Akranes - 01.01.1949, Side 16
Þóra Ólafsdóttir,
Litlateig.
sem hann hafi komizt yfir. Þar á meðal
þessi
Konungshugvekj a.
Setskvæði.
V eróníkukvæði.
Ekkjukvæði.
Hann þakkar þeim hjónum fyrir sið-
ustu samfundi í Reykjavík og segist senda
þeim harðfisk.
Jón hefur haft mætur á Bjarna og borið
traust til hans. Biður hann oft í bréfum
sínum að skila kveðju til hans. 1 bréfi til
Guðmundar í Gröf, dagsett í Kaupmanna-
höfn 8. mai 1863, segir Jón m. a.: „Ég
bið kærlega að heilsa Bjarna á Kjaran-
stöðum, og öllum góðum drengjum, sem
af alvöru vilja gera nokkuð, en ekki hlaupa
eins og svínin út í sjó eða skera nú sig
og kindur sínar á háls, þótt þeir eigi að
takast þann vanda á hendur að þrífa
þær.“
I>að er undursamlega gaman að lesa
bréf Jóns Sigurðssonar til hinna ýmsu
samstarfsmanna hans í baráttunni fyrir
frelsi og framförum landsins á öllum
sviðum. Þar er ekkert honum óviðkomandi
smátt eða stórt, sem á einhvem hátt
getur stutt að þessu megin marki, sem
allt líf hans var helgað. Hvernig hann
leggur á ráðin um allt. Getur sinnt öllu
og gert allt. Allt með kappi, en þó for-
sjá hins vitra manns, þar, sem frá hans
sjónarmiði ekkert mátti mistakast, heldur
samverka að einu og sama marki.
15. april 1869 skrifar Jón Halldóri Kr.
Friðrikssyni yfirkennara langt og merki-
legt bréf um alþingiskosningar þær, sem
þá fara í hönd. Halldór hafði þá verið
konungkjörinn þingmaður frá 1865. I
þessu bréfi brýnir hann fyrir Halldóri, að
reiða sig ekki á endurkjör í þeim her-
búðum, heldur vera sér úti um sýslu.
1 þessu bréfi segir Jón m. a.: Borgfirðingar
gæti staðið sig við að kjósa þig í stað klerks
síns, (hér er átt við sr. Arnljót Ólafsson,
sem var þingmaður Borgfirðinga frá 1859-
1869) og ef þú hefðir Jónassen með þér
16
og Bjarna á Kjaranstöðum, værir þú lík-
lega viss.“
Séra Arnljótur var ekki kosinn að þessu
sinni fyrir Borgarfjarðarsýslu, heldur
Hallgrímur Jónsson á Miðteig. Jón hefur
fyrst talið Hallgrím vafasaman. Það er
of linan í stórátökum. Þó telur hann Hall-
grim flokksmann sinn, er hann skrifar
þeim 31. maí 1870.
Síðar verður minnst á Bjarna Brynjólfs-
son í þessum þáttum. Börn þeirra Bjarna
og Helgu eru þessi:
1. Brynjólfur, bóndi og skipasmiður í
Engey.
2. Helga, kona Níelsar Magnússonar
í Lambhúsum.
3. Ólina, kona Ásmundar IMrðarsonar
á Háteig.
4. Ólafur, fyrri maður Katrínar Odds-
dóttur á Litlateig.
5. Þórunn, kona Sigurðar Stefánssonar,
prests og alþingismanns í Vigur.
Helga mun eitthvað hafa dvalizt á
Ytra-Hólmi, vegna náinnar frændsemi við
hjónin. Hún var jafnskyld þeim báðum.
Ólafur Stephensen, faðir Helgu og þau
prófastshjónin voru öll bræðrabörn. Er
sennilegt að þau kynnist þar.
Helga mun hafa verið hin mesta mynd-
arkona, hyggin stjórnsöm og vel vinnandi.
Ekki veit ég, hvort hægt er að segja, að
hún hafi verið stolt og stórlát. Hygg þó,
að hún hafi íundið til ættar sinnar. Verið
þung á bárunni, og þótt illt að láta hlut
sinn, eða kom ekki sínu fram. Hún var
fyrirmannleg og sópaði að henni. Átti góð
föt og klæddi sig ávallt vel. Var ávallt
prúðbúin (líka á rúmhelgum dögum) eftir
að hún hætti sjálf að fást við búskap.
Ólafur Bjarnason,
fyrri maður Katrinar.
Eftir að Helga missti mann sinn, var
hún oftast í Engey á sumrin, en hér á
Akranesi á vetrum. Lengst af í Lamb-
húsum. Bjarni andaðist á Litlateig 31. júli
1873, en Helga í Engey, 31. des. árið 1900.
Hinn 19. október 1877 kvæntist Ólafur
Bjarnason, Katrínu Oddsdóttur, prófasts
Sveinssonar að Rafnseyri, og konu lians
Þóru Jónsdóttur, frá Kópsvatni, (en Þóra
giftist siðar Kristjáni bónda Símonarsyni
á Innra-Hólmi og Akri á Akranesi). Tóku
þau Ólafur og Katrín þá við búi á Litla-
teig. Ólafur var afburða duglegur sjó-
maður og orðlagður stjórnari. Ólafur, eða
skip hans og menn, var eitt af þrem skip-
um héðan, sem lentu i hinu svokallaða
Hoífmannsveðri í janúar 1884, og það
eina, sem komst af — þó nauðulega
nálægt Melum í Melasveit.
Árið 1886 fluttust þau Olafur og Katrin
að Melum i Melasveit, og hófu búskap
þar. Mun Olafur hafa verið búinn að fá
nóg af sjónum. En það átti ekki fyrir hon-
um að liggja að fást lengi við búskapinn.
Hann varð skyndilega veikur i útmánuð-
um 1887. Var þegar fluttur út að Litla-
teig, en andaðist þar 22. marz 1877, á
36. ári. Fæddur 15. nóvember 1851.
Ólafur var vel greindur maður, ákaf-
lyndur og ötull. tlonum mun hafa þótt
illt að láta i „minni pokann.“ Þó naut
hann almennra vinsælda, enda drengur
hinn bezti. Hann drakk mikið um tíma
eins og margii' á Skaga um það leyti. Ekki
var hann vondur við vin, og mun hafa
haft mikla löngun til að hætta drykkju.
Var hann m. a. stofnandi bindindisfélags-
ins, er það var stofnað. Hann var og i
Æfingarfélaginu og góður liðsmaður þar.
Björn Hannesson,
seinni maður Katrínar.
AKRANES