Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1963, Blaðsíða 15

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1963, Blaðsíða 15
TlMARIT VFl 1963 109 umbúðum að ræða, heldur jafnframt miklu hagkvæm- ari meðferð sementsins við notkun. Þetta örstutta yfirlit um undirbúning að byggingu sem- entsverksmiðju hér á landi, lýsingu á hráefnunum, sem til framleiðslunnar eru notuð, framleiðsluhætti í verk- smiðjunni og gagnsemi hennar fyrir þjóðarbúið er nú lokið. öllu þessu mætti gera miklu betri skil en tök eru á í þessu erindi, enda hefur sumu af því verið lýst nán- ar annarsstaðar, og verður að vísa til þess. En máli minu vildi ég mega ljúka með lokaorðunum i skjali þvi, er múrað var inn í hornstein verksmiðjunn- ar við vígslu hennar 14. júní 1958: „I landi voru hafa engar fornar byggingar varðveitzt. Orsök þess er öðrum þræði sú, að hér var skortur bygg- ingarefnis, er þyldi tímans tönn. Þessari verksmiðju er ætlað að framleiða varanlegt efni til fagurra og nytsamra bygginga, öldum og óbornum til yndis og hagsældar". Otvarpserindi ílutt 3. febrúar 1963 í erindaflokknum „Tækni og verkmenning". Eftir Gunnar B. Guðmundsson. Inngangur. Um síðustu aldamót, þegar íslenzka þjóðin tók að hrista af sér aldagamla eymd og vonleysi, voru verkefn- in óteljandi, sem leysa þurfti til þess, að hér mætti rísa menningarþjóðfélag. Þá varð strax þörf manna, sem lagt gætu á ráðin og vísað færar leiðir við lausn marg- vislegra tæknilegra vandamála, en lausn margra þeirra var grundvöllur almennra, efnahagslegra framfara þjóð- arinnar. Þar eð þjóðin var fámenn og fátæk, var það eðlileg ráðstöfun, að ríkið tæki að sér lausn flestra þessara verkefna. Á þess vegum störfuðu þvi þeir menn, sem af mikilli bjartsýni á framtíð lands og þjóðar réðust til tæknináms á þessum árum. Einn aðili annar en ríkið hafði það mikið umleikis i verklegum framkvæmdum, að hann taldi sér hag í að ráða til sin verkfræðing. Sá aðili var Reykjavíkurborg, sem árið 1902 réð Knud Zimsen, síðar borgarstjóra, í sína þjónustu. Sá hann um lagningu fyrstu vatns- og skolplagna borgarinnar. Önnur sveitarfélög höfðu ekki aðra forsjá í tæknileg- um málum en þá, sem verkfræðingar gátu innt af hendi i frístundum sinum. Það var því eðlileg framvinda mála eins og ú stóð, c.ö ríkið gerði átak til þess að leysa sameiginlega eitt brýn- asta tæknimál allra sveitarfélaga, skipulagsmálin. Brautryðjandi þessara mála hér á landi var Guð- mundur Hannesson prófessor, og að hans tilstuðlan voru samþykkt lög um skipulag kauptúna og sjávarþorpa árið 1921, og þessi mál falin tæknilegum embættis- mönnum ríkisins. Síðar var stofnað sérstakt embætti skipulagsstjóra ríkisins. Áður en lengra er haldið, er rétt að gera grein fyrir helztu tæknilegu verkefnum, sem sveitarfélögin eiga við að glima, og ræða síðan hvert fyrir sig eftir því sem föng eru á. Þau eru: Skipulags- og byggingarmál, gatnagerð, veitukerfi öll, þ.e. skolpveitur, vatnsveitur, hitaveitur, rafmagnsveitur, þar undir götulýsing, brunavarnir og ennfremur ýmis tæknimál, sem unnin eru meira eða minna í samvinnu við ríkið, svo sem síma- og hafnar- mál. Hér verður aðeins fjallað um skipulags- og bygging- armál, gatnagerð, vatnsveitur og skolpveitur enda eru hinum málefnunum gerð ýtarleg skil í öðrum erindum þessa erindaflokks. 1 stærri sveitarfélögum eru flest þessara verkefna það yfirgripsmikil, að sérstakur framkvæmdastjóri er settur yfir hvert þeirra. Hérlendis er þróun þessara mála lengst komin í Reykjavik, en þar heyra framkvæmdastjórar tæknistofnana borgarinnar undir sérstakan tæknilegan yfirmann þ. e. borgarverkfræðing, sem er æðsti ráða- maður borgarinnar í tæknilegum málum. Ég mun nú leitast við að gera grein fyrir mikilvægi þessara mála, tæknilegum undirbúningi og framkvæmd þeirra. Skipulagsmál. Það sem almennt er átt við, þegar rætt er um skipu- lag, er ákvörðun á nýtingu ákveðins landssvæðis, þ. e. ákvörðun um hvar skuli vera íbúðarhverfi, hvar einbýlis- og fjölbýlishús, hvar verzlanir, iðnaðarhverfi, opinberai’ byggingar, opin svæði, leikvellir o. s. frv. Samhliða ákveðst net þeirra umferðaræða þ. e. göngustiga og akbrauta, sem um svæðið liggja. Þetta eru frumþættir skipulagsins. Með setningu skipulagslaganna árið 1921 var lagður grundvöllur að þessu starfi. 1 þeim er fyrirskipað að gera skuli mælingar og skipulagsuppdrætti af öllum íslenzkum kauptúnum og sjávarþorpum með 200 íbúa eða fleiri. Síðan lokið var mælingum og fyrsta frumskipulagi skipulagsskyldra staða hefir skipulag bæja, kauptúna og sjávarþorpa — í daglegu tali nefnt „Skipulag ríkis-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.