Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1963, Blaðsíða 14

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1963, Blaðsíða 14
108 TlMARIT VFl 1963 með Bláskegg-sánni. Ofanjarðar má sjá mikið magn líparíts, svo mikið, að nægja mun verksmiðjunni a.m.k. í 30 ár. Voru af þeim ástæðum ekki gerðar nánari at- huganir á magninu með borunum í bergið, enda réttlæta 30 ára birgðir fullkomlega þá mannvirkjagerð, sem fram- kvæmd hefur verið. Reynslan verður að skera úr um það, hve mikið magn leynist á þessum slóðum, sennilega miklu meira en sjá má með fullri vissu á yfirborðinu. Líparítið er sprengt úr berginu og síðan mulið í knos- urum í tveim áföngum, og er komastærð þess að því búnu undir 12 mm. Þannig er það flutt á bílum til verk- smiðjunnar á Akranesi. • Eins og áður var að vikið, eru aðalefnin í sementi og þau, sem sérstaklega er sótzt eftir, ýmis kalsiumsiliköt, þ.e. kemísk sambönd milli kalks og kísilsýru. Framleiðsla sements er því kemísk framleiðsla og í því fólgin að fá kalkið til að bindast kísilsýrunni. Sú efnabreyting, sem þar þarf að eiga sér stað, er mörgum vandkvæðum bundin og erfið viðfangs, einkum vegna þess, að kisil- sýran hefur ekki þá eiginleika að vera sólgin í að bind- ast öðrum efnum og ekki síður hitt, að efnabreytingarn- ar þurfa að eiga sér stað milli fastra efna. En efna- breyting milli fastra efna er að jafnaði erfið viðfangs. Þó er þetta hægt eins og raun ber vitni, en mikið þarf samt til, einkum þó tvennt: að hafa efnin, sem tengjast eiga hvert öðru, sem smágerðust og hita þau jafnframt mikið upp, án þess þó þau bráðni, en hafa samt hitun- ina svo mikla, að þau séu farin að mýkjast og að bráðn- un komin. Þannig er að farið við framleiðsSu sements úr þeim hráefnum, sem hverju sinni eru til framleiðsl- unnar notuð. Fyrsta stig framleiðslunnar, eftir að þvegin hefur verið úr hráefnunum sjávarseltan, er því að mala þau saman í þeim hlutföllum, sem æskilegust þykja. Það er gert í hráefnakvörninni, sem er sívalningur, er snýst með tölu- verðum hraða, en í sívalningnum eru misjafnlega stórar stálkúlur. Af hreyfingu þeirra með snúningi sivalningsins malast hráefnin, blönduð um 30% af vatni, í fína leðju. Hafa þarf mjög nákvæmt eftirlit með þvi, að samsetn- ing leðjunnar sé með réttum hætti. Þessi leðja er brennd í 100 m löngum ofni. Honum hali- ar lítið eitt og er leðjan látin renna inn í þann endann, er hærra liggur. Ofninn snýst hægt í sífellu, og berst efn- ið þvi eftir honum. 1 þeim enda ofnsins, sem lægra ligg- ur, er eldur uppi, og er brennt þar nær 1% tonni af olíu á hverri klst. Reykurinn frá eldinum fer eftir öllum ofn- inum, og smáhitnar efnið, sem berst fram eftir honum, því jafnt og þétt eftir því sem nær eldinum dregur og er orðið um 1400°C í sjálfum eldinum. Þar á hin síðasta efnabreyting sér stað, og fellur efnið þá niður úr ofn- inum á ristkæli, þar sem hið brennda efni er kælt snögg- lega með köldu lofti. Brennda efnið nefnist sementsgjall, og er það að miklu leyti hnöttóttar kúlur, misjafnlega grófgerðar, geta jafnvel verið i því allstórir hnullungar. Gjallið má geyma nokkum veginn að vild, einnig utan húss. TJr því er búið til sement með því að mala það í mjög fint duft, sem allir kannast við, en blanda jafn- framt í það um 5% af gipsi. Gipsið er hið eina, utan eldsneytisins, sem flytja þarf inn til framleiðslunnar. Sementsduftið er svo fíngert, að yfirborð hinna örsmáu koma í 1 grammi þess er um 3000 