Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1963, Blaðsíða 34

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1963, Blaðsíða 34
128 TlMARIT VFl 1963 Sigurður Flygenring, f. 28. júlí 1898 í Hafnarfirði. For. Atigust Theodor Flygenring kaupm. og út- gerðarm. þar, f. 17. april 1865, d. 12. sept. 1932, sonur Þórðar bónda og hreppstjóra að Fiskilæk, Dorgarfjarðars., Sigurðs- sonar og k.h. Þórunn, f. 28. maí 1866, d. 22. apr. 1943, Stefánsdóttir bónda að Þóreyjarnúpi, Húna- vatnss., Jónssonar. Próf í byggingafræði frá Ingeniörskolen í Hors- ens (Bygningsteknikum) 1924. Byggingarfulltrúi í Hafn- arfirði 1925—26. Vann að ýmsum tæknistörfum og hafði eftirlit með byggingu ýmissa stórhýsa í Rvik, svo sem Barnaskóla Austurbæjar, Arnarhvoli, Landssímahúsinu og Hótel Borg 1927—33. Var tæknilegur fulltrúi fyrir- tækisins N. C. Monberg við byggingu bátahafnar á Isa- firði 1934—35 og síðan tæknilegur starfsmaður hjá Reykjavíkurhöfn. Jafnframt hefur hann gert útreikninga og uppdrætti að járnbentri steinsteypu í fjölda stórhýsa svo sem Verkamannabústaðina í Rvík, Útvarps- og sendi- stöðina á Vatnsenda, Móttökustöðina í Gufunesi, Vél- smiðju Hafnarfjarðar, Mjólkurstöðina í Rvík, Barnaskóla Akureyrar, Elliheimilið Grund (viðbyggingu) Rvík, Hafnarhúsið (austurhluta) Rvík, Arnarhvol (austur- hluta) Rvík, og enn fremur útreikninga og uppdrætti að hitalögnum í fjölda ibúðarhúsa o. fl. K.h. 30. maí 1925, Ásta Þórdís, f. 23. sept. 1900 að Nikhóli, Mýrdal, Tómasdóttir héraðslæknis þar Helga- sonar og k.h. Sigríðar Lydiu dóttur Hagbarths Thejll kaupm. í Stykkishólmi. B.þ. 1) Sigríður, f. 27. marz 1926 í Hafnarfirði, 2) Einar Ágúst, f. 1. sept. 1929 í Rvík, 3) Anna Þórunn, f. 11. nóv. 1930 í Rvík. Sigurður er föðurbróðir Kristjáns Flygenrings, véla- verkfræðings, og Páls Flygenrings, byggingaverkfræð- ings, og móðurbróðir Þórðar Gröndals, vélaverkfræðings. Veitt innganga í VFl á stjórnarfundi 1. febr. 1962. H. G. Sveinn Guðmundsson, f. 27. ág. 1912 á Eyrar- bakka. For. Guðmundur bóksali og bókhaldari þar, f. 9. okt. 1849, d. 24. apr. 1937, Guðmundsson bónda að Minna-Hofi, Rangár- völlum, Péturssonar og k. h. Snjólaug Jakobína, f. 7. mai 1876, Sveinsdóttir bónda í Bjarnastaðahlíð, Skagaf., Guðmundssonar. Próf í vélfræði frá Tek- niska Institutet, Stokk- hólmi, 1936. Réðst síðan til starfa hjá Vélsm. Héðni h/f og vann þar m.a. að útreikningum og teikningum af vélum fyrir síldar- og fiskimjölsverksmiðjur á Seyð- isfirði, Akranesi, Rauðku á Siglufirði og Klett i Rvik, ennfremur af vélum og tækjum fyrir frystiiðnaðinn víðs vegar um landið, m.a. hafði hann forystu um smíði fyrstu stóru hraðfrystivélarinnar hér á landi 1951. Hann réðst forstjóri hjá Vélsm. Héðni h/f 1943 og jafnframt for- stjóri Stálsmiðjunnar h/f og Jámsteypunnar h/f frá sama tíma, ásamt Benedikt Gröndal, og hefur gegnt þessum störfum síðan. Á þessu tímabili hefur hann stað- ið fyrir endurbyggingu á húsum og vélakosti Héðins h/f. Hann hefur unnið mikið að félagsmálum fyrir iðnaðinn í landinu, var formaður þeirrar nefndar, sem sá um Iðnsýninguna í Rvík 1952, og lét í því sambandi Héðinn h/f smíða fyrsta ísl. dieselmótorinn sem sýnishorn um það, hvers íslenzkur jámiðnaður væri megnugur. K. h. 18. des. 1937, Kristín Helga, f. 19. júní 1918 í Rvík, Markúsdóttir forstj. þar ívarssonar og k. h. Kristínar Andrésdóttur bónda að Vestri-Hellum, Flóa, Erlendssonar. B. þ. 1) Sverrir, f. 27. júli 1939 í Rvík, 2) Birna, f. 6. júní 1941, s.st., d. 17. jan. 1942, 3) Markús, f. 22. marz 1943 s.st., 4) Kristín, f. 24. ág. 1945 s.st., 5) Snjólaug f. 21. okt. 1949 s.st., 6) Guðmundur Sveinn, f. 5. okt. 1954 s.st. Veitt innganga í VFl á stjómarfundi 1. febr. 1962. H.G. TlMARIT VBRKFRÆÐINGAFÉLAGS ISLANDS flytur greinar um verkfrœðileg efni. Árgangurinn er alls um 130 síður og kostar 300 krónur, en einstök hefti 50 krónur. — Ritstjórar: Gunnar Böðvarsson og Guðmundur Pálmason. Aðstoðarritstjórar: Gísli Ólafsson og Þorsteinn Egilson. — Útgefandi: Verkfræðingafólag Islands. — Afgreiðsla tímaritsins er i skrifstofu fólags- ins Brautarholti 22, Reykjavík. Sími 19717. Pósthólf 645. STBINDÓRSPRENT H.F.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.