Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1963, Blaðsíða 33

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1963, Blaðsíða 33
TIMARIT VFI 1963 127 ingar hafa komizt stutt á leið að sanna þessa tilgátu’), en ein af veigamestu tilraunum, sem gerðar hafa verið í þessa átt, er lýst i grein Leifs [F]. Um þessa gi’ein segir E. P. Copson (höfundur bókar um Huygens’ Princip) í Mathematical Reviews 1957: ,,.... It gives an extremely interesting account of his unpublished researches during the last twenty years on Huygens’ Principle and on the conjecture of Hadamard. . . .“. 1 þessari grein eins og í greinunum [D—G] notar Leifur nýja aðferð, sem hann kallar ,,the Diversor Method“. Greinar þessar sýna á sannfærandi hátt þýðingu þess- arar aðferðar fyrir hyperbólska differential óperatora. Það væri því mjög æskilegt að sjá systematiska greinar- gerð um þessa aðferð koma á prent. Sú greinargerð yrði sérstaklega gagnleg, ef hún væri sett fram í samræmi við teoríu Hadamards í [2], sem vissulega þarfnast betri túlkunar en hún hefir fengið til þessa, og sem fáir nú- lifandi stærðfræðingar munu hafa kynnt sér eins vel og Leifur Ásgeirsson. Heimildarit. 1. R. Courant und D. Hilbert, Methoden der Mathemat- ischen Physik, Springer, Berlin, 1937. 2. J. Hadamard, Le probleme de Cauchy et les equations aux derivees partielles lineaires hyperboliques, Her- man et Cie, Paris 1932. (Fyrri útgáfa 1923). 3. F. John, Plane Waves and Spherical Means Applied to Partial Differential Equations, Interscience, New York 1955. ’) Þess ber að geta, að K. Stellmacher [4] hefir sýnt með dæmi, að „Hadamard’s conjecture" gildir ekki, ef liðir af núlltu gráðu koma fyrir. 4. K. Stellmacher, Ein Beispiel einer Huygenschen Differentialgleichung, Nachr. Akad. Wiss. Göttingen 1953. Skrá yfir stœrðfrœðirit Leifs Ásgeirssonar. A. Uber eine Mittelwertseigenschaft von Lösungen homogener linearer partieller Differentialgleichung 2. Ordnung mit konstanten Koefficienten, Math. Ann. 113 (1936) 321—346. B. Ein Mittelwertsatz fiir die Lösungen von n i=l angewandt auf zwei Potentialfunktionen, C. R. Cong- er. Intern. Math. Oslo, 1936 51—53. C. Uber Mittelwertgleichungen, die mehreren partiellen Differentialgleichungen 2. Ordnung zugeordnet sind, R. Courant Anniversary Volume, 7—20, Interscience Publishers, New York 1948. D. Divergence Expressions and Wave Functions in the Theory of Partial Differential Equations, Technical Report No. 5, ONR, University of California, Berke- ley, 1956, 12 pp. E. On Iterated Wave Equations, Technical Report No. 6, ONR, University of California, Berkeley, 1956, 42 pp. F. Some Hints on Huygens’ Principle and Hadamard’s Conjecture, Communications on Pure and Appl. Math. 9 (1956) 307—326. G. On Cauchy’s Problem for Linear Pærtial Differential Equations of Second Order in Four Variables. Comm- unications on Pure and Appl. Math. 14 (1961) 171— 186. Nýir félagsmerm Erlendur Steinar Ólafs- son, f. 5. maí 1912 í Rvík. For. Ólafur Theodór tré- sm. þar, f. 24. nóv. 1873, d. 4. marz 1950, Guð- mundsson smiðs að Stóru- Vatnsleysu Guðmundsson- ar og s. k. h. Guðrún, f. 7. júlí 1886, d. 18. jan. 1950, Erlendsdóttir bónda að Hvallátrum Kristjáns- sonar. Próf í byggingafræði frá Ingeniörskolen í Horsens, Danm., (Bygningsteknik- um) 1934. Starfaði sem verktaki ásamt föður sínum 1934—’36. Réðst til starfa hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1936 og vann að upp- setningu véla og tækja í orkuverinu við Ljósafoss. Stóð fyrir framkvæmdum við stækkun síldar- og fiskimjöls- verksmiðjunnar í Neskaupstað 1938, starfaði við bygg- ingu Laxárvirkjunarinnar og Hitaveitu Reykjavíkur hjá fyrirtækinu Höjgaard & Schultz A/S 1939—‘43. Réðst til Almenna byggingafélagsins h/f 1943 og starfaði þar til 1957. Á þeim tima hefur hann unnið að stjórn fram- kvæmda við stækkun Ljósafossstöðvarinnar 1943 (með Árna Snævarr), mælt fyrir línustæði háspennulínunnar frá Irafossi um Hellisheiði til Rvíkur og háspennulín- unnar til Keflavíkur 1944, staðið fyrir og stjórnað bygg- ingaframkvæmdum við Andakílsárvirkjun 1945—’47, annast tæknilega stjóm á byggingarstað við byggingu Faxaverksmiðjunnar í Örfirisey 1948—’49, verið tækni- legur eftirlitsmaður við byggingu Áburðarverksmiðjunn- ar i Gufunesi 1952 og veitt forstöðu stækkun Þorláks- hafnar 1955—’56. Réðst til Efrafalls sef. 1957 og starfaði á þess vegum við byggingu Steingrímsstöðvar til árs- ins 1960 og hefur staðið fyrir framkvæmdum við stækk- un Þorlákshafnar frá 1962. Sumurin 1960 og 1961 vann hann á vegum E. Pihl & Sön, Khöfn, að byggingafram- kvæmdum á Grænlandi. K. h. 12. nóv. 1938, Bergþóra, f. 17. nóv. 1917 að Höfn I Bakkafirði, Halldórsdóttir kaupm. þar Runólfssonar og k.h. Sólveigar Björnsdóttur bónda að Kröggólfsstöðum, Bakkafirði, Gíslasonar. B. þ. 1) Guðrún Dóra, f. 3. júni 1938 á Seyðisfirði, 2) Baldur, f. 4. okt. 1939 í Rvík, 3) Sólveig, f. 10. maí 1943 s.st., 4) Gísli Jóhann f. 22. marz 1947 s.st. Steinar er hálfbróðir Sigurðar Ólafssonar, bygginga- verkfræðings. Veitt innganga í VFl á stjórnarfundi 1. febr. 1962. H.G.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.