Magnússyni, bréf frá Etatsrád N. C. Monberg i Kaup- mannahöfn, en það var hann, sem byggði Reykjavíkur- höfn og siðar Vestmannaeyjahöfn og útvegaði til lánsfé. Með bréfi Monbergs var frumáætlun um virkjun i Efra Sogi. Skyldi það kosta 8 millj. kr. Fengjust þá rúm 1, mynd. Vlrkjunaraðstaðan. HeSOarmunur vatnanna Þingvnlla- vatns opr ÚlfljótHvatna or 22 m.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.