cm’, þegar um venju- legt sement er að ræða, en kornin í hraðsementinu eru enn smágerðari. Gjallið blandað gipsinu er malað í sem- entskvörninni, sem er af mjög svipaðri gerð og hrá- efnakvörnin. Stálkúlur og smáir stálsívalningar eru hér einnig að verki, hvorttveggja brýtur gjallið og gipsið i sundur, þegar það hreyfist með snúningi kvarnarinnar. Til að koma þessum þrem aðalstigum framleiðslunnar fram, þarf mikinn vélbúnað, einn hinn mesta, er gerist « í kemískri framleiðslu, en jafnframt aðra mikla mann- virkjagerð, hvorttveggja einkum vegna þess, hve magn það er mikið, sem meðferð þarf að sæta og flytja þarf frá einum stað til annars innan verksmiðjunnar. Eru hráefnin þar miklu meiri, því að til framleiðslu á 100 þús. tonnum af sementi þarf að nota yfir 160 þús. tonn af hráefnum, miðað við þau þurr, en að sama skapi meira sem þau eru meira blönduð vatni. Þótt hráefnin léttist í meðferðinni, er ekki um annað en eðlilega rýrn- un að ræða, nær eingöngu kolsýru, er klofnar frá kalk- inu við brennslu hráefnaleðjunnar í ofninum, og er að því stefnt, að svo fari. Með vélum þeim og öðrum mannvirkjum, sem nú eru á Akranesi, má framleiða 100 þús. tonn af sementi á ári og flytja það magn frá verksmiðjunni til dreifingar tafarlaust eða tafarlítið. Þetta framleiðslumagn mun nægja landsmönnum næstu árin, en þó varla mjög mörg ár héðan af. Mun þá aftur að því koma, að fluct verði inn sement um stundar sakir, því að ekki svarar það kostnaði að stækka verksmiðjuna, nema vissa sé fyrir þvi, að töluvert magn af framleiðslu frá hinum nýju vélum seljist á innlendum markaði, sennilega 25—30 þús. tonn. Til meira innflutnings mun naumast 'þurfa að koma. Til framleiðslu á 100 þús. tonnum af sementi eru not- aðir um 140 þús. m3 af skeljasandi og um 20 þús. tonn af líparíti. Af brennsluolíu var fyrstu árin notuð olía, er nam 136 kg á hvert tonn af gjalli eða um 13.600 tonnum fyrir 100 þús. tonn af sementi. Með tilraunum, sem hóf- ust seint á siðasta ári og er raunar ekki að fullu lokið enn, hefur tekizt að minnka olíunotkunina verulega eða niður í 116 kg af olíu fyrir hvert tonn af gjalli. Sam- svarar það um 11.600 tonnum af olíu fyrir 100 þús. tonn, og nemur sparnaðurinn þannig um 2.000 tonnum á ári, sem er að verðmæti um 1,7 millj. kr. Með því er olíu- notkunin í verksmiðjunni á Akranesi til brennslu gjalls- ins orðin svo lítil, að i engri eða aðeins einni verksmiðju mun nú vera notuð minni olía til brennslunnar, þegar gerð er leðja úr hráefnunum, þ.e. notuð hin svonefnda vota aðferð. Getur þó verið, að enn megi minnka olíu- notkunina lítið eitt. Mesta rafaflsnotkun verksmiðjunnar varð fyrstu árin 2380 kw og um 150 kwst fyrir hvert tonn af sementi eða um 15 millj. kwst fyrir 100 þús. tonn af sementi. Hvorttveggja hefur verið hægt að minnka til muna af sömu ástæðum og olíuna. Mun mesta rafaflsnotkun héð- an af varla fara upp fyrir 1900 kw og raforkunotkunin verða um 12,5 millj. kwst á ári fyrir 100 þús. tonna framleiðslu. Af gipsi eru notuð um 5 þús. tonn á ári, en af um- búðum 20 pokar fyrir hvert tonn. Þær eru mjög kostn- aðarsamar, en þar verður ekki hægt úr að bæta, fyrr en fengnar eru aðstæður til að afhenda sementið til not- endanna í þar til gerðum tækjum án pappírsumbúða. Að þeim málum er nú unnið, og væntanlega líður ekki langur tími unz slík afhending sementsins kemst til framkvæmda. Verður þar ekki einasta um sparnað á

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.