Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1963, Blaðsíða 24

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1963, Blaðsíða 24
118 TlMARIT VFl 1963 vedtatt en konsesjonslov, slik at enhver grunneier nu har rett til det vann, sem flyter over hans grunn. I 1920 brukte jeg 14 dage med lastebát og hest fra Bergen til Dettifoss. Idag kan den samme tur gjores pá noen timer med fly. Vakre turistbrochyrer med vidunderlige billeder har oppgaver over ruter og nye, praktfulle hoteller. Jeg reiste over Island med fly i 1960, og skulle da besokt Reykjavik, men flyet fra U.S.A. fikk et motor- uheld, sá vi mátte returnere og blev et dogn forsinket, s?„ oppholdet i Reykjavik mátte sloyfes. Jeg vil anbefale alle, som har anledning, til á ta en tur over Island. Jeg harer, at telefonkatalogen frem- deles er innrettet alfabetisk efter fornavn, og det er mange interessante og morsomme ting á se. De som reiser utover landet, vil fá se meget, som minder om det gamle Island, Sagaoen, hvor mange nordmenn i sin tid slog sig ned. Tillaga um framíðarskipan teiknikennslu við verkfrœðideild Háskóla íslands NEFNDARÁLIT Með bréfi Verkfræðingafélags Islands dags. hinn 17. maí 1962 voru undirritaðir tilnefndir í nefnd til þess að gera tillögu um frambúðarskipan teiknikennslu við verk- fræðideild Háskóla Islands. Fyrirhugaðar eru nú breytingar á heildarskipan kennslu við verkfræðideild H.l. Er þá ætlunin að sam- ræma verkfræðinám hér á landi við kennsluskipan sem flestra erlendra tækniháskóla. Helztu fyrirmyndir eru þá tækniháskólar á Norðurlöndum og í Vestur-Þýzka- landi. Nefndarmenn hafa aflað nokkurra upplýsinga með viðtölum og gagnasöfnun um tilhögim teiknikennslu í tækniháskólum fyrrnefndra landa. Er nefndin sammála um eftirfarandi álit, en aðalatriði þess eru sem hér segir: 1. Teiknun sem sérstök námsgrein falli niður, en kennsla í henni fari fram innan annarra námsgreina. 2. Fyrri hluti kennslu í teiknun falli undir námsgrein- arnar hagnýta stærðfræði og geometri, en jafn- framt verði veitt tilsögn í notkun teiknitækja og um frágang teikninga. 3. Siðari hluti kennslu í teiknun falli undir hinar tæknilegu greinar, þ.e. statik, vélhlutafræði, land- mælingu og húsbyggingu. Greinargerð. Að því er varðar atriði 1 mun þessi tilhögun vera í aðalatriðum ríkjandi í öllum fyrrgreindum löndum að undanskilinni Danmörku. Námstilhögun í Danmörku er hins vegar að breytast, en nefndinni er ekki kunnugt, hver verður framtíðarskipan á teiknikennslu þar. Tekið skal fram varðandi atriði 2, að þessi skipan hef- ur í meginatriðum tíðkast hér hin síðari ár. Nefndin telur nauðsynlegt, að kennari í bóklegum hluta náms- greinar hafi einnig yfirumsjón með úrlausnum verkefna. Um atriði 3 vill nefndin sérstaklega taka fram, að tengja eigi að dómi nefndarinnar námsgreinina hús- byggingu betur við verkfræðilegar námsgreinar kennsl- unnar. Benda má á, að verkefni í húsbyggingu og statik geta að nokkru leyti verið sameiginleg. Ennfremur telur nefndin, að í hinum almenna hluta kennslunnar í vél- hlutafræði eigi að fara fram tilsögn í undirstöðuatriðum málsetningar og notkun staðla. Eins og fyrr telur nefnd- in nauðsynlegt, að kennarar hafi hver um sig yfirum- sjón með úrlausnum verkefna í sinni námsgrein. Nefndin álítur, að gera verði ákveðnar kröfur um frá- gang úrlausna. Eðlilegt er, að tekið verði eitthvert tillit til frágangs við einkunnagjöf. Drög að stundafjölda. Nefndin hefur lagt eftirfarandi drög að stundafjölda til verklegra æfinga í einstökum námsgreinum. Stunda- fjöldi samkvæmt námsskrám erlendra tækniháskóla hef- ur verið hafður til hliðsjónar. Nefndarmenn hafa hins vegar reynt að gera sér grein fyrir því, hve miklum tíma meðalnemandi þarf að verja til verklegra æfinga. Er sá tími jafnan nokkru meiri, og er eftirtalinn stunda- fjöldi einkum miðaður við hann. Geometri Statik og húsbygging Vélhlutafræði Landmæling 110 stundir 110 — 60 — 20 — Samtals 300 stundir Þessi drög að stundafjölda eru miðuð við nám i bygg- ingarverkfræði, en nemendur í þeirri grein verkfræði hafa fram til þessa verið langflestir. Nefndin telur hins vegar sjálfsagt að stefna að aukinni kennslu í vélhluta- fræði, er hæfa myndi nemendum í véla- og rafmagns- verkfræði. Þessi aukna kennsla gæti þá svarað til kennslu í húsbyggingu og landmælingu, þeirrar er nú tíðkast og einungis er ætluð nemendum í byggingarverkfræði. Nlðurlagsorð. Nefndarmenn álíta, að með nánari tengslum teikni- kennslunnar við einstakar tæknilegar námsgreinar muni nást bæði betri og hagnýtari árangur við námið. Reykjavík, 10. júlí 1962. Árni Snævarr, verkfræðingur, Loftur Þorsteinsson, verkfræðingur, Guðmundur Bjömsson, verkfræðingur.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.